Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 7 Hryssa töpuð Veistu um brúna unghryssu?? Mín er horfin úr vörslu Fáks, (frá Blikastööum eöa Ragnheiöarstöðum). Hef leitað hennar í heilt ár, en ekki fundið. Hún er nú 6 vetra, smá, þæg, var lítiö tamin og haföi í frammi leiöindatungubasl, því miöur ómörkuö, en tölustafirnir 1, 2, 3 tattóeraöir innan á vörina. Mig grunar, aö hún hafi veriö tekin í misgriþ- um, viltu hjálpa til viö aö finna hana? Líta uppí þær brúnu hryssur, sem þú rekst á. Geröu mér eöa Fáki viövart, ef þú finnur hana. Sigurður Haukur Guöjónsson, Skeiðarvogi 119, sími 38011. R O Y A L SKYNDIBÚÐINGARNIR ÁVALLT FREMSTIR ENGíN SUÐA Tilbúinn eftir fimm mínútur 5 bragðtegundir Hin árlega firmakeppni KR hefst laugardaginn 18. september nk. Þátttökutilkynningar þurfa aö ber- ast eigi síöar en mánudaginn 13. september til framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar (sími 27181) sem veitir allar nánari upplýsingar. KR Stjörnuheimild á sjónvarpshimni í „Rauöu stjörnunni“, málgagni sovézka hersins, hefur ítrekaö veriö vitnað til Mr. Ó. Grímssonar sem heimildarmanns um bandarísk hernaöarumsvif og kjarnavopn á íslandi! Þessi sama stjörnuheimild Sov- étríkjanna kom fram í sjónvarpsþætti á dögunum, haldandi því fram, aö vegna skuldasöfnunar íslenzkra stjórnvalda er- lendis, sem keyrt hafi samfélagiö í skulda- fen, sé ekki ábætandi einum skuldabagg- anum enn, vegna flugstöðvarbyggingar á Keflavikurflugvelli. í Staksteinum í dag verður lítillega skyggnst ofan í „röksemda- færslu" glókollsins, sem sýnir takmarka- lausa lítilsvirðingu hans á dómgreind al- mennings. Tvennskonar byggingar- hugmyndir Langt er síðan flugstöðv- arbygging á Keflavikur- flugvelli var hönnuð. Hún hefur í tvígang verið endur- hönnuð tU smækkunar, til að ná niður stofnkostnaði. Jafnframt hefur verið unn- ið að því að tryggja fjár- framlag frá Bandaríkjun- um til hinnar nýju flug- stöðvarbyggingar, enda fái varnarliðið gömlu flug- stöðvarbygginguna til um- ráða, að hinni nýju full- byggðri. Framlag Banda- ríkjanna, 20 milljónir dala, auk ca. 25—30 milljón dala framlags til framkvæmda i umhverfi hinnar nýju flugstöðvar, rennur út 1. október nk., ef fram- kvæmdir verða þá ekki hafnar. Kndurnýjun fram- lagsins er talin ólíkleg. Kf þeirri hugmynd að flugstöðvarbyggingu, sem nú liggur fyrir, margend- urskoðuð, verður hafnað, og horfið að kotbyggingu, sem verður úrelt áður en hún kemst í gagnið, þarf engu að síður erlent láns- fjármagn til hennar. Kf mótframlagi Bandaríkj- anna, 50—60 milljónir dala, veröur glutrað niður, og kostnaðarþátturinn kemur allur á íslenzka skattgreiðendur, verður hin erlenda skuldaaukning verulega hærri en í hinu fyrra dæminu, þ.e. full- kominni flugstöð, með kostnaðarþátttöku Banda- ríkjanna. Allt tal Mr. Ó. Grímssonar, þess efnis, að hægt sé að byggja flugstöð nú þegar með innlendri skattheimtu, er út í hött; blekking, sem undirstrikar lítilsvirðingu hans á