Morgunblaðið - 24.10.1982, Side 28

Morgunblaðið - 24.10.1982, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 Anna Guðmunds- dóttir — Áttræð Afmælisávarp sem aldrei var flutt Frú Anna Guðmundsdóttir, Hólavallagötu 7 í Reykjavík, varð áttræð hinn 25. september sl. Hún tók á móti gestum á heimili sínu þann dag. Vegna anna gat ég ekki þegið boð hennar um að sitja af- mælishófið. Þótti mér það miður. Hún átti annað af mér skilið vegna frændsemi og meira en hálfrar aldar vináttu. Mig langar til að reyna að bæta fyrir þá áráttu mína að láta skyldustörf, þótt eftir atvikum lítilvæg seú, sitja í fyrirrúmi fyrir fagnaðar- fundum, með því að biðja Morgun- biaðið fyrir síðbúið afmælisávarp til frænku minnar. Þetta verður ekki afmælisgrein í hefðbundnum stíl með ættartölu, afrekaskrá og því um 1 íku, heldur vil ég víkja að nokk'rum mér minnisstæðum at- riðum, þar sem Anna kemur við sögu á svipaðan hátt og ég kynni að hafa ávarpað hana hefði ég set- ið afmælisfagnaðinn. Anna! Ég á margs að minnast og á þér margt að þakka. Ég var lítill drengur, er ég sá þig í fyrsta sinn. Þú varst þá unglingsstúlka með föður þínum í heimsókn á heimili foreldra minna, en feður okkar voru bræður, Guðmundur og Páll Hannessynir, fæddir á Guðlaugsstöðum, en ólust upp á næsta bæ, Eiðsstöðum í Blöndu- dal, þar sem foreldrar þeirra bjuggu lengi. Áður en bílfært varð milli Suðurlands og Norðurlands var það allmikið fyrirtæki, að ferðast á hestum frá Reykjavík norður í Blöndudal. Faðir þinn tók sér samt oft slíka ferð á hendur og var ávallt hinn sami aufúsugestur. Honum fylgdi ætíð bjartsýni og gleði. Hann átti óteljandi áhuga- mál og gilti einu, hvort hann var að tala við foreldra mína og aðra fullorðna eða við okkur börnin, alltaf hafði hann þarft umræðu- efni á takteinum. Umbætur og framfarir voru aðaiumræðuefni feðra okkar og eitthvað fróðlegt og skemmtilegt hafði faðir þinn jafn- an að miðla okkur krökkunum. Þótt komur föður þíns væru alltaf jafn ánægjulegar, þá var þó ánægjan tvöföld eða meira þegar hin ljóshærða, fríða og fágaða einkadóttir hans var í för með honum. Þótt feður okkar væru um ýmislegt ólíkir, þá líktust þeir um margt, og í því efni er mér sér- staklega minnisstætt, hve miklir lífsunnendur þeir voru báðir. Þeir töldu t.d. sjálfsagt, að ungt fólk efndi til hjúskapar og heimilis- myndunar strax og þess var kost- ur. Gæti ég trúað að þeir hafi hlot- ið þennan eiginleika úr Hvassa- hraunsætt, en ekki hlutum við tvö hann í ríkum mæli að erfðum. Feður okkar höfðu áhyggjur af því, hve seint við efndum til hjúskapar, þú 27 en ég 35 ára. Þeir skiptust jafnan á bréfum á vetri hverjum. Faðir þinn minntist allt- af á hvert barna sinna, hvað það starfaði o.s.frv. Ég man að um árabil var sama setning í bréfum hans: „Anna mín er ógift enn“, og bætti svo við, en vinnur í Stjórn- arráðinu. Móður minni fannst þetta óþarfur ótti, hún taldi margt mikilvægara keppikefli fyrir unga stúlku en hjónabandið, enda mun hún hafa gert sér Ijóst, að þig myndi hvorki skorta aðdáendur né biðla. Varfærni þín í vali maka varð þín gæfa. Á því mikla hátíðarári 1930 gekkst þú í hjónaband hinn 