Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 46
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982
Mii nw i Ifnminn hoim^
hIvii cr DiKdnnii 1 Kiiifiinn ncim
Kampakátir Akurnesingar fagna sigri í bikarkeppni KSÍ
• „Þið fenjruð það sem þið báðuð um. Nú er bikarinn kominn heim,“ sagði
Sigurður Lárusson, fyrirliði ÍA, er hann ávarpaði baejarbúa á Akratorgi.
• Valdimar Indriðason, forseti bæjarstjórnar Akraness, ávarpar mannfjöldann á Akratorgi.
„Þetta sérðu hvergi á íslandi
nema á Akranesi," sögðu leikmenn
ÍA við undirritaðan, er við renndum
að Akratorgi þar í bae á sunnudag-
inn, eftir að liðið hafði borið sigur úr
býtum i bikarkeppni KSÍ. Á torginu
beið mikill mannfjöldi liðsins og
hyllti leikmenn. Víst er að stuðn-
ingsmenn Akurnesinga voru frá-
bærlega góðir í úrslitaleiknum í
Laugardalnum, og hafði stuðningur
þeirra mjög mikið að segja fyrir
leikmenn, og voru þeir fyrstir til að
samþykkja það. Eftir leikinn héldu
áhorfendur síðan heimleiðis með
Akraborginni og voru mættir á torg-
ið ásamt fjölda annarra bæjarbúa, er
rúta leikmanna renndi í hlaðið.
Á torginu hafði verið komið
fyrir vörubifreið, og príluðu
leikmenn og forráðamenn liðsins
upp á pall hennar. Þar voru síðan
fluttar nokkrar stuttar ræður, og
að sjálfsögðu söng svo allur skar-
inn „Kátir voru karlar" af mikilli
innlifun. Var lagið kyrjað að
áeggjan George Kirbys, og lét
hann sitt ekki eftir liggja við
! sönginn.
Á sunnudagskvöldið snæddu
leikmenn og eiginkonur þeirra,
ásamt forráðamönnum liðsins,
þeirra konum og nokkrum öðrum,
kvöldverð í boði bæjarstjórnar
Akraness. „You’ve done it again
for the fifth tirne," sagði Haraldur
Sturlaugsson, formaður knatt-
spyrnuráðs Akraness, er hann
þakkaði George Kirby fyrir mjög
vel unnin störf. Kirby hefur vissu-
lega náð frábærum árangri með
Skagamenn. Þetta er fimmta
sumarið sem hann þjálfar liðið, og
öll árin hefur liðið sigrað í deild
eða unnið bikar. Síðast var hann
með liðið árið 1978 og varð það þá
bikarmeistari, en hefur ekki nælt í
neinn titil fyrr en nú að Kirby
kemur aftur til starfa. Þá þakkaði
Haraldur Guðjóni Guðmundssyni,
lækni, fyrir mjög vel unnin störf í
þágu liðsins, en hann hefur verið
með liðinu í leikjum þess í sumar.
En myndir segja meira en mörg
orð, og skulum við því láta þær
tala að þessu sinni.
- SH.
• „Nú höfum við náð bikarnum aftur, svo er ykkur fyrir að þakka,“ sagði
Haraldur Sturlaugsson, formaður KRA, við stuðningsmenn liðsins á Akra-
torgi. Ahangendur Skagamanna stóðu sig frábærlega vel á úrslitaleiknum, og
höfðu þeir greinilega mjög góð áhrif á liðið. Á myndinni hér til hliðar sjást
leikmenn á-samt George Kirby kyrja „Kátir voru karlar" af miklum krafti, og
tóku viðstaddir vel undir. Davíð markvörður Kristjánsson stjórnaði söngnum
af mikilli röggsemi.
• Hluti fólksfjöldans sem safnast hafði saman á Akratorgi til að fagna bikarmeisturunum við heimkomuna. Allt frá
smábörnum upp í vel fullorðið fólk var saman komið og hyllti leikmenn. Síðan tóku allir vel undir er sungið var lagið
„Kátir voru karlar *. LjÓMnjndir Skapti HallgrítnHKon.
• I matarveislunni i sunnudagskvöldið þakkaði Haraldur Sturlaugsson,
formaður knattspyrnuráðs Akraness, George Kirby sérstaklega fyrir frábær
störf, og þá þakkaði hann Guðjóni Guðmundssyni, lækni, fyrir góð störf og
ósérhlífni við störf með liðinu. Kirby og Guðjón takast hér í hendur og þakka
hvor öðrum fyrir samstarfið í sumar, og klöppuðu viðstaddir vel og lengi fyrir
þeim félögum.