Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 Leikfélag Reykjavikur: ÍRLANDSKORTIÐ. Höfundur: Brian Friel. 1'ýAandi: Karl Guðmundsson. Lýsing: Daníel Williamsson. Leikmynd og búningar: Stcinþór Sigurðsson. Leikstjóri: Eyvindur Erlendsson. ÍRLANDSKORTID eftir Brian Friel sækir efnivið í liðinn tíma, gerist 1833, þegar Bretar unnu að því að kortleggja írland og velja því ensk staðarheiti. I afskekktum héruðum töluðu fáir ensku, sumir hrafl, en fólkið var aftur á móti vel að sér í grísku og latínu. Svo- kallaðir hlöðuskólar voru stofnað- ir og þangað kom almenningur eftir strangan vinnudag og naut írar og Bretar talast við tilsagnar kennara sem auk al- mennra námsgreina lögðu mikla áherslu á fornmenntir, ekki síst latneskan skáldskap. Blómaskeiði hlöðuskólanna lauk 1831 þegar Stanley írlandsmálaráðherra beitti sér fyrir nýjungum í fræðslumálum sem ollu því að ein- ungis var kennt á ensku. Brian Friel tekur sér fyrir hend- ur að lýsa togstreitunni milli íra og Breta, hvernig þjóðleg írsk menning verður að víkja fyrir breskri ásókn. Þótt hann lýsi nítj- ándu öldinni er skírskotun til samtímaatburða ljós í verkinu. Hver kannast ekki við þau átök sem eiga sér stað enn í dag? Að mínu mati er írlandskortið fyrst og fremst samræða milli Ira og Breta, þeir talast við í leikriti Friels á máli sem þeir skilja. Satt að segja er erindi verksins til ann- arra landa vafasamt. í því eru að vísu sígild sannindi um félagslega kúgun og um ást, en dæmin eru bundin heimahögum verksins. Irlandskortið er í raun fremur hljóðlátt verk, leitast er við að gefa meira í skyn en segja berum orðum. Það sem gerist í verkinu á að láta áhorfandann skynja meiri og stærri atburði, ógnvænlegri hluti en hann fær að sjá. Þetta tekst nokkuð vel hjá Brian Friel, samanber hvarf lautinantsins og þátt bræðranna herskáu sem að- eins er talað um, birtast aldrei á sviðinu. Astarsagan einfalda sem lýsir kynnum írsku stúlkunnar og breska lautinantsins öðlast dýpt með þessari aðferð höfundarins, en er furðu litlaus þegar á allt er litið. Ég veit ekki hvort það er höf- undinum að kenna eða leikstjór- anum Eyvindi Erlendssyni að sýn- ingin verður á köflum mjög yfir- borðsleg, eitthvað skortir til þess að áhorfandinn finni til með per- sónunum. Stundum verður bægslagangur í leikurunum til þess að gera sýninguna beinlínis marklitla og skoplega þegar hún á að vera annað og meira. Það er eins og sumir leikaranna trúi ekki á varkáran frásagnarmáta höf- undarins og reyni að ná til áhorf- enda með ýktu látbragði. Karl Guðmundsson, sem þýtt hefur leikritið á gott og hljómmik- ið íslenskt mál, kemst einna næst því að skilja anda verksins og túlka það. En túlkun Karls eins nægði ekki. Ása Svavarsdóttir í hlutverki Mairu sýndi að hún er efnileg leikkona. Einnig var geð- felld túlkun Pálma Gestssonar í hlutverki lautinantsins. Einna mest þótti mér koma til túlkunar Hönnu Maríu Karlsdótt- ur á Sorghu, nær mállausri stúlku sem er mikill örlagavaldur í leik- ritinu. Emil Gunnar Guðmundsson var meðal þeirra sem gerðu vel. Karl Ágúst Ulfsson sem áður hefur lát- ið að sér kveða eftirminnilega á sviði var dæmi um óþol sem vikið var að hér að framan. Sama er að segja um Steindór Hjörleifsson sem greip til þess ráðs að fara út í hreinan farsaleik. Kjartan Ragn- arsson í hlutverki kafteinsins var eins og tindáti og er það í fyrsta sinn sem ég hef séð Kjartani mis- takast jafn hrapallega í leik. Önn- ur hlutverk gefa ekki tilefni til ummæla: Harald G. Haraldsson í hlutverki Dolta og Ragnheiður Steindórsdóttir í hlutverki Brítu. Vera má að frumsýningar- skjálfti hafi gert sýningu