25. maí. Brúðguminn var hinn fjölgáfaði fagurkeri Jón Sigurðs- son frá Kaldaðarnesi, þér nokkru eldri enda þá þegar reyndur mað- ur í miklu áliti, skrifstofustjóri al- þingis og hafði gegnt því starfi í 9 ár. Mér er minnisstætt, er þið hjónin komuð norður í skemmti- ferð á hestum sumarið 1930 til að heimsækja frændfólk þitt í Húna- vatnssýslu. Minnir mig að þið kæmuð að Ási í Vatnsdal og að Stóradal, þar sem frændur þínir, alþingismennirnir Guðmundur Ólafsson og Jón Jónsson, sátu sem héraðshöfðingjar að búum sínum, auk þess sem þið komuð að Guð- laugsstöðum. Ég man, hve þið hrifuð alla heima með glæsi- mennsku ykkar og háttvísi. Eg var þá gagnfræðingsstauli, sem gekk að heyskap, en feiminn og gaf mig lítt að ókunnugum ótilneyddur, en Jón gaf sig á tal við mig, þar sem ég var að vinna í þurrheyi. Hann tók visk af heyi kom með hana til mín og tók að gróðurgreina hana. Hann virtist þekkja hvert strá, hvort heldur var um að ræða mjóstör, vetrarkvíða, engjarós, horblöðku, sauðvingul eða þursa- skegg. Hann sagði þetta er fremur létt hey til fóðurs, engin gulstör né umfeðmingur og enginn smári. Ég játti þessari skynsamlegu athuga- semd og hugsaði með sjálfum mér, veit þessi maður allt, hann er sagður skáld og bókmenntafræð- ingur og er hann þá líka bæði náttúrufræðingur og bóndi. Ekki urðu kynni mín við ungu hjónin náin í þetta sinn, en ísinn hafði Jón brotið og ekki leið á löngu áð- ur en traust og ævilöng vinátta tókst með okkur. Veturinn 1930—’31 stundaði ég nám í 4. bekk hins nýja Mennta- skóla á Akureyri. Þar var þá að- eins starfrækt máladeild. Fannst mér það þunnur þrettándi að eyða þrem vetrum í málanám, og ákvað því að loknu prófi upp úr fjórða bekk að sækja um inngöngu í 5. bekk stærðfræðideildar í MR þótt ég þyrfti að þreyta próf í stærð- fræði og eðlisfræði utanskóla um haustið og engin heimavist væri við þann skóla. Ég hélt til Reykjavíkur seint í september 1931, þegar kreppan var að leggjast á þjóðina með full- um þunga. Koma mín þangað var ótrúlega auðveld og ánægjuleg. Áttu þar ýmsir hlut að máli en enginn meiri en þú, Anna frænka, og faðir þinn. Þá voru aðrir tímar en nú og þrengra um íbúa Reykja- víkur. Þótt hús Guðmundar Hann- essonar að Hverfisgötu 12 væri rúmgott og haganlega byggt, var það þéttsetið. I húsinu voru þrjú heimili og þú húsmóðir á tveimur þeirra, þ.e. heimili ykkar hjóna og heimili föður þíns, sem hafði misst konu sína 1927 og þú annast heimili hans frá þeim degi og slepptir ekki af því hendinni, þótt þú eignaðist eigið heimili fyrr en þú fluttir í eigið hús. Þitt tvíþætta húsmóðurstarf samhliða föstu starfi í Stjórnarráðinu sýndi best, hve faðmur þinn var stór og að þar sem er nóg hjartarúm þar er einnig húsrúm. Faðir þinn bauð mér strax að vera í fæði hjá sér um veturinn, en mér ofbauð að taka því boði vegna þrengslanna og anna þinna, en ekki var við annað komandi. Hann sagði: „Við Anna mín viljum, að þú borðir hjá okkur og því verður ekki haggað." Ég fann strax til þakkarskuldar til ykkar allra í húsinu, en í fullri einlægni sagt fann ég ekki þá eins vel og síðar, hve mikið þú lagðir á þig mín vegna þennan vetur. Sú þakkarskuld