Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 11 um með þátttöku í Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Lýsingar höfundar á því, hvaða áhrif þrjóska íslendinga hefur haft á þróun hafréttar, eru fróðlegar og sannar, svo framar- lega sem menn telja það þróun, að upplausn taki við af óreiðu. Þó gerist Hannes af og til sekur um það að spilla fyrir sér með því að kveða of fast að orði. Engum dettur í hug að draga úr lofi hans um íslenska sjómenn og hugrekki þeirra, en þegar hann hælist um af íslenska leynivopninu, sem hann segir hafa dugað til að sigrast á breska flotanum, dettur manni sagan af Goliat í hug; rísinn tapaði ekki af því að Davíð hafði á réttu að standa heldur vegna þess að Davíð var augsýnilega miklu betur vopnaður í átökum þeirra. Samskonar sigurvíma brýst út, þegar höfundurinn ritar um sér- grein sína, alþjóðalög. Ég nefni eitt dæmi máli mínu til stuðnings: „Menn mega ekki gleyma því, að íslendingar létu sér ekki nægja að berjast gegn nýlendustefnunni (þ.e. bresku stefnunni) í hafréttarmál- um og unnu fjórar fiskveiðideilur við Breta, þeir höfnuðu einnig skip- un og úrskurði Alþjóðadómstólsins í Haag ... Dómstóllinn ... reyndist hvorki hafa áhrif né vald til að neyða smáríkið til að hlýða úr- skurði sínum. Fullveldið var og er ofar öllu öðru.“ Það hlýtur að teljast dálítið óheillavænlegt, þegar maður sem hefur áunnið sér virðingu á sviði alþjóðaréttar tekur sér fyrir hend- ur að hreyta illyrðum í AlJ)jóða- dómstólinn og fagnar sigri íslend- inga yfir honum eins og um sigur í Maraþon eða Yorktown hafi verið að ræða. Það er annað að fagna sigri yfir Bretum en dansa á gröf Alþjóðadómstólsins. Segjum svo, að Islendingar telji sér ekki annað fært en stefna annarri þjóð fyrir dómstólinn í Haag, til dæmis Dön- um. „Nú,“ segir danski forsætis- ráðherrann, „ég hef verið að kanna viðhorf mesta og afkastamesta sér- fræðings ykkar í alþjóðalögum, hann segir, að fullveldið sé ofar öllu öðru. Við erum einnig þeirrar skoðunar! Við erum sammála Hannesi!" Þessar fullyrðingar um að full- veldið sé ofar öllu öðru eru ekki annað en umorðun á þeirri skoðun, að íslendingar hafi ekki unnið þorskastríðin með því að hafa rétt- inn með sér heldur með valdi, af því að þeir hafi verið slóttugri og sýnt miklu meiri hæfni í valdapóli- tíkinni en breskir andstæðingar þeirra. Líklega er ástæðulaust að draga þetta í efa; ég yrði manna síðastur til að hafna þessari skoð- un. Og þó hefði Hannes um leið og hann nefndi togvíraklippurnar mátt minnast á hitt leynivopn ís- lendinga: Hið mikla forskot sem það veitti þeim að hafa bandaríska varnarliðið í Keflavík sem gísl í landi sínu. Viðkvæmni Bandaríkja- manna vegna varnarliðsins var trompið á hendi íslendinga gagn- vart Bretum. Hannes fer þó ekki lofsamlegum orðum um hæfni þeirra íslensku stjórnmálamanna sem útveguðu þjóð sinni þetta sig- urtromp, var það þó ekki minni stjórnlist en að nýta klippurnar í hernaði, í stað þess að lýsa ágæti þessarar stefnu harmar Hannes þá staðreynd, að varnarliðinu sé greinilega ætlað að takast á við Sovétríkin, land sem eigi „góð og vinsamleg samskipti" við ísland. Stríðin snerust einungis um þorsk og í augum Hannesar er þorskurinn tölfræðilegt atriði ... sem nota má gegn Bretum. Mér þætti forvitnilegt að kynnast við- horfi hans til þeirra tölulega