Morgunblaðið - 10.09.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.09.1982, Blaðsíða 12
MORGUNtíLAliít), KOSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1982 \ MUG»RD4GUR 11. september 17.00 íþróttir. Umsjónarmaður: Bjarni Felixson. 19.15 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veóur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Löóur. 70. þáttur. Bandarískur gaman- myndaflokkur. Þýóandi. Ellert Sigurbjörnsson. 21.05 Stillti Smith. (Whispering Smith). Bandarískur vestri frá 1948. Leikstjóri: Leslie Fenton. Aóalhlutverk: Alan Ladd, Robert Preston og Brenda Marshall. Þaó færist í aukana aó lestir á ferö í „villta vestrinu" fari út af sporinu og farmur skemmist. Löggæslumanni járnbrautafé- lagsins, Luke Smith, er falið aö rannsaka málió. Þýðandi: Björn Baldursson. 22.30 Kaktusblómið. Endursýning — (Cactus Flower) Bandarísk gamanmynd frá ár- inu 1969. Leikstjóri: Gene Saks. Aóalhlutverk: Ingrid Bergman, Walter Matthau og Goldie Hawn. Julian tannlæknir er pipar- sveinn og unir því vel. Hann á ser unga og fagra ástkonu, sem veit ekki betur en hann sé haró- giftur og margra barna faðir, og á tannlæknastofunni hefur hann hina fullkomnu aöstoó- arstúlku. Þýöandi: Dóra Hafsteinsdóttir. Myndin var áöur sýnd í sjón- varpinu í október 1978. 00.15 Dagskrárlok. SUNNUD4GUR 12. september 18.10 Sunnudagshugvekja. Örn Báröur Jónsson, djákni viö Grensáskirkju, flytur. 18.00 Hetjudáö hvutta. Bandarísk teiknimynd um Pésa hvolp í nýjum ævintýrum. Þýðandi: Guöni Kolbeinsson. 18.35 Náttúran er eins og ævin- týri. Fimmti og síðasti þáttur. Haustið. Þýðandi: Jóhanna Jó- hannsdóttir. Þulur: Katrín Árnadóttir. (Nordvision — Norska sjón- varpiö) 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veóur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. 20.55 Jóhann Kristófer. 6. hluti. Efni 5. hluta: Jóhann Kristófer kynnist Oliver, bróóur Anton- ettu sem er látin. Þeir taka íbúð á leigu saman og Jóhann Krist- ófer gefur sig aftur að tónsmíó- um. Honum sinnast við aðals- mann og þeir heyja einvígi. Deilurnar magnast með Frökk- um og Þjóóverjum og þær valda því aö vinir Jóhanns Kristófers snúa vió honum bakinu. Þýðandi: Sigfús Daðason. 21.50 Kvikmyndagerðarmaöurinn Carl Dreyer. Síðari hluti. Rakinn er starfsferill Dreyers og brugðið upp sviprayndum úr verkum sem flest endurspegla lífsreynslu hans. Þýðandi og þulur: Hallmar Sig- urðsson. (Nordvision — Danska sjón- varpið) 22.45 Dagskrárlok. Dallas aö byrja: Þjóöhetja á elnni nóttu Á mánudagskvöld sýnir sjónvarpið leikna breska sjónvarpsmynd, Verkfallið (Strike), sem fjallar um atburðina í Póllandi í ágúst 1980, þegar verkfall í skipasmíðastöðvum í Gdansk varð kveikjan að stofnun óháðu verkalýðssamtakanna Einingar (Solidarnosc) og Lech Walesa varð þjóðhetja á einni nóttu. Leikstjóri er Leslie Woodhead, en lan Holm leikur Lech Walesa. AIMUD4GUR 13. september 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Tommi og Jenni. 20.45 íþróttir. Umsjónarmaður: Steingrímur Sigfússon. 21.15 Fuglinn í fjörunni. Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur íslensk lög. Undirleikari Jónas Ingimundarson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.35 Verkfallið. (Strike) Leikin bresk sjónvarpsmynd, um atburðina í Póllandi í ágúst 1980, þegar verkfall í skipa- smíðastöðvum í Gdansk varð kveikjan að óháðu verkalýðs- samtökunum Einingu, (Solid- arnosc) og Lech Wales varð þjóðhetja á einni nóttu. Leikstjóri er Leslie Woodhead en lan Holm leikur Lech Wal- esa. Þýðandi Jón Ó. Edwald. 23.15 Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 14. september 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Bangsinn Paddington. Teiknimynd ætluð börnum. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. Sögumaður Margrét Helga Jó- hannsdóttir. 20.40 Saga ritlistarinnar. Annar þáttur fjallar um heiras- málið latínu og fall Rómaríkis, fjaðrapenna og miðaldahandrit Þýðandi og þulur Þorsteinn Helgason. 21.15 Derrick. Þriðja fórnarlambið. Derrick hefur baldið til fjalla sér til hvíldar og hressingar, en friðurinn er úti þegar morð er framið í gistihúsinu. Þýðandi Veturliði Guðnason. 22.10 Stöðvast fiskiskipaflotinn? Umræðuþáttur í beinni útsend- ingu, sem Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður stjórnar. 23.00 Dagskrárlok. Saga þriggja kynslóða Á mióvikudagskvöldið veröur sýndur fyrsti hluti nýs bandarísks fram- haldsmyndaflokks, Austan Eden, sem geröur er fyrir sjónvarp eftir sögu John Steinbecks, East of Eden. Leikstjóri er Harvey Hart en í aðalhlutverkum: Timothy Bottoms, Jane Seymour, Bruce Boxleitner, Lloyd Bridges og Warren Oates. — Myndin er saga þriggja kynslóöa Trask-fjölskyIdunnar. Hún hefst meö því aö Cyrus Trask kemur heim úr borgarastríðinu 1865 og hefur kona hans þá aliö son, sem gefiö er nafnið Adam. Hann og Charles, hálfbróöir hans, eru söguhetjur fyrsta hluta, ásamt hinni fögru en viðsjárverðu Cathy, sem gefur þeim báöum undir fótinn. Píanó handa Ester Á dagskrá sjónvarpsins á föstudagskvöldið kemur er ný bandarísk sjónvarpskvikmynd, Píanó handa Ester (A Piano for Mrs. Cimino), er fjallar um sorgir og gleði efri áranna. Leikstjóri er George Schaefer, en í aöalhlutverkum: Bette Davis, Penny Fuller, Alexa Kenin og Keenan Wynn. — Ester Cimino er 73 ára gömul ekkja sem þjáist af sljóleika og þunglyndi eftir fráfall eiginmannsins. Synir hennar senda hana á sjúkraheimili fyrir aldraða og láta svipta hana fjárræöi. En þetta veröur til þess að lífslöngun og baráttuvilji glæðist meö gömlu konunni á nýjan leik. GUÐAÐ A SKJÁINN SJÓNVARP DAGANA 11,-17. /9 25. þætti lýkur meö tilræði við J.R. A1IÐMIKUDAGUR 15. september 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Hátíðadagskrá í Minneapol- is. Fréttamynd frá norrænu menn- ingarkynningunni í Bandaríkj- unum. 20.55 Austan Eden. Fyrsti hluti. Ný bandarísk framhaldsraynd gerð fyrir sjónvarp eftir sögu John Steinbecks, East of Eden. Leikstjóri Harvey Hart. Aðalhlutverk: Timothy Bottoms, Jane Seymour, Bruce Boxleitn- er, Lloyd Bridges og Warren Oates. Þýðandi Kristmann Eiösson. 