írlands- kortsins fumkenndari en efni stóðu til. Með meiri slípun gæti þetta orðið þokkaleg sýning, en varla annað og meira. Þess skal að lokum getið að leikmynd Steinþórs Sigurðssonar lýsti mestri hugkvæmni á þessari sýningu. Rigning Steinþórs var svo raunveruleg að hún leiddi hug- ann að regnhlífarleysi. Hún jók að minnsta kosti á þann drunga sem var yfir þessari frumsýningu í Iðnó. En var á bætandi? Jóhann Hjálmarsson Heimsmynd sem hriktir í Leiklist Jóhann Hjálmarsson Nemendaleikhúsið, Leiklist- arskóli íslands: PRESTSFÓLKIÐ eftir Minna Canth. Þýding: Úlfur Hjörvar. Leikgerð: Ritva Siikala. Leikstjóri: Ritva Siikala. Aðstoðarmaður leikstjóra: Helga Hjörvar. Leikmynd: Pekka Ojamaa. Lýsing: David Walters. Sýningar í Lindarbæ. Minna Canth (1844-1897) var baráttukona í leikritagerð, samdi ádeiluverk í því skyni að vekja fólk til umhugsunar og vildi helst breyta samfélag- inu til hins betra. í Prestsfólk- inu (1891) er Minna Canth mildari í afstöðu sinni en oft áður, en verkið er síður en svo án brodds. Það stingur á kýl- um samfélagsins, einkum hús- bóndavaldi. Séra Henrik Valt- ari drottnar yfir fjölskyldu sinni, fulltrúi heimsmyndar sem farið er að hrikta í. Elisa- beth, kona hans, verður að sætta sig við tilveru sína, en hún skynjar að tímarnir eru að breytast. Börn þeirra hjóna: sonurinn Jussi og dæt- urnar Hanna og Maiju gera öll uppreisn gegn föður sínum. Minna Canth hefur vissa samúð með Henrik Valtari vegna þess að hann skilur ekki að hann er að leiða börn sín í ógæfu með harðýðgi sinni. Hann áttar sig að vísu um síð- ir. Jussi, sem í óþökk föður síns gerist blaðamaður við frjálslynt blað eftir að hann hefur lokið stúdentsprófi, er fulltrúi nýja tímans, frjáls- lyndis sem skorar afturhald á hólm og svífst einskis. Hann veigrar sér ekki við að vega að föður sínum á prenti til að geta baðað sig í ljósi gáfna og frægðar. Hanna er heilsteypt persóna, en verður að lúta í lægra haldi vegna þess að hún er kona. Jafnvel hinir frjáls- lyndu ofurhugar líta niður á konur, virða skoðanir þeirra að vettugi. Það kemur á dag- inn að Jussi og félagi hans og samherji, Teuvo Rastas, eru óðum að breytast í íhalds- karla. Hanna talar fyrir dauf- um eyrum um frið og mótmæli gegn herskyldu. Maiju sem er að leggja út á listabraut er að bugast undan því álagi sem flótti hennar að heiman hefur verið. Hún vinnur þó sigur sem leikkona. Leikgerð Ritva Siikala er gerð af hugvitssemi. Lokaþátt- ur verksins sem gerist í Hels- inki þegar presturinn er kom- inn til að sækja Maiju, bjarga henni úr klóm borgarlífsins sem hann fyrirlítur, er þó veikasti hlekkurinn. I raun- inni hefr allt verið sagt þegar prestshjónin standa ein eftir ásamt þjónustustúlkunni. Hið gamla samfélag er þá í raun og veru hrunið til grunna. En margar orðræður í lokaþætti verksins eru engu að síður mergjaðar, ekki síst þ~r sem snúast um frelsið og kærleik- ann. Maður hlýtur að taka eftir því sérstaklega hve Ritva Siik- ala leggur mikla áherslu á ein- staklinginn, hverja persónu fyrir sig. Hinum ungu og efni- legu leikurum gaf hún mörg Akureyringar Myndlist Valtýr Pétursson Sjö framsæknir myndlistar- menn að norðan hafa efnt til sýn- ingar á verkum sínum að Kjar- valsstöðum. Það eru ekki glæsileg tíðindi, sem þeir flytja: Svo lak- lega er að þessari listgrein búið í höfuðstað Norðurlands, að þeir verða að fara allan veg til Reykja- víkur til að koma verkum sínum á framfæri. Það vitá allir, sem fylgst hafa með, að mikið átak hefur verið unnið í myndlist á Ak- ureyri að undanförnu, en samt er ástandið sem fyrr segir. Þar í bæ mun vera mikill áhugi á myndlist heimamanna, en til