Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 Stríðs- leikur Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Stríðsleikur Nafn á frummáli: Breaker Morant Leikstjóri: Bruce Beresford Myndatökustjóri: Don McAlpine Byggt á samnefndu leikriti eftir Kenneth Ross Sýningarstaður: Háskólabíó Ég hef áður minnst hér á í grein um íslenska kvikmyndagerð, hvílík gróska er um þessar mundir í kvikmyndagerð andfætlinga okkar í Ástralíu. I greininni var því hald- ið fram að við gætum um margt tekið Ástralíubúa okkur til fyrir- myndar varðandi allan aðbúnað og stuðing við þessa ungu aðvinnu- grein. Eitt glæsilegasta dæmið um kvikmynd sem varð til innan ramma hinna nýsettu reglugerðar Fraser stjórnarinnar um kvik- myndaframleiðslu getur að líta á tjaldi Háskólabíós þessa dagana. Mynd þessi hefir hlotið nafnið Breaker Morant og fjallar um þátttöku Ástralíumanna í Búa- stríðinu, en þar börðust þeir í „sér- sveitum" Breta gegn skæruher- mönnum Búa. Lýsir myndin rétt- arhöldum yfir þremur áströlskum hermönnum sem hafa orðið upp- vísir að aftökum fanga án dóms og laga. Nú gæti einhver haldið að mynd þessi væri hrútleiðinleg þar sem meginefnið eru réttarhöld. Svo er þó ekki. Hinar hundrað og sex mínútur líða furðu hratt fyrir á tjaldinu. En í hverju liggur skemmtigildi Breaker Morant? í fyrsta lagi eru réttarhöldin studd af hnitmiðaðri lýsingu þeirra at- burða sem liggja að baki málsókn- inni. Er hvert „myndhvarf" (flashback) þaulhugsað og svo fimlega tengt málsókninni að vettvangur atburðanna verður næsta lifandi. I öðru lagi er leikur hinna áströlsku leikara áhrifamik- ill líkt og þeir standi sjálfir mitt í hildarleik stríðsins. Finns mér gæta ákveðins ferskleika í túlkun þeirra, friskleika sem virðist því miður að mestu farinn af hinum margnotuðu stórleikurum hinnar Evrópsk/Amerísku kvikmynda- framleiðslu. Ég held að ekki sé hægt að gera upp á milli einstakra leikara í þessari mynd svo jöfn er framistaðan. Kvikmyndataka og lýsing er og með þeim hætti að svipbrigði leikaranna markast greinilega á tjaldinu. Virðist leik- stjórinn Bruce Beresford gera sér glögga grein fyrir áhrifamætti kvikmyndunarinnar í þá veru að lýsa tilfinningum. Er ég ekki viss um að leikararnir hafi sýnt nema miðlungstilþrif á stundum. Slíkt Morant bðþjálfi í skugga breska fánans. kemur hins vegar ekki að sök í kvikmynd sé kvikmyndataka, lýs- ing og klipping. Annars vakti hljóðupptakan mesta athygli mína af tæknilegum atriðum Breaker Morant. það var næstum einsog maður heyrði kúlurnar hvína. Þessi nákvæma hljóðsetning varð þess valdandi að veruleiki stríðsins varð býsna áþreifanlegur. Að vísu brá fyrir þriðjaflokkssenum í doll- aramyndastíl þar sem tómatsósan sat í fyrirrúmi en mestanpart ein- kenndust stríðssenurnar af þeirri náköldu birtu sem fylgir þeim leik er nefndur er stríð. Já Breaker Morant er hreinrækt- uð stríðsmynd. Réttarhöldin sem fjallað er um eru stríðsréttarhöld og þar er spurt áleitinna spurninga um rétt manneskjunnar í stríði. Þannig spyr verjandi hinna þriggja áströlsku „sérsveitarher- manna“ sem áður var getið dóms- forsetann þess hvort hægt sé að dæma hermann á blóðvellinum eft- ir sama lagabókstaf og gildir í samfélaginu á friðartímum. Bendir verjandinn á að einn hinna ákærðu Morant liðþjáifi sé þekkt skáld sem yrki einkum um ástina og gró- andann í mannlífinu. Hvað fær slíkan mann til að úthella blóði meðbræðra? Samkvæmt skilgrein- ingu verjandans er lagabókstafur stríðsins: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Það skiptir ekki máli hvort maðurinn er fagurkeri og skáld hann verður ofurseldur hinu óbilgjarna lögmáli. Dómsforsetinn er sömuleiðis ofurseldur lögmálum stríðsins og því svarar hann spurningu verj- andans með dómsorði byggðu á borgaralegum lagabókstaf. Hvort úrskurður dómsforsetans byggir á röngum forsendum er svo aftur hvers og eins að dæma um. Hinn ágæti maður