er enn ógreidd og verður því miður ekki jöfnuð. Veturinn 1931—’32 er mér minnisstæður. Ég bjó í húseign frænku minnar Guðrúnar Peter- sen rétt við Menntaskólann. Ég kynntist merkum skóla og mörg- um fastmótuðum kennurum og ágætum skólafélögum, en hér er ekki staður né stund að skýra frá áhrifum skólans á þroskaferil minn. En mig langar til að bregða upp mynd af lífinu á Hverfisgötu 12 og hve ánægjulegt og þroskandi var að kynnast fólkinu þar og heimil- isháttum, sem þú áttir svo mikinn þátt í að móta. Ég undaðrist strax hæfni þína, útivinnandi húsmóð- ur, sem annaðist auk þess tvö heimili af snilld, að vísu þá barn- laus, en mjög var gestkvæmt eink- um hjá föður þínum og oftast án fyrirvara. Þú hafðir að vísu hús- hjálp, hana Kristínu Jónsdóttur, en þá var ekki sú tækni, sem nú er til að létta heimilisstörfin. Stjórn- semi þín var frábær og svo með- fædd og látlaus að undrum sætti. Smekkvísi, reglusemi og siðfágun einkenndi allt heimilishaldið. Hagsýni þín, hraðvirkni og úrræðasemi var svo einstök, að allt virtist vaxa í höndum þínum, og ævinlega var nóg til hversu marga óvænta gesti sem bar að garði. Borðhald var sameiginlegt á heimili ykkar hjóna og föður þíns. Var umræðuefni ætíð í senn fróð- legt og skemmtilegt. Faðir þinn færði oft í tal fréttir af vísinda- legum nýjungum og ýmsum hag- nýtum hlutum, en Jón ræddi meira um bókmenntir og listir, en bæri eitthvað á góma, sem kitlaði skopskyn hans, lét kímnin ekki á sér standa, þótt hún væri ætíð græskulaus. Faðir þinn, aðalhúsráðandinn, var mér einstaklega góður frændi og fræðari. Hann var þennan vet- ur 65 ára, enn prófessor við læknadeild Háskólans og sístarf- andi. Dagur í lífi hans leið oft á eftirfarandi hátt. Hann vaknaði fyrir allar aldir og hafði oft hafið starf við skrifborð sitt kl. 6. Þá las hann sér til og undirbjó kennsl- una. Fyrirlestrana í Háskólanum flutti hann fyrir hádegi, en kom oft við á heimleið í bókabúð eða á Landsbókasafninu til að kaupa einhverja bók eða fá að láni. Eftir hádegisverð tók hann sér jafnan hvíld og festi oft blund, en er hann vaknaði virtist hann úthvíldur og og kátur eins og lævirki. Greip hann þá oft penna sinn og skrifaði stutta grein um eitthvað fræðandi eða nytsamlegt, skaust með hana niður á Morgunblað og kom til baka að vörmu spori hress og hýr og drakk miðdagskaffið. Það væri gaman að eiga í einni bók allar smágreinar, sem faðir þinn ritaði í Morgunblaðið. Væri enginn gestur við kaffiborðið bauð hann mér oft inn á skrifstofu sína, bauð mér sæti í hægindastól og fékk sér í pípu. Man ég enn hve góður mér þótti ilmurinn af reyktóbaki hans. Þá fitjaði hann jafnan upp á fróð- legu og skemmtilegu umræðuefni. Hann hafði áhuga á öllu milli himins og jarðar og gerði sér glögga grein fyrir hinum ólíkleg- ustu hlutum, enda afburða fjöl- hæfur gáfumaður. Ég reyndi að hlusta sem best á málflutning Guðmundar en lagði líka oft orð í belg eða lét skoðun mína tæpi- tungulaust í ljósi, af því ég var frænda mínum að því leyti líkur að eiga léttara með að tala en hlusta. Þótt gaman væri að við- ræðum við Guðmund, þá var enn lærdómsríkara, þegar ég fékk tækifæri til þess að