Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 + Eiginmaöur minn, HJÖRTURGUNNARSSON, Aöalgötu 6, Keflavík, andaöist aö heimili sínu miövikudaginn 1. september. Magnea Magnúsdóttir. t Maöurinn minn og faöir okkar, ÞORSTEINN ÞORLEIFSSON, Álthólsvegi 84, Kópavogi, lést í Landakotsspitala aö morgni 1. sept. Guóný Þorgilsdóttir og börn. + Bróöir okkar, ARI ÞORSTEINSSON, fyrrverandi leigubílstjóri, lést í Borgarspítalanum 1. september. Sesselja Þorsteinsdóttir Clausen, Hjörtur Þorsteinsson, Ingólfur Þorsteinsson. + Dóttir mín, SONJA EINARSDÓTTIR JÖRGENSEN, lést í Minnesota þ. 1. september. Fyrir hönd vandamanna, Elinborg Einarsdóttir. + Eiginmaður minn og faöir okkar, JÓSEP K JARTANSSON, bóndi, Nýju-Búó, Grundarfiröi, sem lést 26. ágúst, veröur jarösettur frá Setbergskirkju, Grundar- firöi, laugardaginn 4. september kl. 2. Fyrir hönd vandamanna, Sigurlín Guómundsdóttir og börn. Stjúpi minn, JÚNÍUS G. INGVARSSON fró Kélfholti, til heimilís aó Tryggvagötu 8B, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suöurlands 28. ágúst. Jaröarförin fer fram laugardaginn 4. sept. kl. 2 frá Selfosskirkju. Fyrir hönd vandamanna, Siguróur Ó. Sigurósson. + Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, OLIVER GUDMUNDSSON, Ferjubakka 10, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 3. sept., kl 3. Jarösett verður í Gufuneskirkjugaröi. Léra Einarsdóttir, Edvard Oliversson, Ósk Skarphéöinsdóttir, Sigríöur Oliversdóttir, Árni G. Finnsson, Guóbjörg S. Oliversdóttir, Þórir Á. Sigurbjörnsson, Sigurbirna Oliversdóttir, Þórir K. Guömundsson, og barnabörn. + Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, KRISTINN HALLDÓRSSON, Ljósheimum 6, veröur jarösunginn frá Langholtskirkju í dag, föstudaginn 3. sept- ember, kl. 13.30. Jarösett veröur í Gufuneskirkjugaröi. Konréö Ó. Kristinsson, María Siguröardóttir, Víglundur Kristinsson, Marta Guórún Jóhannsdóttir, Sigurbjarni Kristinsson, Áslaug Matthíasdóttir, Sígríður Kristindóttir Higgins, barnabörn og barnabarnabörn. Oliver Guðmunds- son — Minning Fæddur 10. janúar 1908 Dáinn 29. ágúst 1982 Sumri er tekið að halla og senn er komið haust. Blómin, sem í sumar skörtuðu sínu fegursta, hafa nú mörg fellt sín blöð. Haust- ið minnir okkur á hverfulleika lífsins. Fallinn er frá Oliver Guð- mundsson, prentari í Reykjavík. Hann lézt í Landakotsspítala 29. ágúst síðastliðinn eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Utför hans fer fram frá Dómkirkjunni í dag. Oliver Guðmundsson fæddist í Ólafsvík 10. janúar 1908. Foreldr- ar hans voru Guðmundur, organ- isti í Ólafsvík og síðar skósmiður í Reykjavík, Guðjónsson í Hjörsey á Mýrum Jónssonar, og kona hans, Sigríður Oliversdóttir, bónda að Hlein í Eyrarsveit, Bárðarsonar. Oliver fluttist með foreldrum sín- um til Reykjavíkur, er hann var um fermingu, og átti þar ætíð heima síðan. Arið 1925 hóf Oliver prentnám i Isafoldarprentsmiðju. Þar með var ævistarf hans ráðið og starf- aði hann síðan sem setjari, í um 50 ár, eða þar til hann varð að hætta vinnu sökum heilsubrests fyrir fá- einum árum. Þrátt fyrir langan starfsaldur, urðu vinnustaðir Olivers ekki margir. Hann hóf námið hjá Gunnari Einarssyni, prentsmiðjustjóra, og urðu þeir miklir mátar. Vann Oliver nær stöðugt síðan undir stjórn Gunn- ars eða samtals í 49 ár, þar af í þrjátíu ár í ísafoldarprentsmiðju og síðan í Leiftri, þegar Gunnar tók við rekstri þeirrar prent- smiðju. Mun svo langur starfsfer- ill hjá sama aðila næsta fátíður nú á dögum. Oliver Guðmundsson þótti mjög góður fagmaður í sinni iðn. Hon- um voru því oft falin hin vanda- samari verk, svo sem setning orðabóka og margs konar