Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 48
28,. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982
Meistarar Liverpool hófu titilvörnina vel
— Góð afrek Watford
ENSKA deildarkeppnin í knalLspyrnu hófst á laugardaginn og var fremur
fátt um óvænt úrslit sem heitið gátu því nafni. Ensku meistararnir Liverpool
hófu titilvörnina eins og best varð á kosið, eða með sigri, en lengi vei stóð lið
WBA i meistaraliðinu þrátt fyrir fjarveru lykilmanna vegna meiðsla. Það lið
sem (lestir spá að veiti Liverpool hörðustu keppnina, Manchester Utd., vann
einnig góðan sigur í 1. umferðinni, en eins og Liverpool, ekki fyrr en eftir að
hafa þurft að hafa verulega fyrir hlutunum. Nýju liðin í 1. deild stóðu sig
nokkuð vel, þó svo að Norwich yrði að sætta sig við ósigur á heimavelli gegn
Manchester City. Þar var heimaliðið betri aðilinn og verðskuldaði að
minnsta kosti annað stigið. En lítum á úrslit leikja í 1. deild áður en lengra er
haldið.
Aston Villa — Sunderland 1—3
Brighton — Ipswich 1 — 1
Coventry — Southampton 1—0
Liverpool — WBA 2—0
Man. Utd. — Birmingham 3—0
Norwich — Manchester City 1—2
N. County — Swansea 0—0
Stoke — Arsenal 2—1
Tottenham — Luton 2—2
Watford — Everton 2—0
West Ham — Nott. Forest 1—2
WBA sá af öllum stigunum á
Anfield Road í Liverpool og að
margra dómi er liðið fyrir vikið
dæmt til að falla, en síðustu árin
hefur það verið nokkurs konar
hefð að meðal fallliðanna úr 1.
deild hafa verið þau lið sem Liv-
erpool hefur mætt í 1. umferð
mótsins. Þrátt fyrir að WBA gæti
ekki teflt fram sínu sterkasta liði,
stóð það í Liverpool drjúga stund.
Liverpool sótti án afláts og átti
nokkur færi í fyrri hálfleik sem
ekki nýttust. Það var ekki fyrr en
á 57. mínútu, að Sammy Lee braut
loks ísinn með frábæru marki.
Hann skoraði þá beint úr auka-
spyrnu af 25 metra færi, sendi
firnafast bogaskot í netið hjá
WBA. Leikmenn WBA fóru að
gefa eftir er hingað var komið
sögu og Phil Neal innsiglaði sigur-
inn með marki úr vítaspyrnu á 72.
mínútu, en rétt áður hafði Phil
Thompson átt hörkuskot í stöng.
Áhorfendur á Anfield voru aðeins
35.652, en það er einhver lægsta
tala sem um getur á fyrsta degi
hjá Liverpool.
Það gekk á ýmsu í fyrri hálf-
leiknum í leik Man. Utd. og Birm-
ingham og áttu hinir minna frægu
gestir síst minna í leiknum á köfl-
um. Ekkert var þó skorað í fyrri
hálfleik og Ron Atkinson hlýtur
að hafa haldið reiðilestur yfir sín-
um mönnum í hléinu, því það var
sem gerbreytt lið sem mætti til
leiks í síðari hálfleik. United bauð
þá upp á stórgóða knattspyrnu og
þar með var Birmingham úr leik
sem samkeppnisaðili. Kevin Mor-
an skoraði fyrsta markið á 46.
mínútu, skallaði í netið eftir
hornspyrnu Arnold Muhrens. Að-
eins fimm mínútum síðar hafði
Frank Stapleton bætt öðru marki
við með þrumuskoti af 20 metra
færi. Sóknarloturnar buldu síðan
á vörn Birmingham uns hún gaf
sig aftur á 74. mínútu, en þá skor-
aði Steve Coppell þriðja mark
United. Tæplega 50.000 manns
mættu á Old Trafford sem er
furðu gott miðað við ástandið í
viðkomandi málum á Bretlands-
eyjum.
Sunderland vann heldur betur
óvæntan sigur á útivelli gegn Evr-
ópumeisturum Aston Villa.
