Morgunblaðið - 10.09.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.09.1982, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1982 Litið inn hjá Sævari Karli og Erlu Við fengum að líta inn hjá þeim hjónum Sævari Karli Ólasyni klæðskera og Erlu Þórarinsdóttur í Brekkubæ 44. Á upphaflegu teikningunni var gert ráð fyrir bæði borðstofu og eldhúskrók, en þau völdu þann kostinn í samráði við Finn Fróðason innanhússarkitekt að sameina þetta tvennt og fá þannig meira rými. Eldhúsið er óvenjustórt og rúmgott og vinnuaðstaða mjög góð, eins og sjá má af myndunum. Fyrir ofan bakarofninn er skápur fyrir bökunarplötur, skúffur og fi. þ.h. Hór sér yfir eldhúsiö og borökrókinn. Húsiö er 70 fm aö grunnfleti, tv»r hæöir og kjallari og sagði Erla aö þau heföu ákveöið aö hafa bara einn borðkrók á hæöinni, þ.e. sameina eldhúskrók og boröstofu. „Þegar viö erum með stærri matarboö höfum viö komið okkur upp aó- stöðu til aö boröa í kjallaranum." í eldhúsi þessu er mjög gott borópláss, þaö er óvenjustórt miöaö vió íslensk eldhús og vinnuaóstaða er góö. ísskápurinn er staósettur lengst til vinstri á myndinni, en þar vió hliöina er bakarofninn, eldhúshellurnar eru fyrir miðju, uppþvottavélin í borðinu andspænis og vaskurinn undir glugganum. Vinnuljós eru undir efri skápunum. (Ljósmyndir Kristján Einareson.) Það er ekki laust við að þeir séu glæsilegir og tilkomumiklir kjólarnir sem hinir stóru í tískuheim- inum senda frá sér um þessar mundir. Háir hælar, hanskar, efnismiklir kjólar, gjarnan úr flaueli og satíni setja svip sinn á það sem koma skal. Við birtum nokkrar myndir af samkvæmistískunni í ár eöa eins og Saint Laurent, Dior, Ungaro, Chanel og Givency koma fram með. Kjólarnir eru mikið í svörtum, rauðum og fjólubláum litum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.