Morgunblaðið - 10.09.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.09.1982, Blaðsíða 7
( 1 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1982 39 baröastóran bleikan hatt. „Þessi er saumaður í New York, en þangaö fór ég áriö 1945 og vann viö hatta- saum þar í nokkrar vikur áriö eftir. Þaö var gaman aö kynnast því hvernig þær unnu þar, þaö var saumaö miklu meira þar af mod- elhöttum en viö áttum aö venjast. Páskarnir í New York voru einnig í þá daga mikil hattahátíö, þaö þurftu allir aö fá sór nýjan hatt fyrir páskana og þaö var oft gaman aö sjá allar konur koma út úr kirkjun- um með baröastóra og tilkomu- mikla hatta. Þessi hérna er svokallaöur Holliday hattur en þeir eru saumaöir úr alla vega efni og var mjög ánægö meö þaö. Næsta vetur fékk ég síðan 50 krónur á mánuöi fyrir hattasauminn, en kaupiö hækkaöi eftir sex mánuöi og þá var ég meö 75 krónur. Síö- asta námsáriö fóru launin enn hækkandi, ég var meö 110 krónur þar til ég lauk prófi, en þá hætti ég að vinna þarna, vann í fimm vikur í verslun á Laugaveginum þar til ég var búin að koma mér fyrir hérna og síöan hef ég veriö hér.“ Soffía segir aö hún hafi haft marga sömu viöskiptavinina gegn- um árin, „ég saumaöi mikiö af þeim höttum sem voru hér til sölu fyrstu árin, Mér hefur alltaf fundist „Páskarnir í New York voru mikil hattahátíö“ „Þessi verslun byrjaöi hérna á laugardaginn 4. apríl 1936 og hef- ur veriö hér siöan,“ sagöi Soffía Pálmadóttir er viö litum inn í versl- un hennar viö Laugaveginn. „Ég sauma nú oröiö lítiö sjálf, bara nokkra hatta svona til að vera meö í spilinu, en hún Guöfinna Gísla- dóttir sem er meö mór hérna í buðinni saumar meira." Og Soffía sýnir okkur hatta sem þær hafa saumaö. Viö fáum okkur síöan sæti þarna í búöinni og spyrjum Soffíu hver hafi veriö fyrsta hatta- saumakonan hér í borginni. „Þaö var Anna Ásmundsdóttir, en hún var meö verslun hérna í bænum á sínum tíma, hún var geysilega flínk og mikil listakona. £g var lærlingur hjá henni í þrjú ár, R í þá daga höföu lærlingar ekk- ert kaup fyrsta áriö. Ég vann viö hattasauminn frá 9—6 á daginn og var svo heppin aö fá vinnu á Þjóö- minjasafninu eftir klukkan sex viö þaö aö gera viö teppi og þar var ég siöan á kvöldin til kiukkan hálf tólf. Þaö var erfitt aö fá vinnu á þessum tíma, ég man ég fékk krónu í kaup á klukkutímann þarna á safninu og afskaplega gaman aö sauma og afkastaöi heilmiklu meöan ég var yngri og gat unnið. Þaö voru einnig hjá mér lærlingar, ætli ég hafi ekki haft 7—8 slíka um ævina.“ Þær Guðfinna og Soffía segja þaö listgrein aö sauma fallega hatta og Soffía bætir viö, „hún Anna Ásmundsdóttir var mikil listakona, til aö geta saumaö fal- lega hatta þarf bæöi aö hafa þetta í sér og kunna til verka.“ Viö spyrjum hvort þær hafi nokkra hugmynd um hversu marg- ir hafi lært þetta hér á landi. Nei segja þær og Guðfinna bæt- ir viö: „Þaö er starfandi hérna félag sem heitir Hattakvennafélagiö en siöast þegar ég vissi var það reyndar hvorki lifandi né dautt, en í félaginu voru a.m.k. 20 meölimir." Guöfinna læröi á sinum tíma ha- ttasaum hjá isafold Jónsdóttur „síöan fór ég til Kaupmannahafnar og vann þar viö aö sauma módel- hatta í eitt ár.“ Guöfinna var einnig lengi meö hattaverslun Hafnar- fjaröar en kom síöan til Soffiu fyrir nokkrum árum þar sem Soffia hef- ur átt viö mikil veikindi aö striöa á undanförnum árum. Soffia sýnir okkur nú einn mörgum litum. Eg hef alltaf flutt inn dálítiö af höttum frá New York eftir aö ég var þar.“ Viö spyrjum þær Guöfinnu og Soffíu hvort þær haldi aö þessi grein eigi eftir aö blómstra á ný. „Ég á ekki von á því,“ segir Soffía, „þaö er varla hægt aö stunda þetta lengur, efnin sem við notum eru oröin þaö dýr, m.a. vegna hárra tolla," en Guöfinna segist ekki telja útilokaö aö hattasaumur eigi eftir aö blómstra aftur. Meöan viö höfum setiö aö spjalli hafa nokkrar ungar stúlkur komiö inn og mátaö hatta, og nú koma inn tvær vinkonur og önnur hvetur hina til aö máta brúðarslör i búö- inni, hin færist undan en fær þó að máta meö hjáip vinkorvunnar. „Ég mátti til aö stríöa henni,“ segir vinkonan, „þvt hún var aö hryggbrjóta einn rétt í þessu. „Inn í búðina kemur einnig alnafna Soffíu, ung stúlka um tvítugt. Viö spyrjum hana hvort hún hafi hug á aö leggja fyrir sig hattasaum eins og frænka hennar. En þaö eru fleiri menntunarmöguleikar fyrir ungar stúlkur í dag en voru fyrir fimmtíu árum og hugur Soffíu Pálma yngri stendur til læknisfræöinnar. t < t 4 \ <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.