Morgunblaðið - 10.09.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.09.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1982 51 fólk í fréttum Andrew prins fest- ur á filmu faðmandi stúlkur... Andrcw prins var festur á filmu nú fyrir skömmu þar scm hann var að faðma tvær yngismcyjar scm voru úr hópi skcmmtikrafta scm sendir voru til að skemmta brcskum mönnum í S-Atlantshafi og tóku þátt í Falklandseyja- stríðinu. Blaðið Sun í Bretlandi birti myndina ásamt frétt þess eðlis að boðið fyrir hermennina hefði staðið til klukkan þrjú um nóttina og hefðu allir skemmt sér hið besta, en Andrew sem er átján ára að aldri hefði þó verið áberandi upptekinn af stöllunum tveimur. Buckingham-höll hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að Elísabet drottning og eiginmaður hennar Filip prins muni fara um borð í „Invincible" þann sautjánda september þar sem það er í nánd við Bretland og sigla það sem eftir er leiðarinnar með skipinu til Bretlands ásamt syninum Andrew og öðr- um áhafnarmeðlimum. Kannski þeim finnist ekki vanþörf á að hafa auga með pilti ... Andrew prins þykir þegar vera kominn með næmt auga fyrir fögrum konum þó ekki sé aldur hans hár, aðeins átján ár. ANATOMIC dömubindi Nýja dömubindiö, sem tekur meiri raka til sín. Bindiö sem þú finnur minna fyrir. Bindiö sem sést minna. Bindiö sem er algjörlega lagaö eftir líkamanum. Anatomic dömubindiö er þykkast, þar sem þörfin er mest. Oscar Peterson til Kaupmannahafnar Danir hafa jafnan verið hinir mestu jassunnendur og geta þeir nú sem oftar glaðst yfir góðum gest- um á því sviði, því þangað er væntanlegur Oscar Peterson 4. október næstkomandi. Þar mun hann leika af fingrum fram ásamt Niels Henning Orsted Pedersen á bassa, Martin Drew á trommur og Joe Pass mun einnig leika með sem sérstakur gestur. hamingju Karl Bretaprins og Díana prinsessa eru sivinsælt myndaefni. í síðustu viku voru þau viðstödd brúð- kaup nokkurt í Lundúnum þar sem gift var á braut ein fyrrverandi sambýliskona Díönu, Carolyn Pride, sem einnig er hennar besta vinkona. Myndin sýnir hvar brúðurin fær koss frá Karli í kaupbæti og Díana horfir hin glaðhlakkalegasta á aðfarirnar. Kyle og Clint Eastwood I mynd- inni Honky Tonk Man. Samvinna föður og sonar... Clint Eastwood er um þessar mundir að vinna að kvikmynd ásamt syni sínum Kyle og minna hugmyndir sem þessi óneitanlega á mynd Ryan og Tatum O’Neal, Pappírstungl, en þurfa ekkert að vera lakari fyrir það. Mynd þeirra feðga mun verða frumsýnd um jólaleytið og bera nafnið Honky Tonk Man. Þar er fjallað um tónlistarmann sem syngur sig inn í hug og hjörtu manna, á ferð ásamt bróðursyni sinum, en minna er um að þorp- arar séu skotnir veg allrar ver- aldar en í öðrum myndum Eastwood, enda barn með í för- inni ... Bee Gees i starfshlé Hljómsveitin Bee Gees hefur tekið sér starfshlé nú um nokkurra mánaða skeið a.m.k., en það tilkynnti Barry Gibb er hann flaug frá London til Bandaríkjanna nú fyrir skömmu. Bræðurnir ætla að reyna að halda sig sem mest hver frá öðrum þennan tíma og starfa sjálfstætt. Mynd þessi sýnir hvar þau hjón Barry og Linda bera börn sín Travis sem er eins árs og Ashley sem er fimm ára á handleggjum sér, en Stephan átta ára að aldri stendur hjá. COSPER COSPER Ef þetta er álverið og þetta er Garðabær, þá er Hafnarfjörður þar á milli. Dað er ekki spuming um hvar, heldur hvora þú kaupir Caravell eða Philips Báöar tegundir klæddar með áli. Ljós í loki. Læsing á loki. Sérstakt hraðfrystikerfi. Viðvörunarljós fyrir rafmagn og kuldastig. Körfur fylgja. Það er ekki vandi að velja, það verður annað hvort Caravell eða Philips. Stórkostlegt úrval, allar stærðir. Hagstætt verð. Góðir greiðsluskilmálar. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 1 5655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.