Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982
35
SAMANBURÐUR Á LÍKUM
Á BRJÓSTAKRABBAMEINI
ÁHRIF BARNAFJÖLDA OG
ALDURS VIÐ FYRSTU FÆÐINGU
5 18
Líkur á brjóstakrabbameini, samkvæmt rannsóknum Krabbameinsskrárinnar.
Því yngri sem konan er þegar hún á sitt fyrsta barn, því minni eru líkurnar á
því að hún fái krabbamein í brjóst. l»ví fleiri börn sem konan hefur átt — því
minni eru líkurnar á að hún fái brjóstakrabbamein. Mestur munur, þegar þessi
tvö atriöi eru tekin saman, er meira en ftmmfaldur.
lengur, en af þeim sem greindust
1971—75 reyndust 30% lifa svo
lengi. Hjá konum breyttust þessar
tölur úr 27% í 45% á sama tíma.
Þennan árangur má eflaust
þakka bættri meðferö, en í sumum
tilfellum hefur fyrri greining haft
áhrif, m.a. að því er varðar leg-
hálskrabbamein.
Árlega deyja um 1.500 manns á
Islandi og af þeim fjölda deyr inn-
an við fjórðungur úr krabbamein-
um, eða rúmlega 300 manns. Eins
og áður sagði greinast árlega um
helmingi fleiri með krabbamein."
Leitað að áhættuþáttum
„Það er við mikinn vanda að fást.
Eins og ég drap á áður, þá er eitt
meginhlutverk krabbameinsskrár-
innar að stuðla að rannsóknum.
Mest í samvinnu við aðra aðila og
þá sem upplýsingaaðili en einnig
stundum við sjálfstæðar rannsókn-
ir. Það er alkunna að tíðni brjósta-
krabbameins eykst með aldrinum;
að sjötugar konur eru í meiri hættu
en tvítugar. Með heildarsýn yfir
sjúkdóminn hefur okkur tekist að
sýna fram á, að hvað áhættu varð-
ar, þá skiptir máli hvenær á öld-
inni konan fæddist. Einnig höfum
við unnið að könnun á áhrifum
barnafjölda og aldurs konu við
fyrstu fæðingu. Hugmyndir höfðu
komið fram um þessi atriði sem
áhættuþætti og okkur tókst að
sýna fram á marktæka fylgni.
Niðurstöður sýna, að því yngri
sem konan er þegar hún eignast
sitt fyrsta barn, því minni líkur eru
á að hún fái brjóstakrabbamein.
Því fleiri börn, því minni líkur.
Vegna áreiðanlegra ættfræðiupp-
lýsinga hér á landi, þá tókst okkur
að sýna fram á fjölskyldugengi
krabbameina; kona sem á systur
sem fengið hefur brjóstakrabba-
mein er í tæplega þrefaldri hættu á
gerðinni og aðgerða var þörf til
að rétta fjárhag hennar við. Þó
verður ekki hjá því komist að
benda á, að sérstök meðferð á
lánamálum einnar atvinnugrein-
ar, sbr. þessi skuldbreyting, geti
mjög orkað tvímaelis enda auð-
velt að sýna fram á, að slík með-
höndlun kemur beint eða óbeint
niður á öðrum atvinnugreinum. í
skuldbreytingunni felst, að visst
fjármagn verður bundið í lengri
tíma í útgerð heldur en ráð hafði
verið fyrir gert, og möguleikar
annarra atvinnugreina á fjár-
magni skerðast í samræmi við
það. Vitað er, að fjölmörg iðn-
fyrirtæki hafa átt í erfiðleikum
að standa í skilum vegna fjár-
að fá þennan sjúkdóm miðað við
konu, sem ekki á ættingja með
sjúkdóminn. Þessar rannsóknir
voru unnar í samvinnu krabba-
meinsskrárinnar, erfðafræðinefnd-
ar og Alþjóðakrabbameinsrann-
sóknastofnunarinnar í Lyon í
Frakklandi.
