Morgunblaðið - 10.09.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.09.1982, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1982 1982 UnlvtfMl Prtt« SyixltcaU__________________________3 " 0) \>ú ert sar\Y\exvie^a. Icmgi leiddur; Otum\r\ginn !" 3i3 £!!! yptmeö “ l»aö eru fleiri en ég, Nem vilja vila hvar þú varst í nótt. Frammi bída eftir þér lojjreglu- þjónar og blaóamenn! Með morgimkaffmu Tölvan er komin í lag. Ég gat notaó hárnál til þem aó koma henni aftur í samt lag! HÖGNI HREKKVÍSI „Það koma dagar, alltof fáir að vísu, sem allur vörubílaflotimi er í vinnu. Svo að þeir eru nauðsynlegir. Um það þarf ekki að deila. Hitt finnst okkur vægast sagt undarlegt, að stórframkvæmdir, sem verið hafa lengi á döfinni, skuli nú geta strandað á furðulegum stjórnarsáttmála. Hvað er eiginlega að gerast?“ Hve lengi eigum við að bíða í þessari óvissu? Þórdís Malmquist, Keflavík, skrifar: „Velvakandi! Enn er beðið hér suðurfrá eftir því, að nokkrir menn í Reykjavík hætti að togast á um mikilvæga framkvæmd á vellinum fræga og fari að koma sér að því að láta hjólin snúast. Það ætti ekki að vera deiluefni í dag, hversu myndarlega á að byggja. Við lifum á 20. öldinni og flugsamgöngur munu ekki deyja út, miklu sennilegra að þær þróist tæknilega og fleiri og fleiri muni geta ferðast um heiminn. Slík þróun í sjálfri sér kallar á góða aðstöðu til flugumferðar, og þá ekki síður góða þjónustu í tengsl- um við slíkt. Það mætti einnig hugsa sér að millilendingar véla í langflugi gætu orðið eftirsóttari kostur eftir því sem hér væri hægt að bjóða upp á betri aðstöðu og þjónustu. En sé vikið frá augljósum hlut- um og litið nánar á ástandið í at- vinnumálum hér suðurfrá, þá hlýtur það að teljast æskilegt að allir hafi fulla atvinnu, hvort sem er á sjó eða landi. Staðreyndin er hins vegar sú, og það vita ráða- menn í þinginu fullvel, að hér eru vissar stéttir vinnandi manna, sem margir hverjir eiga ekkert eftir nema hætta að berjast við að halda hlutunum gangandi og snúa sér að einhverju öðru. Málið er bara ekki svona einfalt, því að atvinna liggur einfaldlega ekki á lausu hér. Þá stétt sem ég þekki persónulega til vil ég nefna sem dæmi um ríkjandi ástand hér á mörgum sviðum atvinnulífsins. Þessi stétt eru vörubílstjórar sem eiga sína bíla sjálfir, eða öllu held- ur eins og mál standa í dag og hafa gert alltof lengi, berjast við að halda í horfinu og vona að ekki líði á löngu, þar til aðstæður batna. Gífurlegur rekstrarkostn- aður fylgir hverjum bíl: olía, hjólmælagjald og dekk, svo að eitthvað sé nefnt. Við verðum líka vör við atvinnu- astand annarra stétta í formi ógreiddra reikninga fyrir vinnu. Það mun kannski einhver segja: Hvað eru mennirnir að rembast við að reka atvinnutæki, ef það stendur ekki undir sér? En sagan er ekki öll sögð. Það koma dagar, alltof fáir að vísu, sem allur vöru- bílaflotinn er í vinnu. Svo að þeir eru nauðsynlegir. Um það þarf ekki að deila. Hitt finnst okkur vægast sagt undarlegt, að stór- framkvæmdir, sem verið hafa á döfinni í langan tíma, skuli nú geta strandað á furðulegum stjórnarsáttmála. Hvað er eigin- lega að gerast? Vörubílar ganga úr sér eins og togarar. En við höfum aldrei farið fram á styrki til að endurnýja og borgum hæstu vexti af öllum lán- um, sem óhjakvæmilega verður að taka í slíkum tilvikum. Nokkrir þeir bjartsýnustu skiptu um bíl í fyrra, til að vera nú tilbúnir i mikla vinnu, er til kæmi. Þessir Þessir hringdu . . . Hvernig á að geyma berin? Jóhann Guðmundsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það var tvennt sem mig langaði að orða við þig. Ég hef tínt svolítið af berjum undanfarið, en finn hvergi upplýsingar um, hvernig ég eigi að geyma þau, svo að hægt sé að vera með berjaskyr og svoleiðis eitt- hvað fram á haustið. Ætli einhver lesenda þinna gæti upplýst mig um það? Bæði að því er varðar bláber og krækiber? Hvernig er hægt að halda þeim ferskum í vik- ur eða mánuði? Ég held það hljóti að brenna á mörgum að fá að vita þetta eftir gott berjaár. Ég er bú- sömu bjartsýnismenn, ásamt hin- um sem þó vildu bíða og sjá, standa nú frammi fyrir því, ann- aðhvort að selja með bullandi tapi á lélegum kjörum eða hreinlega að missa allt undir hamarinn. Vertíðin er ekkert til að byggja á, byggingariðnaður dregst saman og enginn veit með vissu t.d. hve- nær Helguvíkurframkvæmdir hefjast fyrir alvöru. Hve lengi eig- um við að bíða í þessari óvissu? Og hvernig getur flokkur, sem kallar sig flokk hins vinnandi fólks, stað- ið í vegi fyrir því á sama tíma, að hér fái atvinna fyrir fjölda manns tækifæri til að verða að veruleika til lífsviðurværis ótalinna heimila, já, að ekki sé minnst á að menn geti þá borgað sín gjöld til hins opinbera. Það þarf sitt og fær það.“ inn að fara í gegnum bókina henn- ar Helgu Sigurðardóttur, sem heitir því tvíræða nafni „Ber allt árið“, en hef ekki fundið neitt sem að gagni mætti koma í þessu efni. Að selja landið — Hitt málið sem ég ætlaði að nefna er af ólíkum toga. Það er oft talað um her og landsölu í sama vetfanginu. En fróðlegt væri að heyra svar Ragnars Arnalds við því, hvort hann sé ekki að selja landið okkar með því að taka þessi sífelldu lán. Hver á að borga? Er ekki verið að setja börnin okkar í þá aðstöðu að þau sitji uppi með skuldir sem erfitt verður að rísa undir? Börnin valda sér ekki í vögnunum 8478—6020 hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Mér rennur blóðið til skyldunnar sem móður að svara skrifum „farþega" í Vel- vakanda 3. sept. sl, um börn sem sitja í strætisvögnum en standa ekki upp fyrir fullorðnu fólki. Ég á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.