skamms tíma hefur ekki verið gerlegt fyrir utanbæjarmenn að sýna verk sín þar. Sá, er þetta ritar, sýndi eitt sinn á Hótel Varðborg, og var þá tjáð, að þrír eða fjórir hefðu séð þá sýningu og auðvitað voru það skyldmenni. Það eru að vísu nokk- ur ár síðan þetta gerðist, en samt hefur ástandið ekki batnað meir en svo, að margur góður málarinn hikar við að leggja í að halda sýn- ingu á Akureyri, enda er ástandið þannig, að þeir fyrir norðan þurfa að koma suður til að koma verkum sínum á framfæri. Hér þarf að verða bót á. Sýning norðanmanna að Kjar- valsstöðum er nokkuð mikil að vöxtum, og meira sett þar á veggi en húsið raunverulega þolir. Það hefði mátt gera miklu betri sýn- ingu úr þessum verkum, hefði meir verið grisjað og betur valið. Allir aðilar hefðu grætt á því. Það eru 114 númer á sýningunni og kennir þar margra grasa, olíumál- verk, akrylmyndir, vatnslitir, teikningar og myndverk. Þessir sjömenningar fara margir hverjir mismunandi leiðir í tjáningu sinni, og því er skemmtilegt að kynnast hópnum. Þeir eru einnig sem einstaklingar misjafnir á vegi staddir í myndlist sinni, og auðvit- að verður sýning sem þessi nokkuð ósamstæð. Ég held þó, a fullyrða megi, að á þessari sýningu séu miklu betri hlutir en voru hér um árið í Norræna húsinu, er norðan- menn sýndu þar, Það eru bæði kostir og ókostir við sýningar sem þessa. Menn fá minni umfjöllun og koma oft á tíðum ekki eins skýrt í ljós og æskilegt væri. En ef sýn- endur geta notfært sér samanburð við verk annarra, getur slíkt fyrir- tæki sannarlega borgað sig. Er- lendis er það oft þannig, að lista- menn sýna saman árum saman og mynda hópa. Er skemmst að vitna til allra þeirra hópa, er standa að sýningum í Danmörku, og einnig hefur þetta fyrirbæri skotið upp kolli hér, eins og flestir hafa tekið eftir. Af þeirri reynslu, er af slík- um sýningum hefur fengist, má vissulega hvetja þá Akureyringa til að halda áfram hópsýningum og notfæra sér þær að bestu getu. Það ætti einnig að skapa sam- heldni og félagsskap í ekki stærri bæ en Akureyri er, og þar virðist sannarlega verk að vinna fyrir þá menn, er hér eiga hlut að máli. Það verður að stikla á stóru, hvað einstakan sýnanda snertir að sinni. Hér er of margt verka til að gera þeim nokkur skil, en samt vil ég minnast á það, sem vakti eftir- tekt mína að nokkru ráði: Guð- mundur Ármann hefur áður sýnt hér í borg, að ég held í tvígang, og eru verk hans nú mun frambæri- legri en áður var. Hann hefur sér- staklega ljúfa litameðferð og teiknar vel. Það virðist langur vegur frá sýningum hans í SÚM hér um árið til þess, er hann gerir nú. Örn Ingi sýndi verk sín að Kjarvalsstöðum fyrir stuttu, og var ég þá sérlega ánægður með það handbragð, er var á þeirri sýningu. Það er sama sagan enn og myndverk hans eru í sama stíl og áður var. Þarna er allt svo snurfusað og fínt að maður verður hrifnari af vinnubrögðum Arnar Inga en af boðskapnum, sem er ekki víst að hafi komist til skila hvað mig snertir. Oli G. Jóhanns- son er dálítið einhæfur í verkum sínum. Flestar myndir hans eru í dökkum og brúnum tónum sem njóta sín vel á stundum, en það er nokkuð stór skammtur að sjá svo margar myndir í sömu litum og mikið til dregnar úr sömu fyrir- myndum. Kinar Helgason virðist hafa orðið mjög hrifinn af Erro okkar. Hann setur sér erfið við- fangsefni, sem eru útfærð með nokkuð óþægilegum litum, og ég fæ ekki skilið hvert þessi málari er að fara. Aðalsteinn Vestmann sýnir vatnslitamyndir og akryl- málverk. Vatnslitir virðast mér eiga betur við þennan málara, og ég held að hann geti náð árangri á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.