Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 Athugun á raforkuverði og skattgreiðslum: Niðurstöður starfshópa iðnaðarráðuneytisins í fréUatilkynningu iðnað- arráðuneytisins eru dregnar saman helstu niðurstöður starfshópanna tveggja, þ.e. þeirra sem um raforkumál og skattamál fjölluðu. Þær niðurstööur eru birtar hér orðréttar. Athugun á raforkuverði II. NIÐURSTÖÐUR 1) Frá því að samningur Alu- suisse og ríkisstjórnarinnar um álverksmiðjuna í Straumsvík var undirritaður 28. mars 1966 og eftir endurskoðun hans 1975 hafa orðið veigamiklar breytingar í orku- og efnahagsmálum á erlendum og innlendum vettvangi. Þessi þróun hefur leitt til þess að þaer forsend- ur sem lagðar voru til grundvallar álsamningunum eru gjörbreyttar. 2) Raforkusamningurinn við ÍSAL gildir til 2014. Raforkuverð- ið er nú 6,45 mill/ kWh eða sem svarar 2,4 mill/ kWh á verðlagi 1969. Árið 1994 og 2004 á að endur- skoða raforkuverðið samkvæmt ákveðnum reglum í samningnum. Á tímabilinu frá 1982—1994 er verðið um 40% verðtryggt miðað við skráð álverð en á tímabilinu 1994 —2004 og á tímabilinu 2004—2014 er engin verðtrygging á því. Miðað við 8% verðbólgu og sömu hækkun á álverði mun með- alorkuverðið á næstu 32 árum verða um 5 mill/ kWh miðað við verðlag 1982 að óbreyttum samn- ingum. 3) Þegar álsamningarnir voru gerðir var olíuverð mjög lágt og talið var að almennt orkuverð í heiminum myndi fara lækkandi á næstu árum og áratugum, m.a. vegna tilkomu kjarnorkustöðva. Verð á hráolíu er nú u.þ.b. þrjátíu sinnum hærra en 1966 og fram- leiðslukostnaður raforku frá kjarnorkuverum hefur reynst miklu hærri en talið var. 4) Á árunum 1964—1965 var al- gengt raforkuverð til álvera í heiminum um og innan við 3 mill/ kWh. Með hliðsjón af því féllust íslensk stjórnvöld á að ISAL greiddi að meðaltali rúml- ega 2,5 mill/ kWh á samningstím- anum. Á árinu 1981 var meðalraf- orkuverð til álvera í heiminum rúmlega 22 mill/ kWh og sam- kvæmt fyrri forsendum ætti raf- orkuverðið til ÍSAL því að vera rúmlega 18 mill/ kWh. 5) í samningaviðræðum og ákvörðunum um raforkuverð hef- ur ætíð verið tekið sérstakt mið af raforkuverði til álvera í Banda- ríkjunum og Vestur-Evrópu. Frá því 1974 hefur raforkuverð til ál- vera í Bandaríkjunum fimmfald- ast og er nú að meðaltali um 22 SAMKOMULAG náðist í gær um kjarasamning Fhigleiða hf. og Flugfreyjufélags íslands. Samningurinn gildir til 1. sept- ember 1983 og er í öllum meginat- riðum eins og rammasamningur ASÍ og VSÍ með gildistöku 1. júli sl. Deila um ráðningu í flugfreyju- störf samkvæmt starfsaldri hefur verið leyst. mill/ kWh. Lægsta raforkuverð til áliðnaðar í Bandaríkjunum hefur lengst af verið hjá Bonneville Power Administration (BPA) og við samningsgerðina 1966 var það 2 mill/ kWh, en hækkaði í 3,2 mill/ kWh árið 1974. Frá 1978 hef- ur verðið hjá BPA hækkað jafnt og þétt og var það komið í 17,5 mill/ kWh í árslok 1981 og seinna á þessu ári er fyrirhugað að verðið hækki í 21—25 mill/ kWh. 6) Yfir 95% af framleiðslu ÍSAL er seld til Vestur-Evrópu. Þegar álsamningarnir voru gerðir á sínum tíma var fallist á það sjónarmið Alusuisse, að raforku- verðið til ÍSAL þyrfti að vera lægra hér á landi vegna þess að greiða þyrfti toll af áli sem selt yrði til helstu álmarkaða í Vest- ur-Evrópu. Þessir