Morgunblaðið - 24.10.1982, Síða 1
80 SÍÐUR
237. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Indland:
Þurrkar og
flóð valda
mannfelli
Nýju-I)elhí, 23. október Al*.
MANNFELLIR hefur orðið í Bihar-
fylki og víðar á Indlandi að undan-
fórnu af völdum þurrka og síðan gíf-
urlegra flóða í kjölfar þeirra. I>urrk-
arnir ollu uppskerubresti og hungur-
dauða margra manna en þegar loks-
ins tók að rigna var eins og allar
flóðgáttir himinsins hefðu opnast.
Miklir þurrkar hafa verið í
mörgum fyikjum á Norðaustur-
Indlandi og raunar víðar og er tal-
ið, að kornuppskera þjóðarinnar
muni verða um 20 milljónum
tonna minni af þeim sökum. Ak-
urlendi hefur breyst í eyðimörk,
vötn þornað upp og er talið, að í
Bihar-fylki einu séu 400.000
manna komnar á vergang. Ekki er
vitað hve margir hafa látist af
hungri.
Indverskir bændur eiga allt sitt
undir sumarrigningunum en í ár
komu þær seint, stóðu stutt og ollu
flóðum á svæðum þar sem áður
var sviðin jörð af þurrki. Margir
halda því fram, að þessar náttúru-
hamfarir séu óumflýjanlegar eins
og komið er á Indlandi. Landið er
þrautpínt og skógarnir hafa verið
höggnir að mestum hluta. Alvar-
legust er skógeyðingin sögð í
hlíðum Himalayafjalla en hún
veldur því, að ekkert hindrar vatn-
ið í að steypast ofan hlíðarnar
með tilheyrandi flóðum á láglend-
inu.
Hernum att
á nemendur
Mutarem, Zimbabwe, 23. október. AP.
SKÓLASTJÓRI nokkur í borginni
Mutare í Zimbabwe greip til þess
ráðs að kveða til lögreglu og her til
þess aö binda enda á verkfall 700
nemenda, sem vildu láta í Ijósi
óánægju sina með matinn í mötu-
neyti skólans.
Skólastjórinn, Mark Bofu,
skýrði frá því að öllum nemendun-
um, er tóku þátt í verkfallinu í
skólanum, yrði refsað og þeim
meinuð skólaganga um tíma. Skól-
anum hefur nú verið lokað um
óákveðinn tíma á meðan skóla-
stjórinn bíður ákvörðunar
menntamaálaráðuneytisins í
Harara.
BOÐAÐ VAR til neyðarfundar í rík-
isstjórn Líbanon í morgun, þar sem
árangur af ferð Amin Gemayels, for-
seta; til Bandaríkjanna, Krakklands
og Italíu var ræddur. Á sama tíma
bárust fregnir af samkomulagi um
takmarkaöan brottflutning hluta her-
liðs Israelsmanna og PLO frá Líb-
anon.
Gemayel sneri heimleiðis í gær
eftir vel heppnað sex daga ferðalag
til þriggja áðurnefndra landa, sem
lagt hafa til 4.000 manna friðar-
gæslusveitir í Beirút.
Dagblaðið An-Nahar skýrði frá
því í dag, að frumdrög að sam-
komulagi um brottflutning hluta
herliðs ísraelsmanna og PLO
hefðu verið lögð á meðan ferð
Gemayels stóð. Sagði ennfremur í
An-Nahar, að samkomulag um
endanlegan brottflutning ísraela
og Palestínumanna frá Bekaa-
dalnum yrði gert síðar. Blaðið get-
ur ekki um heimildarmenn fyrir
frétt sinni, en ritstjóri þess var að-
stoðarmaður Gemayels á ferðalagi
hans.
I samkomulaginu er kveðið á um
að ísraelsmenn dragi herlið sitt
um 15 kílómetra frá þjóðveginum á
milli Beirút og Damaskus í skipt-
Ix)ndon, 23. október AP.