Kannski eru betri tímar fram
undan hjá Sunderland með blóm i
haga, en tvö síðustu keppnistíma-
bilin hefur liðið rétt sneitt hjá
falli. Aston Villa náði reyndar for-
ystunni fyrir Villa með skalla á 22.
mínútu og var það eina mark fyrri
hálfleiksins. En hið unga og að
margra áliti bráðefnilega lið
Sunderland mætti tvíeflt til leiks í
síðari hálfleiknum og skoraði þá
þrívegis. I öllum tilvikum voru
táningar á ferðinni, Colin West
jafnaði fyrst á 60. mínútu, Ally
McCoist bætti síðan öðru marki
við fjórum mínútum síðar og Nick
Pickering innsiglaði sigurinn með
marki sínu á 83. mínútu.
Ipswich réði lítið um gang leiks-
ins gegn Brighton, en skoraði engu
að síður fyrsta mark leiksins, Eric
Gates var þá á ferðinni eftir
snjallan undirbúning Pauls
Mariner á 25. mínútu. Brighton
jafnaði mjög verðskuldað sjö mín-
útum síðar, Andy Ritchie lék þá á
George Burley og þeysti eina
20—30 metra áður en hann
spyrnti knettinum í netið hjá
Ipswich. Brighton var síðan nær
sigri, en stig fást ekki út á það.
Áhorfendur hér aðeins rúmlega
13.000.
Southampton mætti til leiks í
Coventry án snillingsins Kevin
Keegans, en hins vegar með annan
snilling, Peter Shilton, í markinu.
Það mæddi mikið á enska lands-
liðsmarkverðinum og hann átti
frábæran leik með sínu nýja fé-
lagi. Það dugði þó ekki til, hann
réði ekki við gott skot Steve
Whittons seint í leiknum. Með
Coventry lék sinn fyrsta leik pilt-
ur að nafni Perry Suckling, aðeins
16 ára, og þar af leiðandi einn
yngsti leikmaður 1. deildarinnar
ensku fyrr og síðar.
Stoke vann frekar óvæntan sig-
ur gegn Arsenal sem margir hafa
spáð veigengni í vetur. Tony
Woodcock lék sinn fyrsta deildar-
leik með Arsenal, en lítið bar á
þessum fyrrum Forest-leikmanni
og lið Arsenal í heild afar slakt í
leiknum. Stoke komst í 2—0.
George Berry, fyrrum miðvörður
Brian Stein jafnaði fyrir Luton.
Wolverhampton, skoraði fyrra
markið strax á 4. mínútu. Brendan
O’Callaghan bætti öðru marki við
á 52. mínútu eftir undirbúning
annars nýliða í liði Stoke, Mark
Chamberlains. Sjö mínútum síðar
minnkaði Alan Sunderland mun-
inn með ágætu marki, en það leit
aldrei út fyrir að Arsenal myndi
gera meira af viti í leiknum.
Manchester City nýtti færi sín í
fyrri hálfleik gegn Norwich og
flaut á því. Tveir fyrrum Nor-
wich-leikmenn unnu saman að
fyrra marki City, Kevin Reeves og
Dave Cross, en það var sá síðar-
nefndi sem skoraði á 3. mínútu.
Paul Power skoraði síðara markið
á 45. mínútu, eftir undirbúning
Reeves. Norwich, sem kom upp úr
2. deild á síðasta keppnistímabili,
sótti látlaust allan síðari hálfleik-
inn, en aðeins eitt af mörgum fær-
um liðsins var nýtt til fullnustu,
John Deehan skoraði á 58. mínútu
og þar við sat.
Luton, einnig nýkomið úr 2.
deild, vann umtalsvert afrek á
og Luton-nýliöa 1. deildarinnar
Sammy Lee t. v. braut ísinn fyrir meistara Liverpool er hann skoraði glæsilega gegn WBA beint úr aukaspyrnu.
White Hart Lane gegn Totten-
ham. Heimaliðið komst þar í 2—0
í fyrri hálfleik, fyrst skoraði
Garry Mabbutt með skalla á 3.
mínútu, síðan Mike Hazzard á 17.
mínútu. Bæði mörkin komu eftir
undirbúning Glenn Hoddles. John
Lacy skoraði sjálfsmark og
minnkaði muninn þannig fyrir
leikhlé, en á 53. mínútu var ekki
heppnisstimpill yfir aðgerðum og
afrakstri Luton, Brian Stein skor-
aði þá laglegt mark og jafnaði
Kevin Keegan ... skoraði sigurmark
Newcastle.
metin. Fleiri mörk voru ekki skor-
uð.
Segja má þó, að Watford hafi
unnið langbesta afrek 1. deildar-
nýliðanna, en liðið sigraði Everton
2—0 á heimavelli sínum. Norður
írski landsliðsmaðurinn Gerry
Armstrong skoraði fyrra mark
Luton á 22. mínútu, en síðara
markið kom á 80. mínútu og vakti
mikið umtal. Watford fékk auka-
spyrnu 40 metra frá marki Ever-
ton og spyrnti Pat Rice að marki.
