Morgunblaðið - 10.09.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.09.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1982 49 ekki aö segja upp, því þeir heföu átf aö vera búnir aö því fyrir löngu. Síöan hefur þetta veriö hátíöis- dagur hjá mér. Ég hef farið aö rusla í því sem ég hef skrifaö niöur hjá mér um ævina, ég haf alltaf skrifaö beinagrind af því helsta sem fyrir mig hefur komið og hent því ofan í kassa, því ég mátti aldrei vera aö því aö ganga frá þessu. Síöan hef ég alltaf veriö aö sortera og bera út, ég hef veriö aö dunda viö aö gefa eitthvað út af þessu, hef líklega gefið út eina 12 bókar- titla, en enn á ég mikið til af göml- um sögnum og handritum, en þaö verður eflaust bara sjálfdautt eftir minn dag." Viö víkjum nú talinu aftur aö steinasöfnuninni. „Þegar ég byrj- aöi á því aö safna steinum, haföi ekki nokkur maöur tekiö upp steina í þessu steinalandi fyrir austan og borið þá inn í hús. Þaö þótti því dálítiö undarlegt þegar ég tók upp á þessu og margir hlógu aö mér, en ég lét þaö ekkert á míg fá. Ég fór síöan um firöina og eyddi öllum mínum sumarfríum í þaö aö safna steinum. Þetta var oft erfiö vinna, maöur var kannski búinn að geri þaö, fæ einn agnarlítinn í lóf- ann, Svava brosir og segir „hann hefur viljaö til þín þessi". Viö horfum á þessa steina. i ein- um bakka á borðinu eru náttúrlegir sjávarsorfnir steinar og í hinum þeir sem hafa fariö í gegnum slípi- vélina hjá Halldóri. „Ég hef verið aö dunda mér viö aö setja á suma steinana festar og búiö til hringa úr öörum, meira aö segja trúlofun- arhringa," segir Halldór. „En ég er bara svo lítill forretnigsmaöur aö ég hef iítiö selt af þeim. Helst vlldi ég bara taka upp gömlu regluna um aö skipta á vörum, ég er ekkert inni í peningamálum, og alls ekki kominn inn í nýju krónurnar." Viö sitjum góöa stund og viröum fyrir okkur þá meistaralegu smíöi sem steinarnir bera vott um. „Sjáöu t.d. þennan geislastein," segir Halldór, „þaö myndi einhver hafa veriö lofsunginn heföi hann framleitt þessa örfínu og reglulegu þræöi sem í honum eru." Þarna má sjá ópala, jaspisa, glerhalla, silfurberg, og fleiri steinategundir sem viö kunnum ekki skil á. „Ég þekki þetta ekki allt sjálfur, hef enga menntun til þess, ganga í um þrjá klukkutíma í fjöllin þegar maöur fann steina sem maöur vildi taka meö sór. Fyrstu árin var ég ekki á bíl, svo maöur notaðist viö hjólbörur og fékk far meö traktorum og þess háttar. Síðan setti ég steinana á skip, raö- aöi þeim í kassa og flutti suöur. Þaö safnaöist oft talsvert af fólki í kring og menn spuröu mig hvaö ég ætlaöi aö gera viö allt þetta grjót. En upp frá þessu tóku menn upp á því aö safna steinum sjálfir. „Þeir tóku upp á því aö kalla hann Steindór," bætir Svava viö kímin á svipinn. „En þetta er allt annaö í dag, viö hjónin vorum þarna á feröinni fyrir um þaö bil hálfum mánuöi og þá voru þeir búnir aö setja upp steinaverksmiöju, viö keyptum meira aö segja af þeim þessa tvo steina sem eru hérna," og Halldór bendir á tvo verö- merkta steina sem liggja innan um alla hina á boröinu. „Annars fram- leiða þeir þarna nafnspjöld á hurö- ir og ýmsilegt annaö í þeim dúr. Þessi verksmiöja heitir Álfasteinn og þaö er ánægjulegt aö Borgfirö- ingar hafa tekiö sig svona mikið á. Annars er ég enginn maöur aö veröa í þetta lengur, ég er t.d. al- veg farinn í bakinu, viö fórum bara í fjörurnar aö þessu sinni, og ég skreiö á fjórum fótum t sandinum og gróf í sandinn meö krumlunum. Þetta var áreiöanlega síöasta ferö- in sem ég fer í, ég hugsa aö ég hafi ekki einu sinni heilsu í aö skríöa í sandinum næsta sumar." Svava kemur nú inn meö lér- eftspoka fullan af steinum, „þetta tíndum viö í sumar, þetta eru litlar sjávarsorfnar steinvölur," hún nær síöan í annan poka miklu minni, meö litlum steinum í og biður mig aö velja mér einn blindandi. Ég þaö þarf stórvísindamenn til aö greina allar þessar tegundir," segir Halldór. Annars hef ég gefið alla fallegustu steinana mína til Kópa- vogsbæjar, þeir ætlaö aö byggja eitthvert hús sem þeir eiga aö vera í, ég heft heyrt aö þar eigi einnig aö vera stærsta skeljasafn sem til er á landinu. Eitthvaö veröur ef til vill látiö í skólana til aö kenna ungviöinu aö þekkja hinar ýmsu steinategundir. Þessa steina sem hér eru eftir skil ég ekki viö mig fyrr en ég er allur. Annars get ég sagt þér til gamans, aö bróöir minn, Runólfur, kom einu sinni fram á sambandsfundi sem hald- inn var hjá Níalsinnum og ég not- aöi tækifæriö og spuröi hann hvort þaö væru fallegir steinar þar sem hann væri. Hann sagöist ekki hafa tekiö eftir