Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 17 Pálmi Jónsson landbúnaðarraðherra á Stéttarsambandsþingi: Þurfum einnig að nýta þekk- ingu, hugkvæmni og dugnað einstaklinga sem vilja leggja okkur lið í sölustarfseminni „ÞETTA sýnir að árangri er hægt að ná í þessum efnum og mögu- leikar virðast liggja víðar. Ég tel nauðsynlegt að nýta hugkvæmni og dugnað einstaklinga í þessu skyni. Með því er ekki verið að kasta steini að því fyrirtæki, sem unnið hefur og vinnur að útflutn- ingi á íslensku dilkakjöti. Búvöru- deild SÍS hefur margt vel gert í þessum efnum og mun gera áfram. En ekkert fyrirtæki og engin sam- tök eru svo góð, að það sé heppi- legt til langframa fið þau séu al- gerlega einráð með útflutning hvort sem er á landbúnaðarafurð- um eða sjávarafurðum, þannig að enginn annar aðili komist þar að. Við megum aldrei slaka á mark- aðsmálum landbúnaðarins né því að mæta þörfum hans og nýta möguleika sem hann býður, bæði með framleiðslu og vinnslu var- anna,“ sagði Pálmi Jónsson land- búnaðarráðherra í ræðu sinni á aðalfundi Stéttarsambands bænda í gær, þegar hann hafði rakið ýms- ar tilraunir sem hafa verið gerðar að undanförnu í útflutningi kinda- kjöts. Landbúnaðarráðherra sagðist hafa ákveðið að létta nokkuð þau gjöld sem lagst hafa á útflutning- inn, sjóðagjöld og 3xk% álag á heildsöluverð kindakjöts sem flutt er út. Pálmi kvaðst fagna því að fram- kvæmdanefnd framleiðsluráðs hafi samþykkt að beina þeim til- mælum til búvörudeildar SIS að umboðslaunum verði breytt á þann veg að þau verði reiknuð af cif-verði vörunnar, t.d. 5—6% í stað 2% af fullu haustverði á inn- lendum markaði eins og verið hef- ur, því þetta fyrirkomulag feli í sér heilbrigðari viðskiptahætti og hvatningu til þess aðila sem starf- ar að sölumálum. I þessu sambandi sagðist land- búnaðarráðherra telja einnig nauðsynlegt, að fjárhagsleg fyrir- greiðsla þess opinbera í rekstrar- og afurðalánum og greiðslu geymslukostnaðar sé þannig fyrir komið, að hún verki fremur hvetj- andi en letjandi á sölu. Pálmi Jónsson, landbúnaðar- ráðherra sagði í lokaorðum sínum m.a.: „Árferðissveiflur hafa reynst landbúnaðinum þungar í skauti á undanförnum árum. Reynt hefur verið að draga úr áföllum af þeirra völdum með opinberri að- stoð. Sú aðstoð mun þó ekki leysa okkur undan því, að allra veðra er von í okkar landi. Fjárhagsstaða bænda er misjöfn og ég tel þýð- ingarmikið viðfangsefni bænda- samtakanna og stjórnvalda, að gera sér grein fyrir því, hvernig á þeim málum skuli tekið. Við eig- um við vandamál að etja í fram- leiðslu og markaðsmálum. Því ástandi megum við ekki mæta með því að leggja árar í bát, heldur með nýrri sókn í sölustarfsemi. Við þurfum að nýta þekkingu, Pálmi Jónsson landbúnaðarríðherra flytur ræðu á aðalfundi Stéttarsam- bands bænda i Borgarnesi í gær. (Lj&im. HHj.) hugkvæmni og dugnað þeirra, sem starfa í fyrirtækjum landbúnaðar- ins og innan samtaka hans, en einnig einstaklinga, sem vilja leggja okkur lið. Við þurfum að beita nýjum vinnsluaðferðum, nýrri sölutækni. Við þurfum að sýna nýtt svipmót á markaðsvör- um okkar. Við höfum á síðustu vikum stigið nokkur ný skref í þessu efni, sem vonandi er upphaf að langri ferð. Við skulum forðast yfirlýsingar, sem gætu leitt til óþarfa svartsýni og enn frekar að leggja of sterk vopn í hendur þeirra, sem telja ákjósanlegt að draga úr aðstöðu og möguleikum bændastéttarinnar. Við eigum væntanlega mikla þróunarmögu- leika í nýjum greinum, sem munu styrkja stöðu okkar og framtíð. Þetta eru greinar eins og loðdýra- rækt, fiskrækt, fiskeldi og nýting hlunninda. Við eigum einnig ónot- aða möguleika