Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 53 forráðamönnum sjálfseignar- stofnana er ekki ætlað að hafa skoðun á málinu, þeir eiga aðeins að gera sér að góðu, það sem að þeim er rétt. Öll gerð og undirbún- ingur þessa máls er með eindæm- um. Fullt tillit sé tekið til sjálfseignarstofnana Fyrir sjálfseignarstofnanir slíkum óðaverðbólgutímum (nú er hún 78,88%) eru „fastar fjárveit- ingar“ gjörsamlega út í hött. Hver á til að mynda að greiða mismun- inn á „föstu fjárveitingunni", sem áætluð hefur verið og raunveru- legum kostnaði, sem verður? Það er alveg á hreinu, að sjálfseign- arstofnanirnar verða komnar í al- gjört þrot á miðju næsta ári með því kerfi, sem kynnt hefur verið sem „fastar fjárveitingar". Greini- legt er að þvinga á þessar stofnan- ir til samvinnu, því daggjalda- nefnd strikaði yfir tillögur stjórn- arnefndar um málefni þroska- heftra nú nýlega, um að greitt verði svokallað jöfnunardaggjald, til að minnka halla þessa árs og ekki liggja fyrir neinar tillögur varðandi úrlausn þess fjárhags- vanda, sem blasir við heimilunum nú. Sigurgeir Sigurðssyni, skoð- anabróður félagsmálaráðherra og fulltrúa í daggjaldanefnd, þætti ef til vill allt í lagi að félagi Svavar gæfi út bráðabirgðalög, þar sem hann tilkynnti að eftirleiðis yrði Seltjarnarnes tekið á „fastar fjár- veitingar“ (það væri hvort sem er svo lítið og lágt), fasteignagjöld og útsvör yrðu ekki greidd til bæjar- ins, heldur til ríkisins, þar sem það væru kjörnir fulltrúar allrar þjóðarinnar þ.e.a.s. alþingismenn, en ekki smábæjarfulltrúar, sem ættu að fara með þessi mikilvægu fjármál til heilla fyrir þjóðina. Gerð þeirrar áætlunar, sem nú liggur prentuð í fjárlögum er með öllu óviðkomandi umræddum sjálfseignarstofnunum, þær komu þar hvergi nærri. Við sem störfum að þessum málum eigum kröfu á, að fullt samráð sé haft við okkur á öllum stigum og að fullt tillit sé tekið til þess, að hér er um að ræða sjálfseignarstofnanir sem með ára- tuga vinnu fórnfúsra forystu- manna hafa af framsýni og dugn- aði gert hluti, sem ríkið myndi aldrei hafa framkvæmt. Hitt er svo annað, að það eru allir reiðubúnir til að ræða um möguleika að nýju fjármögnun- arkerfi, en það verður að vera vel undirbúið og með samþykki allra er hlut eiga að máli. Einnig verður að gefa sjálfseignarstofnunum kost á að koma sínum sjónarmið- um á framfæri í þessu máli, þær eigi fulltrúa í nefnd, sem kanni þessi mál. Það er og mikilvægt, að ekki sé flanað að þessu máli, betra er að gefa sér góðan tíma og að vinna verkefnið vel. Hvað næst, hver næst? Sjálfseignarstofnanir hafa um árabil selt þjónustu til hins opin- bera, verið eins og hver önnur fyrirtæki og hefur það reynst býsna vel. Þetta sama er uppi á teningnum víða erlendis. Það vek- ur því furðu þegar félagsmálar- áðherra talar aðra stundina um ágæti frjálsra félaga á þessu sviði, en hina stundina reynir hann að leggja þau á ríkisjötuna. í fram- haldi þessa getur maður svo spurt, hvað næst, hver næst? Með sömu rökum verður allur rekstur í land- inu lagður undir ríkið, fyrst þeir smærri, síðan hinir stærri. Það eru ekki mörg fyrirtæki, sem eiga ekki viðskipti við ríkið, sem verður æ umfangsmeira og seilist sífellt inn á fleiri og fleiri svið. Eru lög í landinu? Um málefni þroskaheftra gilda lög nr. 47/1979 og gilda þau um þann málaflokk. I þeim er ótví- rætt tekið fram að sjálfseignar- stofnanir skuli reka með daggjöld- um, annað er ekki heimilt. Önnur lög gilda ekki um rekstur þessara stofnana og því síður lagafrum- varp, sem lagt var fram á síðasta Alþingi og dagaði þar uppi, þótt félagsmálaráðherra héldi því fram í viðtali við RUV að þetta væri gert meó stoð i því lagafrumvarpi. Stjórnarskrárnefnd hefur ef til vill gert tillögur um stjórnar- skrárbreytingar, en þær eru ekki stjórnskipunarlög og þótt lagt sé fram á Alþingi lagafrumvarp verður