Morgunblaðið - 31.08.1982, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982
13
Leik.stjórinn John Sayles
ingarvert að nenna að flytja
hingað til lands kvikmyndir til
sýninga frá aðilum sem starfa
utan ókleifra múra Holly-
woodborgar. Það er dálítið
þreytandi að berja augum ár
og síð og alla tíð sömu andlitin.
Og sú hugsun hvarflar stund-
um að manni hve lítið maður
veit um þessar 200 milljónir
vestanhafs sem sýna sig nær
eingöngu í mynd fáeinna útval-
inna á hvíta tjaldinu. Að vísu
ber stundum fyrir á skjánum
bandarísk sjónvarpsleikrit þar
sem óþekktir leikarar skipa
heiðurssess. En slíkt gerist því
Ein af myndum
amerísku kvik-
myndavikunnar
Kvikmyndir
Ólafur M. Jóhannesson
Nafn á frummáli: The Return of
the Secausus Seven.
Sýningarstaður: Tjarnarbíó.
Leikstjórn: John Sayles.
Ilandrit: John Sayles.
Tónlist: Mason Daring.
Ungur kvikmyndagerðarmað-
ur, Sigurjón Sighvatsson, sem
senn lýkur fullnaðarprófi á sínu
sviði í Bandaríkjunum hefir í
sumarleyfum tekið upp á því að
flytja okkur útnesjabúum fréttir
af því sem er að gerast í kvik-
myndaheiminum vestra.
I fyrrasumar flutti Sigurjón
okkur fréttir af því sem er að
gerast í grafískri kvikmynda-
gerð og í ár efnir hann til
kvikmyndaviku sem ber yfir-
skriftina: Nýir straumar í am-
erískri kvikmyndagerð. Sigur-
jón lýsir þannig í sýningarskrá
myndum vikunnar: „Vikan í ár
(þetta er raunar þriðja kvik-
myndavikan sem menningarfé-
lagið Íslensk-ameríska á hlut
að) er tileinkuð svonefndum
„sjálfstæðum" kvikmyndum,
sem allar eru í fullri lengd og
flestar leiknar. Með orðinu
„sjálfstæður" er átt við kvik-
myndir sem eru fjármagnaðar
af kvikmyndagerðarfólkinu
sjálfu eða fyrir opinber fram-
lög. Þetta fólk hefur því alger-
lega frjálsar hendur við gerð
mynda sinna og þarf ekki að
lúta vilja annarra eins og svo
algengt er þegar stór kvik-
myndaframleiðslufyrirtæki
eiga hlut að máli.“
Ég kann vel við þetta uppá-
tæki Sigurjóns. Það er virð-
miður allt of sjaldan. Glans-
númerin selja framleiðsluna og
þar sem menn hugsa eins og
útgerðarmenn er ekki lagt í
neina áhættu. Árangurinn
verður sá að áhorfandanum
finnst hann gjarnan vera að
upplifa sömu kvikmyndina
hvað eftir annað.
Ég get nú ekki sagt að fram-
lag leikstjórans John Sayles
„The Return of the Secaucus
Seven" sem telst eitt af glans-
númerum amerísku kvik-
myndavikunnar að þessu sinni
hafi komið mér á óvart. Það
var þá helst hljóðupptakan
sem minnti á frumbýlingshátt;
inn í okkar kvikmyndagerð. í
annan stað kom klippingin oft í
opna skjöldu. Sérstaklega
minnisstætt myndskeið er sýn-
ir leikarana í körfubolta. Ann-
ars er fátt nýstárlegt í þessari
mynd. Við fylgjumst með hópi
fólks sem mótaðist á tímum
blómabyltingarinnar. Fólk
þetta hittist til skrafs og ráða-
gerða yfir helgi. Það hefir full-
orðnast og veruleikinn tekið
það mismjúkum hönskum.
Vafalaust er markmið John
Sayles að gefa áhorfandanum
færi á að setja sig í spor þessa
fólks með því að lýsa á sem
hversdagslegastan hátt sam-
fundum þess. Það getur verið
að amerískir áhorfendur eigi
auðvelt með að setja sig í spor
hinna sjö frá Secaucus, mér
var það ómögulegt.
Aths.: Þau mistök urðu í blað-
inu sl. laugardag, að kvik-
myndagagnrýni Sæbjörns
Valdimarssonar um myndina
„Allt er fertugum fært“ I
Stjörnubíói var eignaður Ólafi
M. Jóhannessyni og birtist
undir fyrirsögninni, er tilheyr-
ir þessum dómi.
Prentar hún peninga?
Nei, en getursparaó stórfé!
U-BÍX100
15 Ijósrit á mínútu,
á venjulegan pappír, þitt eigið
bréfsefni eða glærur.
9
íiimmimiiimiiimm
>-
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
Hverfisgötu 33
Sími 20560
Húsgagnasýning
O o
hjá okkur frá kl. 9—9 alla virka daga.
o o
Laugardaga kl. 10—6.
Sunnudaga kl. 1—6.0
» <*
o
Kíktu vió, þú færö örugglega eitthvaó vió þitt hæfi
KM-húsgögn
Langholtsvegi 111, Kéykjavík,
símar 37010—37144.