Morgunblaðið - 08.09.1982, Qupperneq 22
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982
Gísli Björnsson, fulltrúi:
Ekki fjarri að álykta að
markaðurinn sé eitt tonn
Reynslan hefur sýnt okkur, að við
erum nokkrum árum á eftir ná-
grannaþjóðum okkar, Svíum og
Dönum. Mér dettur ekki i hug
annað, en þessi efni fari í auknum
mæli að koma við sögu hér á landi.
Ekki fjarstæöukennt, að
neyslan hafi veriö um eitt
tonn á síðasta ári
— í viðtali við Mbl. slær Hrafn
Pálsson, félagsfræðingur, því
fram, að hassneysla Islendinga
gæti verið 2,7 tonn á ári og ungur
ónafngreindur maður, sem komið
hefur við sögu hjá ykkur, segir að
í þessum svokallaða hassheimi sé
talað um, að eitt tonn hafi verið
selt á síðastliðnu ári. Hver er þín
skoðun?
„Mér finnst lægri talan ekki
fjarstæðukennd; að neyslan hafi
verið eitthvað um eitt tonn. Auð-
vitað er erfitt að áætla fíkniefna-
neysluna. í umræðum um fíkni-
efnaneyslu hefur kennt öfga á
báða bóga. Ýmsir gera meira úr
vandamálinu en það raunverulega
er, aðrir minna. Þróun fíkniefna-
neyslu síðustu 10 ára hér á landi
„FYRSrrU sex mánuði ársins komu 175 einstaklingar við sögu fíkniefnalög-
reglunnar; 94 höfðu áður verið viðriðnir fikniefnamisferli en 81 hafði ekki
komið við sögu hjá okkur. Þetta er sambærilegt við síðastliðið ár. Fyrstu sex
mánuði ársins 1981 komu 173 við sögu hjá okkur; þar af höfðu 104 verið
viðriðnir fíkniefnamisferli, en 69 í fyrsta sinn,“ sagði Gisli Björnsson, fulltrúi
í Fikniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík.
„Þessa sex fyrstu mánuði hafa margir efa að þessi sending hafi í
liðlega 2'k kg af kannabisefnum
verið gerð upptæk, en á sama tíma
í fyrra höfðu 442 grömm verið
gerð upptæk. í þessum tölum tek
ég ekki með þau um 200 kg af
marijúana, sem komu til landsins
og gerð voru upptæk.
Alls voru tekin um 8 kg af
kannabisefnum á síðastliðnu ári,
þar af rúm 2 kg á einu bretti í
Keflavík og er það ein skýringin á
því hve mikið var tekið seinni
hluta ársins. Þetta er árstíða-
bundið. Það hefur oft verið lægð
frá áramótum og fram á vor og
aftur aukist með haustinu."
Fólk beðið fyrir tösku erlendis
— í henni voru fíkniefni
— Hver eru stærstu málin sem
upplýst hafa verið á árinu?
„Eins og ég tók fram, þá er
marijúana-málið langstærsta
fíkniefnamálið frá upphafi, en
raun átt að koma hingað til lands.
I sumar fundust 729 grömm af
hassi á Keflavíkurflugvelli í
farangri fólks, sem var að koma
frá Malaga á Spáni. Fólkið hafði
verið beðið fyrir töskuna og hafði
ekki hugmynd um tilvist fíkniefn-
anna.
I vor fundu hasshundar 676
grömm af hassi í pósti. Tvennt
hafði farið til Hollands og fest
kaup á hassinu og póstlagt til ís-
lands. í lok maí voru 225 grömm
af hassi tekin af manni, sem var
að koma frá Kaupmannahöfn og
nú alveg nýverið var ungur maður
tekinn með um 210 grömm af
hassi. Það ber oft við, að slíkt
magn sé tekið.“
Algengt að unglingar flosni
upp frá námi og vinnu
— Hvaða aldurshópar koma
einkum við sögu hjá ykkur?
