Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 2 l'yrlan hífir manninn upp. MbL/RAX Björgunar- sýning á Tjörninni Slysavarnafélag íslands og Landhelgisgæzlan efndu í gær til björgunarsýningar á Reykjavíkurtjörn í tilefni landssöfnunarinnar, sem Hjálparstofnun kirkjunnar efnir til í því skyni að að- stoða hjálpar- og björgun- arsveitir við kaup á fjar- skiptabúnaði. Sýnd voru Ijós- og reyk- merki, sem notuð eru í neyð- artilfellum, froskmenn voru á slöngubátum og þyrlan TF-RÁN sýndi hvernig mönnum er bjargað úr sjáv- arháska. Fjöldi manns fylgd- ist með sýningunni en félag- ar úr björgunar- og hjálpar- sveitum gengu á milli manna og tóku við framlögum. Tekið var við franitögum tU söfnunarinnar. Hér má sjá manninn rétt ókominn um borð í þyrluna. Mbl./Kriniján. Nýtt blindaðflugs- kerfi við Akur- eyrarflugvöil — styttir flugtíma og auðveldar lendingar í dimmviðri NÚ ER unnið að uppsetningu nýs blindaðnugskerfis við Akureyrar- flugvöll og er reiknað með þvi að það verði tekið í notkun um mánaða- mótin september-október. Helztu kostir þessa kerfis eru þeir, að það styttir flugtíma til Akureyrar og auð- veldar lendingu i dimmviðri. Að sögn Hauks Haukssonar hjá Flugmálastjórn samanstendur þetta kerfi af nokkrum flugleið- sögutækjum, stefnusendi, fjar- lægðarmæli og tveimur radíóvit- um. Aðflugskerfið gerir kleift að- flug til flugvallarins úr suðri og styttir því flugtíma um um það bil 5 mínútur. Áður þurfti að fljúga norður eftir Hörgárdal og síðan suður eftir firðinum eftir radar- flugi, er lent var úr suðri. Nú verða báðar aðflugsleiðirnar not- aðar. Með þessu nýja kerfi er hægt að fljúga niður í 730 fet eða 219 metra og hægt að komast nær flugbrautinni í lágmarkshæð, en áður var aðeins hægt að fara niður í um 1.000 fet eða um 300 metra. Vegna þessa aukast líkur á því, að hægt sé að lenda í dimmviðri. Haukur sagði, að unnið hefði verið að uppsetningu þessa kerfis í tvö ár og væri reiknað með að ljúka henni um næstu mánaðamót og áætlaður kostnaður væri um 3 milljónir króna. íslenzka óperan: Litli sótarinn frumsýnd- ur 1. okt., Töfraflautan 15. okt. — María Guðrún Sigurðardóttir viðskipta- fræðingur ráðin rekstrarstjóri ÆFINGAR eru nú að hefjast á tveimur verkum í íslenzku óperunni. 1. október nk. verður Litli sótarinn eftir Britten frumsýndur og 15. október Töfraflautan. María Guðrún Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er nýtekin við starfi rekstrarstjóra fs- lenzku óperunnar. Að sögn Garðars Cortes er fjár- hagur óperunnar sæmilegur. Reksturinn gekk vel síðasta vetur, en um 25 þúsund gestir komu þá á sýningar hennar. Garðar sagði að róðurinn væri þó þungur og fjár- hagserfiðleikarnir alls ekki að baki. María Guðrún Sigurðardóttir, hinn nýi rekstrarstjóri, er við- skiptafræðingur að mennt. Hún útskrifaðist sem stúdent frá Verzlunarskóla íslands 1977, viðskiptafræðiprófi lauk hún frá Háskóla íslands 1981 og starfaði síðan hjá Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun. Sem fyrr segir er verið að æfa barnaóperu eftir Benjamín Britt- en, sem eru í sex hlutverk fyrir börn og fimm fyrir fullorðna. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifs- dóttir, Jón Stefánsson stjórnar tónlistinni og Jón Þórisson gerir leikmynd. Jón Stefánsson sagði í samtali vð Mbl. í gær, að Britten hefði samið óperu þessa fyrir tilstilli brezkra fræðsluyfirvalda til kynn- ingar á óperu og fjallaði fyrri hlutinn um samningu óperu, sem síðan er flutt í seinni hlutanum og nefnist Litli sótarinn. Hlýtur að þýða að þeir falli frá fyrri athugasemdum um hráefnaverð — segir Ragnar Halldórsson forstjóri ÍSAL í tilefni af skýrslu Coopers & Lybrand „ í fréttatilkynningu iðnaðar- ráðuneytisins segir að ('oopers & Lybrand telji að tekjur ÍSAL 1981 séu vantaldar um 1.546.000 doll- ara. Þetta er ekki rétt, því að (’oop- ers & Lybrand komust að þeirri niðurstöðu, að tekjur séu vantald- ar um 102.000 dollara. Að auki sé kostnaður 156.000 dollurum of hár, og afskriftir 1.288.000 dollur- um of háar. Samanlagðar