tollar hafa nú verið felldir niður. Eina óhagræð- ið af staðsetningu álvers hér á landi felst því í lítið eitt hærri flutningskostnaði en hjá álverum í V-Evrópu. Meta má þetta óhag- ræði á um 2 mill/ kWh en til sam- anburðar má nefna að meðalorku- verð til álvera í Evrópu er um 21 mill/ kWh, ef ÍSAL er undanskil- ið. 7) Alusuisse á eignaraðild að 13 álverksmiðjum í 8 löndum. Meðal- orkuverð til þessara álverksmiðja * « s ! er 20 mill/ kWh. Lægsta orkuverð- ið er hjá ÍSAL, 6,5 mill/ kWh, en hæst er verðið í Þýskalandi og Bandaríkjunum, þ.e. um og yfir 30 mill/ kWh. 8) Samkvæmt spá Commodities Research Unit mun orkuverð til álvera annars staðar í heiminum hækka enn frekar á næstu árum og verða komið í um 24 mill/ kWh að meðaltali árið 1990 miðað við verðlag 1981. ÍSAL hækki í 15-20 mill/kWh miðað við verðlag 1982. Engin ný ákvæði í því efni voru sett í kjarasamning. Aðilar náðu samkomulagi um hvernig haga skuli ráðningu lausráðinna starfandi flugfreyja á samningstímanum. Áður boðaðri vinnustöðvun Flugfreyjufélags íslands hefur því verið aflýst. 9) Hægt er að líta svo á að ein af meginforsendum raforkusamn- ingsins við ISAL hafi verið sú að orkuverðið væri í samræmi við framleiðslukostnað á raforku í landinu, en hann hefur sexfaldast að nafnverði í bandaríkjadölum frá því að samningurinn var gerð- ur. Miðað við þær forsendur ætti raforkuverðið til ISAL því að vera sex sinnum hærra en um var sam- ið 1966 eða 15—18 mill/ kWh. 10) Að mati starfshópsins er munur á raforkuverði til almenn- ingsveitna og stóriðju orðinn óeðlilega mikill. Miðað við eðlilega kostnaðarskiptingu virðist raun- hæft að reikna með því að stóriðja greiði orkuverð sem nemur a.m.k. 65% af verði til almenningsveitna. Samkvæmt því ætti ÍSAL að greiða nú um 20 mill/ kWh. 11) Samkeppnisstaða íslands í álframleiðslu er góð með hliðsjón af legu landsins og mörkuðum austan hafs og vestan. Telja má að samkeppnisfært raforkuverð til áiiðnaðar hér á landi sé um 20 mili/ kWh. 12) Að öllu samanlögðu telur starfshópurinn að gjörbreyttar forsendur frá því að raforkusamn- ingurinn var gerður 1966 og eftir endurskoðun hans 1975 réttlæti kröfur um að raforkuverðið til Frá blaðamannafundinum í gcr. 13) Starfshópurinn telur jafn- framt að orkuverðið þurfi að vera að fullu verðtryggt á samnings- tímanum og kæmi til greina að miða verðtrygginguna að hálfu við verðþróun á áli og að hálfu við gjaldskrá Landsvirkjunar. Athugun á skattgreiðslum 1. HELSTU NIÐURSTÖÐUR YFIRLIT 1) í kjölfar hinna miklu hækk- ana álverðs á heimsmörkuðum eftir 1973 varð ljóst, að verðtrygg- ingarákvæði skattkerfisins 66/69 yrðu íslandi mjög hagstæð, en Alusuisse að sama skapi óhag- stæð. Er ísland óskaði eftir endur- skoðun á ákvæðum orkusölusamn- ingsins, árið 1974, setti Alusuisse það skilyrði fyrir breytingum á honum, að gerðar yrðu viðunandi breytingar á skattkerfinu 66/69. 2) Með undirritun 2. viðauka við aðalsamning árið 1975, var skattkerfinu 66/69 breytt í megin- atriðum. Sterkar líkur benda til þess, að þessar breytingar reynist íslandi óhagstæðar, ekki síst þegar líða tekur á samningstímabilið. 