fyrst að samþykkja það til að það teljist lög á íslandi, í öðrum löndum má vera að gildi aðrar reglur. Það er grundvallarregla, eða hefur að minnSta kosti verið á Islandi til þessa, að fyrst verði að afla lagaheimildar og síðan að framkvæma eftir þeim. á Öryggismiðstöð sett á stofn: Veitir einstaklingum og fyrirtækjum vaktþjónustu FYRIRTÆKIÐ Vari hefur í sam- vinnu við Öryggisþjónustuna sett á stofn öryggismiðstöð í því skyni að veita fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum hér á landi vaktþjónustu. Er starfseminni þannig háttað að starfsmaður ör- yggismiðstöðvarinnar fær með að- stoð senditækis boð um innbrot, eldsvoða, vatnsskaða eða vélabil- anir svo að einhver dæmi séu tek- in. Síðan er brugðist við á fyrir- fram ákveðinn hátt, t.d. með því að gera slökkviliði eða lögreglu viðvart, kalla út viðgerðarmann o.s.frv. Þetta kom m.a. fram á blaða- mannafundi sem Vari efndi til fyrir skemmstu til að kynna ör- yggismiðstöðina. Eigandi Vara, Baldur Ágústsson, sagði að ör- yggismiðstöðin starfaði þannig að litlum senditækjum væri komið fyrir hjá þeim aðilum sem vildu tengjast miðstöðinni. Jakob Kristjánsson eigandi Öryggisþjónustunnar (t.v.) og Baldur Ágústsson eigandi Vara. Þessi senditæki væru annars vegar tengd við síma á staðnum og hins vegar brunavarnarkerf- um og þjófavarnarkerfum, vatnsskynjurum eða öðrum búnaði sem vakta á. Þegar eitthvað bæri út af hringdi senditækið í öryggismiðstöðina þar sem tölvustýrður móttöku- búnaður skráði boðin sjálfvirkt og starfsmaður Vara gerði við- eigandi ráðstafanir. Að sögn Baldurs hefur undir- búningur stofnunar öryggis- miðstöðvarinnar staðið alllengi og hefðu bandarískir og breskir sérfræðingar verið með í ráð- um. T.a.m. hefðu þeir valið þau tæki sem notuð eru á vegum ör- yggismiðstöðvarinnar. Baldur kvað samstarf Vara og Öryggisþjónustunnar vera með ýmsu móti. Öryggismið- stöðin mundi t.d. annast fjar- skiptaþjónustu við öryggisverði Öryggisþjónustunnar og vera tengiliður þeirra við lögreglu, slökkvilið og eigendur fyrir- tækja ef innbrot eða óhapp ætti sér stað. Gætu öryggisverðir þá farið á þá staði sem boð berast frá ef nauðsyn krefur. Baldur sagði að sjúklingum væri einnig gert kleift að nota þessa þjónustu. Þeir gætu með hjálp senditækis gert aðvart þörfnuðust þeir aðstoðar. Grétar Norðfjörð lögreglu- flokksstjóri sagði á fundinum að hann fagnaði stofnun örygg- ismiðstöðvarinnar, enda hefði innbrotum fækkað verulega eft- ir að fyrirtæki sem byðu upp á vaktþjónustu komu til sögunn- ar. Að lokum kvað Baldur við- brögð viðskiptavina hafa verið góð við stofnun öryggismið- stöðvarinnar og væru menn því bjartsýnir á að þessi nýjung í öryggismálum hérlendis upp- fyllti þær vonir sem við hana væru bundnar. Þessir krakkar færöu Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi 160 kr. fyrir nokkru, er var ágóði af hlutaveltu sem þau efndu til. Krakkarnir heita Vídir og Tinna Ragnarsbörn og Haukur Örn, en hlutaveltan fór fram að lllað- brekku 23. Fyrir nokkru efndu þessir krakkar til hlutaveltu í Starrahólum 6, Breið- holtshverfi, til ágóða fyrir Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra og söfnuðu rúm- lega 340 kr. Krakkarnir heita: Sigrún Bragadóttir, Kagna Kiríksdóttir, Ás- laug Baldursdóttir og Þröstur Bragason. Þessir krakkar eiga heima við Vesturberg í Breiðholtshverfi og efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfél. vangefínna og söfnuðu 700 kr. til félagsins. Krakkarnir heita: Þorleifur Hannes Lúðvíksson, Hulda Nanna Lúðvíksdóttir, Lovísa Karen Helgadóttir og Steinar Lúðvíksson. Þessir krakkar eiga heima í Árbæjarhverfí og þar efndu þau til hlutaveltu til ágóða fyrir smíði Árbæjarkirkju og söfnuðu rúmlega 300 kr. Krakkarnir heita: Hafdís Mjöll Guðmundsdóttir, Erna Margrét Geirsdóttir og Orri Geirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.