Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982
45
Greiða Gunnar,
Friðjón og Pálmi
atkvæði á móti
lögunum?
Guðmundur Gíslason í Kópa-
vogi hringdi og hafi eftirfarandi
að segja: „Mig langar til að
koma á framfæri spurningu til
Ólafs G. Einarssonar, þing-
flokksformanns Sjálfstæðis-
flokksins. Á fimmtudaginn var
sagði hann aðspurður í útvarp-
inu, að allir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins myndu greiða
atkvæði á móti bráðabirgðalög-
unum. Því spyr ég: Munu Gunn-
ar Thoroddsen, Friðjón Þórðar-
son og Pálmi Jónsson greiða at-
kvæði á móti þessum lögum, að
mati Ólafs G. Einarssonar? Eða
hvenær urðu þeir ekki þing-
menn Sjálfstæðisflokksins?"
Fyrirspurn til
forsetaritara
Dagur Austan
Oddfríður Sæmundsdóttir
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja: „Ég var að lesa frásögn
Auðuns Braga Sveinssonar í
Lesbókinni 28. ágúst, um Hafn-
arstrætið. Þar ræðir hann tölu-
vert um Vernharð Eggertsson,
skáld og ævintýramann, sem
fórst veturinn 1952 er skip sem
hann var á sökk við Orkneyjar,
að talið er. Vernharður þessi
skifaði undir skáldanafninu
Dagur Austan og talar Auðunn
um að enginn hafi minnst hans
á prenti annar en Jón úr Vör,
sem skrifað hafi um hann í Út-
varpstíðindi.
Mig langar til að það komi
fram, að Kristján frá Djúpalæk
orti snilldarljóð um þennan
mann og það heitir einmitt Dag-
ur Austan. Það er ekkert langt
síðan Kristján las þetta ljóð sitt
í útvarpi. Ég átti ljóðið á blaða-
SkrifiÖ eða
hringiö til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 10 og 12,
mánudaga til fostudaga, ef þeir
koma þvi ekki við að skrifa.
Meðal efnis, sem vel er þegið,
eru ábendingar og orðaskipti,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisrdng
verða að fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins
utan höfuðborgarsvæðisins, að
þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja
hér í dálkunum.
úrklippu, en gat ekki fundið
hana þegar til átti að taka.
Gaman væri ef þú gætir nálgast
ljóðið og birt í þætti þínum.“
Kvæði þetta birtist í ljóðabók-
inni „Þreyja má þorrann" sem
út kom 1953. Kristján skáld frá
Djúpalæk gaf góðfúslega leyfi
sitt til að birta það hér:
Dagur Austan
Lokió er þælti harmleiks og hetjudáöa,
helvegur troöinn, fækkaö um einn í stræli.
Tæmdur í botn er bikar hins gullna dreyra,
hjá bölvaldi lífains autt er í horni s*ti.
Vorkaliö brumiö hrynur æ fyrir aldur.
Knginn fær sUöizt tímanna svarUgaldur.
Áleitnar huldur heilla manns þrá úr vegi,
hlúöin nær skammt frá draumanna bjarU
eWL
l*yrstum er allt, sem þorsUnum svalar,
drykkur,
þreyttum er hjarniö riöandi sæng aó kveldi.
Og hver getur skilió andann, aem yfirgefur
alfaraleió, og snúió til jökla hefur?
Skáldió er ríkt. I*ú hyggur þaó snautt, sem
heldur
aó hamingjan komist fyrir í pyngju þinni.
Kænió þaó hverri fjöóur og fyrirlítiö.
Flæmió þaó út á gaddinn, lokió þaó inni.
Skáldió á sjóó, sem eykst þegar af er tekió,
auó til aó brenna skóginn en hiróa sprekió.
Borgari, látió þér blóópening yóar skina
í betlarans lófa, vegna yóar hann grætur,
hann kann aó breyU dumbhljóói málmsins
dauóa
i dýrlegan fógnuö, algleymi heillar nætur.
