Morgunblaðið - 10.09.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.09.1982, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1982 og aðrir kynjasteinar. Halldór Pétursson steinasafnari með meiru sóttur heim „Óskasteinninn er meö fyrstu steinum sem vitað er til að íslendingar hafi haft einhverja trú á,“ segir Halldór Pétursson, er hann kemur með tvo slíka steina í hendinni, inn í stofuna á heimili sínu að Grundargerði í Kópavogi. Hann gefur okkur Emilíu Ijósmyndara sinn hvorn steininn, og segir að svona steinar finnist bara á hæstu fjallatindum á Jónsmessunótt, eða svo segir að minnsta kosti þjóðsagan. „Það var sagt að þá nótt standi pottur fullur af kynjasteinum uppi á tindinum á Tindastóli og einnig uppi á Drápuhlíðarfjalli. í pottinum sauð 1 .hvitgulur á lit, áttu að gæta hans vel og geyma hann á góðum stað, þannig að sá sem átti hann vissi alltaf hvar hann var. Þegar menn vildu óska sér tóku þeir steininn fram, settu hann í lófann og sagt var að þeir ættu að óska hóflega, og ekki láta nokkurn mann vita, því þá yrði allt ógilt. Svo áttu menn að geyma steininn á sínum stað og bíða þess að óskin rættist. Og ef óskin rættist gátu þeir farið að óska upp á nýtt, en það var auðvitað skilyrði að menn urðu að trúa á steininn, því yfirleitt er það þannig í þessu Iffi eða ekkert rætist nema og kraumaði og þeir sem gátu náð óskasteininum sem var menn hafi sterka trú á því.“ Og við eigum sem sagt óskasteina. „Við trúum á þessa steina," seg- ir Halldór, og Svava, kona hans, segir okk- ur frá konu sem haföi komiö til hennar fyrir skömmu og fengiö hjá henni stein, en fram aö þeim tíma hafi allt gengiö á afturfótunum hjá henni, maöurinn haföi enga vinnu, og ótal aörir erfiöleikar hrjáöu þau. En eftir aö steinninn kom til sög- unnar hafi allt gengiö miklu betur, „og hún þakkar steininum þaö“, segir Svava, en Halldór bætir viö „þaö er nátturulega mannshugur- inn sjálfur sem virkar mest í svona tilfellum, ef menn trúa nógu sterkt aö eitthvaö gerist, þá eru allar líkur fyrir því aö óskin rætist". Þaö er mikiö af allskyns steinum þarna á heimili þeirra Halldórs og Svövu. í bókaherberginu er fullur glerskápur af ýmsum gerðum og stæröum. Og á hillum þar fyrir ofan er svartur uppstoppaöur krummi og hrútshaus meö fjórum hornum. „Hann er nokkuö laglegur þessi," segir Halldór, „þeir eru ekki oft svona fallega hyrndir." i ööru horni er skel af risaskjaldböku. „Þaö spuröi mig einu sinni stúlka hvaö þetta væri," segir Halldór, „og ég sagöi henni aö þetta væri skel af ákveöinni lúsartegund". „Jæja," sagöi stúlkan, „ekki vissi ég aö þær gætu oröiö svona stór- ar“. Viö fáum okkur sæti í boröstof- unni og biöjum Halldór aö segja okkur frá sjálfum sér og deili á öll- um þeim steinum sem eru á heimili hans. „Ég gef lítiö auga steinum í æsku, því á þeim slóöum fannst ekki ætur steinn. Þó voru fallegir klettar á Geirastööum. Þaö var fyrst þegar ég kom í Borgarfjörö aö ég fór aö gefa steinum auga og síöan aö safna jseim. Síöan eru yfir 30 ár. Ég er fæddur í Hallfreöastaöa- hjáleigu 12. september 1897 og var þá jafn langur bæjarnafninu. Viö fluttum tvisvar, og í Geirastaöi kom ég 6 ára og var þar til 1922, svo ég tilheyröi Hróarstungu uns ég flutti úr sveit. Ég var víst aldrei sveitamaður og kunni þar aldrei réttri hendi í rass aö taka, og kom þar margt til, sem sveitin átti ekki sök á. Haföi ekki gaman af neínni skepnu nema hestum. Þaö orö lá á, að ég hlýddi hvorki guöi né mönnum. Sem smápolli, 3ja ára, lá ég í hverjum polli og læk, sem end- aöi meö þvi aö ég lagöist í brjóst- himnubólgu og tel óg aö þar hafi Halldór Péturaaon ásamt ateinaaafninu á heimili sínu í Kópavoginum. „Hef látiö Kópavogsbæ fá stasrstan frá mér fyrr an óg ar allur.