Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 Lítið ber í milli í viðræðum BSRB og ríkis: Reynt til þraut- ar að ná sam- komulagi í dag VIÐRÆÐUNEFNDIR Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, og ríkisins voru á samningafundi hjá sáttasemjara í gærdag og fram á nótt, en endar náðust ekki saman, þótt tiltölulega lítið beri í milli, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Fjármálaráðherra lagði fram tilboð sl. föstudag, sem gerir m.a. ráð fyrir 4% grunnkaupshækkun nú þegar og síðan 2,2% hækkun í byrjun næsta árs. Þessu tilboði svaraði samninganefnd BSRB með gagntilboði, sem m.a. gerir ráð fyrir nánari viðræðum um ýmis önnur atriði kjarasamningsins. Á síðustu dögum og vikum hafa ennfremur staðið yfir viðræður einstakra félaga og bandalaga innan BSRB um nýjan sérkjara- samning við ríki og Reykjavíkur- "borg og er málum nú svo komið, að samningar liggja á borðinu í öll- um tilfellum, nema hjá lögreglu- mönnum og hjá bréfberum. Aðilar hafa báðir lýst yfir áhuga sínum, á að ná endum sam- an fyrir mánaðamót, þ.e. miðnætti í nótt og verður fundum því haldið áfram í dag og reynt til þrautar. Eins og skýrt hefur verið frá hafa meinatæknar og röntgen- tæknar sagt störfum sínum laus- um frá og með 1. september, þ.e. á morgun, fáist ekki fram lagfær- Manville-fyrirtækið gjaldþrota: Ástæðan tugþúsundir skaða- bótakrafna vegna heilsutjóns ingar á þeirra kjörum í samræmi við þær lagfæringar, sem aðrar heilbrigðisstéttir hafa fengið á undanförum mánuðum. Ein höf- uðkrafan er að fá fjögurra launa- flokka hækkun, auk ýmiss konar lagfæringa annarra. Fulltrúar ríkisins hafa ekki ljáð máls á því, að semja sérstaklega við meina- tækna og röntgentækna á sama tíma og heildarkjarasamningar standa yfir og hafa lýst þeirri skoðun sinni, að umræddir hópar verði að falla undir ákvæði samn- inga þeirra, sem þeirra heildar- félög gera, þ.e. Starfsmannafélag ríkisstofnana og Starfsmannafé- lag Reykjavíkurborgar. Það bend- ir þvi fátt til annars, en að meina- tæknar og röntgentæknar gangi út af sjúkrastofnunum landins á miðnætti í nótt Heimsþekktir vísindamenn á þingi hér Norrænt þing um lífeðlis- og lyfjafræði, hið 17. í röðinni, var sett á Hótel Loftleiöum í Reykjavík á sunnudaginn. Þingið sækja fjölmargir vísinda- menn, nokkrir heimsþekktir, þeirra á meðal þrír nóbelsverðlaunahafar. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var meðal gesta við þingsetning- una. Nánar verður greint frá þinginu í Mbl. á morgun. Myndin var tekin við þingsetninguna. Stærsta skíðalyfta landsins í notkun Á SKÍÐASV/EÐI KnalLspvrnufé- lags Reykjavíkur í Skálafelli standa yfir tniklar framkvsmdir, en þar er nú verið að koma upp skíðalyftu sem verður sú stærsta sinnar tegundar hér á landi. Áætlað er að lyftan verði tekin í notkun áður en skíða- vertíðin hefst í vetur, en þetta verður stólalyfta sem kemur til með að geta flutt 1200 manns á klukkustund. Hér er um að ræða framkvæmdir sem koma til með að kosta á bilinu 4—5 milljónir króna, en þessi lyfta er eins og þær stólalyftur sem fyrir eru í landinu, framleidd af fyrirtækinu Doppel Mayr í Austurríki. Hefur ekki áhrif á rekstur Kísilidjunnar á næstunni a.m.k. STJORN bandaríska stórfyrir- tækisins Manville Corporation, sem áður hét Johns Manville, lýsti á föstudaginn yfir gjald- þroti fyrirtækisins. Fyrirtækið er í gegnum dótturfyrirtæki eignar- aðili og þátttakandi í rekstri Kís- iliðjunnar við Mývatn. Stjórn Manville hefur afhent fyrirtækið til meðferðar skiptaréttar í New York-ríki í Bandaríkjunum. Er óskað greiðslustöðvunar, nauð- arsamninga og fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrir réttin- um. Ákvörðun þessi kemur á óvart, þar eð rekstur fyrirtækisins hefur gengið fremur vel að undanförnu, en stjórnin tilgreinir þær ástæður fyrir ákvörðun sinni, að skaða- bótakröfur á hendur fyrirtækinu vegna heilsutjóns af völdum asb- ests, séu orðnar því óbærilegar. Alls hafa nú verið höfðuð um 16.500 skaðabótamál vegna þessa, Gunnlaugur Briem skip- aður yfirsakadómari FORSCTI íslands hefur að til- lögu dómsmálaráðherra skipað Gunnlaug Briem í embætti yfir- sakadómara í Reykjavík frá og með 1. september næstkomandi. Gunnlaugur Briem Tekur Gunnlaugur við embætti yfirsakadómara af Halldóri Þorbjörnssyni, sem fyrir skömmu var skipaður dómari við Hæstarétt. Gunnlaugur Briem er fæddur á Sauðárkróki 8. nóvember 1922 og er sonur hjónanna Kristins Pálssonar kaupmanns og Krist- ínar Björnsdóttur. Gunnlaugur lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1943 og lagaprófi