Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 31 • Atli Eðvaldsson skoraði mark íslands gejrn Hollandi eftir góðan undir- búning Arnórs Guðjohnsen. Hér sést Atli i skallaeinvígi við einn hollenska leikmanninn. 1. deildarliðin sitja um Örn Landsliðsmaðurinn sterki hjá ÍBV, Örn Óskarsson, er nú fluttur búferlum til Reykjavíkur og mun hann því ekki leika með ÍBV næsta keppnistímabil. Hann mun þó leika tvo síðustu leiki mótsins með ÍBV, en síðan ekki söguna meir. Vitað er að mörg lið hafa áhuga á þvi að fá Örn til liðs við sig, eflaust fleiri held- ur en heyrst hefur, því fengur er að jafn sterkum leikmanni og Örn er. Þau nöfn sem heyrst hafa eru ann- ars Fram, Þróttur, UBK, Víkingur og eflaust eru þau fleiri. • örn ÓskarasM verður eftirsóttur. • Ásgeir skoraði sín fyrstu mörk fyrir lið Stuttgart í 1. deildarkeppninni og sýndi stórgóðan leik með liðinu er það sigraði 5—0. 2.864 áhorfendur komu á landsleikinn: „Setur fjárhag KSÍ alveg úr skorðum“ segir gjaldkeri sambandsins Friðjón Friðjónsson ÞAÐ HEFIIR vakið nokkurra at- hygli að aðeins 2.864 áhorfendur mættu til þess að sjá landsleik ís- lands og Hollands í Evrópukeppni iandsliða i knattspyrnu. Þetta er minnsta aðsókn að landsleik hér á landi um langt skeið ef undanskil- inn er landsleikurinn gegn' Nígeriu sem fram fór i fárviðri í fyrrasumar. Gjaldkeri KSÍ Friðjón Frið- jónsson sagði í viðtali við Mbl. í gærdag að aðsóknin að landsleikn- um væri mikið reiðarslag fyrir stjórn KSÍ og setti fjárhag sam- bandsins alveg úr skorðum. — Á fjárhagsáætlun KSÍ fyrir árið var gert ráð fyrir átta til níu þúsund áhorfendum á leikinn, sagði Friðjón. Friðjón vildi alfarið kenna hinu slæma veðri sem var rétt fyrir leikinn um stóran þátt þess að ekki mættu fleiri á völlinn, og jafnframt væri ekki óhugsandi að knattspyrnuáhugamenn væru orðnir fullsaddir af knattspyrnu á sumrinu þegar tekið væri tillit til þess hversu mikið var sýnt frá HM-keppninni á Spáni. En það var ekki uppgjafartónn í Friðjóni. Hann sagði að næstkom- ándi miðvikudag yrði leikið gegn A-Þjóðverjum á Laugardalsvellin- um og þá yrði vonandi betri að- sókn. Formaður KSÍ Ellert B. Schram sagðist varla vera búinn að átta sig ennþá á hinni slæmu aðsókn á leiknum. Þetta væri afar slæmt fyrir KSÍ, og fyrirsjáanlegt að draga yrði saman seglin í erlend- um samskiptum ef stærsta tekju- lindin aðgangseyrir af landsleikj- um minnkaði verulega. Ellert sagði að það virtist vera sama hér og annarstaðar að að- sókn að knattspyrnuleikjum minnkaði verulega sama ár og heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu færi fram. Þá væri ekki loku fyrir það skot- ið að gengdarlaus áróður í blöðum um að knattspyrnan hér á landi væri léleg hefði sitt að segja. Ell- ert sagði að sitt álit væri það að knattspyrnan hér í sumar væri síst lakari en áður. Það væri mjög dýrt að greiða fyrir erlendu liðin svo og íslensku atvinnumennina sem væru erlendis og kæmu hingað til að keppa fyrir íslands hönd. — ÞR • Aðeins 2.864 áhorfendur mættu á landsleikinn gegn Hollendingum. Hvað veldur? Er áhuginn á knattspyrnu að dvína? Eða setti slæmt veður strik í reikninginn? Ásgeir skoraði tvö mörk er Stuttgart sigraði Niirnberg 5—0 Ásgeir Sigurvinsson átti stórleik með liði sínu Stuttgart í fyrrakvöld er liðið sigraði Niirnberg 5—0 á úti- velli. Ásgeir skoraði tvö mörk fyrir Stuttgart og lagði það þriðja upp er hann átti mjög góða sendingu á franska landsliðsmanninn Six. Sýnt Unglingalandsliðið í golfi hefur tekið þátt i Evrópukeppni unglinga- landsliða í Frakklandi síðustu daga, og síðustu fregnir af liðinu voru á þá lund, að það tapaði naumlega fyrir Belgíu 3—4. f sveitakeppni sigruðu Magnúsarnir keppinauta sína 5—3, en þeir Gylfi og Páll töpuðu hins vegar fyrir sínum mótherjum 3—4. Magnús S. vann sinn mótherja í einstaklingskeppni 2—1, Gylfi er á frammistöðu Stuttgart-liðsins í fyrstu leikjum mótsins að það verður mjög sterkt á keppnistímabilinu. Bayern Miinchen sigraði Karls- ruhe 4—0. Armenia sigraði Frank- furt 2—1, og er nú í efsta sæti í 1. deildinni. Leverkusen sigraði Boch- vann sinn mann 1—0, en þeir Hilmar, Sigurður og Magnús J. töpuðu fyrir mótherjum sínum 1-2, 2-4 og 3-4. Urslit í öðrum leikjum urðu þau, að Svíþjóð vann Noreg 7—0, Skotland sigraði Spán 4,5—2,5, England lagði Sviss að velli 4.5— 2,5, Ítalía vann Frakkland 5.5— 1,5 og Danmörk sigraði Hol- land 4—3. um 1—0 og Borussia Dortmund sigr- aði FC Köln 2—0. Staða efstu liða í Bundesligunni er þessi: Bielefeld 3 300 5—1 6 Stuttgart 3 2 1 0 8—2 5 Dortmund 3 2 1 0 6—2 5 Bremen 3 2 1 0 4—1 5 Bayern 3 2 0 1 5—1 4 Karlsruhe 3 2 0 1 2—4 4 Jóná 3:43,7 JÓN Diðriksson, hlaupari úr UMSB, keppti á þriðjudagskvöldið í 1.500 metra hlaupi í Luxemborg. Jón varð fimmti i hlaupinu á 3:43,69 mínútum, en sigurvegari varð Sidney Maree, sem hljóp á 3:37 mínútum. A.nnar i hlaupinu varð frinn Ray Flynn og þriðji Bandaríkjamaðurinn Tom Byers á 3:40 mín. Jón keppir í 800 og 1.500 metra hlaupurn á Evrópumeistara- mótinu, sem fram fer í Aþenu í næstu viku. ___________— ágás. Unglingaliðið í golfi: Naumt tap gegn Belgíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.