athuga- semdir (’oopers & Lybrand nema eins og fyrr segir 1.546.000 dollur- um, en til þess að hafa áhrif á framleiðslugjald það, sem ÍSAL greiðir, hefði reikningsútkoman 1981 þurft að breytast um nær 60.000.000 dollara,“ sagði Ragnar Halldórsson forstjóri ÍSAL, er Mbl. leitaði álits á framkomnum yfirlýsingum iðnaðarráðuneytisins um niðurstöður skýrslu brezka endurskoðunarfyrirtækisins Coop- ers & Lybrand vegna endurskoð- unar ársreikninga ISAL fyrir árið 1981. Ragnar sagði einnig: „Höfuð- ágreininginn gera Coopers & Lybrand út af afskriftum af hreinsitækjum og gengistapi ársins. Þeir vilja lækka afskrift- ir 1981 um 1.288.000 dollara, en 1980 var tillaga þeirra um þetta efni 3.166.000 dollarar. Ráðu- neytið gerir þessa tillögu Coop- ers & Lybrand ekki að umræðu- efni í tilkynningu sinni, en í raun er þetta sú af athugasemd- um Coopers & Lybrand vegna beggja áranna, sem Alusuisse hefur tekið vel í að ræða nánar, með það fyrir augum að ná samkomulagi." Ragnar var spurður álits á þeim þætti tilkynningar ráðu- neytisins þar sem segir að Alu- suisse hafi neitað brezku endur- skoðendunum um aðgang að bókhaldi sínu og dótturfélaga til öflunar gagna. Hann svaraði: „Það er að vísu rétt, að Coopers & Lybrand hafa ekki fengið að- gang að bókhaldi Alusuisse eða dótturfyrirtækja þess, enda leggur álsamningurinn Alu- suisse aðeins skyldur á herðar um að veita endurskoðendum til- nefndum af ríkisstjórninni að- gang að bókhaldi ISAL. Samt sem áður hefur Alusuisse veitt Coopers & Lybrand ýmsar upp- lýsingar sem trúnaðarmál, sem því miður hafa síðar borist fjöl- miðlum. Því er svo alveg sleppt í frétta- tilkynningu ráðuneytisins að í skýrslu Coopers & Lybrand kem- ur fram, að þeim hefur verið boðið, að annað óháð endurskoð- unarfyrirtæki gæti kannað þau atriði sem þeir vilja fá nánari vitneskju um, þar á meðal kostn- aðarverð á anóðum. Með fyrir- vara um staðfestingu óháðs endurskoðanda falla þeir frá at- hugasemdum við anóðuverðið, en það var eitt af því sem vó þyngst á metunum í athuga- semdum þeirra vegna ársins 1980, eða hvorki meira né minna en 3.210.000 dollara. Þá er einnig rétt að bæta því við, að nú gera Coopers & Lybrand enga athuga- semd við súrálsverðið, en vegna 1980 vildu þeir lækka það um 2.160.000 dollara. Þessi mikil- vægu hráefni, súrálið og anóð- urnar, hafa bæði árin verið keypt af Alusuisse samkvæmt óbreyttum langtímasamningum. Skýrsla Coopers & Lybrand nú hlýtur því að þýða, að þeir falli algjörlega frá fyrri athugasemd- um um hráefnaverð. Þá er í fréttatilkynningu ráðu- neytisins ekki minnst á það einu orði, að Coopers & Lybrand við- urkenna í skýrslu sinni, að af hálfu Alusuisse sé fyllilega stað- Ragnar Halldórsson ið við ákvæði í álsamningnum þar sem kveðið er á um að hluta- fé skuli vera Vsaf kostnaðarverði eigna. Þá er og ýmislegt fleira í skýrslu Coopers & Lybrand, sem ekki er nefnt. Þar er til dæmis sleppt fyrirvörum. Einnig er þess látið ógetið, að í skýrslu sinni upplýsa Coopers & Ly- brand, að Álusuisse hafi á árinu 1981 veitt ÍSAL vaxtalaust lán, sem hafi sparað fyrirtækinu 1.570.000 dollara í vaxtagjöld, eða álíka upphæð og þeir leggja til að hafi áhrif á reikningsnið- urstöðu ársins til lækkunar á bókfærðu tapi. Ragnar sagði í lokin: „í lok fréttatilkynningarinnar gumar ráðuneytið af því, að það hafi með því að láta Coopers & Ly- brand endurskoða árlega hjá ÍSAL veitt fyrirtækinu og Alu- suisse verulegt aðhald og nefnir í því sambandi súrál og anóður. Verðlækkun á anóðum í dollur- um á árinu 1981, sem ráðuneytið nefnir, stafar eingöngu af styrk- ingu dollara gagnvart samnings- verðinu, sem er í hollenskum flórínum. Viðskipti á hráefnun- um fara fram samkvæmt óbreyttum samningum bæði árin 1980 og 1981 og geta menn af því ráðið, hversu mikið aðhald ráðu- neytið og Coopers & Lybrand hafa veitt á þessu sviði. Coopers & Lybrand hafa í raun og veru dregið í land hvað þessi atriði snertir, en ráðuneytið hefur hingað til látið það ógert."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.