í garðyrkju og yl- rækt, þótt um öra þróun hafi verið að ræða í þeim greinum síðustu árin. Við eigum mikla möguleika- til að bæta fóðuröflun okkar og efla fóðuriðnað. Við þurfum að bæta skilyrði landbúnaðarins varðandi opinber gjöld til samræmis við aðrar atvinnugreinar, en landbún- aðurinn á nú fulltrúa í nefnd, sem vinnur að endurskoðun tollskrár. Við þurfum að starfa eftir heild- arskipulagi og meginlínum en forðast ofskipulag, er bindi hend- ur bænda til athafna og við þurf- um að beina leiðbeiningaþjónust- unni í vaxandi mæli að hagfræði- legum efnum, sem nærri lætur að hafi verið vanrækt á liðnum árum. Þrátt fyrir margháttuð vanda- mál, sem við er að fást í landbún- aði sem í öðrum atvinnugreinum, stendur landbúnaðurinn föstum fótum í íslensku þjóðlífi. Land- búnaðurinn er kjölfesta byggðar og athafna um allt strjálbýli landsins. Framtíð hans og framtíð þjóðarinnar eiga því ótvírætt samleið." Aðalfundur Stéttarsambands bænda í Borgamesi: Versnandi afkoma og margir eiga í erfíðleikum vegna skulda Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda, flytur skýrslu sína á aðalfundi Stéttarsambandsins í Borgarnesi í gær. IVfagnús Sigurðsson og Jón Kr. Magnússon fundarstjóri eru til hægri á myndinni. (Ljówn. mm. HBj.) — segir Ingi Tryggva- son, formaður Stéttar- sambands bænda AÐALFUNDUR Stéttarsambands bænda var settur i gær. Fundurinn er að þessu sinni haldinn í Borgarnesi og sækja hann 2 fulltrúar úr hverri sýslu landsins eða 46 alls, auk fjölda gesta. Formaður Stéttarsambandsins, Ingi Tryggvason, setti aðalfundinn, bauð fulltrúa og gesti velkomna og minntist nokkurra manna sem látist höfðu á starfsárinu og tengst höfðu Stéttarsambandinu á einhvern hátt. Magnús Sigurðsson á Gilsbakka var kosinn fundarstjóri. Ingi Tryggvason flutti því næst skýrslu formanns Stéttarsambandsins og Pálmi Jóns- son landbúnaðarráðherra flutti ræðu. Að lokinni ræðu landbúnaðarráð- herra fluttu gestir ávörp og Hákon Sigurgrimsson, framkvæmdastjóri Stéttarsambandsins, flutti og skýrði reikninga þess. Eftir hádegið voru umræður um skýrslu formanns og reikninga og tóku margir til máls og síðan var málum vísað til nefnda. I dag eru fyrirhuguð nefndarstörf og á morgun verður afgreiðsla mála og fundarslit. Ingi Tryggvason rakti í ræðu sinni afgreiðslu ályktana síðasta aðalfundar og önnur mál sem stjórnin hefur fjallað um á árinu. Vék hann sérstaklega að nýjum bú- greinum sem komið gætu við hlið- ina á hinum hefðbundnu búgrein- um sen nú eiga við erfiðleika að etja. Nefndi Ingi sérstaklega loðdýrarækt sem arðbæra atvinnu- grein í þessu sambandi. Stjórn Stéttarsambandsins hefur nokkuð unnið að því máli og m.a. beitt sér fyrir undirbúningi að uppbyggingu loðdýrafóðurstöðva í samvinnu við kaupfélögin og er nú hafinn undir- búningur nokkurra fóðurstöðva á vegum samvinnuhreyfingarinnar og einkaaðila. Stjórnin hefur skrif- að ríkisstjórninni og óskað eftir að niður verði felld eða endurgreidd aðflutnings- og sölugjöld af efni og búnaði til loðdýraræktar, en slík gjöld eru ekki lögð á stofnkostnað t.d. í Danmörku. Ingi vék að framleiðslu og sölu- málum, hann sagði að það sem af væri þessu ári hefði mjólkurfram- leiðslan aukist, en hún dróst saman um 3,8% á milli áranna 1980 og 1981 og sala mjólkur og mjólkur- vara hefði gengið vel á þessu og síðasta ári. Á árinu 1981 var slátr- að tæplega 1 milljón fjár sem var um 100 þús. fjár fleira en árið áður. Heildarframleiðsla kindakjöts var um 14.224 tonn á móti 13.451 tonni árið áður. Sala á kindakjöti hér innanlands hefur verið góð á árinu en birgðir 1. ágúst sl. voru þó 3.122 tonn á móti 1.900 tonnum