Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 32
r Síminn á afgreiðslunm er 83033 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 Trúnaðarráð LÍÚ samþykkti í gær: Fiskyeiðiflotinn verði stöðvaður 10. september — nema stjórnvöld geri viðunandi ráðstafanir TRÚNAÐARRÁÐ Landsambands íslenzkra útvegsmanna sam- þykkti samhljóða á fundi sínum í gær að stöðva fiskveiöiflotann, þar sem Ijóst sé, eins og segir í ályktun trúnaðarráðsins, „að undirstöðu- atvinnuvegur þjóðarinnar verður ekki rekinn með slíkum halla og áframhaldandi rekstur leiðir einungis til skuldasöfnunar og stöðv- unar flotans innan skamms tíma, nema viðeigandi ráðstafanir verði gerðar.“ Stöðvunin kemur til framkvæmda eftir viku eða á miðnætti föstudaginn 10. september nk. Trúnaðarráðið hefur ritað ríkisstjórn- inni bréf þessa efnis. I*á voru á fundinum í gær kjörnir fjórir fulltrúar til þess að eiga viðræður við ríkisstjórnina. í trúnaðarráði LÍÚ eiga sæti 25 manns víðs vegar af landinu og greiddu þeir allir ákvörðuninni at- kvæði. Kristján Ragnarsson for- maður LÍÚ sagði í viðtali við Mbl. í gær að hann fagnaði mjög þess- ari miklu samstöðu sem tekist hefði og hann vænti þess að stjórnvöld gerðu sér nú betur en hingað til grein fyrir við hvaða erfiðleika væri að glíma og að á þeim þyrfti að taka. í ályktun trúnaðarráðsins er gerð grein fyrir erfiðri stöðu út- gerðarinnar og segir að stjórn LIÚ hafi varað við þessari þróun mála frá því í júnímánuði, án árangurs. Segir að vegna almennra efna- hagsaðgerða hafi dregist á lang- inn að í ljós kæmi til hverra úr- ræða ríkisstjórnin gripi. Nú hafi þau litið dagsins ljós og það sé mat Þjóðhagsstofnunar á afkomu fiskveiðanna eftir fiskverðs- ákvörðun að halli sé að meðaltali á minni togurum um 16% af tekj- um. Halli á bátum sé lítillega Kröflusvæðið: Hræringa vart á ný AUKINNAR skjálftavirkni varð vart á Kröflusvæðinu í fyrradag og stóðu hræringar yfir fram eftir nóttu. Landris í norðurátt hófst í gærmorgun og virtist það halda áfram, er Mbl. frétti síðast seint í gærkvöldi. Er Mbl. ræddi við Guðmund Sigvaldason jarðfræðing í gærkvöldi, en hann var þá stadd- ur við Kröflu, sagðist hann ekk- ert geta sagt um hvað þetta þýddi. „Þetta er bara breyting frá því sem verið hefur, hvað svo sem það þýðir. Það hefur allt verið mjög róiegt svo mánuðum skiptir fram að þessu,“ sagði hann. minni en mun meiri á stóru togur- unum. í niðurlagi ályktunarinnar seg- ir, að tii þess að tækifæri gefist til enn frekari umfjöllunar um mál- efni útgerðarinnar samþykki ráðið að stöðvunin komi til fram- kvæmda með þeim hætti að skip í eigu félagsmanna LIÚ láti ekki úr höfn eftir kl. 24 föstudaginn 10. september nk., en skip sem þá séu á veiðum Ijúki veiðiferð. Þó megi bátar sem landa daglega halda áfram veiðum til föstudagsins 17.. september. I nefndinni sem trúnaðarráðið kaus til viðræðna við ríkisstjórn- ina eiga sæti: Kristján Ragnars- son Reykjavík formaður LÍÖ, Vil- helm Þorsteinsson Akureyri vara- formaður LÍÚ, Kristinn Pálsson útgerðarmaður í Vestmannaeyj- um og Tómas Þorvaldsson útgerð- armaður í Grindavík. Sjá miðopnu. t / / /Cfí/t/M/?/'/? m „Júmbóþota“ Flugleiða Flugleiðir hafa tekið á leigu Boeing 747, júmbóþotu, til þess að nota við pílagrímaflug félagsins fyrir Alsírmenn næstu tvo mánuðina. Ljósmyndari Mbl. í Stokkhólmi, Loftur, tók þessa mynd af vélinni í skýli SAS, er hún hafði verið máluð i litum Flugleiða. Fyrsta flugið verður flogið á morgun laugardag. Sjá frétt á bls. 8. Niðurstöður starfshópa iðnaðarráðuneytisins um ISAL: Krafa um hækkun raforkuverðs og breytingu á skattareglum Gripið til nauðvarnaraðgerða, verði ekki orðið við sanngirniskröfum, segir Hjörleifur Guttormsson GJÖRBREYTTAR forsendur, frá þvi raforkusamningur var gerður við ÍSAL árið 1966 og hann endurskoðaður 1975, réttlæta kröfur um að