Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 29 „011i“, það var mælt af einlægri vináttu. Aðalstarf Olivers var vélsetning í prentiðnaði. Hann var öruggur og vandvirkur í starfi og var sér- staklega leitað til hans við setn- ingu vandasamra skýrslu- og töflugerða. Oliver hafði góð áhrif á alla er honum kynntust. Hann var glað- sinna, hans broshýru augu og ljúfa viðmót iljuðu og örfuðu daprar og hrjáðar sálir. Tónlistin var hans yndi og samdi hann mörg fögur lög, sem hrifu aldna sem unga. Eftirlifandi kona Olivers, Lára Einarsdóttir, reyndist honum frábærlega vel í hans ströngu veikindum. Kæra Lára, við Nanna sendum þér og fjölskyldunni innilegar samúðark veðj ur. Blessuð sé minning Olivers Guð- mundssonar. Hafsteinn 1‘orsteinsson Við eigum margar góðar minn- ingar um afa okkar. Alltaf þegar við komum í heimsókn var tekið vel á móti okkur. Og alltaf fengum við fallegar afmælis- og jólagjafir frá honum og ömmu. Við komum til með að sakna þess mest að hann spilar ekki lengur á orgelið fyrir okkur, þegar við komum í heimsókn. Lára Rakel, Oliver, Sirrý og Sigrún Björk. Bryndís Annas- dóttir — Minning Fædd 19. september 1928 Dáin 17. júlí 1982 Mig langar að skrifa fáein kveðjuorð um tengdamóður mína, Bryndísi Annasdóttur. Foreldrar hennar voru þau Annas Sveinsson frá Kirkjubóli í Staðardal á Ströndum og Helga Jakobsdóttir af breiðfirskum ætt- um. Binna fæddist að Engjabrekku á Vatnsnesi, en þegar hún var 6 ára lést faðir hennar og fluttist hún þá með móður sinni að Hindisvík og ólst þar upp. Strandafjöllin blasa við sýn af Vatnsnesinu og eflaust hefur Binnu oft verið hugsað til ættingjanna sem bjuggu undir sæbröttu fjöllunum við vesturströnd Húnaflóa. Ung að árum fluttist Binna til Reykjavíkur og kynntist þar eftir- lifandi eiginmanni sínum, Hans Nielsen. Þau eignuðust 3 börn, Eggert Waage, Helga Annas og Ragnheiði Karen. Lengst af bjuggu þau Binna og Hans að Gnoðarvogi 24 í Reykja- vík. Binna vann síðustu æviárin á Hrafnistu og stundaði störf sín af mikilli natni og kostgæfni. Þegar við Helgi létum skíra eldri son okkar, Ingimar, í Strandasýslu, þá kom Binna í fyrsta skipti á slóðir forfeðranna í föðurætt og ferðaðist nokkuð um SVAR MITT eftir Billy (iraham Hefndir Við erum unglingar og þurfum á aðstoð að halda. Pabbi okkar hefur sett þær reglur, sem við eigum að fara eftir á heimili okkar. Hann hefur kennt okkur að jafna sakirnar, þegar einhver gerir á hlut okkar, og síðan eigum við að fyrir- gefa. Þetta er andstætt því, sem við höfum lært í kirkjunni. Hefur pabbi rétt fyrir sér? Pabba ykkar gengur sjálfsagt gott eitt til, en þarna blandar hann saman á einkennilegan hátt heiðnum hugsunarhætti og kristilegum. Það er heið- ið að „jafna sakir", en það er kristilegt að fyrirgefa. Jesús kenndi, að við kristnir menn ættum ekki að setja okkur í Guðs stað og refsa öðrum. Biblían segir: „Mín er hefndin, ég mun endurgjalda, segir Drottinn." I Fjallræðunni eru leiðbeiningar fyrir börn Guðs um rétta breytni. Þar erum við hvergi, í þeirri miklu ræðu, hvött til þess að Jafna sakirnar". Jesús nam boðorðin tíu ekki úr gildi, heldur lét þau ná yfir breiðara svið en áður, svo að mér er erfiðara að halda þau. Það er í raun og veru óhugs- andi að Iifa í samræmi við Fjallræðuna, nema Jesús lifi í hjörtum okkar. Við verðum að þekkja Krist, áður en unnt er að gera þessar hugsjónir að veru- leika. „Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn,“ sagði í lög- máli Móse. En Jesús sagði: „Þér skuluð ekki rísa gegn meingjörðamanninum, en slái einhver þig á hægri kinn þína, þá snú þú einnig hinni að honum." Kannski segið þið, að þetta sé ekki eðlilegt, og ég er á sama