Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 193. tbl. 69. árg. FOSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Anker Jörgensen segir af sér: Engin samstaða um efiia- hagsúrræði stjórnarinnar Kaupmannahöfn, 2. september. Frá Ib Björnbak, frétUritarm Mbl. og AP. ANKER Jörgensen, forsætis- ráðherra Dana, baðst í dag lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, en án jjess að boða til nýrra kosninga. Ástæðan fyrir því að stjórnin fer frá er sú, að ekki hefur náðst samstaða um efna- hagsmálatillögur hennar, en all- ir þingflokkar aðrir en flokkur jafnaðarmanna hafa lagzt gegn þeim. Einnig hefur verið mikill ágreiningur um tillögur Jörgens- ens innan danska jafnaðar- mannaflokksins og verkalýðs- hreyfingarinnar. Hafa verka- lýðsleiðtogar beinlínis lagt það til við Jörgensen að hann segði af sér. Um næstu helgi verður landsþing jafnaðarmannaflokks- ins haldið og má búast við að þar verði harðar deilur um störf og stefnu Jörgensens. Líklegt er talið, að annað hvort formanni danska íhalds- flokksins, Poul Schluter, eða formanni frjálslynda flokksins, Henning Christophersen, verði falin stjórnarmyndun. Munu þeir væntanlega reyna myndun minnihlutastjórnar borgara- flokkanna, e.t.v. með stuðningi hluta Framfaraflokks Mogens Glistrup. Almennt er búizt við því, að viku til tíu daga þurfi til að mynda nýja stjórn í Danmörku og ætti hin nýja stjórn að geta lagt fram efnahagstillögur sínar þegar þingið kemur saman í byrjun október. Það hefur vakið athygli að Jörgensen skyldi ekki rjúfa þing- ið og boða til kosninga eins og venja hefur verið, þegar ríkis- stjórnir í Danmörku hafa sagt af sér. Hefur þetta aðeins gerzt einu sinni áður frá því dönsku Harðnandi deilur Dana og Þjóðverja Bonn, 2. september. AP. HELMUT Schmidt kanzlari V-Þýzkalands sendi i dag einn helzta aöstoðarmann sinn, Hans-Jiirgen Wischnewski, til Kaupmannahafnar til viðræðna við dönsku stjórnina um deilu landanna vegna þorskveiða V-Þjóðverja við Vestur-Græn- land. V-þýzka stjórnin hefur einn ig beðið framkvæmdastjórn Efna- hagsbandalags Evrópu að gripa til refsiaðgerða gegn Dön- um vegna máls þessa. f yfirlýs- ingu v-þýzku stjórnarinnar í dag segir að ráðamenn í Bonn hafi vaxandi áhyggjur af sambandi Danmerkur og V-Þýzkalands vegna viðbragða Dana i þessu máli. Efnahagsbandalag Evrópu heimilaði V-Þjóðverjum aö veiða 2 þúsund tonn af þorski við V-Grænland, en Danir, sem nú cru í forsæti í bandalaginu, hafa ekki viljað una þessari ákvörðun. stjórnarskránni var breytt 1951 og þingið sameinað í eina mál- stofu. Síðustu þingkosningarnar í Danmörku voru í desember á síðasta ári og þykir flestum að fullskammt sé frá þeim liðið til þess að boðað verði til nýrra kosninga. Einnig er talið að niðurstöður nýlegra skoðana- kannana, sem sýna, að flokkar vinstra megin við jafnaðar- mannaflokkinn hafa unnið fylgi á hans kostnað, hafi ráðið nokkru um ákvörðun Jörgensens í þessu efni. Stjórn sú, sem nú fer frá, er fimmta minnihlutastjórnin sem Anker Jörgensen veitir forsæti frá því hann tók við forystu í danska jafnaðarmannaflokknum af Jens Otto Kragh árið 1972. Anker Jörgensen tilkynnir fréttamönnum í Kristjánsborgarhöll í gær að hann hafi beðist lausnar fyrir sig og stjórn sína. [Símam.nd Nordfoto.) Hörð átök lögreglu og unglinga í Lubin Varsjá, 2. september. AP. PÓLSK ungmenni tókust á við sérþjálfað lögreglulið í borginni Lubin í suðvesturhluta landsins í dag til að mótmæla því að lögreglan skaut tvo verkamenn til bana í mótmælaaðgerðum í fyrradag. Beitt var táragasi gegn unglingunum í dag, en þeir hugðust gera atlögu að aðalstöðvum kommúnista- flokksins í borginni. Lögreglan hefur komið fyrir tálmunum á vegum til Lubin. Óstaðfestar fregnir herma að alls hafi fimm látið lífið í átökum við lögreglu í Lubin í fyrradag, en embættismenn hafa borið þær fréttir til baka. Útgöngubann er í Lubin frá átta á kvöldin til fimm á morgnana og lögreglan hefur bannað sölu á benzíni og