Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 14 LEGUKOPAR Legukopar og fóöringar- efni í hólkum og heilum stöngum. Vestur-þýzkt úrvals efni. Atlas hf Ármúli 7 — Sími 26755. Pósthólf 493, Reykjavík PRESSUR fyrir járniönaö fyrirliggjandi. NJÁLL ÞÓRARINSSON Heildverslun — vélaumboö. Suöurlandbraut 6. Sími 31985. Heima 36675. FLENOX FLENOX ál loftstokkarnir eru seldir í 80 cm lengd- um sem má teygja út í 3. m lengd þegar þeir eru settir upp. FLENOX er til í 80 til 160 mm þvermáli, einangraðir eöa án ein- angrunar. ww««m«rn ******MMthMUi Látið FLENOX leysa vandann á ótrúlega ein- faldan hátt. Hagstætt verð. BREIÐFJÖRÐS BLIKKSMIÐJA HF Leitió nénari upptýsinga aó Sigtúni 7 Simii29022 Fríðartiliögur Reagans: Veruleg eftirgjöf ef Israelar og Palestínumenn samþykktu tillögurnar Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skoðar ísraelska herþotu, sem er í smíðum í verksmiðju skammt utan við Tel Aviv. Weinberger situr í flugmannssæti vélarinnar en Ariel Sharon, varnarmálaráðherra Israels, stendur við vélina og horfir á. (Símamynd AP) Wa.shin£ton, 2. Heptember. AP. JORDANIR, sem ekki áttu aðild að friðarsamkomulaginu, sem kennt er við Camp David, virðast koma til með að hagnast mest ef friðartillögur Reagans Bandaríkja- forseta um frið í Miðausturlöndum ná fram að ganga. Alla vega yrði að líta á það sem verulega eftirgjöf af hálfu ísraela og Palestínu- manna, ef þeir féllust á þær. Háttsettur embættismaður í Washington sagði í dag, að Bandaríkjastjórn vonaðist til að áhugi allra viðkomandi á varan- legum friði í Miðausturlöndum yrði til þess að fallizt yrði á hugmyndir Reagans. Samkvæmt tillögunum er ráð fyrir því gert, að Jórdanir fái yf- irráð yfir stærstum hluta Vest- urbakkans og Gaza-svæðisins, sem Israelar hernámu í sex daga stríðinu. Jórdanir réðu Vesturbakkan- um fyrir átökin 1967, innlimuðu svæðið 1950, en það hafði verið fyrirhugað undir nýtt Arabaríki í tillögum Sameinuðu þjóðanna frá 1947 um skiptingu lands fyrir botni Miðjarðarhafsins. Ríki þetta var aldrei stofnað. Óljóst er hvert valdsvið Jórd- aníumanna yrði, en ráð fyrir því gert að samið verði um hver raunveruleg yfirráð þeirra yfir Vesturbakkanum og Gaza verði. Þegar Reagan kynnti hug- myndir sínar lýsti hann í fyrsta sinn andstöðu Bandaríkjamanna við stofnun sérstaks ríkis Palestínumanna. Hann sagði Bandaríkjamenn ennfremur andsnúna innlimun herteknu svæðanna eða varan- legum yfirráðum Israela yfir þeim, en ísraelskir ráðamenn hafa lýst hernumdu svæðin hluta af stærra ríki Israela. Þá krafðist Reagan þess að ísraelar hættu frekari útþenslu Gyðingabyggða á Vesturbakkan- um, og að engin ný þorp yrðu sett á laggirnar. Við þvi er ekki búizt, að ísraelar verði ljúf- mannlega við jæirri kröfu Reag- ans. Reagan sagðist sannfærður um að það mundi engin vanda- mál leysa að stofna sérstakt ríki Palestínumanna á Vesturbakk- anum og Gaza. Friður mundi heldur ekki nást með yfirráðum ísraela yfir sömu svæðum. Reag- an