Morgunblaðið - 24.10.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.10.1982, Blaðsíða 45
I MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 45 Þannig verður til dæmis í vetur settur ljós strigi á salarveggina og ráðinn hefur verið maður til að koma með tillögur um varanlegt útileiksvið í tengslum við húsið, þar sem hægt væri að hafa leik- sýningar, tónleika og fundi. Við höfum helst verið að hugsa okkur að það yrði staðsett hér við end- ann á garðinum, eða stéttinni framundan kaffisölunni og væri þannig úr garði gert að hægt væri að leika á því í báðar áttir, inn að húsinu og út í Miklatúnið." — Nú er mikið pláss hér í kring, hefur verið gert ráð fyrir að byggt yrði við þetta hús, eða hugsanlega sett þak yfir garðinn? „Nei, það er nú ekki gert ráð fyrir viðbyggingu, en ýmsir hafa þó viðrað þá hugmynd að hér væri æskilegt að byggja tónleikasal, svo ekki þurfi stöðugt að tjalda hér til einnar nætur þegar hljómleikar eru haldnir og víst er æskilegt að hafa sem mesta breidd í starfsemi Kjarvalsstaða. Það verður um- fram allt að nota svona hús.“ — Hvernig gengur samstarfið við listamenn? „Það gengur mjög vel, finnst mér. Nú er tekin við ný stjórn hér og þar eru myndlistarmenn í meirihluta, en það er Einar Há- konarson myndlistarmaður sem er formaður og auk hans eru í stjórn- inni þau Hulda Valtýsdóttir, Guð- rún Erla Geirsdóttir, Jón Reykdal og Þorgerður Ingólfsdóttir. Þetta er í fyrsta sinn sem myndlistar- menn eru hér í meirihluta í stjórn og verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig til tekst." — Er einhver sérstök sýning frá síðustu árum sem þér þykir sérlega merkileg? „Mér þykir yfirleitt alltaf merk- ust sú sýning sem er í húsinu í hvert skipti. Núna er til dæmis sýningin á verkum Thorvaldsen. Hún er auðvitað stórmerk. Það tók líka hvorki meira né minna en tvö og hálft ár að undirbúa hana. í undirbúningi er sýning á kirkju- list á vegum kirkjunnar og mynd- listarmanna, sem gæti orðið mjög áhugaverð, en þegar er búið að senda út boð um þátttöku til hátt á þriðja hundrað listamanna á landinu, en auk þess verða sýnd eldri kirkjuleg listaverk. Þetta verður væntanlega stór sýning í öllu húsinu.“ — Hvað gerir Þóra Kristjánsdótt- ir listfræðingur þegar hún er ekki í vinnunni? „Ég verð víst að segja að ég er listfræðingur öllum stundum. Þetta er tvímælalaust vinna sem maður tekur með sér heim, en mér finnst þetta mjög gaman. Um leið og ég fer að kvarta undan þessu, þá hætti ég. Reyndar er ég núna með skíðadellu og fjölskyldan sameinast í því að renna sér á skíðum og keypti sér meira að segja jeppa í fyrravetur til að eiga hægara um vik. Nú kveður orðið svo rammt að þessum skiðaáhuga mínum, að það er ekki fyrr liðið svolítið fram á sumar, en ég er byrjuð að líta til fjalla í von um að sjá skafl, eða þó ekki væri nema dálítið föl.“ Texti: Sveinbjörn I. Baldvinsson Megrunarnámskeið Ný námskeið hefjast 8. nóvember. (Bandarískt megrun- arnámskeið sem hefur notið mikilla vinsælda og gefið mjög góðan árangur.) Námskeiðið veitir alhliða fræðslu um hollar lífsvenjur og vel samsett mataræði, sem getur samrýmst vel skipulögðu, venjulegu heimilismataræöi. Námskeiöiö er fyrir þá: • sem vilja grennast • sem vilja koma í veg fyrir að vandamálið endurtaki sig. • sem vilja foröast offitu og þaö sem henni fylgir. Upplýsingar og innritun í síma 74204 Kristrún Jóhannesdóttir, manneldisfræðingur. VINSÆLU JÓLA- DÚKARNIR KOMNIR Póstsendum Umbúða- og kraftpappír nýkominn. H. Benediktsson hf., Sudurlandsbraut 4. Sími 38300. CONSUL SÓLARBEKKURINN Viö óskum eftir innflytjenda á byltingarkenndri nýjung CONSUL SHIATSU nuddbekknum. Hann vínnur gegn bakveiki, svefnleysi og CONSUL fabrik Ringvejen 59, DK-7900 Nyköbing M. Sími 07-72 40 11. Hann er rétta háfjallasólin. Þiö veröiö brún á 8 dögum. Viö bæöi seljum og leigjum. Eigum einnig nokkra ódýra notaöa sólarbekki fyrir sólbaósstofur eöa helmlli. Nyir sólbekkir kosta frá 5995 dkr. Takiö eftir. Setjiö á stofn sólbaösstofu. Þaó er arö- vænlegt fyrirtæki. Einungis þarf 5m' pláss svo hægt er aö hafa bekk- inn hvar sem er. Bæjarfélög meö 500—1000 ibúa vantar sólbaösstofur. — BLUSSUR — FRAKKAR — PEYSUR — BUXUR — SKYRTUR I Vetrarlínan frá Italíu komin. Toppvörur á viðráðanlegu verði. SNORRABRAUT — 13505 GLÆSIBÆ — 34350 MIÐVANGI — 53300 HAMRABORG — 46200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.