Morgunblaðið - 31.08.1982, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 31.08.1982, Qupperneq 47
IÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 27 Fólk og fréttir í máli og myndum Breitner skrifar bók: Áfengisdaunninn sterkasta vopnið! EIN AF jólabókunum í Vestur- Þýskalandi verður opinská bók úr ritvél knattspyrnukappans kunna I’aul Breitners. Agamál ýmiss konar bera á góma og Breitner gefur það meóal annars upp að Jupp Derwall sé besti landsliósþjálfari sem hann hefur leikió undir og getur þess aó skýringuna sé' meóal annars aó finna í því aó Derwall hefur aldrei skipt sér af þvi þó Breitner sé að sulla í rauðvíni meó matnum! Áfengismál íþróttafólks eru í hópi þeirra mála sem almenning- ur vill gjarnan smjatta á og Breitner tryggir sér góðan les- endahóp með mikilli umræðu þar um. Hann segir svo frá úrslitaleik Bayem og Atletico Madrid í Evrópukeppni meistaraliða árið 1974: — Við unnum leikinn og duttum rosalega í það. Alla nótt- ina skemmtum við okkur eins og kóngar, en daginn eftir áttum við að leika síðasta Búndeslíguleik okkar, gegn Mönchengladbach. Um morguninn fórum við með rútu til leikvallarins og fólkið sem sá okkur trúði ekki sínum eigin augum. Því var fleygt að eina vopn okkar í leiknum myndi vera áfeng- isdaunninn af vitum okkar! Nú, en það gekk bara furðuvel þrátt fyrir allt, við töpuðum aðeins 0—5! Um landsliðið segir kappinn: — Eg hef aldrei fundið mig jafn vel sem landsliðsmaður og á HM á Spáni, aldrei verið jafn ánægður með eigin frammistöðu. Því segi ég nú: Eg er hættur, best að hætta á toppnum, þá vil ég gjarnan fara að kynnast fjölskyldu minni! • Liam Brady og ítalska sólin og ísjakinn íslenski ÁSGEIR Sigurvinsson hefur eólilega verið undir smásjá þýskra íþrótta- fréttamanna og knattspyrnuáhuga- manna frá því hann gekk til liðs vió stórliðió VFB Stuttgart, enda á hann aö leysa af einn af fremstu knatt- spyrnmönnum þeirra Þjóðverja, Hansa Miiller, sem seldur var til Ítalíu síöast liöiö vor. Þýska blaðið Bild reifaði fyrir skömmu kosti og galla helstu „trompleikmanna" Stuttgart og bar þá meðal annars saman Ás- geir annars vegar og Hansa Múll- er hins vegar. Samanburðurinn er tvíræður, en í blaðinu stendur: Þar sem Hansi Múller hefur flutt sig um set til hlýrri slóða, hefur ís- lendingurinn Ásgeir Sigurvinsson lagt undir sig svæði Hansa. En munurinn á Hansa og „Sigi“ er svipaður og munurinn á íslenskum ísjaka og ítölsku sólinni... eftirsjá í T revor Francis í Englarídi • ítalir eru farnir að sverma fyrir breskum knattspyrnumönnum í auknum mæli og 1. deildar nýliðarn- ir Sampadoria hafa gengið haröast fram. Félagið byrjaöi á því að kaupa írann Liam Brady frá Juventus, en síðan var stigið enn lengra og Trevor Francis keyptur frá Manchester City. Sala þess síðarnefnda hefur valdið miklu umtali, enda deginum Ijósara, að City gat ekki annað en selt Francis, því ella hefði gjaldþrot vofað yfir. Og þar sem Francis var einn af milljón punda mönnunum í ensku knattspyrnunni, voru laun hans talin vera 2000 pund á viku að minnsta kosti. Francis vildi fyrir engan mun yfirgefa City og hvorki stjórn félagsins, framkvæmdastjóri eða áhangendurnir vildu sjá af hon- um, enda yfirburðaraaður í liðinu. en það er nöturlegt hlutskipti að neyð- ast til þess vegna fjárhagsþreng- inga... Bara 2,37 m • Sovétmaðurinn og körfuknatt- leiksmaðurinn Alexander Sizonenko býr við það, að menn líta upp til hans hvort heldur hann verðskuldar slíkt eður ei. Hann er nefnilega 2,37 metrar og þess má geta, að rúm kappans hefur mælst 2,80 metrar. Alcxander litli leikur með Stroitel, en þar leika ýmsir frægir kappar, svo sem dvergurinn Jevgeni Usov, sem er aðeins 1,97 m. mmmmmmmmmmmmmmmi Stenzel Universal kr. 610,- Handball Sport kr. 723,- Argentina kr. 417,- Þetta er bara smásýnishorn af því, sem vió eiqum til Postsendum. vöruvorzlun / Ú/ktm/onar Klapparstíg 44, sími 11783

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.