sagði það skoðun Bandaríkja- stjórnar að lausnin væri fólgin í því að Palestinumenn fengju sjálfsforræði yfir Vesturbakkan- um og Gaza í félagi með yfir- völdum í Jórdaníu. Við sama tækifæri sagði Reag- an að öryggi Ísraelsríkis yrði að hafa allan forgang í samninga- viðræðum, og ítrekaði hann að Bandaríkjamenn myndu tryggja öryggi þjóðarinnar. Hugmyndir Reagans hafa þeg- ar fyrir nokkru verið kynntar stjórnum Israel, Saudi-Arabíu, Jórdaníu og Egyptalands, sem taldar eru lykilþjóðir í væntan- legum friðarsamningum. Embættismaðurinn, sem fyrr er getið, en hann óskaði nafn- leyndar, lagði á það áherzlu í dag, að tillögur Reagans væru í anda Camp David-samkomu- lagsins, og að þær væru fyrst og fremst hugsaðar sem viðræðu- tillögur. Þær endurspegluðu það sem Bandaríkjamenn teldu vera líklegustu leiðina að varanlegum friði í Miðausturlöndum. Óljóst er hvenær samninga- viðræður gætu hafizt. Viðbrögð deiluaðilar eru óskýr enn sem komið er, en ekkert því til fyrir- stöðu að hefja viðræður ef deilu- aðilar samþykkja hugmyndir Reagans sem umræðugrundvöll. Hussein Jórdaníukonungur neitaði að taka þátt í viðræðun- um, sem leiddu til Camp David- samkomulagsins, en bandarískir embættismenn telja, að ýmislegt það sé að finna í hugmyndum Reagans, sem muni eggja Jórd- aníumenn til viðræðna. Embætt- ismaðurinn sagði ennfremur að Palestínumenn yrðu að eiga full- trúa í væntanlegum viðræðum, þó ekki neinir leiðtogar skæru- liðasamtaka þeirra, PLO. Loks er við því búizt af hálfu Bandaríkjastjórnar, að vonin um varanlegan frið í Miðausturlönd- um verði til þess að deiluaðila fýsi að samningaborðinu. Miklu er talið ráða hver viðbrögð Isra- ela við hugmyndunum verða, en beðið er formlegrar afstöðu Israelsstjórnar við þeim. Efnahagskreppan í Mexíkó: Bankar verða þjóðnýttir Mexíkóhorg, 2. wptember. AP. FÖRSETI Mexíkó, Jose Lopez Port- illo Wezeswy, tilkynnti í gær að allir bankar í landinu yrðu þjóðnýttir og fullt eftirlit yrði tekið upp í gjaldeyr- ismálum, með þeim ummælum að bankaeigendur „muni aldrei framar ráðskast þar með þjóðarhag". Forsetinn tók fram að þetta kæmi ekki til með að hafa áhrif á bandaríska eða aðra erlenda banka í landinu. Hann útskýrði ekki frekar þessar ráðagerðir sín- ar varðandi bankakerfið í landinu, en sagði: „Það er að duga eða drep- ast og ástandið í Mexíkó mun batna innan tíðar." Veður víða um heim Akureyri 6 alskýjaó Amsterdam 14 rigning Aþena 34 heióskírt Barcelona 24 lóttskýjað Berlín 20 skýjaó BrUssei 18 heiðskirt Chicago 28 skýjaó Dyftinni 15 heióskírt Feneyjar 25 lóttskýjað Frankfurt 20 skýjaó Qenl 19 heióskírt Helsinki 17 skýjað. Hong Kong 31 heióskírt Jerúsalem 31 heióskfrt Jóhannesarborg 24 skýjaó Kairó 37 heióskírt Kaupmannahöfn 16 heióskírt Las Palmas vantar Lissabon 33 heióskirt London 20 heióskfrt Los Angeles 35 heiðskfrt Madrid 28 heióskfrt Malaga 24 heióskírt Maliorca 20 skýjaó Mexfkóborg 24 heióskfrt Miami 31 heióskírt Moskva 28 heióskfrt Nýja Delhí 35 