Yóur hver hringur Draupnis í duftió bindur
á dásemdir hinna þér eruó löngu blindur.
Hátt risu öldur harms yfir þyrnibrautir,
hærra bar ægisdætur, þú jaróargestur.
íltsýni stækkar, öflugri vængjatökum
andinn skal ná, er lífUuginn granna hrestur.
Margt er aó þakka. (ileói og Sorg eru systur,
hinn .síóasti veröur stundum aó marki fyrstur.
Dagur AusUn er dáinn i kvöldsins rökkur,
djúpió eilífa geymir hann sér i fangi.
íltsærinn hefur andvörpin hinztu þaggaó.
íslendings gröf varö löngum í votu þangi.
Væringjans saga syrgir hann ein í drögum.
Systir hans nóttin felldi sinn dóm aó lögum.
Og svo var það ein spurning
til forsetaritara vegna svars frá
honum við fyrirspurnum
tveggja kvenna um skattamál
forsetans: „Eru til nokkur lög,
sem banna það, að forseti ís-
lands verði skattlagður, ef hann
sjálfur óskar þess?“
Glerbrot um allt
Sigríður P. Blöndal hafði
samband við Velvakanda og
hafði eftirfarandi að segja:
„Hvenær skyldi fólk hérna
hætta að brjóta flöskur á al-
mannafæri? Þegar ég leit út um
gluggann hjá mér í morgun, sá
ég hvar glerbrot lágu úti um allt
á bílastæðunum hér fyrir utan.
Þegar betur var að gáð, kom í
ljós, að þeta voru brot úr einni
einustu flösku, en höfðu dreifst
út um allt.“
Óska Akurnesing-
um til hamingju
Haukur Friðriksson hringdi
og hafði eftirfarandi að segja:
„Mig langar til að óska Akurn-
esingum til hamingju með bik-
armeistaratitilinn. Eg held allt-
af með þeim, enda þótt ég búi
hér í borginni, og hef gert það
allar götur síðan gullaldarlið
þeirra jók hróður okkar í
knattspyrnunni. Þegar ég átti
heima fyrir vestan gerði ég það
jafnan að hringja í þá og óska
þeim til hamingju eftir góðan
leik.“
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Flokkurinn telur tvö hundruð manns
Rétt væri: í flokknum eru tvö hundruð manns.
Heyrst hefur: Þeim líst vel á hvort annað.
Rétt væri: Þeim líst vel hvoru á annað.
Bendum börnum á þetta!
Iðnskólinn í Hafnarfirði
Nemendur er ætla aö stunda nám viö skólann á
haustönninni komi í skólann sem hér segir:
Miövikudaginn 1. sept.:
Nemendur verkdeildar kl. 13.30.
Nemendur í fornámi kl. 14.
Nemendur á ööru stigi og 3. áfanga kl. 14.
Nemendur í tækniteiknun kl. 15.
Mánudaginn 6. sept. Nemendur meistaraskólans
Skólastjóri.
Fjölbrautir
Garðaskóla
Skólasetning miövikudaginn 1. september 1982 kl.
9.00, þá fá nemendur afhentar stundaskrár og bóka-
lista gegn nemendafélagsgjaldi kr. 400,00.
Kennsla hefst fimmtudaginn 2. september sam-
kvæmt stundaskrám.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu skólans Lyng-
ási 7—9, Garðabæ, sími 52193.
Skólastjóri.
PELS4R OG
LEEURFKTNÆXJR
greiðsluskilmálar
PELSINN
Kirk|uhvoli simi 20160 L
Tökum
upp
Myndsjá
S: 11777
á myndbönd:
Fræðsluefni, viötalsþættir, kynningar á félags-
starfsemi og fyrirtækjum o.m.fl. Klippum og lögum
efniö til sýningar. Fjölföldun fyrir öll kerfin.
Fullkominn tækjabúnaöur.