23.20 Dagskrárlok. Adam átti syni fjóra Á dagskrá sjónvarps á laug- ardagskvöldið í nssstu viku er bandarísk bíómynd, Adam átti syni fjóra (Adam Had Four Sons), frá árinu 1941. Leik- stjóri er Gregory Ratoff, en í aöalhlutverkum Ingrid Berg- man, Warner Baxter og Susan Hayward. — Ung kennslukona fær þaó erfiða hlutverk aö ganga fjórum stálpuóum strákum í móöurstaó. — Kvikmyndahandbókin: Ein stjarna (Horfóu ef þú hefur ekkert þarfara viö tímann aö gera.) FÖSTUDAGUR 17. september 19.45 Fréttságrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Prúðuleikararnir. Gestur þáttarins er rokksöng- konan Debbie Harry. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.05 Á döfinni. Þáttur um listir og menningar- viðburði. Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. 21.10 Harörninn. Fögur bresk náttúrulífsmynd um haforninn, sem dó út í Skotlandi fyrir 65 árum, og hvernig reynt er að endurvekja stofninn meö örnum frá Noregi. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.40 Píanó handa Ester. (A Piano for Mrs. Cimino) Ný bandarísk sjónvarpskvik- mynd um sorgir og gleði efri áranna með Bette Davis í aðal- hlutverki ásamt Penny Fuller, Alexa Kenin og Keenan Wynn. Leikstjóri er George Schaefer. 23.20 Dagskrárlok. Dallas-myndarööin, sem sjónvarpiö hefur nú fest kaup á og mun hefja sýningar á innan skamms, er samtals tuttugu og fimm þættir. Eins og þeir þættir er þegar hafa veriö sýndir hér, er um sjálfstæöa þætti aö ræöa, en þó skiptir nokkru máli fyrir áhorfendur að hafa séö flesta þættina ef fylgjast á meö, þar sem stundum er vitnað til fyrri þátta og byggt á því sem áöur hefur gerst. Meöal þess sem fyrir ber í næstu Dallas-þáttunum, er aö Val- ene Ewing, móöir Lucyar, kemur heim á búgaröinn til aö reyna aö koma á einhverju sambandi viö dóttur sína. í Ijós kemur að faðir Pamelu Ewing, Digger Barnes, hef- ur hættulegan erföagalla, sem hugsanlega hefur erfst til barna hans, og þaö mál veröur enn erfið- ara er í Ijós kemur að Pamela er með barni. Frú Ellie þarf aö ganga undir erfiöan uppskurö, Sue Ellen lítur kúreka nokkurn hýrari auga J.R. SKOTINN Tilræði þetta hefur vakið gífurlega athygli um víöa veröld, og þaö þótti til dæmis ekki nema sjálfsagt aö sýna tilræöið í fréttatíma BBC, eftir að það hafði verið sýnt þar i landi. — Tilræði við þjóðhöfðingja heföi varla fengiö meiri athygli. en sæmilegt getur talist, og maöur hennar er einnig aö svipast um í kringum sig, og staðnæmast augu hans meöal annars á systur Sue Ellen. Lucy finnur sér mann er hún vill ganga aö eiga, ekki síst vegna þess aö hann hefur staöiö upp í hárinu á frænda hennar, J.R. J.R. lendir í miklum erfiöleikum meö olíufyrirtækiö og hann ákveöur aö taka Bobby inn í fyrirtækiö. Þar kemur þó aö Bobby og Pamelu finnst svo sviviröilegt hvernig J.R. rekur fyrirtækiö, aö þau ákveöa aö flytjast brott frá Southfork. Þar kemur aö andúöin á J.R. magnast og magnast, uns ekki viröist ólíklegt aö fjöldi manns gæti hugsaö sér aö drepa hann meö köldu blóöi, og þá er þaö ein- mitt að hann veröur fyrir skoti. Hver skaut er hins vegar mikiö leyndarmál, en ólíklegt er annað en aö sjónvarpiö muni leyfa islend- ingum aö komast aö hinu sanna, en tilræðiö við J.R. er í 25. og síö- asta þætti myndraðarinnar. Trú- lega á því enn ein röö af Dallas eftir aö koma, hiö minnsta! Valene Ewing, móöir Lucyar, og Bobby Ewing ræöa málin er hún kemur til aö ná sambandi viö dóttur sina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.