Morgunblaðið - 15.09.1982, Síða 1

Morgunblaðið - 15.09.1982, Síða 1
56 SIÐUR 203. tbl. 69. árg. MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins + Dr. Kristján Eldjárn fyrrverandi forseti íslands látinn I)r. Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseti íslands, er lát- inn. Ilann lést um klukkan 18 í gær að íslenskum tíma í Bandaríkjunum, þar sem hann gekkst undir hjartaaðgerð. Dr. Kristján, sem var forseti íslands frá 1968 til 1980, var sextíu og fimm ára er hann lést. Dr. Kristján Eldjárn fæddist á Tjörn í Svarfað- ardal hinn 6. desember ár- ið 1916, sonur hjónanna Sigrúnar Sigurhjartar- dóttur og Þórarins Eldjárn bónda og kennara á Tjörn. Kristján varð stúdent frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1936. Hann stundaði nám í Kaupmannahafn- arháskóla 1936 til 1939, og mag. art. varð hann frá Háskóla íslands 1944. Dr. phil. frá Háskóla íslands varð hann árið 1957. Dr. Kristján stundaði kennslu- störf fram til ársins 1945, en þá varð hann safnvörð- ur við Þjóðminjasafn ís- lands. Þjóðminjavörður varð hann hinn 1. desem- ber 1947, og gegndi því starfi allt til þess er hann tók við embætti forseta ís- lands 1. ágúst 1968. Forseti íslands var dr. Kristján Eldjárn í þrjú kjörtímabil, fyrst kjörinn 1968, og síðan sjálfkjörinn árin 1972 og 1976, en 1980 gaf hann ekki kost á sér til endurkjörs. Hann var skipaður pró- fessor við Háskóla íslands 1. janúar 1981. Auk forsetastarfa og annarra starfa er dr. Kristján Eldjárn hafði á hendi áður en hann var kjörinn forseti, gegndi hann fjöldamörgum trún- aðar- og virðingarstörfum um ævina. Hann var um skeið formaður Stúdenta- félags Reykjavíkur, í stjórn Hins íslenska forn- leifafélags frá 1945 og formaður þess frá 1979 og ritstjóri Árbókar þess frá 1947. Hann átti um árabil sæti í stjórn Hins ísl. bókmenntafélags, sat í út- gáfustjórn Acta Archaeo- logica, í útgáfustjórn Kult- urhistorisk leksikon for nordisk middelalder, í stjórn hugvísindadeildar Vísindasjóðs, hann sat í náttúruverndarnefnd Reykjavíkur 1958 til 1968, hann var um skeið formað- ur örnefnanefndar og sat í orðunefnd 1966 til 1968. Hann var í Félagi ísl. rit- höfunda og heiðursfélagi í Rithöfundasambandi Isl. 1977. Dr. Kristján var gerður heiðursdoktor við háskól- ana í Aberdeen 1969, Lundi 1970, Óðinsvéum 1974, Björgvin 1975, Leningrad 1975 og Leeds 1978. Hann stóð fyrir fjölda fornleifarannsókna á ís- landi og einnig í Græn- landi, Gotlandi og Ný- fundnalandi og hann ritaði mikið um fornleifafræði, einkum í Árbók fornleifa- félagsins. Hann fékkst nokkuð við þýðingar í bundnu og óbundnu máli og eftir hann liggja fjöl- margar bækur, einkum um söguleg og fornleifafræði- leg efni. Eftirlifandi eiginkona dr. Kristjáns er frú Hall- dóra Ingólfsdóttir Eldjárn. Er Kristján tók við emb- ætti forseta íslands árið 1968, flutti hann ávarp til þjóðarinnar, og voru nið- urlagsorð þess eftirfar- andi: „Ég tek við embætti forseta Islands með auð- mýkt og full vitandi um þá ábyrgð, sem því fylgir, en um leið einráðinn í að standa við hana eftir því sem mér endist vit og auðna til. Ég vil, að því leyti sem í mínu valdi stendur, leggja mig fram um að láta gott af mér leiða í öllu því er varðar heill og hamingju þjóðar- innar í veraldlegum og andlegum efnum og bið guð að gefa mér styrk til þess. Ég vona og bið, að mér auðnist að eiga gott samstarf við stjórnvöld landsins og hafa lífrænt samband við þjóðina, sem mig hefur kjörið til þessa embættis. Hjá fólkinu í landinu mun hugur minn verða.“ Vér íslendingar, hver og einn, höfum misst mikinn og mætan vin Ávarp forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, við andlát dr. Kristjáns Eldjárn fyrrum forseta Hryggð mín við fráfall dr. Kristjáns Eldjárn, fyrrverandi forseta Islands, er dýpri en ég fæ tjáð í orðum. Vér íslendingar, hver og einn, höf- um misst mikinn og mætan vin. Islensk þjóð sameinast í söknuði og horfist í augu við örlög, sem kallað hafa „svona vænan vinnumann af velli heim á bæ um miðjan dag“. Vigdís Finnbogadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.