Morgunblaðið - 24.10.1982, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982
Hrefna Eggerts-
dóttir - Minning
Bjarney Jörgen-
sen — Minningarorð
Fædd 14. júní 1897
Diin 17. október 1982
Síminn hringdi á sunnudags-
morgni 17. október, Friðrika Egg-
ertsdóttir, móðursystir konu
minnar, tilkynnti konu minni að
Hrefna, systir mín og móðursystir
konu minnar, væri látin. Hún
hafði andast þá um nóttina. Hún
hefði verið búin að þjást mikið og
lengi og því hefði hvíldin verið
henni kærkomin. Þó virðist það
oft svo að menn eigi erfitt með að
sætta sig við það þegar ættingjar
og vinir kveðja og raddir þeirra
hljóðna, en guð kallar vini sína til
sín þegar þeirra tími er kominn.
Þau örlög fær enginn umflúið.
Hrefna heitin fæddist í
Fremri-Langey á Breiðafirði. For-
eldrar hennar voru Eggert Gísla-
son, bóndi þar, og kona hans Þu-
ríður Jónsdóttir. Hrefna heitin
ólst upp hjá foreldrum sínum, sem
bjuggu myndarbúi í Fremri-
Langey í fjölmennum systkina-
hópi, sem öll voru og eru mikið
dugnaðar- og sómafólk. Sum
systkina hennar eru dáin en önnur
á lífi háöldruð, það elsta nú 101
árs. Um tvítugt flutti hún til
Reykjavíkur og vann þar við ýmiss
störf. Er faðir hennar lést fluttist
móðir hennar til Reykjavíkur og
bjuggu þær mæðgur saman í
Reykjavík þar til móðir hennar dó
árið 1939. Fluttist þá Hrefna heit-
in til systur sinnar og mágs, Frið-
riku Eggertsdóttur og Jóhanns G.
Jóhannssonar, en Jóhann Garðar
lést fyrir nokkrum árum á heimili
þeirra að Ásvallagötu 59, Reykja-
vík. Bjó hún síðan alla tíð á heim-
ili þeirra upp frá því þar til fyrir
rúmu ári að hún fluttist á elli-
heimilið Grund þar sem hún lést.
Hrefna heitin átti vikið heilsu-
leysi að stríða mikinn hluta ævi
sinnar og er það næstum ofar og
jafnvel ofar mannlegum skilningi
hversu hún bar veikindi sín með
mikilli hugarró og æðruleysi.
Hrefna heitin giftist aldrei né átti
neina afkomendur, en þeim mun
sterkari urðu tengsl hennar við
fjölskylduna að Ásvallagötu 59,
Reykjavík, sem hún helgaði alla
krafta sína og unni heitast.
Hrefna heitin gekk hægt um
gleðinnar dyr, ætíð hæglát og
hógvær í fasi, örðvör en tók ætíð
málstað þeirra er á var hallað.
Hreinskilin var hún og hreinskipt-
in og lét skoðun sína í ljós hisp-
urslaust, ef henni þótti ástæða til,
trygg vinum sínum og sáttfús. Að
kynnast slíkri konu er lífsfylling
og lærdómur sem aldrei verður
metinn sem skyldi.
Við hjónin, börn okkar, ættingj-
ar hennar frá Ásvallagötu 59,
systkini hennar og vinir þökkum
henni allt gott, blessum minningu
hennar og óskum henni velfarnað-
ar á þeirri leið sem hún nú hefur
iagt út á.
Samúðarkveðjur sendum við
hjónin systkinum hennar og öðr-
um ættingjum. Guðsblessun fylgi
þeim. B.F.H.
Þann 18. þ.m. andaðist á Víf-
ilsstaðaspítala frú Bjarney Jörg-
ensen á áttugasta og öðru aldurs-
ári.
Hún fæddist á Patreksfirði 21.
janúar 1901. Foreldrar hennar
voru hjónin Valgerður Bjarna-
dóttir Þóroddssonar frá Helga-
stöðum í Biskupstungum, komin
af Árnesingaættum og Ingimund-
ur Bjarnason sjómaður kominn af
Vestfjarðaættum.
