Morgunblaðið - 10.09.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.09.1982, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1982 Hattasaumur „Listarein að sauma hatta“ segir Soffía Pálmadottir, ein örfárra sem kunna þá kúnst Hattasaumur var hér á árum áður virt og vandasöm iðngrein, en námstíminn var þrjú ár og lauk honum með prófum sem tekin voru frá Iðnskólanum. Kennslan í skólanum var að mestu bókleg, kennd módelteikning og fleira þessháttar, en að öðru leyti fór námið aöallega fram hjá þeim sem lært höfðu listina og ráku hattasaumastofur og hattabúðir í tengslum við þær. Það hefur löngum þótt vandasamt að sauma fallega og vel gerða hatta, til að vel takist til þarf hattasaumarinn að hafa næmt auga fyrir litum og formi, því hann er 'sífellt aö skapa eitthvað nýtt, búa til ný módel og já útrás fynr sköpunagleði og hugmyndaflug. Hefur jafnan fariö mikið orð af þeim sem færastir voru á þessu sviöi, og má til gamans geta að tískudrottningin fræga Coco Chanel byrjaði sinn feril sem hattasaumari og þótti mjög fær. HH.T1 i gegnum aldirnar hafa menn haft dálæti á allskyns höfuöbúningum, en um þaö bera vott bæöi myndir og málverk frá hinum ýmsu tíma- bilum. Höfuöföt hafa þó ekki veriö vinsæl á undanförnum árum, en þetta virðist þó eitthvaö vera að breytast, í það minnsta má sjá æ fleiri af yngri kynslóöinni ganga um götur meö hatt á höföi, enda ku þaö vara talsvert í tísku um þessar mundir. Talsvert hefur veriö flutt inn af höttum, en viö lögöum leiö okkar i tvær hattabuöir í miöbæn- um sem eiga þaö sameiginlegt að í tengslum við þær eru enn saumað- ir hattar. Báöar þessar búöir hafa verið starfræktar í um 50 ár, eig- endurnir eru þeir sömu frá upphafi og báöir komnir á níræöisaldur. Viö lögðum leiö okkar fyrst niður á Hverfisgötu en þar hittum viö fyrir Halldóru Pétursdóttur í Hattabúö- inni Höddu. „Alltaf þótt svo gaman aö sauma hatta“ „Já, ég gríp alltaf i þetta annað slagiö," segir Halldóra er viö spyrj- um hana hvort hún saumi enn. „Annars kaupi ég flesta hattana í London, þangaö hef ég fariö í viöskiptaferöir aö jafnaði tvisvar á ári, en maöur fór auövitað meira hér áöur, þetta dróst allt mikiö saman á tímabili, en nú viröast hattarnir vera aö komast aftur í tísku." Halldóra var ein af þeim fyrstu sem læröu hattasaum og sagöi ástæöuna fyrir því aö hún verslaöi aöallega viö Breta þá aö hún heföi lært þar í landi. „Ég þekki svo vel til í London, kunni alltaf svo vel viö mig þar og altaf þegar ég kem þangaö finnst mér ég vera komin heim,“ segir hún og hlær. Þaö er létt yfir henni þegar hún minnist þessara gömlu daga, „ætli þaö séu ekki eitthvaö um 50 ár siöan ég var þarna, ég var viö nám einn vetur og um voriö var haldin sýning á höttunum sem viö höföum unniö um veturinn og ég var fengin til aö halda sýnikennslu í hattasaumi þarna á staönum. Þetta þótti mikil upphefö í þá daga, en mér fannst ekkert tll um þetta," og Halldóra yppir öxlum og hlær aftur. Og hún saumar enn? „Já, mér hefur alltaf fundist svo gaman aö sauma hatta, segir hún svolítiö afsakandi eins og hún sé aö brjóta guös og manna reglur meö því aö vera enn starfandi. Halldóra er 87 ára, „alveg korn- ung“ segir hún bak viö búöarborö- iö og hlær enn lífsglööum hlátri. „Þetta dróst annars mikiö sam- an um allan heim á tímabili," bætir hún viö. „Ég verslaöi t.d. mest viö fjóra heildsala í London sem voru allir meö stóra lagera, þeir hafa líklega veriö svona" og Halldóra gengur aö glugganum" svona eins og héöan frá horninu á Hverfisgötu að Klapparstíg og lengst þangaö niðreftir." Og viö lítum niöur Hverf- isgötuna um marga tugi metra og sjáum fyrir okkur í huganum stóra lagera yfirfulla af höttum af öllum stæröum og geröum. „En þeir eru allir hættir i dag," bætir Halldóa viö og þaö er miöur. Siöustu árin hef ég því verslaö mest viö eitt ákveöiö fyrirtæki, en hjá því vinna 25 stúlkur, þær sitja allar viö þaö aö handsauma hatta." Halldóra sýnir okkur nokkuö af þeim áhöld- um sem hún notar viö hattasaum- inn. „Jú, ég var meö lærlinga nokkra vetur" svarar hún spurn- ingu þar aö lútandi,“ þær gengu jafnhliöa í lönskólann, en svo giftu þær sig og hættu þessu." Viö fengum þær Guðfinnu og Ólöfu Sigmarsdóttur til aö máta fyrir okkur nokkra af þeim höttum sem þær Soffía og Guðfinna hafa saumað. Við völdum nokkra af handa- hófi, „hann er mjög raffin- eraður þessi,“ sagði Guð- finna er hún tók einn niður af veggnum og bar hann að höföi sér. Þetta var hvítur samkvæmishattur, saumað- ur af Soffíu, með fjööur á annarri hliðinni. Hinir hatt- arnir sem Guðfinna mátaði eru saumaöir af henni sjálfri, „hún Guðfinna er mjög flínk hattasaumakona,“ sagði Soffía „og henni fara mjög vel hattar.“ Þá mátaði Ólöf nokkra hatta sem aöallega eru ætlaöir yngri kynslóö- inni, svarta barðahatta saumaða af Guöfinnu, og svarta samkvæmishatta með slöri saumaða af Soffíu, og að lokum einn baröastóran bleikan „Holliday“-hatt en hann er ættaður frá New York, og höfuðbúnaö sem flestir kannast við en hann er einnig saumaöur af þeim Soffíu og Guðfinnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.