Markvörður Everton, Neville
Southall, gómaði knöttinn örugg-
lega, en síðan fór allt í háaloft er
dómarinn flautaði og dæmdi
mark. Sagði dómarinn Southall
hafa farið með knöttinn inn fyrir
marklínuna. Það þýðir ekkert að
deila við dómarann, en Southall
hafði greinilega ekki heyrt það og
elti dómarann þrasandi fram á
miðjan völl. Þagnaði hann ekki
fyrr en dómarinn hafði ritað nafn
hans í svörtu bókina.
Loks í 1. deild leikur West Ham
og Nott. Forest. Þessi leikur þótti
ekkert sérstakur, hápunktur hans
var stórglæsilegt mark Colin
Walsh á 10. mínútu fyrir Forest.
Lék strákur á fjóra varnarmenn
West Ham, síðan á markvörðinn
og renndi knettinum síðan í netið.
Ray Stewart jafnaði fyrir leikhlé
með marki úr umdeildri víta-
spyrnu. Hún var einnig umdeild
vítaspyrnan sem John Robertson
skoraði sigurmark Forest úr á 78.
mínútu.
2. deild:
í þessari deild gerðist það mark-
Erank Stapleton skoraði fyrir Man.
Utd.
verðast, að tveir stórmerkilegir
leikmenn skoruðu sigurmörk fé-
laga sinna. Kevin Keegan skoraði í
sínum fyrsta leik með Newcastle
og gamli potarinn Pop Robson
skoraði sigurmark Chelsea gegn
Cambridge. Fyrsta mark hans
fyrir félagið, enda fyrsti leikurinn.
En lítum á úrslit og fleira sem
varðar 2. deild:
Burnley 0 — Bolton 0
Cambridge 0 — Chelsea 1 (Rob-
son)
Cr. Palace 1 (Hilaire) — Barnsley
1 (Airey)
Derby 0 — Carlisle 3 (Shoulder 2,
Poskett)
Fulham 1 (Davies) — Rotherham
1 (McBride)
Grimsby 1 (Kilmore) — Leeds 1
(Connor)
Leicester 1 (Smith) — Charlton 2
(Walker, Mehmet)
Newcastle 1 (Keegan) — QPR 0
Oldham 1 (McLaren sjm.) —
Shrewsbury 0
Sheffield W. 3 (Bannister, Pearson
2) — Middlesbr. 1 (Shearer)
Wolves 2 (Eaves 2) — Blackburn 1
Knatt-
spyrnu-
úrslit
SKOTLAND
deildarbikar:
Albion R. — Montrose 1:2
Alloa — Arbroath 0:1
Ayr Utd. — St. Mirren 2:1
Berwick — Kilmarnock 2:1
Brechin — East Fife 4:0
Clyde — Forfar 0:1
Clydebank — Airdrie 1:2
Cowdenb. — Stenhousem. 1:1
Dundee — Aberdeen 1:5
Dunfirmline — Celtic 1:7
Falkirk — Raith R. 2:0
Hamilton — Queens P. 1:2
Hearts— Motherwell 1:0
Morton — Dumbarton 4:1
Patrick — East Stirling 4:2
Queen OTS — Stirling Alb. 0:2
Rangers — Hibernian 0:0
St. Johnst. — Dundee Utd. 0:3
Stranrare — Meadowbank 0:2
ENGLAND
3.deild:
Bournemouth — Walsall 3:0
Bradford — Reading 3:2
Brentford — Bristol R. 5:1
Cardiff — Wrexham 1:2
Chesterfield — Orient 1:2
Doncaster — Newport 0:0
Gillingham — Oxford 0:1
Huddersfield — Exeter 1:1
Lincoln — Wigan 2:1
Plymouth — Southend 1:0
Portsm. — Sheffield Utd. 4:1
Preston — Millwall 3:2
ENGLAND
4. deild:
Aldershot — Tranmere 1:0
Bristol C. — Hull 2:1
Bury — Hereford 3:2
Chester — Crewe 4:0
Colchester — Halifax 1:0
Darlington — Rochdale 3:0
Hartlepool — Scunthorpe 0:0
Mansfield — Blackpool 2:1
Stockport — Peterbrough 1:1
Swindon — Port Vale 1:0
Wimbledon — Northampt. 1:1
York C. — Torquay 1:1