máli. En búi Kristur í hjörtum okkar, getum við sagt eins og Kristur á krossinum: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra." Strandirnar sér til mikillar ánægju. Ég vil að lokum þakka Binnu tengdamömmu samveruna og alla þá alúð og vinsemd, sem hún sýndi mér og drengjunum mínum, en þeir sakna Binnu ömmu mikið. Ég bið guð að blessa minningu Bryndísar. „Þar sem góðir menn fara, eru guðsvegir". Eyrún Ingimarsdóttir Matsveinar á farskip- um sömdu SAMKOMULAG tókst i kjaradeilu matsveina á farskipum og útgerð- armanna á fundi hjá sáttasemjara á mánudag og var samningurinn undirritaður með venjulegum fyrir- vara um samþykki félagsmanna. Samningurinn er í meginatriðum í anda heildarkjarasamnings Al- þýðusambands Islands og Vinnu- veitendasambands íslands frá í sumar, sem gerir ráð fyrir 9-10% launahækkun á samningstímanum, sem er til 1. september á næsta ári. Auk þess náðist samkomulag um ýmis smærri sérhagsmunamál matsveina. + Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, JÓHANN EIRIKSSON. Hofsóai, 'veröur jarösettur frá Hofsóskirkju laugardaginn 4. sept. kl. 14. Alda Jóhannsdóttir, Jóhann Jóhannsson, Einar Jóhannsson, Erna Geirmundsdóttir, Haraldur Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móöir okkar, MARGRÉT JÓNSDÓTTIR BURT, Hátúni 4, veröur jarösunginn laugardaginn 4. sept. kl. 2 frá Innri-Njarðvík- urkirkju. Michael Burt, Karen Barglay, James Burt. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu. HILDAR Þ. KOLBEINS, Meöalholtí 19. Sérstakar þakkir sendum við til lækna, hjúkrunarliös og starfsfólks á Landakotsspítala. Jóhanna Kolbeins, Árni Þór Jónsson, Hannes B. Kolbeins, Guörún B. Kolbeíns, Þorsteinn Kolbeins, Rósa Þorláksdóttir, Júlíus Kolbeins, Páll H. Kolbeins, Helga Classen, Þóra Katrín Kolbeins, Magnús G. Erlendsson, Þórey Kolbeins, Jón Kr. Þorsteinsson, Sigriöur Kolbeins, Gunnar Ágústsson, Eyjólfur Kolbeins, Guörún J. Kolbeins, Þuríöur Kolbeins, Helgi Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför GUÐMUNDAR MARÍASAR GUÐMUNDSSONAR, Miótúni 70. Arndís Theodórs, Borgar Skarphéóinsson, Sesselja Svavarsdóttir, Guömar Guömundsson, Karítas Siguröardóttir, Hólmfríður Guömundsdóttir, Siguröur Svavarsson, og barnabörn. + Innilegar pakkir sendum viö öllum sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför fööur okkar, stjúpfööur, tengda- fööur, afa og langafa, GUÐMUNDAR HANNESSONAR frá Egilsstaöakoti, Villingaholtshreppi. Sérstakar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarliöi Sjúkrahúss Suöurlands fyrir frábæra umönnun. Sesselja Guömundsdóttir, Sighvatur Pétursson, Þorsteinn Guómundsson, Unnur Jónasdóttir, Hermundur Þorsteinsson, Laufey Guömundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum öllum auösýnda samúö viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, GUDMUNDAR VIGFÚSAR ÞORGILSSONAR, Hafnarfirói. Höröur Vigfússon, Óskar Vígfússon, Þorbjörg Vigfúsd. Day, Kristín Vigfúsdóttir, Ólafur Vigfússon, Lýöur Vigfússon, Ómar Haffjöró, barnabörn og Sigmundlna Pétursdóttir, Elín Kristjánsdóttir, Robert A. Day, Grétar Finnbogason, Auölín Hannesdóttir, Helga Lúövíksdóttir, Ásdis Vignisdóttir, barnabarnabörn. I®| Litmyndir samdægurs Komdu meö filmuna fyrir kl. 11 aö morgni og þú færö myndirnar tilbúnar kl. 5 síödegis. Skýrar og fallegar myndir, þriðjungi stærri en gengur og gerist. Afgreiöslustaöir okkar eru: Glögg mynd, Suðurlandsbraut 20, sími 82733, Glögg mynd, Hafnarstræti 17, sími 22580 og Magasín, Auöbrekku 44—46, Kópavogi, sími 45300. í LEIÐINNI BJÓÐUM VIÐ ÞÉR SAKURA- FILMUR MEÐ 50% AFSTÆTTI. VÖRULISTAVERSLUN, Auöbrekku 44—46, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.