Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 25 „Þetta gekk ekki vel en skamm- laust vona ég“ — sagði Jóhann Hjartarson, en hann lenti í 8.—11. sæti á heimsmeistaramóti unglinga í skák JÓHANN Hjartarson hafn- aði í 8.—11. sæti á heims- meistaramóti unglinga í skák sem lauk í Kaupman- nahöfn á föstudagskvöld. Jóhann hlaut 8 vinninga úr 13 umferðum, en 52 skákm- enn tefldu á mótinu eftir Monrad-kerfí. Sov- étmaðurinn Sokolov vann sannfærandi sigur með 10 vinninga, annar varð Tékk- inn Stohl með 9 vinninga og í 3.—7. sæti urðu þeir Benj- amin, Bandaríkjunum, Ha- nsen, Danmörku, Short, Bretlandi, Morovich, Chile, og Milos frá Brasilíu með m vinning. „Þetta gekk ekki vel en skammlaust vona ég. Ég byrjaði illa á mótinu og tapaði óvænt fyrir Lloyd frá Nýja-Sjálandi í fyrstu umferðinni, rétti síðan aðeins úr kútnum, en tapaði fyrir Barbulesko frá Rúmeníu um miðbik mótsins. Síðasta tap- skák mín var gegn Stohl í 11. umferðinni, en hann lenti í öðru sæti á mótinu. Ég vann þó sex skákir og gerði fjögur jafntefli, vann oft tvær og tvær í röð þannig að þetta gekk nokkuð jafnt,“ sagði Jóhann Hjartarson í viðtali við Morgunblaðið. Nú mættu flestir keppendur til leiks með aðstoðarmann sér við hlið. Háði það þér eitthvað, að þú hafðir engan slíkan? „Auðvitað háði það mér nokk- uð. A móti sem þessu er nauð- synlegt að hafa aðstoðarmann, bæði til þess að styrkja móralinn og til þess að aðstoða við tækni- legu hliðina, fara yfir biðskákir og slíkt. Þeir keppendur, sem komu frá helstu skákþjóðum heimsins, höfðu allir aðstoðar- menn. Hins vegar er á það að líta að Skáksamband íslands er það illa statt fjárhagslega, að það hafði einfaldlega ekki bol- magn til þess að standa undir kostnaði samfara aðstoðar- manni." Hvernig var aðstaðan á mót- inu? „Aðstæðurnar á mótinu voru nú ekkert sérstakar enda á mað- ur ekki von á neinu sérstöku þeg- ar um unglingamót er að ræða. Mér fannst keppnissalurinn slæmur. Maður gerir þó kannske ekki raunhæfan samanburð því að á íslenskum skákmótum eru yfirleitt mjög góðar aðstæður miðað við það sem gerist erlend- is.“ Bretar hafa eflaust búist við Jóhann Hjartarson miklu af Short á þessu móti og hafa þeir m.a. kallað hann undrabarn í skáklistinni. Hvern- ig var frammistaða hans á mót- inu? „Rétt fyrir miðbik mótsins fór Short að tapa trekk í trekk og varð snemma ljóst, að hann yrði ekki í baráttunni um efstu sætin. Hann tók sig þó á í lokin, fékk svokallaðan Monrad-meðvind, og lenti í 3.-7. sæti í lokin. Að mínu áliti hefur Short ekki næg- an skapstyrk, að minnsta kosti ekki enn sem komið er, til þess að geta komist í röð bestu manna, enda sýndi það sig á mótinu, að hann lætur mótlætið setja sig út af laginu og tekur áföllum illa.“ Nú ert þú búinn að ná fyrri áfanga að alþjóðlegum meistara- titli. Stefnir þú ekki að því að ná seinni áfanganum sem fyrst? „Ég náði fyrri áfanganum í Lone Pine í Kaliforníu, en þar hafa verið haldin reglulega al- þjóðleg mót á undanförnum ár- um, sem hafa verið happadrjúg- ur vettvangur fyrir islenska skákmenn. Þetta mót var þó ekki haldið á síðastliðnu ári. Vanda- málið er, að það er mjög erfitt að komast á hentug mót. Á þessu heimsmeistaramóti unglinga, sem haldið er fyrir skákmenn 20 ára og yngri, gaf efsta sætið al- þjóðameistaratitil en önnur sæti ekkert, og því að miklu að keppa. Þetta tókst ekki í þessari til- raun, en fleiri tilraunir verða gerðar seinna," sagði Jóhann, en hann hefur í fleiri horn að líta þar sem hann stundar nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og stefnir að því að leggja fyrir sig háskólanám. Jóhann hefur verið valinn í skáksveit íslend- inga sem teflir á Ólympíuskák- mótinu í Sviss. V iðskiptav iðræður við Tékka og Pólverja VIÐSKIPTAVIÐRÆÐUR milli fæ lands og Tékkóslóvakíu og íslands og Póllands fara fram í Prag 2.-3. september og í Varsjá 6.-7. sept- ember, samkvæmt upplýsingum, sem koma fram í fréttabréfi Verzl- unarráðs fslands. Að ósk viðskiptaráðuneytisins hefur Verzlunarráðið skipað full- trúa sína í íslenzku viðræðunefnd- ina. Þeir eru Ragnar Ragnarsson í viðræðunefndina við Tékka og Sigurður Njálsson í nefndina, sem fer til Póllands. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Háþrýstislöngur og tengi. Atlas hf Armúla 7. - Sími 2(>755. IVisthólf 493 - Revkjavík. Æ Blaöburdarfólk óskast! Austurbær Vesturbær Ármúli Tjarnargata 3— Laugavegur neöri Melhagi Mávahlíö Tjarnarstigur Fellsmúli 2-26 Garöastræt. jöfn tala Nylendugata Fellsmúli 5—19 Uthverfi oddatala Lindarsel Stigahlíö 26—97 Hólmgaröur Lindargata FOSSVOgur Eskihlíö 14—35 Gautland Hverfisgata 63—120 Geitland Kópavogur 40 Hlíöarvegur 138—149 35408 IKömtttt wmb Upplýsingar í síma Eftirsóttu superia reíðhjólin á 20Z ahlættí HJOL & VAGNAR Háteigsvegi 3 -105 Reykjavík ® 21511 U U DAK AHYHGi') \ sruu VERÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.