upp- lýsinga frá Þjóðhagsstofnuninni í Reykjavík sem nú liggja fyrir um fiskveiðar íslendinga síðan þeir fengu fulla stjórn á íslandsmiðum. Síldin hvarf, loðnan finnst ekki og sumir álíta að þorskstofninn muni óhjákvæmilega halda áfram að minnka. Getur Hannes sýnt fram á, að þetta allt sé Bretum að kenna? Já! Ég get upplýst menn um það, að hann vinnur með leynd að því að færa rök fyrir þeirri kenn- ingu „að dreifingu þorsksins frá hefðbundnum togaramiðum" (Þrá- inn Eggertsson í „News from Ice- land“ ágúst 1982) sem nú á sér stað megi að fullu og öllu rekja til þess umróts sem skrúfur bresku frei- gátnanna ollu á hafsbotninum I þorskastríðunum ... Eins og lesendur sjá ræði ég ekki af mikilli alvöru um þessa bók. Þótt þar sé margt gott að finna, er þess ekki að vænta að litið verði á bókina sem endanlega pólitíska greinargerð um margþætt átaka- mál sem engu að síður var unnt að leysa með hæfilegri sæmd og án blóðsúthellinga — en það er ekki síst að þakka sumum þeirra stjórn- málamanna og stjórnarerindreka hjá báðum deiluaðilum sem lögðu sig fram um að lægja öldurnar. Að mínu áliti hafði hvorugur að- ilanna alveg hreinan skjöld, þótt Bretar hafi án alls efa gerst sekir um fleiri axarsköft. Auðvitað eiga báðir aðilar nú að geta rannsakað atburðarásina án biturleika og ásakana og þá sér i lagi sigurvegar- inn. Við gætum kannski báðir litið í eigin barm og spurt Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Skyggnst á bakvið tjöldin í Hong Kong Erlendar bækur Björn Bjarnason Þegar bækur eru meira en 1000 blaðsíður, þéttskrifaðar, með frekar smáu letri í papp- írskilju, þarf höfundurinn svo sannarlega að slá á rétta strengi hjá miklum fjölda manna til að ritverkin seljist í milljónum ein- taka um heim allan. Einn þess- ara höfunda er James Clavell. Hann fæddist í Ástralíu 1922 en ólst upp í Bretlandi og býr nú til skiptis í Kanada og Bandaríkj- unum. í síðari heimsstyrjöldinni var Clavell kapteinn í breska stórskotaliðinu. Japanir hand- tóku hann 1942 og lokuðu inni í illræmdum fangabúðum sínum við Singapore, Changi. í fyrstu skáldsögu sinni King Rat (1962) lýsir Clavell reynslu sinni í Changi. Að stríðinu loknu sneri Clavell sér að kvikmyndagerð. Hann hefur meðal annars skrif- að handritið að hinni vinsælu kvikmynd Flóttanum mikla og leikstýrt ýmsum kvikmyndum eins og til dæmis To Sir With Love. Næsta skáldsaga hans var Tai-Pan (1966) og þar lýsir hann tilurð Hong Kong, innbyrðis átökum breskra sæfarenda og samskiptum þeirra við Kínverja. Segja má, að Clavell hafi hlotið heimsfrægð með sögunni Shog- un (1975), sem gerist í Japan á sautjándu öld og lýsir afdrifum skipreka Breta. Þessi mikla skáldsaga hefur verið kvikmynd- uð og jafnframt hafa verið gerð- ir eftir henni 12 framhaldsþætt- ir fyrir sjónvarp sem að sögn eru mjög vinsælir. í auglýsingum er þess getið, að Shogun hafi selst í meira en 6 milljónum eintaka og er bókin þó yfir 1200 blaðsíður að lengd. Nýjasta skáldsaga Cla- vells Noble House kom út 1981 og er nú seld hér í pappírskilju, en allar bækur Clavells hafa ver- ið hér fáanlegar. Bókin er tæpar 1500 blaðsíður og hefur verið meðal söluhæstu bóka austan hafs og vestan síðan hún var gef- in út. Sögusviðið í Noble House er Hong Kong í ágúst 1963 og gerist sagan á 10 dögum. Fjármála- umsvif, ástir, njósnir, náttúru- hamfarir