Morgunblaðið - 10.09.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.09.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1982 47 Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson KAFBÁTURINN HÁSKÓLABÍÓ: Kafbátur- inn („Das Boot“) Framleiðandi og höfund- ur handrits og leikstjóri: Wolfgang Peterson. Byggð á metsölubók Lothar Gúnther Bucheim. Tónlist: Klaus Doldinger. Kvikmyndataka: Jost Vacano. Aðalhlutverk: Jurgen Prochnow, Her- bert Grönemeyer, Klaus Wenneman, Hubertus Bengsch, Erwin Leder, Martin May og U.A. Ochs- en. i þessari óvenjulega vel geröu og raunverulegu mynd fylgjumst viö með þýska kafbátnum U-96 og áhöfn hans um nokkurra mánaöa skeiö um miöbik síö- ustu heimsstyrjaldar. Hér gefst okkur sjaldgæft tækifæri — sjá- um þýsku hermennina frá þeirra eigin sjónarhorni, en Kafbátur- inn er einmitt dýrasta stórmynd- in sem þýskir hafa gert frá lok- um seinna stríös. Viö, sem fædd erum á stríös- árunum og síöar, höfum tæpast séö mannlega hliö á þýskum hermönnum, hvorki í bókum, sjónvarpi, blööum né bíómynd- um. Sökum þessa hefur oft gleymst aö þeir voru skapaöir rétt eins og viö, þeir töþuöu aö- eins stríöinu. Hér eru þaö því þýskir sem klappa er þeim tekst aö granda skipum bandamanna og hér er skopast aö Churchill í staö Hitlers, sem reyndar fær sinn skammt líka. Aö ööru leyti er hér um seinnastríösmynd aö ræöa, hún er aðeins einstaklega vel gerö á flestum sviðum. Kafbátahernaöurinn hefur verið, fyrir margra hluta sakir, hvaö óhugnanlegastur allra drápsaðferöa styrjaldarinnar. í fyrsta lagi var aöbúnaöur her- mannanna (og er reyndar enn) afleitur, margir þurftu t.d. aö deila svefnplássi meö öörum. Þrengslin eru ofboösleg, allt rúm gjörnýtt. Þá voru þessar drápsvélar gjörsamlega varnar- lausar fyrir nýrri tækni: berg- málsdýptarmælinum, asdikinu. Þá gat hin lítilvæglegasta bilun oröiö skipi og áhöfn aö fjörtjóni. Llthöld kafbátanna voru löng og ströng, dögum saman sáu áhafnir þeirra ekki dagsljós né gátu dregiö að sér ferskt loft. Hlutverk þeirra var óvenju mis- kunnarlaust: aö granda sem flestum en þyrma engum né bjarga. Allt þetta kemst vel til skila í Kafbátnum. Hér fer saman frá- bær leikstjórn, kvikmyndataka og klipping, sem skapar gráa, innilokaöa, ógnvekjandi veröld, nýja augum áhorfandans. Mörg atriöin eru raunverulega rekin útá rúmsjó, ægifögur og grimm. Nokkuö sjaldgæft — yfirleitt eru úthafsatriöi tekin í „þvottaböl- um“ kvikmyndaveranna, öllum þeim til ama sem eitthvaö hafa kynnst brimöldunni stríöu. Hér eru og aö sjálfsögöu mýmörg atriöi gerö og tekin í stúdíói, en þau eru yfir höfuö furöu raun- veruleg og vandvirknisleg. Lýta þau hvergi heildarsvip hinnar skarpleitu myndar utan atriöiö er kafbátsmenn fylgjast meö fórnarlömbum sínum á logn- sléttu Noröur-Atlantshafi haustsins. Þá er handritiö nokkuö mis- jafnt. Langoftast sennilegt og kryddaö neöanmittisathuga- semdum sjómannsins sem ekki hefur séö pilsfald sviptast um langa hríö og eyöir ótta sínum gjarnan meö munnhroka. En stöku sinnum veröur þaö full há- stemmt einkum hvaö varöar rullu skipherrans sem þá veröur um of leikhúslegur. Annars stendur hann sig vel, en áhöfn hans enn betur. Yfir höfuö er Kafbáturinn ein besta og raunsannasta stríös- mynd seinni ára. Er tímamóta- verk hvaö varðar uppreisn hins venjulega þýska hermanns sem vann sér þaö eitt til saka aö vera ættjörö sinni trúr og hlýöa í blindni skipunum brjálæöinga. I þaö heila tekið held ég aö megi telja Kafbátinn minni háttar listaverk. Alberto Balsam Smukkere hár pá et minut Fallegra hár með Alberto Balsam. Gæða Shampoo Einkaumboð Kaupsel sf., sími 27770. Allar búðímar fullar af nýjum vðrum Verslanir í Reykjavík eru í Skeifunni 15, Lækjargötu og Kjörgarði og á Akureyri að Norðurgötu 62. Sími póstverslunar er 30980. ' v Opið í kvöid til kl.10 og til hádegis á morgun ^ HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.