Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 19 „Naustið bygg- ir á gamalli hefð og henni munum við fylgja“ — segja nýir eigendur hins gamal- gróna veitingastaðar NAUSTIÐ, einn vinsælasti og rótgrónasti veitingastaður landsins, er nú kominn í hendur nýrra eigenda, hjónanna Ómars Hallssonar og Ruthar Ragnarsdóttur. Af því tilefni boóuðu nýir og gamlir eigendur til blaða- mannafundar í Naustinu sl. fimmtudag. Var staðurinn fagurlega blómum skreyttur í tilefni dagsins, en hollenskur blómaskreytingamaóur kom sérstaklega frá Amsterdam til að annast skreytingarnar. Umboðsaðilar Bing og Gröndahl á íslandi lögðu til nokkrar afar fallegar postulínsstytt- ur, m.a. snæuglu og íslenskan fálka, sem prýddu staðinn og Guðmundur Ingólfsson lék listir sínar á pianóið fyrir viðstadda. Guðni Jónsson, er rekið hefur Naustið frá árinu 1979, afhenti nýju eigendunum lykilinn. Sagð- ist Guðni þess fullviss að Naust- ið væri í góðum höndum og kvaðst hann treysta þeim ómari og Ruth til þess að halda merki staðarins á lofti. „Naustið byggir á gamalli hefð og henni munum við fylgja, jafnframt því að brydda upp á ýmsum nýjung- um,“ sagði Ómar Hallsson. Fram kom, að ekki eru fyrir- hugaðar breytingar á starfsliði í náinni framtíð, enda sagðist Ómar taka við góðu fólki og að starfsaldur væri óvenjulega hár í Naustinu, miðað við það sem almennt gerðist. Naustið hefur áunnið sér fastan sess í hjörtum Reykvík- inga og annarra, þau tæplega 28 ár, sem liðin eru frá því að það var opnað, 6. nóvember 1954, og staðið af sér alla storma í veit- ingahúsaiðnaðinum. Þar eiga ef- laust einhvern hlut að máli hin- ar smekklegu innréttingar Sveins Kjarvals, arkitekts, sem staðist hafa einstaklega vel tím- ans tönn. Árið 1953 stofnuðu sjö menn hlutafélag um veitingahúsið Naustið, sem síðar var opnað í hinum sögufrægu húsakynnum Geirs Zoega að Vesturgötu 6—8. Það voru þeir Ásmundur Ein- arsson, Ágúst Hafberg, Eyjólfur Konráð Jónsson, Hafsteinn Baldvinsson, Geir Zoéga jr., Sig- urður Kristinsson og Halldór S. Gröndal. Hal.'dór Gröndal veitti síðan Naustinu forstöðu til árs- ins 1965 og bryddaði upp á margs konar nýjungum í veit- ingahúsarekstri hér á landi. Frá 1965 til ársins 1979 veitti Geir Zoega Naustinu forstöðu og af honum tók svo Guðni Jónsson við rekstrinum og hefur rekið Nausdð til þessa. Naustið naut mikilla vinsælda þegar í upphafi og meðal nýj- unga, sem þar var bryddað upp á, má nefna „þjóðarvikurnar” svonefndu, kynningarviku á mat ýmissa þjóða eins og Bandaríkj- anna, Sovétríkjanna, Austurrík- is, Þýskalands, Ítalíu, Spánar og fleiri. Þá átti Naustið tvímæla- laust stóran þátt í að endurvekja þorramatinn, sem nú er ómiss- andi þáttur í matarvenjum ís- lendinga. Margar veglegar veislur hafa verið haldnar í Naustinu og mörgum erlendum þjóðhöfðingj- um hefur verið stefnt þangað. Ásgeir heitinn Ásgeirsson, for- seti, hélt „konunglegar“ veislur í Naustinu. Hann hélt Gústafi Adolf VI, Svíakonungi, Friðriki IX, Danakonungi, Haraldi, ríkis- arfa Noregs, og Kekkonen, Finn- landsforseta, veislu í Naustinu. Þó að Naustið hafi nú starfað í tæpa þrjá áratugi hefur hinn upprunalegi blær ekki glatast. „Éger þeas fullviss að Naustið er i góðum höndum,“ sgði Guðni Jónsson, er hann afhenti þeim Ómari Hallssyni og Ruth Ragnarsdóttur „lykilinn sem gengur að öllu“. Svipur Naustsins hefur lítið breyst í tímans rás, enda myndu víst fæstir kæra sig um það. Hlýlegar og smekklegar innréttingar Sveins Kjarvals standa enn fyrir sínu. Þessi mynd er tekin um 1968 og ef grannt er skoðað má sjá Ómar Hallsson við framreiðshi (Lv.). Starfsfólkið er líka að góðu þekkt, og eins og Ómar Hallsson sagði, þá er starfsaldurinn lang- ur. Símon Sigurjónsson, bar- þjónn, hefur t.d. starfað í Naust- inu frá upphafi og er landskunn- ur. Sjálfur vann ómar reyndar sem framreiðslumaður í Naust- inu á árunum 1967—69. Ómar sagði að 19. september nk. myndi hefjast í Naustinu amerísk vika í stíl við þjóðarvikur fyrri ára, og einnig munu vera væntanlegir til landsins tveir matreiðslu- menn frá Portúgal, en Portúgal- ir munu vera manna lagnastir við að matreiða fisk, og ætti því að vera forvitnilegt hvernig þeim ferst við íslenska fiskinn. Meðal nýjunga í rekstri, sem nýju eigendurnir hafa hugleitt, er að lengja opnunartíma Naustsins um helgar, sem svarar opnunartíma vínveitingahúsa og gefa þannig þeim, sem ekki kæra sig um að olnboga sig áfram í biðröðum danshúsanna um helg- ar, kost á að fá sér snúning í rólegheitunum, eða neyta kaldra rétta eftir venjulegan matmáls- tíma. Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar ásamt söngvaran- um Pálma Gunnarssyni mun skemmta gestum á kvöldin og barinn verður framvegis ein- göngu opinn matargestum. ómar og Ruth hafa tekið á leigu húseign Geirs Zoéga, sem er við hliðina á Naustinu. „Það er óráðið enn hvernig hún verður nýtt,“ sagði Ómar, „en þar opnast nýir möguleikar.“ Klausturhólar: Fyrsta bókauppboð haustsins á morgun Fyrsta bókauppboó Klausturhóla á þessu hausti, sem er 99. list- munauppboó verslunarinnar, verður haldió klukkan 14 á morgun, laug- ardag. Bækurnar, sem eru 200 tals- ins, verða til sýnis hjá Klausturhól- um í dag milli klukkan 9 og 18. Að vanda eru fjölmargar athyglisverðar og fágætar bækur á uppboðinu, en þeim er skipt í eftirtalda flokka: Ým- is rit, Rit íslenskra höfunda, Náttúrufræði, Ferða- og landfræði- rit, Trúmálarit, Rímur, Æviminn- ingar og æviskrár, Ljóð, Tilskipanir, Ixúkrit, Grasa- og plöntufræði og skyld rit, Þjóðsögur, sagnaþættir og þjóðleg fræði, Saga lands og lýðs og Blöð og tímarit. Af einstökum verkum, sem ætla má að veki athygli, má nefna bók Finns Jónssonar og Helga Pét- urssonar, Um Grænland að fornu og nýju, sem er útgefin í Höfn 1899. Einnig má nefna Vasaqver fyrir bændur og einfalldlinga á Is- landi, eðr ein auðvelld reiknings- list, Kaupmannahöfn 1782. Þá er á skránni Skrá yfir prentaðar ís- lenzkar bækur og handrit í Stipt- isbókasafninu í Reykjavík, prent- uð í Reykjavík 1874. Þá er íslenzk grasafræði eftir Odd J. Hjaltalín, útgefin í Höfn 1830, á skránni, einnig Jöklarit eftir Þórð Þor- keisson Vídalín, og af trúmálarit- um má nefna Það Nýa testament, útgefið í Kaupinhafn 1813. Af grasafræðibókum má nefna ýmsar fágætar sérprentanir eftir Helga Hallgrímsson, Hörð Kristinsson, Steindór Steindórsson og Áskel og Doris Löve. Enn má nefna að á skránni eru fyrstu 56 tölublöð af Vísi til dag- blaðs í Reykjavík, frá 14. desem- ber 1910 til 19. maí 1911, og margt fleira, sem bókamönnum mun þykja akkur í að eignast. Sauðárkrókur: Fyrsta opna golfmót- ið á Hlíðarendavelli Sauðárkrókur, 2. seplember. GOLFMÓT, svonefnt Volvo-open, verður haldið á Hlíðarendavelli við Sauðárkrók nk. laugardag 4. sept- ember og hefst kl. 10 f.h. Spilaðar verða 18 holur með og án forgjafar. Þetta er fyrsta opna golfmótið, sem haldið er á nýjum golfvelli sem tekinn var í notkun sl. vo Völlurinn er 9 holu völlur í fjé breyttu og fögru landslagi. Volvo-umboðið á íslandi gefi öll verðlaun á þessu fyrsta opi golfmóti á Hlíðarendavelli. Kári Steinar hf. gera framleiðslu- samning við WEA- samsteypuna Hljómplötuútgáfan Steinar hf. hefur nýlega gert umfangsmikinn samning við hljómplötusamsteyp- una WEA um framleiðslu á plötum frá WEA. Samningur þessi gerir kleift að halda plötum frá WEA um 30% ódýrari en ella. WEA er næst stærsta hljóm- plötufyrirtækjasamsteypa heims. Burðarás samsteypunnar eru hljómplötufyrirtæki Warner Brothers, Elektra/Asylum og Atlantic Records en þessi fyrir- tæki eiga síðan fjölda dótturfyr- irtækja á þessu sviði og öðrum tengdum hljómplötuiðnaðinum. Fyrstu fjórar hljómplöturnar, sem framleiddar eru hérlendis samkvæmt þessum samningi og þegar eru komnar á markað, eru með hljómsveitunum Fleetwood Mac og Van Halen og með söngv- urunum Robert Plant og B.A. Robertson. Á næstunni koma svo nýjar plötur með Donnu Summer, rokksveitinni Bad Company og Michael McDonald, aðalsöngvara Doobie Brothers. Mikiil fjöldi heimskunnra listamanna eru á merkjum WEA. Meðal annars má nefna Rod Stewart, AC/DC, Foreigner, Crosby, Stills & Nash, Eagles, Doobie Brothers, Pointer Sist- ers, Frank Sinatra, Chicago og Randy Crawford.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.