raforkuverðið hækki ur 6,45 mill/kWh (9,3 aurar) í 15—20 mill/kWh (21,5—28,7 aurar) og veröi það framvegis að fullu verðtryggt. Þetta er megin niðurstaða starfshóps á vegum iðnaðarráðuneytisins, sem kannað hefur þróun raforkuverðs til ÍSAL og kemur þetta álit fram í fréttatilkynningu sem iðnaðarráðherra kynnti á blaðamannafundi i gær. Þá var og lögð fram álitsgerð starfshóps sem fjallaði um skatt- lagningu ISAL og komst hann að þeirri niðurstöðu að skattareglum þeim sem ÍSAL er skattlagt eftir, sé verulega áfátt og talið er heppi- legra að framtíðarskipan skatta- mála verði á þann veg, að árlega greiði ÍSAL fastan verðtryggðan skatt, að viðbættu framleiðslu- gjaldi eða veltuskatti, sem sé óháð bókfærðum hagnaði fyrirtækisins. Niðurstaða starfshópsins um hækkun raforkuverðs, tekur fyrst og fremst mið af breyttum for- sendum varðandi framleiðslu- kostnað á raforku innanlands, þróun raforkuverðs til álvera ann- ars staðar í heiminum og sam- keppnisstöðu álverksmiðju á ís- landi, samanborið við verksmiðjur í V-Evrópu og N-Ameríku, að því er fram kemur í fréttatilkynning- unni. Af niðurstöðum starfshópsins sem um skattamál fjallaði má nefna að hagkvæmasta skatta- kerfið frá sjónarmiði íslands virt- ist vera fast verðtryggt árlegt gjald. Samið um 7% verðlækkun á gildandi saltfisksölusamningi í Portúgal FYRIR skömmu varð um það sam- komulag milli SÍF og saltfiskkaup- enda þeirra í Portúgal að lækka verð á gildandi solusamningi um 7% í doll- urum. Var það gert til þess að jafna verðmlsmun á íslenzkum saltfiski og fiski frá öðrum innflytjendum og einnig vegna hinnar miklu hækkunar dollara gagnvart Evrópugjaldmiðlun- um. Að sögn Friðriks Pálssonar, fram- kvæmdastjóra SÍF, var gerður stór sölusamningur við Portúgala í marz 1981 og hann síðan endurtekinn að mestu í febrúar á þessu ári. Á því tímabili hækkaði dollari um 12 til 17% gagnvart Evrópugjaldmiðlum og því var í febrúar samið um 5 til 6% lægra verð en samið var um árið áður. Frá því í febrúar á þessu ári til ágústmánaðar hefur dollarinn hækkað um 14 til 18% gagnvart Evrópugjaldmiðlunum að meðaltali og um 26% gagnvart portúgalska gjaldmiðlinum escudos. Þess vegna hefur verð á íslenzkum saltfiski ver- ið hærra en annarra keppinauta, svo sem Norðmanna. Þeir selja sinn fisk í norskum krónum og í kjölfar geng- isfellingar norsku krónunnar hafa þeir fengið ríkisstyrk, sem nemur 1,25 krónum norskum eða 2,70 krón- um íslenzkum á kíló. Þessi staða og jafnframt það, að kaupandi tslenzka saltfisksins taldi sig þurfa að fara fram á allt að 40% útsöluverðshækkun meðan keppi- nautarnir töldu sig komast af með helmingi minna, varð til þess að SÍF og kaupandinn í Portúgal sömdu um 7% verðlækkun í dollurum á gild- andi samningi. Með því var komið til móts við kaupendur vegna hækk- andi gengis dollarans og nálgazt verð keppinautanna. Lækkun þessi gildir frá miðjum júní til áramóta og reiknað er með að hún sé um 5 milljónir dollara eða 72 milljónir ís- lenzkra króna. í fyrra var fluttur út saltfiskur til Portúgals fyrir tæpar 100 milljónir dollara en reiknað er með að upphæðin verði nokkru lægri nú. Á blaðamannafundinum kom m.a. fram að von væri á lögfræði- legri álitsgerð um lagalega stöðu stjórnvalda gagnvart Alusuisse og úrræði þau sem unnt væri að grípa til, léði fyrirtækið ekki máls á kröfum um endurskoðun samn- inga. Hjörleifur var spurður um hver viðbrögð stjórnvalda yrðu, væri Alusuisse ekki tilbúið til við- ræðna. „Verði ekki orðið við sanngirniskröfum okkar þá gríp- um við til okkar úrræða, sem fel- ast í þeim rétti sem fullvalda ríki hefur,“ sagði Hjörleifur. Sagði hann að yrði skellt skollaeyrum við óskum um breytingar, þá yrði gripið til „nauðvarnaraðgerða", sem væri einhliða breyting á samningnum. Sjá niðurstöður starfshópa bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.