Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 15 ForriAamenn Þjóðleikhússins kynna fréttamtfnnum vetrardagskrána. Frá rinstri: Halldór Ormason mióasölustjóri, Sveinn Einarsson þjóóleikhús- stjóri, ívar H. Jónsson fjármálafulltrúi og Árni Ibsen leikhúsritari. Sex ný íslensk verk frum- sýnd í Þjóðleikhúsinu í vetur SEX NÝ íslensk leikrit veröa frum- sýnd í Þjóöleikhúsinu á leikári því sem nú er að hefjast, en alls eru fyrirhugaðar fjórtán frumsýningar i vetur að viðbættri einni á vegum Islenska dansflokksins auk gesta- leikja. Ennfremur verða í vetur tcknar upp sýningar á þremur verkum frá fyrra leikári. Þetta kom fram á fundi sem þjóðleikhús- stjóri hélt með fréttamönnum á dögunum þar sem kynnt var vetr- ardagskrá leikhússins. Eins og undanfarin ár verður boðið upp á áskriftarmiða að nýjum uppfærslum á stóra svið- inu og hefst sala þeirra eftir há- degi á morgun, laugardag. Askriftarverkefni leikársins verða þessi: Garðvcislan, eftir Guðmund Steinsson er dæmisaga um hugs- anleg endalok mannkynsins á jörðinni. Síðasta verk Guðmund- ar, Stundarfriður, var sýnt yfir 80 sinnum í sex löndum í með- ferð Þjóðleikhússins og það verður leikið í dönsku og sænsku þjóðleikhúsunum í vetur, svo og í Vestur-Þýskalandi. Leikstjóri Garðveislunnar er María Krist- jánsdóttir, leikmynd eftir Þór- unni Sigríði Þorgrímsdóttur og leikhljóð eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Hjálparkokkarnir (The Sup- porting Cast) er nýr bandarískur gamanleikur sem naut velgengni á Broadway í fyrra. Höfundur er George Furth, en þýðandi Óskar Ingimarsson. Helgi Skúlason leikstýrir, Baltasar teiknar leikmyndina og Helga Björnsson sér um búninga. Ennþá hefur þriðja verkefnið ekki hlotið íslenskt nafn, en þar er á ferðinni hið þekkta leikrit Eugene O’Neills, Long Day’s Journey Into Night, í nýrri þýð- ingu Thors Vilhjálmssonar. Leikstjóri verður bandarískur sérfræðingur í verkum O’Neills, Kent Paul. Leikmynd gerir Quentin Thomas, þekktur bresk- ur leikmyndateiknari sem starf- ar í Bandaríkjunum. Jómfrú Ragnheiður nefnist leikgerð Bríetar Héðinsdóttur, af Skálholti Kambans. En þetta er sama leikgerð og hún setti upp hjá Leikfélagi Akureyrar á síðasta ári og aðalleikkonan verður sú sama og þá, Guðbjörg Thoroddsen. Bríet leikstýrir verkinu, Sigurjón Jóhannsson gerir leikmynd og Jón Þórarins- son tónlist. Þetta verður jóla- verkefni leikhússins. Oresteian eftir Aiskylos er eitt af sígildum verkum leikbók- menntanna, en þetta verður frumflutningur á þessu verki hér á landi í búningi Helga Hálfdan- arsonar. Leikstjóri er Sveinn Einarsson, leikmynd eftir Sigur- jón Jóhannsson og tónlist eftir Jón Þórarinsson. Marjo Kuusela stjórnar danshreyfingum. Grasmaðkur heitir nýtt leikrit eftir Birgi Sigurðsson og er það hið fyrsta sem sýnt er í Þjóð- leikhúsinu af verkum hans. Er hér á ferðinni fjölskyldusaga úr Reykjavík nútímans. Brynja Benediktsdóttir leikstýrir. Síðasta áskriftarverkefnið er síðan í raun tvær sýningar sama kvöldið, ópera og ballett. Óperan er Cavalleria Rusticana eftir Mascagni, en ballettinn er Frök- en Júlía eftir Birgit Cullberg. Benedikt Árnason leikstýrir óperunni, Birgir Engilberts hannar leikmynd og hljómsveit- arstjóri verður Jean-Pierre Jacquillat. Birgit Cullberg mun sjálf setja á svið verk sitt, sem er frægast þeirra er hún hefur samið, og sonur hennar, Niklas Ek, dansar sem gestur annað að- alhlutverkið. Á litla sviðinu verður fyrst frumsýnt breskt verðlaunaleik- rit eftir Tom Kempinski, sem á íslensku nefnist Tvíleikur. Síðan verða tekin til sýninga þrjú ný íslensk verk, Súkkulaði handa Silju, eftir Nínu Björk Árnadótt- ur, Milli skinns og hörunds. eftir Ólaf Hauk Símonarson og I kjall- aranum, eftir Svövu Jakobsdótt- ur. Á árinu verður tekin til sýn- inga