skýrslna. Orðabækurnar, sem hann setti, bera gott vitni um handbragð hans. Þar var hann og heldur ekki aðeins fagmaður, heldur hvatti hann ötullega þá höfunda, sem að bókunum unnu. Þannig segir Arngrímur Sigurðs- son í formála að Islenzk-enskri orðabók sinni: „Þá vil ég geta þess manns, sem hefur stutt þetta verk af einstökum dugnaði og sérstakri alúð. Sá er Oliver Guðmundsson setjari bókarinnar. Honum vil ég færa alúðar þakkir fyrir frábært starf." Svipuð ummæli lætur Sig- urður Bogason falla í garð Olivers í formála að orðabók sinni. Utan skyldustarfa sinna eiga flestir menn sín hugðarefni, sínar leyndu óskir, sem þeir þurfa að svala. Tjáningarþörf er mönnum í blóð borin, en tjáningarformið er eins margbreytilegt og mennirnir sjálfir. Það er margra álit, að hvergi hafi maðurinn komizt hærra, né náð að tjá sig á annan hátt betur, en í hljómlistinni. Ef nefna ætti þau hugðarefni, sem Oliver Guðmundsson átti sér helzt, þá yrði hljómlistin þar efa- laust efst á blaði. í hennar heimi lifði hann öðrum þræði. Þegar á unga aidri tók hann að semja lög og urðu mörg þeirra landskunn. Hann lagði stund á hljóðfæraleik um árabil og fyrir nokkrum árum gaf hann út hefti með 30 af lögum sínum. Meðfædd hlédrægni og dagsins önn ollu því hins vegar, að Oliver lagði ekki fyrir sig tónsmíð- ar, sem skyldi. Engu að síður sló harpa hans marga ljúfa tóna, sem líklegir eru til að lifa um langa framtíð. Oliver Guðmundsson var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Lovísa Edvardsdóttir frá Hellis- sandi. Þau áttu saman tvö börn, Edvard prentara, sem kvæntur er Ósk Skarphéðinsdóttur, og Sigríði, sem gift er þeim, er þessar línur ritar. Þau Oliver og Lovísa slitu samvistum. Eftirlifandi eiginkona Olivers er Lára Einarsdóttir Frið- rikssonar frá Hafranesi við Reyð- arfjörð. Þau áttu saman tvær dæt- ur, Guðbjörgu, sem gift er Þóri Sigurbjörnssyni, og Sigurbirnu, sem gift er Þóri Guðmundssyni. Oliver Guðmundsson var maður Ijúfur í lund, hógvær og einstak- lega hlýr í framgöngu. Góðleg augu hans og hreint yfirbragð lýstu honum vel. I brjósti hans bærðist viðkvæmt hjarta lista- mannsins. Nú er harpa hans þögn- uð, en minningin um góðan dreng mun lifa áfram, og vitja okkar á vængjum þeirra tóna, sem hann gaf líf í lögum sinum. Eftirlifandi eiginkonu Olivers og öðrum ástvinum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Olivers Guðmundssonar. Arni Grétar Finnsson Lengi skal manninn reyna. Meira en hálfrar aldar kunn- ingsskapur dugar þó flestum í þessu lífi. Þess vegna teljum við okkur þess umkomna að rita þessi stuttu eftirmæli um Oliver heitinn Guðmundsson. Oliver var útlærður prentari og vélsetjari. Svo fær og samvisku- samur var hann að honum voru jafnan valin vandasöm verk. Hann mun t.d. hafa sett fleiri orðabæk- ur en nokkur annar hér á landi. Vísindaritgerðir og flóknar skýrslur voru við hans hæfi. Þótt Oliver væru valin strembin verk- efni sýndi hann ætíð sömu ljúf- mennskuna þeim er að stóðu. Hann var kröfuharður í iðn sinni, einkum við sjálfan sig, og ákveðn- um ábendingum hans gat enginn tekið illa. Oliver Guðmundsson var snyrti- legur og listfengur í starfi. Hann var einnig listamaður á tónsvið- inu. Við orgelið urðu til mörg þjóðkunn lög sem eru flutt af góð- um listamönnum annað slagið. Lög hans og textaval lýsa tón- skáldinu nokkuð. Tregi og söknuð- ur eru títt viðfangsefnið. Svo heil- steyptum manni féll illa að sjá bundin bönd slitna. Hann var tryggðatröll. Trúmennsku hans reyndu jafnt vinir sem vinnuveit- endur. Oliver Guðmundsson var traustur maður. Hann bar ekki styrkleikann utan á sér. Hann var hinn hljóði, jákvæði og uppörv- andi