Morgunblaðið - 31.08.1982, Side 23

Morgunblaðið - 31.08.1982, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 31 Ingunn Sæmunds- dóttir — Kveðja Fædd 30. júní 1902 Dáin 22. ágúst 1982 I dag verður lögð til hinstu hvílu föðuramma mín, Ingunn Sæm- undsdóttir. Það er mjög eðlilegt að gamalt fólk deyi og í rauninni dá- samlegt að veikt fólk sem enginn mannlegur máttur getur læknað fái lausn frá veikindum sínum með dauðanum. En samt er eftir söknuður og tóm sem ekki er hægt að fylla, og að hún amma, sem alltaf hefur verið til staðar sé far- in, skilur maður ekki til fulls. Ég kynntist ömmu minni fyrir rúmlega fimmtán árum. Það var mjög gaman að fá að fara til hennar og gista og sóttist ég eftir því. Hún kenndi mér að spila og dunduðum við okkur við það tím- unum saman. í garðinum hjá henni var lítið hús og gaf hún mér allskonar gamalt dót í húsið og fékk ég að leika mér eins og ég vildi. Seinna þegar ég var í menntaskóla lærði ég oft fyrir prófin hjá henni. Þar fékk ég að vera í næði og var alltaf velkomin. Hún amma mín var mjög ákveð- in, hreinskilin, léttlynd og oft gamansöm. Hún hafði áhuga á mörgu og fylgdist vel með öllu fram á síðasta dag. Hún var með sín veikindi en reyndi að láta sem minnst á þeim bera. Mér fannst hún aldrei vera eins gömul og hún var. Enda var hún bæði ung í anda og útliti. Amma mín var trúuð kona. Hún var búin að búa sig undir dauðann og tilbúin að mæta frelsara sínum. Ég vil þakka ömmu minni fyrir samfylgdina og minningarnar sem eftir eru. „Kg veit þú heim ert hortin nú og hafin þrautir yfir; svo mret og gói, svo trygg og trú, svo tállaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir.“ Sigurbjörg. Oddný Pétursdótt- ir — Minning Þann 24. ágúst sl. var til moldar borin Oddný Pétursdóttir frá Sjónarhól á Stokkseyri. Oddný fæddist þann 17. janúar 1882 svo hún var rúmlega níutíu ára gömul þegar hún dó. Kynni mín af Oddnýju hófust sumarið 1947 þegar auglýst var í útvarpinu eftir sumardvöl fyrir okkur bræðurna vegna veikinda móður okkar. Þegar Oddný heyrði auglýsingu þessa mun hún hafa sem ekki er gott að koma orðum að. Hún var alltaf létt í lund en um leið mjög ákveðin í skoðunum. Það var gaman að tala við hana um ólíkustu mál því hún var að mínu viti skarpgáfuð. Ég og fjöl- skylda mín komum til með að sakna ferðanna austur á Stokks- eyri til þessa vinar okkar. í dag er mér fyrst og fremst í huga þakklæti til forsjónarinnar fyrir að hafa fengið að kynnast henni og sonum hennar. Ég er sannfærður um það að ég er mun skárri maður vegna þeirra áhrifa sem ég varð fyrir þessi sumur sem ég dvaldi í þeirra umsjá. Við hjónin og móðir mín, sem var Oddnýju mjög kær, vottum hér með öllum aðstandendum Oddnýjar, okkar dýpstu hluttekn- ingu vegna fráfalls hennar. Þórarinn Þ. Jónsson. EYMUNDSSON Tryggur fylginautur skólafóll<s imeiren IOO ár Bækur. ritföng 03 aörar skólavörur i ótrúlegu úrvali EYMUNDSSON fylgist með timanurrj Austurstræti 18 sagt: „Þetta er minn strákur." Strax eftir fyrstu vikurnar hjá henni og sonum hennar fjórum hef ég ætíð litið á mig sem hennar strák, enda kallaði ég hana fram- an af jöfnum höndum mömmu og Oddnýju því hún sagðist auðveld- lega geta bætt einum strák við strákahópinn sinn. Hjá Oddnýju dvaldi ég í fjögur sumur þar til ég var tólf ára en þá var ég orðinn allt of stór til að hafa nóg að gera þar. Oddný hafði tamið sér að gefa flest fyrirmæli sín í formi bónar en þó hún bæði um þetta eða hitt þá var ómögu- legt að misskilja það. Hún bar af sér þann persónuleika að allir höfðu yndi af því að þóknast henni. Ég hef í gegnum árin heim- sótt Oddnýju nokkuð reglulega. Til hennar sótti ég ávallt eitthvað siotanúrnerið 36T77 k A OLLUM HÆÐUM I TORGINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.