leikgerð höfundarins sjálfs af Línu Langsokki eftir Astrid Lindgren. Þessi leikgerð er ný af nálinni og raunar um söngleik að ræða. Eins og áður er getið mun Is- lenski dansflokkurinn standa fyrir einni frumsýningu á ís- lenskum dansverkum í haust og ennfremur verður sett upp á vegum Þjóðleikhússins ný leik- gerð eftir sögu Jónasar Hall- grímssonar, Leggur og skel. Er þessi sýning hugsuð þannig að setja megi hana upp víðs vegar utan leikhússins og einnig í hús- inu sjálfu. Að lokum er þess að geta að teknar verða að nýju upp sýn- ingar á Amadeusi, Gosa og Silki- trommunni. Verða örfáar sýn- ingar í haust á tveimur fyrr- nefndu verkunum en sýningarn- ar á Silkitrommunni eru fyrir- hugaðar í apríl, áður en leik- flokkurinn leggur upp í leikför á leiklistarhátíðina í Caracas í Venezuela. Guðmundur Steinsson og Birgir Sigurðsson. Þjóðleikhúsið frumsýnir í vetur ný leikrit eftir þá báða á stóra sviðinu. Farmanna- og fiskimannasambandið: Frekari fiskverðsað- gerðir fyrirsjáanlegar — sjómenn munu ekki líða ráðstöfun fjár utan skiptaverðs Morgunblaðinu barst í gær eftir- farandi fréttatilkynning frá Far- manna- og fiskimannasambandi fs- lands: „í ljósi þeirrar ákvörðunar um fiskverð sem tekin var í fyrradag gegn atkvæðum útvegsmanna og sjómanna, þá er sýnt að með þeirri ákvörðun hafa stjórnvöld afráðið að bæta í engu sjómönnum það tekjutap sem þeir hafa orðið fyrir vegna minni afla. En þegar vel hefur aflast hafa stjórnvöld haldið fiskverði niðri. Þannig hafa stjórnvöld hafnað þeim rökum sem þau hafa sjálf beitt við fisk- verðsákvarðanir á undanförnum árum. Þessi verðákvörðun gengur mun skemur heldur en sjávarútvegs- ráðherra var búinn að lýsa yfir að hann væri reiðubúinn að styðja. Fiskverð nú dugir hvergi nærri til að bæta hag sjómanna og útgerðar og því fyrirsjáanlegar frekari að- gerðir. Þegar að þeim aðgerðum kemur vill FFSÍ vara stórlega við því að gengið verði á hlut sjó- manna til að rétta hlut útgerðar. Sjómenn munu ekki líða að fjár- munum verði ráðstafað utan skiptaverðs enda mundu aðgerðir af slíku tagi hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér og kalla á hörð viðbrögð af hálfu sjómanna." TIL ÍSLANDS Lestun í eriendum höfnum AMERÍKA PORTSMOUTH Mare Garant 3. sept. Fjallfoss 13. sept. Laxfoss 20. sept. Mare Garant 27. sept. NEWYORK Mare Garant 7. sept. Fjallfoss 15. sept. Mare Garant 29. sept. HALIFAX Hofsjökull 27. sept. Goöafoss 8. okt. BRETLAND/ MEGINLAND ROTTERDAM Alafoss 6. sept. Eyrarfoss 13. sept. Alafoss 20. sept. Eyrarfoss 27. sept. ANTWERPEN Alafoss 7. sept Eyrarfoss 14. sept. Alafoss 21 sept. Eyrarfoss 28. sept. FELIXSTOWE Álafoss 8. sept. Eyrarfoss 15. sept. Alafoss 22. sept. Eyrarfoss 29. sept. HAMBORG Alafoss 9. sept. Eyrarfoss 16. sept. Alafoss 23. sept. Eyrarfoss 30. sept. WESTON POINT Helgey 20. sept. Helgey 4. okt. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Manafoss 13. sept. Manafoss 27. sept. KRISTIANSAND Mulafoss 15. sept. Laxfoss 29. sept. MOSS Dettifoss 7. sept. Mulafoss 14. sept. Dettifoss 21. sept. Lagarfoss 28. sept. GAUTABORG Dettifoss 8. sept. Mánafoss 15. sept. Dettifoss 22. sept. Mánafoss 29. sept. KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 9. sept. Mánafoss 16. sept. Dettifoss 23. sept. Mánafoss 30. sept. HELSINGBORG Dettifoss 10. sept. Mánafoss 17. sept. Dettifoss 24. sept. Mánafoss 1. okt. HELSINKI Mulafoss 8. sept. Lagarfoss 22. sept. GDYNIA Múlafoss 10. sept. Lagarfoss 24. sept. HORSENS Múlafoss 13. sept. Lagarfoss 27 sept. THORSHAVN Dettifoss 16. sept. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR - framog til baka fré REYKJAVÍK alla mánudaga frá ISAFIRÐI alla þriöiudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP . SÍMI 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.