SOVKSKUR sendiráðsstarfsmaður,
sem stjórnvöld i Bretlandi segjast
hafa veitt hæli þar í landi, er einn af
æðstu yfirmönnum KGB, rússnesku
leyniþjónustunnar, á Vesturlöndum
og í Miöausturlöndum að því er
um fyrir að skæruliðar yfirgefi
norður- og austurhluta Líbanon.
Sagði í An-Nahar, að á meðan
Gemayel dvaldi í Washington
hefði hann verið fullvissaður, af
breska blaðið The Daily Mail segir í
dag.
Blaðið segir, að maðurinn sé
Vladimir Kuzichkin, 35 ára gamall
starfsmaður við sovéska sendiráðið
í Teheran í íran, og að flótti hans
ÍYasser Arafat, um að herir PLO í
landinu myndu ekki standa í vegi
fyrir þeim tilraunum yfirvalda, að
koma öllu erlendu herliði úr land-
inu.
sé mesti hvalreki á fjörur bresku
leyniþjónustunnar í langan tíma. í
gærkvöldi skýrði breska innanrík-
isráðuneytið frá flótta hans og
sagði, að hann hefði komið til Bret-
lands „á síðustu dögum" og fengið
dvalarleyfi í landinu.
The Daily Mail segist hafa það
eftir breskum leyniþjónustumönn-
um, að Kuzichkin sé „æðsti
KGB-maðurinn á sínu sviði“ og að
ráðamenn í Bretlandi séu í sjöunda
himni yfir þessum tnikla feng.
„Mikilvægi hans má marka af því,
að bandarískir leyniþjónustumenn
hafa flykkst til London til að
spyrja hann spjörunum úr með
breskum starfsbræðrum sínum,"
segir blaðið, sem kveður Kuzichkin
hafa komið með „geysilegar upp-
lýsingar um njósnastarfsemi Sov-
étmanna í Vestur-Evrópu og í Mið-
austurlöndum, nöfn njósnara,
milliliða, dulmálslykla og margt
fleira".
Frá flótta Kuzichkins er sagt i
fleiri breskum blöðum og The Tim-
es segist hafa það eftir heimildum,
að hann hafi flúið í júní sl. einn
síns liðs og að kona hans hafi orðið
eftir í Teheran.
Sérstakt dómsmál í Bandaríkjunum:
Sjúklingur lést er meðferð
var hætt að hans eigin ósk
Mineola, New York, 23. oklóber. AP.
MAÐUR, SEM var alvarlega veikur af sykursýki og með ónýt nýru, lést á
föstudag, skömmu eftir að hann hafði unnið mál fyrir rétti þar sem hann
krafðist þess að læknismeðferð yrði hætt.
Úrskurður dómstólsins kom blóðrás hans í ólagi. Skömmu eft-
réttri viku eftir að Peter Cinque
krafðist þess að læknismeðferð á
sér yrði hætt og hann fengi að
deyja. Auk þess að vera sykur-
sjúklingur var Cinque blindur og
hafði misst báða fætur. Þá var
ir að Cinque lagði fram skriflega
beiðni um að fá að deyja, féll
hann í dá.
Var læknum Lydia Hall-
sjúkrahússins í Freeport skipað
að hætta meðferð sinni á Cinque.
Hann lést skömmu síðar. For-
ráðamenn sjúkrahússins reyndu
fyrst að fá Cinque ofan af beiðni
sinni, en þegar það tókst ekki
sneru þeir sér til dómstóla í von
um hjálp, en án árangurs. For-
ráðamennirnir lýstu því yfir, áð-
ur en úrskurðurinn lá fyrir, að
þeir myndu ekki áfrýja niður-
stöðu dómstólsins.
Að sögn lækna hefði Cinque
getað lifað í a.m.k. sex mánuði
með áframhaldandi meðferð, en
ekki í viku án hennar. Cinque
naut fyrst aðstoðar gervinýra
fyrir þremur árum og var í stöð-
ugri meðferð æ síðan. Hann var
með fullri rænu er hann skrifaði
undir yfirlýsingu sína í viðurvist
sex vitna.
Sovéskur njósnari
flýr til Bretlands
„Einn af æðstu yfirmönnum KGB á Vesturlöndum“ segir The Daily Mail