því, hann var nú aldrei neitt fyrir steina í lifanda lífi, en í næsta skipti þegar hann kom í gegn, sagöi hann aö þarna væru gífurlega fallegir steinar, svo maö- ur hefur til einhvers aö hlakka. Þaö er annars alveg hræöilegt hvernig útlendingar hafa fariö meö alla þessa steina út úr landinu. Ég hef nú dálítiö verið aö skrifa um þetta í blööin, en ég held aö bændurnir hafi ekki veriö nægilega vakandi fyrir þessu, því þeir hafa margir hverjir bara litiö á þessa steina sem einskisvert grjót. Sjáöu þennan," segir Halldór og tekur upp einn ópal. „Þaö er fallegt innan í honum þessum, stingdu honum á þig." „Þaö var Kjarval sem kenndi mér fyrst aö meta steina," segir Svava, hann var vanur aö taka upp steina, rýna í þá og segja síöan: „Sjáöu, þaö er ævintýri í honum þessum." í * RISAROKK í Höllinni / Föstudag 10. sept. kl. 20—24 / Baraflokkurinn Ego Grýlurnar Þeyr Þursaflokkurinn VerÖ kr. 150- Forsala aögöngumiöa í Fálkanum, Karnabæ og Stuöbúöinni. Úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar „Óskasteinninn heitir svo aö hvers sem maöur óskar sér, þegar maöur hefur hann, fær maöur ósk sína uppfyllta. Ýmsum sögum fer einnig af því hvenrig hann fáist: 1. Óskasteinn finnst viö sjó aö hálfföllnu, þegar tungl er nítján nátta og sól í fullu suðri. Leita þú hans á páskamorguninn, ber hann undir tungurótum þér og mæl til þess er þú vilt. Steinn þessi er hvítgulur aö lit og nokkuð Ijósleitur, hann er mjög líkur baun. 2. Aöferö er það aö taka hrafnsegg hiö fyrsta sem hann verpir (en Purkeyjar- Ólafur segir, aö eggiö skuli taka tveim dögum áöur en hrafninn ungi út án þess aö hann viti af), sjóöa þaö í vatni í leirmunnlaugum samhvolfdum og láta þaö svo aftur í sama hreiörið. Síöan skal bíöa nærri hreiðrinu, þangaö til hrafn- inn hefur klakiö út hinum eggjunum, en þegar aliir ungarnir eru skriönir úr þeim, veröur soöna eggiö eitt eftir óútklakiö. Skal þá taka þaö og brjóta á gat, finnur maður i þvi flatan stein og flekkóttan aö lit, þaö er óskasteinninn. Þann stein skal taka og bera á sér í olnbogabót. „Óskaöu þér svo hvers sem þú vilt, en þó með varúö," segir Purk- eyjar-Ólafur. „Geym hann í nýju líni og ber hann ætíö á þér," segja aðrir. Enn eru fleiri frásagnir um óskasteininn og eigi hann aö vera eggjakerfi óskabjarnarins, sem er margfætt sækvikindi og er stundum hálfur þriöji þuml- ungur aö lengd, og angrar hann helst hákarla. Þetta eggjakerfi veröur hart eins og steinn og svart á lit, þeg- ar þaö þornar, og rák eöa far eftir báöum flatvegum steins þessa, líkt og klöpp- uö væri rák fyrir fati á vaösteinum fiskimanna. Þvi er sagt, aö þessi litli steinn úr óskabirninum sé vaösteinn sankti Péturs, og er sú saga til þess aö óskabjörninn hafi upphaf- lega verið einhver stærsti hvalur í sjó og illur eftir þvi. Einu sinni, þegar sankti Pétur kom úr fiskiróöri, elti hvalurinn bátinn hans og vildi granda honum. Pétur fleygöi þá vaðsteini sínum í hvalinn og gjöröi hann um leið aö þessu litla sækvik- indi, svo aö þaö skyldi aldr- ei oftar gjöra skipum mein. Þennan stein úr óskabirnin- um hafa menn boriö á sér og ímyndaö sér, að hann veröi þá slysum og óhöpp- um. Það hefur og veriö trú aö ef maöur leggur lifandi óskabjörn upp í loft undir tungurætur sér, fái maöur allt sem maður óskar sér, ef þaö er gjört áöur en hann festir sig viö tunguna. Enda getur björninn ekki fest sig, þegar búiö er aö óska. Trú hefur veriö á því aö sá gæti óskaö sér og fengiö hvaö sem hann vildi sem heföi stein þennan á tungu sér, eða þó enn heldur óska- björninn sjálfan lifandi, en þaö mun vera blandaö mál- um viö fyrri aöferöina, aö leggja hann undir tunguræt- urnar. Óskasteinninn í Tindastól Einu sinni var stúlka á gangi i Tindastól og fann stein einn fallegan. Hún hugsaöi sér þá af rælni, aö hún vildi, aö hún væri komin í þá bestu veislu sem haldin væri í heiminum. Hún hvarf þá allt í einu eitthvaö út í veðriö og vissi eigi fyrri af en hún stóð í dýrölegri höll og haföi hún aldrei séö aöra eins prýöi. Maöur kom þar fram meö gullbikar í hendi og rétti henni. Hún tók viö bikarnum, en varö svo skelfd af öllu því er fyrir augun bar aö hún óskaöi sér, aö hún stæöi á sama staö og áöur í Tindastól og þaö varð líka. Fleygöi hún steininum og kvaö hann skyldi ei oftar villa sig, en hélt heim meö bikarinn. Þessi bikar þótti mikil ger- semi og var fariö meö hann til prestsins, en hann kvaöst eigi vita hvar til hann yröi brúkaður. Var þá bikarinn sendur konungi og gaf hann stúlkunni fyrir bikarinn þrjár jarðir í Skagafiröi." MMMMMMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.