vinur þegar á bjátaði. Hann var naskur á að finna lausnina, ekki með hávaða heldur með hóg- værð. Hann var einkar óáreitinn. Hann blandaði sér ekki í annarra mál nema til þess að koma góðu til leiðar, enda var hann réttsýnn maður. Það er ljóst að við höfum dregið upp fagra mynd af vini okkar. Hann á það skilið. Að okkur sneri hið bjarta og góða. Við minnumst Olivers sem hins listfenga og sam- viskusama ljúfmennis. Hjálpsemi hans og tryggð þökkum við af ein- lægni. Fjölskyldu hans vottum við dýpstu samúð. Aðalsteinn Ingimundarson Arngrimur Sigurðsson Páll Halldórsson + Útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, PÉTURS GUÐJÓNSSONAR fré Kirkjubæ Veatmannaeyjum, Eyjaholti 6, Garöi, sem lést 21. ágúst, fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn 4. september kl. 14.30. Lilja Sigþórsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Mig langar að minnast með nokkrum orðum vinar míns, Oli- vers Guðmundssonar, sem verður jarðsettur í dag. Oliver Guðmundsson fæddist 10. janúar 1908 í Ólafsvík. For- eldrar hans voru Guðmundur Guðjónsson, skósmiður, og kona hans Sigríður Oliversdóttir. Var heimili þeirra rausnarheimili og húsbóndinn glaður og léttur í lund. Var orgel til á heimilinu, eins og þá var oft, og var iðulega á það spilað og lagið tekið. Oliver var í kvöldskóla KFUM, 1923—24, enda fjölskyldan trúuð og kirkjurækin. Þá stundaði Oli- ver nám í Iðnskólanum og hóf prentnám í ísafoldarprentsmiðju 17. janúar 1925 og lauk þar námi 1929, sem vélsetjari. Oliver fór til Englands og stundaði nám t Fir- craft College í Birmingham 1932. Vann hann svo í ísafoldar- prentsmiðju til 1942 og svo aftur 1946—57, í millitíðinni starfaði hann i Víkingsprenti, en í prentsmiðjunni Leiftri frá 1957. Strax á unga aldri byrjaði Oli- ver að fást við tónsmíðar og á unglingsárum sínum spilaði hann á dansleikjum og kaffihúsum, t.d. Hótel íslandi og Hótel Borg og víðar. Mörg af dægurlögum Oli- vers urðu ákaflega vinsæl og eru enn meðal þess besta, sem samið hefur verið á því sviði. Hefur kunnáttumaður kallað lög hans „ljúflingsóma er beri með sér gæskuna og rómantíkina". Og ekki spillir það að lög hans eru yfirleitt útsett af meistaranum Carli Bill- ich. A æskuárum sínum kynntist ég Oliver Guðmundssyni og hefur viðkynningin við hann fylgt mér síðan eins og „veizla í farangrin- um“. Annar eins öðlingur og prúðmenni og Oliver er vandfund- inn. Gæska og góðmennska og hógværð fylgdi þessum manni svo manni leið mjög vel í návist hans. Hann var einn þeirra, sem var vinur manns alla ævi, þótt áratug- ur liði á milli þess, að maður hitt- ist. Fyrir vini sína vildi hann allt gera, og mun öllum kynntust hon- um vera sú kynning ógleymanleg. Oliver Guðmundsson var tví- kvæntur. Seinni kona hans, Lára Einarsdóttir, lifir mann sinn. Góður maður hefur safnast til feðra sinna, en minningin um heiðursmann lifir hjá okkur, sem þekktum hann, meðan ævin end- ist. Fjölskyldu hans flyt ég innileg- ar samúðarkveðjur. Egill Sigurgeirsson Vinur minn Oliver Guðmunds- son, prentari og tónskáld, andaðist í Landakotsspítala 29. ágúst sl. eftir margra ára erfið veikindi 74 ára að aldri. Oliver fæddist 10. janúar 1908 í Ólafsvík, sonur hjónanna Guð- mundar Guðjónssonar og Sigríðar Oliversdóttur. Oliver hóf prentnám 1925, lauk námi 1929. Lengst af vann hann undir stjórn Gunnars heitin3 Ein- arssonar, prentsmiðjustjóra ísa- foldarprentsmiðju. Þegar Gunnar stofnaði fyrirtækið Leiftur hf., ákvað Oliver að starfa áfram með þeim mæta manni. Gunnar mat störf og vináttu Olivers mikils. í vinahópi ávarpi hann Oliver ætíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.