á sama tíma í fyrra. Birgðirnar samsvara rúmlega þriggja mánaða meðalsölu innanlands. Framleiðsla naut- gripakjöts var nokkru meiri 1981 en árið á undan en sala svipuð. Framleiðsla hrossakjöts var mikil eða 961 tonn á móti 482 tonnum árið 1980 og talsvert enn óselt af hrossakjöti. Framleiðsla á alifugla- kjöti og svínakjöti er talin hafa verið um 1.600 tonn og framleiðsla eggja um 250 tonn. Heildarupp- skera kartaflna var um 10.500 tonn, og entist uppskeran fram í júní. Uppskera útiræktaðs grænmetis og rótarávaxta er samtals áætluð um 850 tonn og tómata og annarrar gróðurhúsaframleiðslu nokkuð yfir 100 tonn. Þá vék Ingi að verðlagsmálunum, uppgjöri búvöruverðs og fram- leiðslustjórnun en sagði svo m.a. í lokaorðum sínum: „Erfitt er að gera sér grein fyrir afkomu landbúnaðarins á árinu 1981. Engar tölfræðilegar skýrslur liggja fyrir um tekjur bænda, enda þess ekki von enn. Við það bætist að nýleg skattalög gera ráð fyrir að tekjur bænda og annarra einyrkja í atvinnurekstri séu að meira eða minna leyti reiknaðar tekjur. Ljóst er, að afkoma bænda á sl. ári var mjög misjöfn og upplýs- ingar úr búreikningum benda til lakara hlutfalls milli hækkunar rekstrarkostnaðar og fjölskyldu- launa heldur en undanfarin ár. Erfitt árferði 1981 hefur valdið lakari afkomu strax á því ári og hefur veruleg áhrif á þetta ár. Skil við Stofnlánadeild landbún- aðarins eru nokkru lakari vegna árgjalda 1981 en árið áður og upp- lýsingar um versnandi geiðslustöðu margra kaupfélaga benda til versn- andi afkomu bænda og ljóst er að margir bændur, einkum þeir yngri, eiga í miklum erfiðleikum vegna skulda. Fer nú fram athugun á því hvernig unnt er að koma til móts við þessa bændur. Ef eðlileg og nauðsynleg endur- nýjun í landbúnaði á að geta farið fram þarf enn að hækka jarða- JÓHANNA Tryggvadóttir hefur viljað taka að sér saltfisksölumál íslendinga. Hún hefur ítrekað sótt um útflutningsleyfi til að selja saltfisk. Viðskiptaráðuneytið hef- ur ætíð skoðað raunverulegt inni- hald þeirra viðskipta, sem Jó- hanna hefur viljað koma á og komist að raun um að þau væru ekki í þágu íslendinga, þegar á heildina er litið. Um þessi mál hafa margir aðilar fjallað, bæði kaupalán stórlega og lengja jafn- framt lánstímann. Lánstími nokkurra lána úr Stofnlánadeild var lengdur á þessu ári. Verðtryggð fjárfestingarlán í landbúnaði er ekki unnt að endur- greiða á skömmum tíma. Batnandi afkoma Stofnlánadeildar á að skapa möguleika á almennri leng- ingu lánstíma. Á undanförnum misserum hafa umræður um landbúnaðarmál mjög tengst þeim erfiðleikum, sem eru á sölu íslenskra landbúnaðar- vara erlendis og því lága verði, sem fæst við útflutning. Eins og kunnugt er hefur verið leitað til ríkisvaldsins um stuðning til að reyna að ná samkomulagi við sauðfjáreigendur, sem ekki eiga búsetu sína og afkomu undir tekj- um af sauðfjárrækt, um fækkun fjár. Þess er að vænta, að með þess- um hætti mætti styrkja nokkuð að- stöðu þeirra sem lifa einvörðungu eða nær einvörðungu á sauðfjár- rækt. Nauðsynlegt er að vakni full- ur skilningur á því, að víða um land þola ekki byggðarlögin neinn um- talsverðan samdrátt í tekjum af sauðfjárræktinni og hagsmuni þessara byggðarlaga þarf að vernda ekki síður en annarra. innan og utan viðskiptaráðuneyt- isins. Eftir að mál Jóhönnu hafa feng- ið ítarlega athugun hef ég jafnan komist að sömu niðurstöðu. Ég sé ekki ástæðu til að rekja í einstök- um atriðum fjarstæðukenndar fullyrðingar Jóhönnu. Það hafa ýmsir aðrir aðilar þegar gert. Með þökk fyrir birtingu. Tómas Árnason Athugasemd frá Tómasi Árnasyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.