“ hluta safnsins, þaaaa last ég ekki ég legiö mína fyrstu banalegu. Séra Einar Jónsson ættfræöingur var einnig homopati, en óefaö þaullesinn í læknisfræöi. Hann sat yfir mér í þessum veikindum og þegar hann var oröinn vonlaus, sagöi hann mömmu aö ég væri bú- inn aö lifa þaö sem börn á mínum aldri þyldu. Þá var sent eftir meö- ulum, en þegar komiö var meö þau var ég risinn upp og kominn yfir það versta. En sú blessun fylgdi þessu aö ég fékk á hverju vori eftir þetta ýmist brjósthimnubólgu eöa lungnabólgu og mér reiknast til aö ég hafi legiö tuttu banalegur eftir þetta. Ég var alveg ómögulegur til allra verka, máttlaus og linur, en í þá daga var þetta kölluö leti. Frændi minn einn var meö svipaö- an sjúkdóm, en hann dó sem sagt úr letinni en ég liföi hana af. En út úr þessum veikindum mínum fékk ég ógeö á allri sveitavinnu og þaö var aldrei hægt aö nota mig til neins, alltof niöurbrotinn og mátt- lausan. Þegar ég var um 23 ára fluttu foreldrar mínir til Borgarfjaröar eystra, en þá hættu foreldrar mínir að búa. Og þá fór ég strax aö lifna viö, fór aö stunda sjó og útgerö, ég var reyndar svo heppinn aö út- lendingar voru búnir aö skrapa all- an fisk alveg upp viö landsteina og ég lenti í því aö fá engan fisk. Tog- ararnir gátu þó fengiö þó nokkuö meö því aö fara nógu djúpt á miö- in. En viö sjávarloftiö batnaöi heilsan svo aö ég varð allt annar maður, en þó hef ég legiö á öllum spítulum hér á landi nema fæöing- ardeildinni og Kleppi, en þó eru þessar spítalavistir ekkert miðaö viö fargiö i sveitinni, þar sem aldrei sá til sólar í þessu tilliti. Nú, síðan fór maöur aö hugsa suöur, ég var þá búinn aö vera á Eiöaskóla og ætlaöi í Kennaraskól- ann og tók þar próf upp í annan bekk, en þá tóku mínar gömlu kærustur, brjósthimnubólga og lungnabólga, af mér öll völd, ég varö aö hætta og lenti inn á Víf- ilsstööum. Ég liföi þaö nú af eins og annaö, var þar í 3—4 mánuöi og kveiö því aö fara þaðan, þó ótrúlegt sé. Þá var nú dökkt aö lifa eins og stundum er í þessu lífi, eftir sjúkrahúsvistina voru menn bara Daglegt keyröir niöur í bæ og látnir eiga sig þar, hvort sem þeir áttu fyrir mat eöa ekki. Þá voru ekki komin nein samtök berklasjúklinga eöa neitt í þá áttina. Nú, eftir þaö fer maöur aö stunda sjó, síöan var ég kennarí i einn vetur á Loömundarfiröi og einn vetur í Hróarstungu, farkenn- ari eins og þaö var kallaö. Þaö var oft erfitt fyrir þessa menn sem komu af Vífilsstöðum aö fá vinnu, menn voru hálf hræddir við þá. Síöan flutti ég til Reykjavíkur sem mér finnst nú eiginlega vera beSti staöurinn til aö búa á, menn hafa hér aögang aö svo mörgu, söfnum og ööru þess háttar sem kemur sér mjög vel fyrir ýmsa grúskara. Ég vann síöan viö hitt og þetta, en eftir aö kreppan byrjaöi var ég allt- af skrifandi í blöö, og undir lokin var sett á mig algjört vinnubann, svona menn eins og ég áttu ekkert aö fá að lifa og þaö þýddi ekkert annaö en reyna aö koma þeim fyrir kattarnef. Nú, þaö var ekki um margt aö velja hjá mér. Mér datt í hug aö fara bara í slóö gamalla galdramanna, fór noröur á Strand- ir og bjargaöi þar Ifi mínu og minn- ar fjölskyldu. Þar var ég í nokkur sumur og fram á vetur. Þeir sögöu aö ég væri svo lyginn aö þeir mættu ekki missa mig, ég setti upp ýmis veggspjöld meö hinu og þessu á, og haföi þannig oft vinnu fram á vetur. Síöan prísa óg Strandamenn mikiö, ég hef ekki þekkt nokkra menn sem gátu jafn mikið til líkama og sálar, þeir gátu alla hluti. Þetta geröi einangrunin, þegar engrar hjálpar er að vænta annars staöar frá, fara menn aö gera allt sjálfir. Þeir voru líka svo vel aö sór í fornum fræöum og voru einnig farnir aö leggja sig eftir nútímasögum. Og ekki var kven- fólkiö síöra, þaö óf alls konar rósa- vefnað sem menn stunduöu áöur en myndlistin kom til sögunnar. Eftir hernámiö komu síöan tímar þar sem menn unnu myrkranna á milli og aldrei nógu mikiö. Á þess- um árum sótti alltaf á mig þessi vinstri villa, ég var starfsmaöur í 15 ár hjá löju eöa þar til þeir ráku mig, þóttust reyndar vera búnir aö sanna á mig alla glæpi nema manndráp. Þaðan fór ég svo á bæjarskrifstofurnar i Kópavogi og þar var ég síöan í 14—15 ár, og þeir gleymdu eiginlega aö segja mér upp, því þegar ég var 75 ára kom ég til þeirra og sagöi ég þyrfti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.