3) Helstu gallar núverandi skattkerfis frá sjónarmiði íslands eru: I. Skert verðtrygging fram- leiðslugjaldsins. II. Tengsl hámarksframleiðslu- gjalds við hagnað ÍSAL. III. Endurgreiðsla skattinneignar og vextir af henni. IV. Heimild til frádráttar vara- sjóðstillags frá hagnaði. V. Takmarkanir á raunhæfu skatteftirliti. VI. Ófullnægjandi möguleikar til endurskoðunar skattreglna. 4. Hagkvæmasta skattkerfið frá sjónarmiði Islands virðist vera fast árlegt verðtryggt gjald. Mikilvægasta forsenda þessarar niðurstöðu er sú, að vongildi heild- artekna af slíkum skatti sé ekki lægra en annarra skattkerfa, sem til greina koma. 5. Tvö önnur skattkerfi eru einnig mjög álitleg. Þau eru: I. Fast árlegt verðtryggt gjald + veltugjald. II. Fast árlegt verðtryggt gjald + framleiðslugjald. 6. íslenska skattkerfið virðist ekki vera eins fýsilegt og ofan- greind þrjú skattkerfi. Þessi niðurstaða kynni þó að breytast, ef skattalögsagan færðist einnig í íslenskar hendur. 7. Eftirtaldar breytingar á nú- gildandi skattkerfi myndu vera umtalsverð hagsbót frá sjónar- miði íslands: I. Framleiðslugjald, verðtryggt að fullu. II. Hámarksákvæði framleiðslu- gjalds afnumið. III. Skattinneign felld niður. ARSFUNDUR Norræna rithöfunda- ráösin.s verður haldinn í Norræna húsinu dagana 3. og 4. september og sitja hann 24 forystumenn rithöf- unda á Noröurlöndum. Veröa þar til umræðu ýmis hagsmunamál rithöf- unda, sem sameiginleg eru. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Rithöfundasambandi íslands, verða til umræðu á fundinum gagnkvæm umboð til að semja fyrir höfunda um afnot bók- menntaverka í fjölmiðlum hvers konar og skólum og svokölluð aukanot. Þá verður einnig rætt um greiðslur til höfunda fyrir upptök- ur á snældur og almennt viðhorf til aukanota á bókmenntaefni í Edda Sverrisdóttir Gjörning- ur í Nýlista- safninu í KVÖLD fremur Edda Sverrisdóttir gjörning — „Live Video-perform- ance“ — í Nýlistasafninu að Vatnsstíg 3 í Reykjavík. Edda Sverrisdóttir er við nám í kvikmyndalist og „video-perform- ance“ (gjörningur með video- tækni) við San Francisco Art Institute í Bandaríkjunum. Gjörn- inginn sem hún ætlar að fremja í Nýlistasafninu í kvöld kallar Edda Kol og krít. Síga niður Útvegs- bankahúsið HJÁLPARSVEIT skáta mun í dag í sambandi við fjársöfnun Hjálapar- stofnunar kirkjunnar, síga niður Út- vegsbankahúsið og hefst þessi sig- sýning klukkan 16. Sýning þessi er kynning á hluta af björgunarbúnaði hjálparsveitarinnar og er framhald kynningar, sem í gær fór fram á Tjörninni í Reykjavik, er SVFÍ og Landhelgisgæzlan sýndu þar björg- un. Á morgun, laugardag, mun svo flugbjörgunarsveitin sýna fallhlíf- arstökk. Áætlað er að stökkva yfir Laugardalnum og hefst sýningin klukkan 15. Rétt er að benda á, að ofan- greindar sýningar eru háðar því að veður verði sæmilegt. hinum nýju fjölmiðlum — eins og það er orðað í fréttatilkynningu frá Rithöfundasambandinu. Þá er gert ráð fyrir umræðum um Nordvision-samninginn og um grundvöll útreiknings á greiðslum til höfunda, rætt verður um hljóð, bækur, útgáfusamninga, um endurskoðun höfundarlaganna, málefni samískra höfunda og framtíð bókarinnar. Fundurinn er haldinn í boði Rithöfundasam- bands íslands. Það skal tekið fram, að í fréttatilkynningunni er orðið aukanot skýrt með sænsku orðunum „Sekundárt utnyttj- ande“. Samkomulag náðist í deilu flugfreyja Norræna rithöfundaráö- ið þingar í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.