Bjarney var barn að aldri er
hún missti föður sinn. Hún ólst
upp með móður sinni á Patreks-
firði og í Reykjavík eftir að móðir
hennar giftist seinni manni sínum
Helga Vigfússyni, blikksmið. Af
systkinum hennar eru á lífi ein
alsystir, kona þess er þessi minn-
ingarorð ritar og fjögur hálfsyst-
kini.
Árið 1920 fór Bjarney til Kaup-
mannahafnar og lærði fatasaum.
Vann hún hjá sama fyrirtæki í
nokkur ár.
Árið 1927 giftist hún dönskum
manni Alfred Jörgensen hús-
gagnasmíðameistara og bjuggu
þau í Kaupmannahöfn í fyrstu og
síðar um tíma í Ry í Jótlandi.
Heim til íslands fluttu þau árið
1928 og settust að í Reykjavík og
áttu þar síðan ætíð heima.
Alfred Jörgensen stundaði iðn
sína, húsgagnasmíði, óslitið með-
an heilsa og líf entist. Hann hafði
ýmist verkstæði með öðrum eða
einn sér. Hann var vandvirkur og
smekkvís fagmaður, góður og heill
íslenskur þegn. Hann lést árið
1960.
Bjarney var mikil og myndarleg
húsmóðir og bjó fjölskyldu sinni
fagurt og hlýtt heimili. Þar var
tekið á móti vandamönnum og
vinum af einlægri gestrisni og vin-
arhlýju.
Þau hjónin eignuðust þrjú börn.
Þau eru: Bent Jörgensen, rekstrar-
stjóri hjá firmanu Sveinn Egils-
son hf., kvæntur er hann Guðrúnu
Kristjánsdóttur Þorsteinssonar
frá Löndum í Stöðvarfirði, Per
Jörgensen, smiður, starfsmaður
Hraðfrystihúss Ólafsvíkur hf.,
fyrri kona hans var Sigrún Ólafs-
dóttir frá Reykjavík. Seinni kona
Pers er Kristín Halldórsdóttir frá
Ólafsvík, Inga Valgerður Jörgens-
en, búsett í Danmörku. Hennar
maður var Hans Jörgensen vél-
stjóri. Barnabörnin eru 8 og barn-
abarnabörnin 3.
Eftir að Bjarney missti mann
sinn hélt hún heimili fyrir sig og
vann við saumaskap fram á átt-
ræðisaldur. Nú síðustu árin hafði
hún notalega íbúð í Furugerði 1.
Hún var fíngerð kona og ekki
sterkbyggð, en í reynd átti hún táp
og dug í ríkum mæli. Hún átti ríka
sjálfsvirðingu og vildi standa fyrir
sínu og var fremur veitandi en
þiggjandi til hinstu stundar.
Hún var dagfarsprúð kona,
gestrisin, vinföst og góðgjörn í
besta máta. Hún var vel virt og
metin af vinum sínum og hana lék
hlýr vinarhugur þeirra. Hún var
kærleiksrík móðir og amma enda
elskuð og virt af börnum sínum,
tengdabörnum og barnabörnum,
og sýndu þau henni mikla um-
hyggju og ástúð. Hún fylgdist vel
með systkinum sínum og bar hag
þeirra og heill fyrir brjósti og þess
nutu börn þeirra og fjölskyldur.
Hún var félagslynd og naut sín vel
á góðri stund í góðra vina hópi.
Síðustu árin hrakaði heilsu
hennar og hún þurfti við og við að
dvelja á sjúkrahúsi og hress-
ingarhæli, en alltaf virtist hún
komast til nokkurrar heilsu aftur,
gat heimsótt börn sín í Ólafsvík og
Danmörku, þar til nú í sumar og
síðustu vikurnar var sýnt að
hverju fór. Þegar heilsa og þrek er
þrotið er hvíldin góð og kærkomin.
Hún var þakklát læknum sínum
og hjúkrunarfólki Vífilsstaðaspít-
ala fyrir veitta líkn í þrautum.
