Morgunblaðið - 24.10.1982, Síða 5

Morgunblaðið - 24.10.1982, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 5 Nú er rétti tíminn að yfirfara skíðaútbúnaðinn Útílíf býður ókeypis stillingu á skíðabindingum í október Við stillum eftir þyngd (og getu). Þiö komið með skíðin, báöa skóna og upplýsingar um notanda og við stillum, ykkur aö kostnaðarlausu næsta hálfan mánuð. ÖRYGGI FYRIR ALLA '-K r utiuf Glæsibæ, simi 82922. Claudio Abbado Á dagskrá sjónvarps kl. 22.30 er bresk mynd með hljómsveitar- stjóranum Claudio Abbado. Abbado var áður stjórnandi hinnar frægu hljómsveitar Scala- óperunnar, en er nú aðalhljóm- sveitarstjóri Lundúnasinfóníunn- ar. Hann hefur náð óvenju skjót- um frama sem hljómsveitarstjórn- andi, því að hann er ekki enn orð- inn flmmtugur. í myndinni er fylgst með störfum Abbados, bæði á æfingum og á hljómleikum og þar kemur fram fjöldi frægra lista- manna, einleikara og söngvara. Abbado er ófeiminn við að fara með tónlistarmenn sína út fyrir veggi hinna hefðbundu hljóm- leikahalla, og hefur t.d. haldið tón- leika í verksmiðjum. ('laudio Abbado Reykjavík 1944, en ólst upp í Hafnarfirði. Hann tók stúdents- próf 1964 og dvaldist síðan í Dan- mörku og Svíþjóð um margra ára skeið. Þar sótti hann háskólafyr- irlestra og las bókmenntir, auk þess sem hann vann að ritstörfum. Vésteinn fluttist heim haustið 1972. Hánn hefur skrifað smásög- ur, skáldsögur og leikrit. Þekktast þeirra er „Stalín er ekki hér“ sem Þjóðleikhúsið sýndi veturinn 1977—1978 og flutt var í útvarpi 1981. Annað leikrit Vésteins, „Mannleg þrenning“, kom í út- varpinu 1973. LOOK landbúnaðar- sýningí LOMQON Hópferð á Smithfield sýninguna 4.-11. desember Við bjóðum bændum og öðrum þeim sem tengjast landbúnaði í hópferð á landbúnaðar- sýningu í London, „The Royal Smithfield Show“. Allar nýjungar tengdar skepnuhaldi, ræktun, vélum og tækjum. Hafsjór af fróðleik fyrir alla þá sem fylgjast með því nýjasta og besta í landbúnaðarmálum. Boðið verður upp á dagsferð til Birmingham, þar sem skoðuð er kynningarstöð breska landbúnaðarráðuneytisins. Og auðvitað skartar London sínu fegursta fyrir jóiin, með aila sína skemmtistaði, veitingahús, listasöfn, leikhús og verslanir. Verð kr: 7.190.- Innifalið: Flug, flutningur til og frá flugvelli erlendis, gisting m/morgun- verði á Hotel London Metropoi, aðgangseyrir á Smithfield alla sýnlngardagana og íslensk farar- stjórn. Samvinnuferðir - Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 A 28899 Leikrit vikunnar kl. 14.00: „Fegurð ástarinnar og lífsins“ — eftir Véstein Lúðvíksson Sjónvarp kl. 22.30: Páll Hriiar Jóuau Aidróa Bjónm Miltá. A. Eiumon l-orbjörn Broddason Tillögur að nýj- um útvarpslögum Á dagskrá hljóðvarps kl. 15.00 er umræðuþáttur: Tillögur að nýj- um útvarpslögum. Stjórnandi þáttarins er Páll Heiðar Jónsson. — Það er fyrirhugað að þessi þáttur verði í beinni útsendingu, sagði Páll Heiðar. Þátttakendur í umræðunum verða Andrés Björns- son, útvarpsstjóri, Markús Á. Ein- arsson, veðurfræðingur og for- maður útvarpslaganefndar, og Þorbjörn Broddason, lektor, sem manna mest hefur fengist við fjöl- miðlarannsóknir hér á landi. Þá verður leitað til formanna þing- flokkanna um afstöðu þeirra til afnáms einkaréttar Ríkisútvarps- ins; ennfremur rætt við Magnús Axelsson, formann Félags áhuga- manna um frjálsan útvarps- rekstur, svo og menntamálaráð- herra, og yfirleitt reynt að sjá svo um að fram komi sem flest sjón- armið i málinu. Á dagskrá hljóðvarps kl. 14.00 er leikritið „Fegurð ástarinnar og lífsins" eftir Véstein Lúðvíksson. Leikstjóri er Sigmundur örn Arngrímsson, en með aðalhlut- verk fara Árni Biandon, Margrét Guðmundsdóttir og Helgi Skúla- son. Flutningur leiksins tekur um klukkustund. Tæknimaður: Frið- rik Stefánsson. Ari, nítján ára piltur, hefur fengist við að taka upp samtöl for- eldra sinna á segulband og spilar síðan af því með eigin skýringum og hugsunum. Þá kemur í ljós að margt sem virðist slétt og fellt á yfirborðinu, er það ekki undir niðri þegar betur er að gáð. En ieikritið skrifar í rauninni lífið sjálft. Vésteinn Lúðvíksson er fæddur í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.