hlusta á sam- ræður hans og ýmissa gesta hans, sem alloft kom fyrir. Þá reyndi ég að þegja og hlusta. Ég man marga þessa gesti, sem flestir voru úr hópi afburða gáfumanna þjóðar- innar eins og Guðmundur Finn- bogason, Guðjón Samúelsson, Guðmundur á Sandi, Níels Dungal o.fl. o.fl. Mér fannst mestur hjýleiki stafa frá Guðmundi Finnbogasyni. Anna, ég fjölyrði ekki um bróð- ur þinn, Arnljót, sem bjó á heimili föður síns. Við höfðum í mörg sumur verið starfsbræður, leik- bræður og vinir, vorum báðir í Menntaskólanum en hvor í sínum bekk, áttum þar skólafélaga og umgengumst því ekki mikið. Annað heimili var á Hverfis- götu 12 á hluta annarrar hæðar hússins. Þar bjuggu Hannes lækn- ir, bróðir þinn, og kona hans, Val- gerður Björnsdóttir, með frum- burð sinn Leif nú velþekktan verk- taka í Reykjavík. Á heimili þeirra var ég ætíð velkominn og átti þar marga ánægjustund. Með mér og þeim hjónum skapaðist ævilöng vinátta eins og við ykkur öll í þessu húsi. Ég hef verið margorður um þenn- an vetur, enda reyndist hann mér dýrmætur á alla lund. Nú vík ég frásögn minni aftur til ykkar hjóna. Þegar þið fóruð að eignast börnin varð of þröngt um alla á Hverfisgötu 12. Þá byggðuð þið húsið Hólavallagötu 7 á einum allra besta stað í borginni. Það var teiknað af Gunnlaugi Halldórs- syni, hannað af snilld. Mun faðir þinn hafa lagt sitt af mörkum, til þess að húsrýmið hagnýttist sem best. í það hús fluttuð þið hjónin ásamt Sigríði dóttur ykkar árið 1935. Þar setjið þið saman fyrir- myndarheimili að húsbúnaði öll- um og heimilisháttum. Allt bar vott um velmegun, smekkvísi og menningarbrag. Á þetta heimili ykkar kom ég oft bæði boðinn og óboðinn, ávallt velkominn og eftir að ég kvæntist hélt kunningsskap- urinn áfram af enn meiri hlýju en áður. Um þetta leyti þurftuð þið Jón að taka við búi á föðurleifð hans Kaldaðarnesi. Þar höfðuð þið ráðsmann og ráðskonu árið um kring en dvölduð þar á sumrum eftir því, sem tími gafst til og átt- uð þar ykkar annað heimili um árabil. Þið réðuð þar mestu um búskapinn og heimilishald enda bæði ráðsnjöll og nutuð vinsældar og virðingar starfsfólksins. Mér er í fersku minni, er Hannes læknir, bróðir þinn, og Valgerður, kona hans, buðu mér með sér á sunnu- degi sumarið 1939 í blíðskapar- veðri í heimsókn til ykkar hjóna að Kaldaðarnesi. Þá sá ég hve að- staða ykkar var ánægjuleg á hinu fagra sveitasetri, höfuðbólinu Kaldaðarnesi, er Jón bauð okkur Hannesi að ganga með sér um tún og engjar. Eins langt og augað eygði fannst mér kafloðnar vél- tækar engjar breiða sig meðfram Ölfusá. Hér voru ekki mjóstar- armýrar heldur síbreiðu valllend- isslægjur, þar sem umfeðmingur og smári juku á gróskuna. Þá sá ég að auðskilið var að Jóni þótti ekki mikið koma til útheysins, er hann sá á Guðlaugsstöðum 1930. Er ég lét í ljósi hvílíkan fjölda gripa mætti hafa á jörðinni fylgdu þær athugasemdir frá bónda, að bakkaheyið væri ekki kúgæft og jörðin hentaði ekki vel til sauð- fjárræktar, en því betur til hrossaeldis. Mesti ljóminn af ágæti jarðarinnar fór þá úr huga mínum. Því miður fenguð þið ekki lengi að njóta sveitasælunnar við búskap í Kaldaðarnesi. Jörðin var