Að leiðarlokum er okkur, sem
næst henni stóðum, efst í huga
hjartans þökk fyrir það, sem hún
var okkur. Við biðjum guð að
blessa hana og vernda og umvefja
hana kærleika sínum á vegferð í
öðrum og göfugri heimi.
Aðalsteinn Eiríksson
Útför hennar fer fram kl. 15 á
mánudag, 25. október, frá Foss-
vogskirkju.
+
Móðir mín og tengdamóöir,
MAGNEA ÓSK HALLDÓRSDÓTTIR,
Kjartanagötu 7,
veröur jarösungin trá Fossvogskirkju þriöjudaginn 26. Oh.^ber kl.
13.30.
Pélína Hermannsdóttir,
Sveinbjörn Dagfinnsson.
+
Fósturmóöir mín, tengdamóöir og amma,
GYDA GUDMUNDSDÓTTIR,
Hjaröarhaga 28,
veröur jarösungin miövikudaginn 27. október kl. 15.00 frá Foss-
vogskirkju.
Arnór Valgeirsson,
Valur Arnórsson.
Elísabet Hauksdóttir,
+
Útför mannsins míns,
VALDIMARS ELÍASSONAR,
garðyrkjumanns,
fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaglnn 26. október kl. 3.
Edda S. Geirdal.
+
Útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu,
SIGURBJARGAR SIGRÍÐAR ÞORBERGSDÓTTUR,
fer fram frá Dómkirkjunni 26. október kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vilja minnast hinnar
látnu, er bent á Hjartavernd.
Sigfried B. Sigurösson,
Siguröur Sigfriedsson, Sigríöur Jóhannsdóttir,
Auöur Sigfriedsdóttir, Viöar Stefónsson,
Ásta Sigfriedsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson
og barnabörn.
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
+
Viö þökkum innilo
ÞC
ja samúö og vináttu viö andlát og útför
IRDfSAR GUDMUNDSDÓTTUR
fré Helgavatni.
Rut Guömundsdóttir,
Ásmundur Guömundsson,
Anna Einarsdóttir.
+
Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför móöur okkar og
tengdamóöur,
HAFLÍNU BJÖRNSDÓTTUR
fré Siglufirði.
Regína Ingólfsdóttir, Egill Jónsson,
Níels Ingólfsson, Svanhvít Hafsteinsdóttir,
Björn Ingólfsson, Rósa Jónasdóttir,
Ásgrímur Ingólfsson, Unnur Sigtryggsdóttir.
+
Astkær eiginmaöur minn, faöir okkar, sonur og bróöir,
MARTEINN MARTEINSSON,
Hverfisgötu 29, Siglufiröi,
veröur jarösunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfiröi, þriöjudaginn 26.
október kl. 1.30 e.h.
Blóm eru vinsamlega afþökkuö en þeir sem vilja minnast hins látna
láti Klwanisfélagiö Skjöld á Siglufiröi njóta þess.
Guöbjörg Sigþórsdóttir og börn,
Katrin Gísladóttir,
Kristfn Marteinsdóttir,
Sigurgeir Marteinsson,
Kristjana Gísladóttir,
Stefén Jóneson,
Gísli Guömundsson.
+
Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og vlnarhug viö andlát og
útför
KATRÍNAR SIGURLAUGAR PÁLSDÓTTUR
fré Orustustööum.
‘Sórstakar þakkir til starfsfólks Hafnarbúöa og Heimillshjálparinnar
í Kópavogi fyrir frábæra hjúkrun og umönnun.
Guö blessi ykkur öll.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Alúöarþakkir til allra sem sýndu okkur samúö og hlýhug vlö andlát
og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
JÚNÍÖNU STEFÁNSDÓTTUR,
Hringbraut 45.
Dagfinnur Stefénsson,
Þóra Stefénsdóttir, Haraldur Björnsson,
Sigrún S. Hafstein, Hannes Þ. Hafstein,
Áslaug Stefénsdóttir, Bjarni Júlíusson,
barnabörn og barnabarnabörn.