Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 3 r LjMBn. Aid Sttlruoa Grunsey: Vindmyllan hitar upp húsin IIIN nýja vindmylla í Grímsey hefur nú verid sett í gang, og hef- ur hún reynst vel það sem komið er, að því er Alfreð Jónsson fréttaritari Morgunblaðsins í eynni sagði í samtali við blaðið. Er vindmyllan þegar farin að hita hús í eynni, og var raunar komin velgja í vatnið nokkrum klukku- stundum eftir að hún fór að snú- ast. Alfreð sagði að Örn Helgason og fleiri frá Raunvísindadeild Háskólans hefðu verið að tengja vindmylluna og því væri allt til reiðu. Væri spaðinn um 6Vfe metri á lengd, líkt og á eins- hreyfils flugvél og væru því rúmir 3 metrar inn að öxli. Mastrið væri búið til úr vinkil- járnum og gengi öxull niður i trommu, sem er með vatni í og núningsmótstaðan hitar það upp. Síðan fer það inní 14 tonna geymi og dælist inn í húsin tvö, sem eiga að fá varma, þegar hitastig er komið upp í ákveðið stig. Síðan rynni það aftur út í geyminn. Væri þetta lokað kerfi og kældist vatnið því lítið á leið- inni. Frystigeymsla SH í Grimsby: Tekin í notk- un um næstu mánaðamót Áætlað er að ný frystigeymsla Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Grimsby verði tekin í notkun nú um mánaðamótin september/október, að því er Óiafur Guðmundsson á skrifstofu SH í London sagði i sam- tali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Að sögn Ólafs munu frysti- geymslurnar taka um 3.000 tonn af freðfiski, og áætlaður kostnað- ur við bygginguna nemur um 2 til 2,5 milljónum sterlingspunda. Fiskréttaverksmiðja SH, sem einnig er að rísa í Grimsby, mun einnig verða tekin í notkun að hluta til síðar á þessu ári, að sögn Ólafs. Skipstjórinn á Hafnarey: 49 þúsund kr. sekt VÉLBÁTURINN Hafnarey SF 36 var staðinn að ólöglegum veiðum við Dyrhólaey á mánudag, en báturinn mældist tæplega hálfa sjómílu innan fiskveiðimarkanna þar. Mál skipstjórans var tekið fyrir á Höfn í Hornafirði siðdegis á þriðjudag og var hann dæmdur í 49 þúsund króna sekt til Land- helgissjóðs og voru afli og veiðar- færi gerð upptæk. Hafnarey er 81 brúttórúmlest að stærð. Ríkisstjórnin: Fjárlagafrum- varpið afgreitt til prentunar RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að heimila fjármálaráðherra að ganga frá fjár- lagafrumvarpi ársins 1983 undir setningu og prentun. Að sögn Magnúsar Torfa Ólafssonar blaðafulltrúa ríkis- stjórnarinnar er nú búið að ganga frá öllum meginatriðum frum- varpsins og er umfjöllun ríkis- stjórnarinnar á þessu stigi lokið. Eitt það mikilsverðasta, sem ég hefi nokkurn tíma gert fyrir húðina var að velja Lux." m Luxgerirhúðina Allt frá því Ali MacGraw hóf leikferil sinn í kvikmyndum taldist hún til fámenns úrvalsliðs alþjóðlegra kvikmyndast jarna. Og innan þess hóps hefur hún jafnan haldið eigin útliti,einstaklings- bundnum fegurðarstíl. Útlitið er mjög eðlilegt og Lux á þátt í að skapa það. Það er vegna þess að hið ágæta löður Lux fer betur með húð hennár en nokkur önnur sápa, mýkir hana og sléttir á hinn fegursta hátt. Umönnun sést á andlitinu. Þess vegna velur Ali MacGraw Lux. T T TY CT5 CCPPT TTXT A D C Á DA V\TTV AAVTS.TO A CTT A DM A T-T'CTA/ICTNTC

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.