notkun einkabíla í borginni. Engum skotvopnum var beitt í borginni í dag eða gær, eftir því sem bezt er vitað. Lubin er miðstöð kolafram- leiðslunnar í Póllandi og þar búa um 67 þúsund manns. Pólskir fjölmiðlar hafa farið mjög hörðum orðum um tilraunir alþýðu manna til að halda upp á tveggja ára afmæli Samstöðu, samtaka frjálsu verkalýðsfélag- anna í landinu. Hafa þeir kennt forystumönnum samtakanna, sem nú fara huldu höfði, sem og vest- rænum áróðursmönnum um átök- in sem urðu í fyrradag. Glemp erkibiskup, leiðtogi kaþ- ólsku kirkjunnar í Póllandi, sem nú er staddur í Vestur-Þýzkalandi sagði í dag í hópi Pólverja í Dúss- eldorf, að það „kæmi engum að gagni að henda steinum". Glemp endurtók kröfu sína um að friður ríki á götum Póllands en hvatti jafnframt til þess að „sannleikur- inn og réttlætið" nái yfirhöndinni í landinu. Carlos komst frá Líbanon Beirúl, 2. seplember. AP. Hryðjuverkamaðurinn al- ræmdi, ('arlos, laumaðist frá Beir- út dulbúinn sem einn af skærulið- um PLO og með honum 12 hryðjuverkamenn úr hinum svo- kallaða Rauða her í Japan, að því er fréttastofan Rödd Líbanons skýrði frá í dag. Að sögn fréttastofunnar, sem er í eigu kristinna hægri manna í Líbanon, fóru hryðjuverka- mennirnir sjóleiðis frá Beirút í hópi þeirra skæruliða sem fyrstir fóru frá borginni. Ekki greindi fréttastofan frá því, hvert för Carlosar væri heitið, en margt þykir benda til þess, að hann muni leita ásjár hjá marxistastjórninni í Suður- Yemen. I Beirút er lífið að öðru leyti að færast í eðlilegt horf. Franskir hermenn aðstoðuðu líbanska kollega sína í dag við að opna fyrir umferð milli borg- arhluta kristinna manna og múhameðstrúarmanna, en vopnaðir varðliðar þessara að- ila hafa dregið sig í hlé. Viðstaddir opnunina voru Wazzan, forsætisráðherra Líb- anons, og franski sendiherrann, en athöfnin er fyrsti áfangi í áætlun, sem miðar að því, að gera Beirút að vopnlausri borg innan þriggja vikna. Skothvellir heyrðust við athöfnina og þurfti að loka fyrir umferð í u.þ.b. klukkustund í dag, en að því búnu var allt með kyrrum kjör- um í borginni. Stjórnin í ísrael vísar til- lögum Reagans alveg á bug Jerúsalem, Washington, Amman, 2. september. AP. ÍSRAELSKA stjórnin vísaði í dag al- farið á bug hinum nýju tillögum Reagans Bandaríkjaforseta um var- anlsgan frið í Miðausturlöndum. Sagði í yfirlýsingu stjórnarinnar að tiilögurnar brytu í meginatriðum i bága við ákvæði Camp David-samkomu- lagsins og lýsir stjórnin yfir „undrun og beiskju" vegna tillagnanna, sem Reagan kynnti í sjónvarpi í gær- kvöldi. Ríkisstjórnir Arabalandanna og leiðtogar frelsissamtaka Palestínu, PLO, tóku sér frest til að kynna sér tillögurnar til hlítar. Talið er að Hussein, konungur Jórdaníu, sé þeim frekar hliðhollur og svo kunni einnig að vera um aðra arabíska leiðtoga. Fréttir frá Aþenu, þar sem Yasser Arafat, leiðtogi PLO, er nú niðurkominn, herma að kall- aður verði saman sérstakur fundur yfirmanna PLO innan tveggja daga til að ræða tillögurnar. Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagðist í kvöld ekki vera undrandi á því, á hvern veg ísraelsstjórn hefði tekið tillögunum, en sagði jafn- framt, að stjórn sín mundi leita allra diplómatískra leiða til að ná samkomulagi um þessar hugmynd- ir. í Bretlandi og Frakklandi hafa ráðamenn fagnað tillögum Reag- ans og Mitterand Frakklandsfor- seti, sem nú er í heimsókn í Grikk- landi, fór um þær lofsamlegum orðum við fréttamenn í dag. Mál- gögn Sovétstjórnarinnar hafa hins vegar sakað Reagan um að vera að reyna að treysta stöðu Bandaríkj- anna í Miðausturlöndum með til- lögum þessum. Carter, fyrrum Bandaríkjafor- seti, sem átti mestan þátt í því að Camp David-samkomulagið komst á á sínum tíma, sagði í dag, að Beg- in forsætisráðherra ísraels túlkaði samkomulagið ekki rétt. Sagði Carter að tillögur Reagans væru í samræmi við ákvæði samkomu- lagsins. Sjá: „Friðartillögur Reagans" bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.