frá Háskóla íslands 1949. Sama ár varð hann full- trúi hjá sakadómaranum í Reykjavík en stundaði fram- haldsnám í réttarfari í opinber- um málum í Svíþjóð og Dan- mörku 1950 til 1951. Hann varð héraðsdómslögmaður 1952 og skipaður sakadóntari í Reykja- vík 26. maí 1961. Kona Gunnlaugs er Hjördís Ágústsdóttir og eiga þau fjögur börn. og fjölgar þeim um 500 á mánuði. Stjórnin reiknar með því að þau verði orðin um 32.000 innan skamms. Fyrirtækið hefur lengi framleitt einangrun og fleiri vörur úr asbesti, en það á stórar asb- estnámur í Kanada. Komið hefur í ljós að asbestþræðir geta valdið óbætanlegu lungnatjóni, og flestar kröfurnar á hendur fyrirtækinu eru frá mönnum sem á stríðsárun- um unnu við að koma fyrir asbest- einangrun í skipum. Samkvæmt bandarískum lögum um ábyrgð á skaðlegum eiginleikum framleiðs- luvöru, er fyrirtækið ábyrgt fyrir heilsutjóni mannanna þótt þeir hafi verið starfsmenn annarra fyrirtækja þegar tjónið varð. Stjórn Manville Corp. hefur lýst því yfir að hún telji sér skylt að leita aðstoðar skiptaréttarins til að verja hagsmuni starfsmanna sinna og skuldheimtumanna og jafna þeirra, sem nú krefja fyrir- tækið bóta fyrir heilsutjón sitt. Eignir fyrirtækisins eru metnar á 2,2 milljarða Bandaríkjadala, en skuldir þess eru taldar vera um 1 milljarður dala. Eru þá hugsan- legar skaðabótagreiðslur ekki meðtaldar. Starfsmenn fyrirtæk- isins í Bandaríkjunum eru um 25 þúsund, en aðalstöðvar þess eru í Denver í Colorado. Ákvörðun fyrirtækisins mun ekki á næst- unni hafa áhrif á rekstur dóttur- fyrirtækja þess utan Bandaríkj- anna, enda eru þau ekki aðilar að framangreindum málaferlum. Hins vegar kann hún að hafa áhrif á eignaraðild að þeim, og rekstur þeirra síðar. Kísiliðjan hf. við Mývatn telst ekki dótturfyrirtæki Manville Corp., en hins vegar telst fyrir- tækið Manville hf. á Húsavík vera dótturfyrirtæki þess, en eignar- hluti Manville í Kisiliðjunni er um 47%. Hugsanlegt er að skiptarétt- urinn ákveði að selja þá hluti ein- hverjum öðrum. Þrjár frostnætur í röð í Þykkvabæ: Kartöfluuppskera í tæpu meðallagi „Hér hefur verið næturfrost síðustu þrjár nætur, ekki mik- ið að vísu, en nóg til þess að kartöfiugrös eru víðast fallin,“ sagði Magnús Sigurlásson oddviti og bóndi á Eyrarlandi í Þykkvabæ í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær, er spurst var fyrir um horfur í kartöfiuuppskeru. „Þetta þýðir það að uppskeran verður í tæpu meðallagi,“ sagði Magn- ús ennfremur, „við hefðum þurft viku til tíu daga í viðbót, þá hefði þetta orðið gott. Sumarið hefur annars verið gott, og engin afföll orðið af stormi eða öðru. Uppskera hefst væntanlega nú næstu daga, en þó grösin séu fallin geta kartöflurnar eitthvað bætt við sig ennþá, þær fá súrefni niður um stilkinn." Þykkvibær er sem kunnugt er langstærsta kartöfluræktarhérað landsins, og er áætlað að þar komi upp úr jörðu um tveir þriðju hlut- ar allrar uppskeru á landinu. Magnús Sigurlásson kvaðst ekki geta spáð hve mörg tonn uppsker- an yrði í haust, ekki væri hægt að segja til um það fyrr en uppskera væri hafin. Forsetakjör FIDE fer fram í Luzern 1 nóvember: Campomanes og Kazic bjóða sig fram gegn Friðrik Ólafssyni ÞANN 10. nóvember næstkomandi hefst þing Alþjóðaskáksambands- ins, FIDE, í Luzern í Sviss. Á dagskrá þingsins, sem er nokkurs konar aðaifundur sambandsins, verður m.a. kjör til forseta FIDE, en Friðrik Ólafsson núverandi for- seti býður sig þar fram til endur- kjörs. Framboðsfrestur er nú liðinn út og hafa tveir aðilar auk Friðriks boðið sig fram, þeir Campamanes frá Filippseyjum og Kazic frá Júg- óslavíu. Forsetakjör FIDE fer fram á fjögurra ára fresti og á síðasta aðalfundi sambandsins sem hald- inn var í Buenos Aires í Argent- ínu var Friðrik einmitt kosinn forseti eftir tvísýna kosningu. Friðrik er nú nýkominn úr ferð til S-Ameríku og Asíu þar sem hann hefur kynnt sér starfsemi skáksambanda, menn og málefni, en hann hefur ekki haft aðstöðu til að kynna sér skáksambönd þar áður. Aðspurður sagðist Friðrik vera nokkuð bjartsýnn á kosn- ingarnar í Luzern, en þó væri á það að líta að afstaða manna byggist þar oft ekki aðeins á skáklegum sjónarmiðum, heldur dragast menn í fylkingar eftir öð- rum þáttum. Mikið hefur verið um það rætt hvort þáttur Frið- riks í Korchnoi-málinu svonefnda kynni að hafa áhrif á niðurstöður þessara kosninga. Friðrik sagði að þetta mál hafi leyst eins og búist var við hitt væri annað mál, að sumir kynnu að draga nei- kvæðar ályktanir af því en aðrir jákvæðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.