skýjaó New York 21 rígning Osló 19 skýjaó Parts 22 skýjaó Perth 18 skýjaó Rio de Janeíro 27 rigning Reykjavík 6 f I Rómaborg 22 rigning San Francisco 21 heiðskfrt Stokkhólmur 17 rigning Sydney 28 heióskirt Tei Aviv 31 heióskirt Tókýó 31 heióskfrt Vancouver 21 skýjaó Vínarborg 20 skýjaó porinoin 9 skýjaó Nóbelsverðlauna- nefndin segir. Begin mun halda friðar- verðlaunum Oaló, I. Heptember. AP. KITARI norsku nóbels- verðlaunanefndarinnar segist hafa fengið fjölda bréfa þar sem farið er fram á að Begin verði sviptur friðarverðlaunum þeim, er hann hlaut 1978, vegna inn- rásarinnar í Líbanon. Nóbelsverðlaunanefndin kveðst ekki taka mark á bréfum sem þessum og segist alls ekki hafa í hyggju að fara fram á það við ísraelska forsætisráðherrann að hann skili verðlaununum, sagði ritarinn, Jakob Sverdrup, og for- seti nefndarinnar, Egil Aarvik, var á sama máli. „Menn geta haft skiptar skoðan- ir um úthlutun friðarverðlauna Nóbels, en óhugsandi er að verð- launin séu afturkölluð," sagði Aarvik. „Þess vegna er öll stjórn- málaleg umræða þess eðlis að menn skili verðlaunum sínum til baka unnin fyrir gíg. Það væri eins og að fara fram á það við argentínska fótboltaliðið að það skilaði til baka heims- meistaratitli sínum frá 1978 ásamt gullverðlaunapeningunum, ef liðið af einni eða annarri ástæðu yrði óvinsælt meðal nokk- urra fótboltaaðdáenda úti í heimi,“ sagði hann að lokum. Traustsyfirlýsing við stjórn Spadolini Kóm, 2. neptember. AP. FORNETI Ítalíu, Giovanni Spadolini, hlaut í dag traustsyfirlýsingu þingsins er gengið var til kosninga í fulltrúaþinginu varðandi þessa 42. ríkisstjórn í landinu frá stríðslokum, en stjórn eins skipuð og þessi féll þann 7. ágúst síðastliðinn. Atkvæði féllu 357 gegn 247, þar fyrr en á árinu 1984. sem meðlimir fimm flokka sam- steypunnar léðu henni atkvæði sitt, en meðlimir kommúnistaflokksins, róttækra og annarra stjórnarand- stöðuflokka voru henni andvígir. Þessi nýmyndaða stjórn Spadol- ini hefur nákvæmlega sömu ráð- herra og hin fyrri, enda skipuð sömu flokkum, þ.e. kristilegum demókrötum, sósíalistum, lýðveld- issinnum, sósíaldemókrötum og frjálslyndum. Þar sem mikið ber í milli hjá sósialistum og kristilegum demó- krötum er þess ekki vænst að stjórn þessi verði langlíf og standi jafnvel ekki nema fram á næsta vor þó ekki séu ráðgerðar kosningar á Ítalíu Fyrri stjórn Spadolini féll eftir mikla deilu milli ráðherra sósial- ista og kristilegra demókrata varð- andi skattafrumvarp og í fyrstu ætluðu sósíalistar ekki að ganga aftur til samstarfs við þessa sömu samsteypu sem þeir kölluðu „upp- hitaðan velling". Þeir sneru þó við blaðinu er farið var að óskum þeirra varðandi skattafrumvarpið, en fréttaskýr- endur eru almennt á þeirri skoðun að sósíalistum hafi mistekist það sem þeir ætluðu sér, þ.e. að efna til nýrra kosninga þar sem þeir höfðu von um aukið fylgi sem gæti koll- varpað þessari samsteypu Spadol- ini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.