telur sig vera að vinna í þágu friðarins með því að reisa dóm sinn á forsendum sem ekki eru til staðar. Þar með fylgir hann forskrift yfirboðara sinna sem að sjálfsögðu reka stríðið í þágu friðarins. Ég held það gæti verið fróðlegt fyrir þá sem sjá stríð sem glansmynd að skunda vestur í Háskólabíó (sumir þurfa víst ekki að fara nema að sjónvarpstækinu) til að sjá þennan leik með augum Morant liðþjálfa. Um bókina Vinir í átökum eftir Sir Andrew Gilchrist Heitið á bók Hannesar Jónsson- ar, Vinir í átökum, er ágætt en efni bókarinnar stendur ekki alveg und- ir því — raunar er erfitt að gera sér í hugarlund að nokkur lesandi geti ímyndað sér, að Bretar og ís- lendingar hafi nokkru sinni verið vinir eða að þeim tækist að koma fram hvor við annan af hæfilegri kurteisi eða sanngirni á meðan þorskastríðin voru háð. Nauðsyn- legt er að lesa neðanmálsgreinar og bókaskrá til að komast að raun um, að Hannesi hafi verið boðið að kynna málstað íslands með fyrir- lestrum við háskólana í London og Oxford, þegar fyrsta þorskastríðið stóð sem hæst. Þótt Háskóli ís- lands veitti ekki breska sendiherr- anum í Reykjavík sama tækifæri, voru forystumenn þriggja stjórn- málaflokka síður en svo ógestrisnir við hann og buðu honum ýmislegt skemmtilegra en að flytja fyrir- lestra, eins og að veiða lax. Sjálfur forsætisráðherrann, úr Framsókn- arflokknum, sem gat tæplega tekið þá áhættu að láta taka af sér mynd á árbakka með breska sendiherran- um, lét sig ekki muna um að sjá til þess óbeðinn, að vinur sinn útveg- aði mér viku veiði í góðri á. (Eg komst ekki að hinu sanna um frumkvæði ráðherrans í þessu efni Sir Andrew Gilchrist var sendi- herra Breta á íslandi í upphafi þorskastríðsins vegna útfærslunn- ar i 12 mílur 1958. Síðar starfaði hann sem sendiherra lands síns í Indónesiu og írlandi. Eftir að hann lét af störfum i utanrikis- þjónustunni fyrir aldurs sakir hef- ur hann verið búsettur i Skot- landi. 1970—76 var hann formað- ur stjórnar skosku byggða- þróunarstofnunarinnar. Hann læt- ur enn til sín taka i opinberum umræðum og skrifaði t.d. nýlega greinar í The Times um hnignun laxveiði í Skotlandi og hefur víða verið til þeirra vitnað, meðal ann- ars i bandariska vikuritinu Time. Árið 1977 gaf Almenna bókafélag- ið út bók Sir Andrew, Þorskastrið og hvernig á að tapa jteim — endurminningar frá fslandi 1957—60. fyrr en löngu seinna en vil láta þess getið nú til að staðfesta frjáls- mannlegt fas Hermanns Jónasson- ar; þetta er lítið dæmi um þá vel- vild sem veldur því, að ég segi allt- af að bestar minningar úr utanrík- isþjónustunni eigi ég um dvöl mína í Reykjavík.) Ég varð undrandi, þegar ég las það í bók Hannesar Jónssonar, að honum þykir upphefð að því að rifja upp sögu um það, þegar hann sýndi breskum sendiherra ókurt- eisi af ásetningi og sendi síðan út fréttatilkynningu til að sanna eigið ágæti ... Hannes skrifar oft af mikilli leikni þegar hann leggur sig fram um að skilgreina flókin viðfangs- efni. Til dæmis heitir kafli í bók hans „Economic Motivation" (efna- hagsleg rök fyrir útfærslu íslend- inga) og þar gætir hann þess að draga skil á milli hættunnar af ofveiði (sem var tiltölulega lítil 1956) og vilja Islendinga til að auka eigin afla á kostnað erlendra fiski- manna; gálausir menn hafa oft ruglað þessu tvennu saman í skrif- um sinum og kallað fiskvernd. Ég mæli einnig með kaflanum „Epi- taph on an inglorious chapter for Britain" (eftirmæli um ófarir Breta); þar er lýst vandræðum Breta við mótun eigin fiskveiði- stefnu vegna ósigursins fyrir ís- lendingum og vanmætti þeirra til að komast út úr þessum vandræð- \ Húsgagnasýning hjá okkur frá kl. 9—9 alla virka daga. a ° „ Laugardaga kl. 10—6. o Sunnudaga kl. 1—6. o Kíktu við, þú færð orugglega eitthvað við þitt hæfi KM-húsgögn! jangholtsvegi 111, Keykjavík, símar .‘{7010—37144. O

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.