hernumin á sama degi og breski herinn kom til landsins 1940. Þá lauk sveitabúskap ykkar. Hjónaband ykkar Jóns var gæfuríkt á alla lund. Gagnkvæm ást og virðing einkenndi það. Þið áttuð svo vel skap saman, höfðuð bæði sterka og drenglundaða skapgerð. Skyldan sat í fyrirrúmi hjá báðum, þið lifðuð háttvísu menningarlífi, voruð miklir gestgjafar, þar sem sérstakur hlýleiki og ánægjulegar og upp- byggilegar samræður mættu hverjum gesti, þar sem kímnigáfa húsbóndans naut sín á ógleyman- legan hátt og þó allra best í hópi fluggáfaðra skólafélaga hans og vina, sem voru margir, eins og Sigurður Nordal, Páll ísólfsson, Níels Dungal og Davíð Stefánsson svo nokkrir séu nefndir. Húsmóð- urhæfileikar þínir nutu sín frá- bærlega við gestamóttöku, hvort heldur var um fáa vini að ræða eða fjölmenn boð alþingismanna. Þið hjónin eignuðust þrjú börn, tvær dætur, Sigríði og Ásu, og einn son, Guðmund Karl. Þið létuð ykkur annt um uppeldi þeirra. Afi þeirra, Guðmundur, kom oft í heimsókn og las Gagn og gaman með þeim systrum og sagði þeim sögur, en Guðmundur Karl naut hans aðeins fyrstu 6 árin. öll hlutu börn ykkar ágæta menntun, gegna opinberum störfum, eiga sín eigin heimili, maka og börn. Þið nutuð barnaláns. Þann skugga bar fyrir ham- ingjusól þína og barna þinna, að eiginmaður þinn lézt hinn 31. október 1957 aðeins 71 árs eftir 27 ára sambúð. Var sár harmur að þér og börnunum kveðinn og allir syrgðu hann. Hann hafði að vísu lokið embættisferli sínum með mesta sóma og naut hvers manns hylli, sem á Alþingi hafði starfað frá því hann hóf þar störf 1916, en þú og börnin höfðuð auðvitað von- ast til að njóta samvista hans enn um árabil. En enginn má sköpum renna. Þú barst þinn harm í hljóði og helgaðir börnum þínum, tengdabörnum og barnabörnum umhyggju þína. Þú hélzt heimil- inu óbreyttu og kunningja-, frænda- og vinahópurinn hélt áfram að vera stór. Þú heiðraðir minningu manns þíns með því að heimila bókaút- gáfunni Helgafelli að gefa út safn . af skáldskap, ritgerðum og þýð- ingum hans. Helgafell leysti það starf af hendi á þann veg að öllum viðkomandi var sómi að. Nú hefur þú lifað um aldar- fjórðungs skeið í þínum ekkju- dómi umvafin ástúð fjölskyldu þinnar og vina, notið ágætrar heilsu og heldur þér svo vel, bæði að andlegu og líkamlegu atgervi, að margur teldi þig fremur sjö- tuga en áttræða. Þegar um hægðist fyrir þér og börnin fluttu burtu tókst þú upp venju þína frá yngri árum og fékkst starf hjá Ríkissútvarpinu og gegndir því meðan aldur leyfði. Síðan hefur þú notið reynslu þinn- ar og vinsælda á ýmsan hátt, hald- ið sambandi við gamla og nýja vini, ferðast bæði innanlands og erlendis, hlúð að barnabörnum og þínum góðu gestum. Þú hefur verið gæfukona. Nú læt ég þessu ávarpi lokið, þakka þér allt á liðnum árum og árna þér og þínum allra heilla um ókomin ár, og þú eigir eftir að njóta ánægjulegs ævikvölds. í október 1982, Halldór Pálsson. Söngfólk Getum bætt viö söngfólki í allar raddir. Reynsla ekki skilyrði. Uppl. í síma 43236, 23713 og 75693. Árnesingakórinn í Reykjavík. m U co ih co Bladu) sem þú vaknar við!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.