Morgunblaðið - 10.09.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.09.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1982 55 Landverkafólk og sjómenn „Að visu tíðkast vfirleitt tvisvar sinnum sex tíma vaktir, a.m.k. á togurum, en þegar mikið er að gera — og takið eftir, landverkafólk, að það er oft mikið að gera, þó að það sé ekki endilega alltaf af því að það fiskist svo mikið — þá er oft unnið í 18 og jafnvel 20 tíma á sólarhring, án þess að það sé greidd yfirtíð.“ Þór Jónsson, Keflavík, skrifar: „I Velvakanda 7. september sl. skrifar „Landverkamaður" um laun sjómanna og ekki sá fyrsti og varla sá síðasti sem það gerir. Að vísu beinir hann máli sínu og spurningum til Óskars Vigfússon- ar, formanns Sjómannasambands- ins, en ég er ekki að svara þessu bréfi fyrir Óskar, né þessu bréfi frekar en öðrum álíka, heldur langar mig til að segja mitt álit á þessum málum yfirleitt. Landverkafólk hefur um ára- raðir séð ofsjónum yfir launum sjómanna og oftast er þessu fólki gersamlega ókunnugt um raun- veruleg laun þeirra. Það horfir eingöngu á hæstu tölur í fréttum, gjarna frá aflahæstu bátum og togurum, og yfirfærir á sjómenn almennt. Eg ætla ekki að tala um tíma- kaup. Það vita allir sem kunnugir eru þessum málum að er fárán- legt. Þó er ég viss um það, að það eru engar 40 krónur á tímann á litlum bát, að ég tali nú ekki um ef það verður aflabrestur, sem oft er. Vinnan á bak við þessi laun er gíf- urleg. Að vísu tíðkast yfirleitt tvisvar sinnum sex tíma vaktir, a.m.k. á togurum, en þegar mikið er að gera — og takið eftir, land- verkafólk, að það er oft mikið að gera, þó að það sé ekki endilega alltaf af því að það fiskist svo mik- ið — þá er oft unnið í 18 og jafnvel 20 tíma á sólarhring, án þess að það sé greidd yfirtíð. Landverkamaður vinnur sína 8 tíma á dag, og ef hann vinnur þar Leiðréttingar í dálkunum „Þessir hringdu" í blaðinu í gær urðu þau mistök að ein af klausunum „Tókum þann kostinn að fara að heiman", varð viðskila við höfund sinn, Erlu Stefánsdóttur, sem einnig ræddi um „Tvær hliðar á sama fyrir- bæri“. - O - í kvæði Kristjáns frá Djúpalæk, Dagur Austan, sem birtist hér í þættinum 31. ágúst, varð prent- villa í einu erindanna og þykir rétt að birta það aftur, um leið og Kristján er beðinn velvirðingar á mistökunum: Áleitnar huldur heilla manns þrá úr vegi, hlúðin nær skammt frá draumanna bjarta eldi. hvrstum er allt, sem þorstanum svalar, drykkur, þreyttum er hjarnið friðandi sæng að kveldi. (>g hver getur skilið andann, sem yfirgefur alfaraleið, og snúið til jökla hefur? fram yfir, fær hann greidda yfir- tíð. Og eins er með laugardaga og sunnudaga, að ekki sé talað um hátíðisdaga. Vaktavinnufólk vinn- ur jafnvel á nóttinni og fær vakta- álag á sín laun. Sjómenn vinna vaktir jafnt á nóttu sem degi án vaktaálags. Þegar landverkafólk vinnur utan síns umdæmis, fær það frítt fæði eða dagpeninga aukalega. Sjómenn fá hvorki fritt fæði né dagpeninga. Landverka- fólk sem vinnur störf sem út- heimta mikið vinnufataslit fær oftast vinnuföt hjá atvinnu- rekanda, sloppa eða eitthvað slíkt. Sjómenn fara að meðaltali með tvenna til þrenna vinnuvettlinga í einni veiðiferð. Sjógalli sem kost- ar u.þ.b. 1000 kr. endist ekki lengi. Sjómenn fá engin vinnuföt greidd hjá útgerð eða ríki. Af aflaverðmæti er tekin ákveð- in prósenta í oiíu- og nýbygg- ingarsjóð, áður en afli er tekinn til skipta til sjómanna. Ekkert sam- bærilegt er tekið af launum land- verkafólks. Það má lengi telja upp mismun- inn á launum og kjörum land- verkafólks og sjómanna. Þetta tvennt er ekki sambærilegt á neinn hátt. Það eina sem það á sameiginlegt er að stundum koma inn peningar og stundum ekki. Þess vegna finnst mér, að land- verkafólk eigi ekki að vera að ríf- ast um hluti sem það veit ekkert um. Hví getur það ekki unnt sjó- mönnum þess að fá meira í sín launaumslög, þó að ekki væri nema sem umbun fyrir að vera fjarri heimilum sínum. Að vísu er þarna um litla umbun að ræða, þegar á heildina er litið, en það væru trúlega fáir fjölskyldumenn á sjó í dag, ef hennar væri ekki að vænta. Því mátt þú trúa, „land- verkamaður á Snæfellsnesi". Hef- ur þú unnið til sjós? Ég held varla. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Urslit kosninganna ullu nokkrum vonbrigðum í flokknum. Rétt væri: Úrslitin ollu vonbrigðum. (Ath.: uilu er af að vella en ekki valda.) tvö sex ára gömul börn og þekki það vel, að bðrn á þessum aldri geta ekki staðið í vögnunum, þau hreinlega valda sér ekki og detta ef einhver slinkur kemur á vagn- inn í akstri. Því skil ég það vel, að móðirin sem „farþegi" minnist á skuli ekki hafa látið dóttur sína standa. Kannski var hún líka þreytt og treysti sér ekki til að sitja undir telpunni. Aftur á móti finnst mér að eldri börn, t.d. 8—9 ára gömul, eigi að geta sýnt þá kurteisi að standa upp fyrir full- orðnu fólki. Ekki heppilegt til eftirbreytni „Annar farþegi" hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það var „farþegi" að skrifa í dálka þína og kvarta yfir því að börn sætu sem fastast í sætum sínum í strætis- vögnum, en stæðu ekki upp fyrir fullorðnu fólki. Ég er ekki á sama máli og þessi „farþegi". Börnin borga sig inn í vagnana eins og aðrir farþegar og eiga rétt á sæt- um á alveg sama hátt og þeir. Hitt er það, að ég hef margoft séð börn standa upp fyrir fullorðnu fólki og það ekki svo mikið sem sagt „þakka þér fyrir" eða brosað til þeirra, en ég hef aldrei séð fullorð- ið fólk standa upp fyrir barni, þeg- ar það t.d. kemur þreytt og lúið inn í vagninn með þunga skóla- tösku eða eitthvað þvíumlíkt. Ég hef hins vegar séð það sem mér hefur þótt fjarskalega miður, að fólk hefur gengið að börnum í sæti og stjakað geðvonskulega við þeim og sent þeim tóninn. Slík fram- koma er ekki heppileg til eftir- breytni fyrir börnin. Hvar er stödin niður komin? Félagi í björgunarsveitinni Ing- ólfi hafði samband við Velvakanda vegna talstöðvar sem hvarf úr vörslu sveitarinnar, meðan á leit stóð við Þingvallavatn um versl- unarmannahelgina. Hann sagði: — Þessi stöð er af gerðinni Motor- ola PT 400, grá að lit og merkt björgunarsveitinni. Stöðvar eins og þessi eru mjög dýrar, en koma engum að gagni nema þeim sem nota tíðnir björgunarsveitanna. Ég bið þá sem geta gefið upplýs- ingar um það hvar stöðin er nú niður komin að láta vita í síma 27000. Við þökkum fyrir frábœrar móttökur sem við höfum fengið eftir að við tókum við Naustinu. Nú höfum við tekið þá ákvörðun að baðstofan (vfnstúkan) verði aðeins opin fyrir matargesti. Vonumst við til að matargestir kunni að meta þetta og njóti þar Ijúffengra veitinga f verulega notalegu umhverfi. Einar Árnason yfirmatreiðslumaður hefur sett saman tvo glæsilega matseðla sem boðið verð- ur upp á í kvöld og annað kvöld. KAVÍAR í vodkahlaupi með eggjarauðu og lauk framreitt með ristuðu brauði. NAUTABUFFSTE!K með beikonsneið og hnetum fram- reitt með bakaðri kartöflu. hvitlaukssmjöri, grilluðum tómötum. sveppum og hrásalati. — O — Rjómalagaður melónuís með portvínskremi. ALLTAF A LAUGARDÖGUM SKITUGASTUR AF ÖLL- UM SKEPNUM GUDS Ýmislegt úr hversdagsheimi víkinganna og lýsing Araba nokkurs, sem kynntist þeim. VIRKIÐ I SUÐURGÖTU Björn Steffensen skrifar um þetta fræga deilumál frá nýrri hlið. HREINDYRIN — ÍSLENZK NÁTTÚRUPRÝÐI Vönduð og menningarleg helgarlesning AUGtVSfNGASTOFA KRISTlNAft HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.