„Fólk á aldrinum sautján ára til
þrítugs. Það er sjaldgæft að ungl-
ingar yngri en sautján ára komi
við sögu mála og einnig fólk yfir
þrítugt. Þetta kemur heim og
saman við kannanir sem gerðar
hafa verið. Það eru einkum nem-
endur framhaldsskóla sem neyta
fíkniefna og fólk, sem er að stíga
sín fyrstu spor á vinnumarkaðin-
um. Með öðrum orðum ungt fólk.
Ég hef rætt talsvert við nemendur
í framhaldsskólum og þeim ber
saman að fíkniefnaneysla sé í öll-
um skólum og í afmörkuðum hóp-
um.
Það er algengt að nemendur
flosni upp frá námi og unglingar
missi vinnu þegar þeir neyta
fíkniefna að staðaldri, þegar fíkni-
efnaneysla verður að meiru en
fikti skapast sinnuleysi. Ég hef oft
heyrt lýsingar foreldra á því
hvernig bðrn þeirra flosnuðu upp
frá námi og vinnu."
„Speed“ og kókaín á markaði
— Mest ber á kannabisefnum
hér á landi, en í vaxandi mæli
heyrist af sterkari efnum á mark-
aði hér.
„Já, það er rétt. Svokallað
„speed", sem er afmetamín sem er
sniffað og jafnvel kókaín heyrast
nefnd. Kókaínneysla hefur mjög
færst í vöxt í Kaupmannahöfn.
Hrafn Pálsson, félagsráðgjafi:
Leiða má líkum að því að
neysla hass sé 2,5—3 tonn á ári
í VETUR var Hrafn Pálsson, félagsráðgjafi, fenginn til þess
af heilbrigðisráðuneytinu að kanna, hvaða áhrif fíkniefna-
dómar hefðu haft á einstaklinga. Hann hefur kannað fikni-
efnadóma, sem kveðnir hafa verið upp í Sakadómi í ávana- og
fíkniefnum. „Nánast allir sem komu fyrir dómstólinn voru
dæmdir fyrir misnotkun á kannabisefnum. Ég slæ því fram,
að hass sé reykt í miklum mæli hér á landi, en hve miklum er
erfitt að segja til um. Þó má leiða líkur að því, að 2,5 til 3
tonna af hassi sé árlega neytt hér á landi,“ sagöi Hrafn
Pálsson í samtali við Mbl.
— Hvað liggur til grundvall-
ar?
„í vetur birti bandaríska
stórblaðið The New York Times
niðurstöður rannsókna dr.
Williams Pollin, forstjóra
þeirrar stofnunar í Bandaríkj-
unum, sem hefur með fíkni-
efnamisferli að gera. Sam-
kvæmt niðurstöðum hans
reykja um 15 milljónir Banda-
ríkjamanna eina marijúana-
sígarettu á dag, að minnsta
kosti. Neysla á fíkniefnum í
Bandaríkjunum er í rénun, en
þegar mest var, þá var talið, að
25 milljónir hefðu neytt sem
svaraði einni marijúanasígar-
ettu á dag. Hér á landi má ætla,
að hápunkti í neyslu verði náð
innan fárra ára.
Ef neytendur eru hlutfalls-
lega jafnmargir hér og í Banda-
ríkjunum fyrir tveimur árum,
þá neyta 23 þúsund manns
sennilega 0,75 gramma á dag
allt árið um kring, eða tæplega
6,3 tonna. Gefum okkur að hér
á landi eigi þetta aðeins við um
fólk á aldrinum 16 til 40 ára. Þá
nemur neyslan hér á landi
rúmlega 2,5 tonnum (9.300
manns x 0,75 x 365 dagar).
Eftir að hafa kannað þessi
mál nú um nokkurt skeið, þá tel
ég þetta ekki fjarri sanni og
ætla má, að fíkniefnaneysla
minnki ekki á næstu árum.