Með upplýsingum um áhættu-
þætti er hægt að kalla inn oftar til
hópskoðunar þær konur, sem hafa
marga af áðurnefndum áhættu-
þáttum. Til dæmis mætti hugsa
sér, að konu, sem komin er yfir
fertugt, hefur átt fá börn, byrjað
barneignir seint, á náinn ættingja
sem fengið hefur sjúkdóminn, er í
vissum blóðflokki o.s.frv., verði
ráðlagt að mæta til nákvæmrar
rannsóknar og brjóstamyndatöku
árlega. Kona sem hefur lágmarks-
áhættu samkvæmt áðurnefndu
þyrfti hins vegar ekki að koma til
brjóstaskoðunar nema til að
mynda á fimm ára fresti.
Þetta er mikilvægur áfangi í bar-
áttunni við krabbamein, en tak-
markið er auðvitað að grafast fyrir
um orsakir sem flestra krabba-
meina. Það hefur nýlega tekist að
leiða sterk rök að þvi, að ákveðin
veira valdi lifrarkrabbameini. Ef
tekst að sanna þessa kenningu, þá
er næsta skref að finna bóluefni
gegn veirunni og ráðast þannig að
rótum vandans.
Það hefur verið hægt að benda á
þætti í umhverfi okkar, sem eru
krabbameinsvaldandi og -hvetj-
andi. Það hefur tekist að sýna fram
á, að ýmis efnasambönd eru
krabbameinsvaldandi. Á þessu
sviði er mikið starf óunnið, en hægt
og sígandi miðar okkur áfram í
baráttunni við krabbamein,
krabbameinsskráin gegnir þar
mikilvægu hlutverki," sagði próf-
essor Hrafn Tulinius.
H.Halls.
skuldbindinga sinna. Að því
leytinu til er ástandið lítt frá-
brugðið því, sem við er að glíma
í útgerðinni um þessar mundir.
Þrátt fyrir þessa staðreynd, er
ekki til þess vitað, að á döfinni sé
að veita íslenskum iðnfyrirtækj-
um „almenna sakaruppgjöf
vegna vanskila".
Þess vegna verður að gera þá
kröfu, að við framkvæmd að-
gerða á borð við skuldbreytingu
útgerðarinnar, sé jafnframt leit-
ast við að tryggja hagsmuni inn-
lendra iðnfyrirtækja eins og
kostur er, en ekki sé aukið við
vanda fyrirtækjanna, sem er ær-
inn fyrir.
Ljósm.: Albert Kemp.
Frá framkvæmdunum við lengingu flugbrautarinnar á Fáskrúðsfíröi.
Flugbrautin á Fáskrúðsfirði lengd
Ká.skrúÁsfirÁi, 21. október.
í SUMAR hefur verið unnið að því
að lengja flugbrautina hér um 150
metra og verður flugbrautin þá 650
metrar eftir lenginguna.
Féð til þessarar framkvæmdar
er fengið að láni hjá Landsbanka
íslands og hefur sveitarsjóður
gengið í ábyrgð fyrir greiðslu þess.
Sveitarsjóður hefur hins vegar
fengið loforð stjórnvalda fyrir
fjárveitingu til þessara fram-
kvæmda á fjárlögum ársins 1983.
— Albert
Góð húsgögn á lægsta verði
og bestu kjörum sem hugsast
geta. Úrval á 5000 fm.
HÚSGÖGN
ÞÚ ÞARFT EKKi AÐ FARA ANNAÐ
BÚSBACN&BÖLLIN
BÍLDSHÖFOA 20 * 110 REYKJAVtK * 91-0119» og 91410
lÁNDSNONIJSTÁ
okkar pakkar og aendlr
hvart á land aem ar.
í aíma 91-«1410 faerðu
upplyslngar tim varð,
gasðl og afborgunarkjör.