dóm- greind almennings. Tvísaga í öllum meg- inatriðum Mr. Ó. Grímsson var tvísaga í öllum meginþátt- um málflutnings síns. Ým- ist átti að byggja flugstöð- ina á sama stað og sú, er nú er notuð, eða annars staðar á svæðinu. Kostnað- ur við aðstöðu, í umhverfi nýrrar flugstöðvar, til að hún nýtist flugumferðinni, verður hinn sami, hvort sem byggð verður varanleg flugstöð eða dúkkustöð, og fjármagn til þeirra hluta var ýmist ofan garðs eða neðan í málafylgju þing- mannsins. Talsmenn allra flokka, sem fram komu í þættin- um, auk hlutlauss fagaðila frá viðkomandi ráðuneyti, studdu bygginguna, eins og hún er nú hugsuð. Aðeins Mr. Ó. (írímsson og Al- þýðubandalagið andæfðu. Hvar er lýðræðið og þing- ræðið í landinu, ef lítill minnihluti verður ' látinn ráða ferð í skjóli hrossa- kaupa um ráðherrastóla, jafnvel þó „kaupmálinn" sé „skjalfestur" í hinum margfræga stjórnarsátt- mála. Alræði Alþýðubanda- lagsins í þessu máli verður þá KINA ákvæði þess „sáttmála", sem virt hefur verið af höfundum hans í tímans rás. * Askoranir á Guðmund J Fimmtíu manns, sem vinna í saltfisk- og skreið- arverkun BIIR hafa sent skriflega áskorun til Guð- mundar J. Guðmundsson- ar, formanns Dagsbrúnar og VMSI, og skoraö á hann sem þingmann, „að greiða atkvæði gegn bráðabirgða- lögum |>eim. sem ríkis- stjórn (iunnars Thor- oddsen hefur beitt sér fyrir á þessu sumri og innihalda ákvæði um skeröingu um- saminna verðbóta á laun okkar á yfirstandandi samningstímabili", eins og segir í áskoruninni. Já, ekki mun af veita að ýta við kappanum! HVAÐ ÞYÐA VEXTIR AF VERÐTRYGGÐUM LÁNUM? SVAR: Þegar verðlag er stöðugt eru vextir sú leiga, sem skuldari greiðir fyrir að hafa peninga að láni. Þessu er ekki til að dreifa í verðbólgu. Peningarnir aukast kannski að krónutölu, en verðgildi þeirra rýrnar, eða sú hefur verið reynslan hér á landi síðustu áratugina þrátt fyrir háa vexti. Allt öðru máli gegnir um verðtryggð lán. Þar sér verðtryggingin um að viðhalda verðgildi lánsins og vextirnirfara aftur að vera raunveruleg leiga og hvert prósentubrot í vöxtum skiftir meginmáli, þegar um verðtryggð lán er að ræða. Dæmi: Ef maður fær lánað fyrir nýju húsi með 2% vöxtum og verðtryggt miðað við byggingar- vísitölu og þyrfti ekki að greiða af láninu á láns- tímanum, þá verður hann að borga andvirði tveggja nýrra húsa til baka eftir 35 ár. Ef vextirnir eru 2.5% verður hann að borga andvirði tveggja nýrra húsa eftir 28 ár, 3% vextir þýða 23.5 ár. 8% ávöxtun eins og auglýst er á frjálsum markaði, þýðir að maður sem fær lánað fyrir nýju húsi í dag, verður að borga andvirði tveggja nýrra húsa til baka eftir 9 ár! Nýlega hækkaði Seðlabankinn vexti af verð- tryggðum lánum lífeyrissjóðanna úr 2.5% í 3% eða um 20%! Fáir virðast gera sér grein fyrir þýðingu þessarar hækkunar og eftirspurn eftir þessum lánum hefur ekki minnkað. Yf?\SAMBAND ALMENNRA cZa\ LÍFEYRISSJÓÐA LANDSSAMBAND LÍFEYRISSJOÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.