Ætla má, samkvæmt fenginni
reynslu erlendis, að fíkniefna-
neysla nái hámarki hér á landi
eftir 2—3 ár en réni síðan.
Neysla fíkniefna er talin spenn-
andi í byrjun, en þegar hin
hryggilegu dæmi blasa við;
fórnarlömbin, þá minnkar
neyslan sem betur fer. Blekk-
ingarlyfin tapa ljóma sínum."
Ilrafn Pálsson, félagsráögjafi.
Fíkniefnadómar hafa ekki
skilað nógu góðum árangri
„Ég tel að dómar vegna
neyslu fíkniefna hafi ekki skil-
að nógu góðum árangri hér á
landi, fremur en annars staðar.
Að taka fólk tímabundið úr um-
ferð eða sekta vegna neyslu
fíkniefna leysir ekki vandann.
Fæstir þeirra, sem dæmdir
hafa verið, eru það sem við
mundum kalla harðsvíraðir
glæpamenn. Flestir sem reykja
kannabisefni trúa að þeir séu
að gera rétt; neysla fíkniefna er
allt að því trúarbrögð.
Rannsóknir fíniefnabrota
taka of langan tíma og mál eru
of lengi hjá dómstólnum vegna
mannfæðar. Þetta skapar
óvissu og hefur spillt fyrir ein-
staklingum. Þess eru dæmi, að
sögn þolenda, að seinagangur
hafi haft í för með sér slíka
spennu, að til hjónaskilnaða
hefur dregið og atvinnumissir
hefur hlotist af.
Það verður að koma á öfga-
lausum umræðum um fíkni-
efnavandann hér á landi. Það
verður að upplýsa almenning
um skaðsemi fíkniefna sem
vímugjafa. Fíkniefnavandinn á
sér margar orsakir, þar á meðal
held ég hann eigi rætur sínar
að rekja til fjölskyldunnar, til
uppeldisins. I hraða nútímans
hefur fólk ekki tíma fyrir hvort
annað. Börnin verða af nauð-
synlegri uppörvun, hlýju. Finna
ekki bakhjarl í foreldrum sín-
um. Þau verða oft vitni að
vímugjafaneyslu foreldra sinna
og það er oftast óskemmtileg
reynsla. Unglingar á leið inn í
heim fullorðinna velja þess
vegna aðra vímugjafa en for-
eldrarnir. Þessar uppreisnir og
tilraunir fylgja ungdómsárun-
um.
Afengisverslanir eru opnar
hér á landi. Áfengi er hinn
opinberi vímugjafi. Við höfum
með öðrum orðum lögleitt
vímugjafann áfengi, eins og
flestar þjóðir heims. Því mega
menn allt eins eiga von á, að
talað sé máli annarra vímu-
gjafa. Margir hassneytendur
hafa komið ótilkvaddir til mín
og rætt um heilnæmi og menn-
ingargildi kannabisefna. Fólki
finnst því misboðið að fá ekki
að neyta þessara vímugjafa,
eins og áfengis og tóbaks.
Spurningin er: Fjölmargir bíða
heilsutjón vegna áfengis; er á
bætandi með lögleiðingu nýrra
vímugjafa til viðbótar þeim
sem fyrir eru?
Sjaldnar er spurt að hve
miklu leyti við þörfnumst
vímugjafa. Þá gildir einu hvort
um er að ræða áfengi eða önnur
fíkniefni. Það er sama hvaða
vímugjafi er notaður; afleið-
ingarnar kunna að verða dýru
verði keyptar. Áhættan heldur
áfram að vera spennandi, örv-
andi eða róandi og neytendur
hlæjandi eða grátandi," sagði
Hrafn Pálsson.
Á morgun:
„HÉR RÍKIR
SINNULEYSI UM
FÍKNIEFNAMÁL“