Morgunblaðið - 31.08.1982, Side 19

Morgunblaðið - 31.08.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 19: Pólland: „Sósíalism- inn í veði“ — segja stjórnvöld sem búa sig und- ir mótmælaaðgerðir Samstöðu VarNjá, 30. ágúst. AP. STJÓRNVÖLD í Póllandi virðast nú vera við öllu búin vegna fyrirhug- aðra mótmælaaðgerða Samstöðu á morgun, þriðjudag, á tveggja ára af- maeli samtakanna. Fólk hefur verið hvatt til að halda sig heima og i dag var sala áfengis mjög takmörkuð. Fréttir frá hafnarborgunum við Eystrasalt, Szczecin og Gdansk, herma að þar sé allt með kyrrum kjörum en að óeirðalögreglumenn séu þó mjög fjölmennir á götum borganna. Yfirvöldin og kirkjunn- ar menn í Póllandi hafa margsinn- is lýst yfir áhyggjum sínum af ástandinu og fyrirhuguðum mót- maelum og í gær, sunnudag, sagði Jaruzelski hershöfðingi, að brot á herlögunum, sem kvæðu á um bann við starfsemi Samstöðu og útifundum, yrðu ekki þoluð. Málgögn stjórnarinnar og kommúnistaflokksins hafa verið mjög harðorð í garð Samstöðu undanfarið en í gær kvað skyndi- lega við annan tón og hógværari. „Ef ekki kemur til mótmælaað- gerða, þarf það ekki að þýða stuð- ning við stjórnina," sagði í dag- blaði, sem hin opinberu æskulýðs- samtök gefa út, „heldur við heil- brigða skynsemi." í Trybuna Ludu sagði, að það, sem nú væri í veði, væri framtíð Póllands og hinn „sanni sósíalismi" í landinu. í dag var ákveðið að takmarka áfengissölu við leyfðan skammt sem er hálfur vodkalítri á mánuði, en að auki hefur til þessa verið hægt að fá áfengi á mjög upp- sprengdu verði. Væringar meðal grískra sósíalista Afsögn aðstoðarinnanríkisráðherra svarað með brottrekstri úr flokknum Aþenu, 30. áfpíst. AP. STATHIS Panaghoulis, aðstoóarinn- anríkisráöherra í grísku stjórninni og áberandi maður í Sósialistaflokkn- um, sagði af sér embætti sl. fóstudag og var umsvifalaust rekinn úr flokkn- um. Þykir þessi atburður benda til að miklar væringar séu innan stjórnar- flokksins. Stathis Panaghoulis er bróðir Alecos Panaghoulis, sem nú er lát- inn en vann það sér til frægðar árið 1968 að reyna að ráða af dögum forseta herforingjastjórnarinnar, sem þá fór með völd í Grikklandi. Á þá bræður báða hefur verið litið sem nokkurs konar þjóðhetjur fyrir baráttu þeirra gegn einræð- inu. Afsagnarbréf Panaghoulis, sem er upp á 13 síður, hefur birst í ýms- um grískum dagblöðum en þar gagnrýnir hann stjórnina harka- lega fyrir að hafa svikið kosninga- loforðin og að sérfræðingar alls konar ráði nú orðið mestu um stjórnarstefnuna. Papandreou, for- sætisráðherra og formaður Sósíal- istaflokksins, brást mjög ókvæða við þessum ásökunum og sakaði Panaghoulis að bragði um „svik“ við flokkinn á örlagastundu. Frá því gríska stjórnin var endurskipulögð í júlí sl. hefur verið orðrómur á kreiki um átök milli harðlínumanna og hinna, sem vilja Svíar fækka elgdýrunum Stokkhólmi, 30. ágúst. Landbúnaðarráðuneytið sænska tilkynnti nú nýlega, að á þessu hausti yrði leyft að fella um 170.000 elgdýr eða um 20.000 fleiri dýr en fyrir ári. Elgdýr eru nú talin vera um hálf milljón talsins í Svíþjóð og hefur þeim fjölgað mjög á síð- ustu árum. Bændur hafa borið sig illa undan elgnum, sem þeir segja að gangi jafnt á skógana sem ræktað land og auk þess stafar ökumönnum mikil hætta af dýrunum, sem fara oft í flokk- um eftir þjóðvegunum. Af þess- um sökum hefur verið ákveðið að minnka stofninn nokkuð frá því sem verið hefur. fara hægar í sakirnar. Panaghoulis hafði á sinni könnu að sjá um heimkomu 30.000 Grikkja, sem flýðu til Austur-Evrópuríkjanna eftir að kommúnistar biðu ósigur í uppreisninni 1949, en í afsagnar- bréfinu sakar hann Papandreou um að hafa svikið gefin loforð og tafið framgang málsins á alla lund. Veður víða um heim Akureyri 10 heiðskirt Amsterdam 21 heiöskirt Aþena 34 heiöskirt Barcelona 28 léttskýjað Berlin 22 heiöskírt BrUssel 19 skýjaö Chicago 22 rigning Dyflinni 19 skýjaö Feneyjar 24 heiöskfrt Frankturt 24 heiöskfrt Genl 20 heiöskfrt HeMnkl 17 skýjaö Hong Kong 32 heiöskirt Jerúsalem 28 heiöskirt Jóhannesarborg 24 heiöskirt Kairó vantar Kaupmannahöfn 18 heiöskirt Laa Palmas 24 skýjaö Líssabon 28 heiöskfrt London 19 heiöskirt Los Angeles 27 skýjaö Madrid 30 heióskirt Malaga vantar Mallorca 31 lóttskýjaö Mexíkóborg 24 heiöskirt Miami 31 skýjeö Moskva 28 skýjaö Nýja Delhí 34 heiöskfrt New York 22 skýjaö Osló 16 skýjað París 25 heióskfrt Perth vantar Rio de Janeiro 33 skýjaó Reykjavik 10 alskýjaö Rómaborg 30 heióskirt San Francisco 20 heióskirt Stokkhólmur 18 heíðskfrt Sydney 29 heiöskfrt Tel Aviv 30 heiöskírt Tókýó 29 rigning Vancouver 20 skýjaó Vinarborg 20 skýjaö Þórshöfn 8 rigning Má muna fífil fegurri Bifreiðin, sem er í rennu- steininum til vinstri á myndinni, má vissulega muna sinn fífíl fegurri en hún varð fyrir tveimur mjög alvarlegum áföllum með nokkurra mínútna millibili. Fyrir það fyrsta skemmdist hún töluvert þegar gámavagninn á myndinni lagðist utan í hana og þegar átti að fjar- lægja hann, vildi ekki bet- ur til en svo, að hann féll yfír hana í annað sinn og lagði hana saman eins og pjáturdós. AP. AUÐVITAÐ UNNU ÞEIR í LIÓMA-RALLINU1982 CHAMPION Mest seldu kertin í heiminum og ekki að ástæðulausu. Lang flestir koma fyrstir i mark með CHAMPION! II Ul JwTJ =l |■l■l■|■l■l■| 3 Ei U í= =i =3E==j EGILL VILHJÁLMSSON HF. ^^■”■l■l■l■l■l■l■l■ll EGILL VILHJÁLMSSON HF. SMIÐJUVEGI4, KÓP. Sl'MI 77-200. SÖLUMENN SÍMI 77-720.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.