og fjölskylduátök móta söguþráðinn. I bókinni eru tengdar saman persónur úr bók- unum Tai-Pan og King Rat og af sögulokum má ráða, að höfund- urinn hefur nægan efnivið í ann- að bindi. Þessi stóra bók stendur þó að sjálfsögðu ein fyrir sínu, þótt ekki saki að hafa lesið fyrri bækurnar tvær, áður en sest er niður við lestur á Noble House. Það var fyrir tilviljun að sá, sem þetta ritar, réðst í að lesa Shogun á sínum tíma og síðan hef ég lesið allar bækur Clavells. Þær eru spennandi aflestrar, en mér hefur þótt skemmtilegast að kynnast lýsingum höfundarins á hugarheimi Japana og Kínverja og þeim árekstrum sem óhjá- kvæmilegir eru milli þeirra og Vesturlandabúa. Af þeim sökum mæli ég mest með Shogun. í Noble House hafa Kínverjar lagað sig að háttum Vestur- landabúa í mörgu tilliti, en vel- gengni stjórnenda hins mikla stórfyrirtækis Noble House ræðst þó af þvi nú, eins og þegar Dirk Struan lagði grundvöllinn að því og Hong Kong í Tai-Pan, að jafnvægi ríki á milli innflytj- endanna að vestan og heima- manna. Tai-pan er tignarheiti, af lýsingum Clavells má ráða, að einfaldast væri að þýða það með orðinu alvaldur, því að allir und- irsátar tai-pan verða að hlýða fyrirmælum hans skilyrðislaust. Ian Dunross, afkomandi Dirk Struan, er tai-pan fyrirtækisins Noble House á árinu 1963 og þótt meira en öld sé liðin frá því að það var stofnað, eru innviðir þess enn hinir sömu og í upphafi og fornum erjum við harðdræga keppinauta er alls ekki lokið. Til að styrkja stöðu sína sækjast hin gamalgrónu fyrirtæki brezku krúnunýlendunnar eftir nýju fjármagni frá Bandaríkjun- um. Tveir stjórnendur banda- rísks fyrirtækis koma til Hong Kong í því skyni að rannsaka á hvaða hest skynsamlegast sé að veðja til að ná sem bestri stöðu á nýjum markaði. Strax við komu þeirra gerast óvæntir atburðir, því að í einkaþotunni finnast vopn sem ætlunin er að smygla inn í Hong Kong og fátt er í meiri andstöðu við lög nýlend- unnar. Hitt veldur ekki minni vandræðum, þótt ekki stangist það á við lögin, að annar hinna bandarísku stjórnenda er glæsi- leg, ógift kona. Hafa viðskipta- jöfrar í Hong Kong aldrei áður þurft að ræða „æðri“ fjármál við konur, þær sinna heimilisstörf- um í Hong Kong á árinu 1963 og verða að taka því með ísköldu jafnaðargeði og sviplausri þögn, þegar þær rekast á eiginmenn sína með kínverskum hjákonum. En Hong Kong er ekki aðeins viðskiptamiðstöð við dyr Rauða-Kína, þaðan er einnig unnt að fylgjast með pólitískum og hernaðarlegum sviptingum í mannmörgu ríki Maos. Njósnar- ar Bandarikjanna og Sovétríkj- anna eru á höttunum eftir upp- lýsingum og fámennt öryggislið breska landstjórans hefur nógu að sinna. Fjármálasviptingarnar hljóta auðvitað að taka mið af pólitísku þróuninni, svo að tai- pan Noble Nouse aflar sér leyni- legra upplýsinga með sjálfstæð- um hætti. Stofnandi fyrirtækis- ins var faðir Hong Kong, svo að tai-pan þess er ókrýndur foringi allra nýlendubúa og án sam- vinnu við hann getur landstjór- inn lítið aðhafst. Hér verður ekki meira rakið af efni bókarinnar enda ógjörning- ur að lýsa því í stuttri frásögn, svo víða er leitað fanga til að halda athygli lesandans vakandi. Það tekst James Clavell svo sannarlega, því að hann hefur næmt auga fyrir því sem er for- vitnilegt og segir vel frá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.