Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 61 Svona er þetta allt saman Hjálpsemi og vin- gjarnlegt viðmót Magnús Guðmundsson skrifar: „Kæri Velvakandi. Einn ágætasti blaðamaður okkar, Árni Johnsen, skrifar um hljómplötuna „Við djúkboxið" í Mbl. 14. okt. sl. Hann lofar plöt- una í bak og fyrir og segir m.a. að hún innihaldi „hið eina sanna rokk sem nötrar af lífsgleði". Þá fer hann fögrum orðum um texta- gerð plötunnar og segir að texta- höfundarnir „séu eins konar gæðamerki á slíkri plötu og það er þakkarvert að virkilega er vandað til hennar". Jæja, loksins er þá komin út góð rokkplata með góðum textum, hugsaði ég með mér og keypti strax eintak af plötunni. En hvað kemur þá í ljós? Árni hafði gert mér grikk. „Við djúkboxið" er fremur róleg diskóplata sem á ekkert annað skylt við rokk- stemmningu sjötta áratugarins en sjálfar laglínurnar. Textarnir eru óttalegt bull. Ég trúi því ekki að svo ágætur vísnavinur sem Árni er, að hann viti ekki betur. Ég læt hér örlítið sýnishorn af texta plöt- unnar fylgja: „Hún var fengileg og mögur, bísnis köld en fögur, ég hef-áður fyrr frétt hún hafi reynt aö koma strákum til. Sjaldan sést hún masa en meö aöra hönd í vasa sést hún upp á Hlemmi aö éta rabbabara upp viö þil." Svona er þetta allt saman. En ég vil nota tækifærið og þakka Birgi Isleifi Gunnarssyni kærlega fyrir umsögn hans um plötu Nýja Kompanísins. Þar passaði hver stafkrókur." Katrín Guðmundsdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi. Oft heyrast kvartanir og að- finnslur í garð þeirra sem starfa að alls konar þjónustustörfum, ekki síst ef um opinbera starfs- menn er að ræða. Því finnst mér ekki úr vegi að láta-frá sér heyra, þegar maður verður fyrir góðri reynslu. Nýlega voru í heimsókn hjá mér gamlir vinir mínir frá Englandi, eldri hjón sem hafa ferðast víða, en létu nú loks verða af því að koma til íslands. Eins og flestir ferðamenn vildu þau gjarnan senda vinum sínum víðs vegar um heiminn póstkort héðan og fór ég því með þau niður á pósthús til að kaupa frímerki. Mikið var að gera í afgreiðslunni og höfðu vinir mín- ir á orði, að líklega mundi af- greiðsludaman ekki hafa tíma til að leyfa þeim að velja frímerki sem þau vildu fá í sem flestum gerðum og báðu mig að túlka fyrir sig þessa ósk sína við konuna. En þess gerðist ekki þörf, því að í ljós kom, að hún talaði reiprenn- andi og mjög góða ensku og var öll af vilja gerð að aðstoða þau, leit- aði að gömlum merkjum aftast í möppunni sinni sem hún sagði að kæmu stundum inn í skiptum fyrir nýrri. Er ekki að orðlengja það, að við fengum þarna góða og mjög vin- samiega afgreiðslu og voru hjónin þakklát konunni fyrir hjálpsem- ina og vingjarnlegt viðmót. Annað má ég til með að minnst á, sem vakti ánægju okkar þarna inni. Það er sú nýbreytni að prýða glugga og veggi pósthússins með blómum. En hvað það gerir stað- inn miklu hlýlegri og manneskju- legri en var. Ég minnist þess, að mér fannst oft dálítið nöturlegt umhorfs þarna inni, en nú er þar hlýlegt og nærri heimilislegt. Þökk sé forráðamönnum póst- hússins fyrir það framtak." - O - Velvakandi hefur fregnað, að blómaskreytingin sé til komin fyrir framtak starfsfólksins í af- greiðslusal pósthússins. Cockpit Inn: Ráðlegg íslendingum að koma þangað I Cockpit Inn i Laicmborf. íáðleggingar til íslendinga Isem hyggja á heimsókn í [Cockpit Inn í Luxemborg Friárik G. FHériiuxni skrifar: fremur dýrt I þeaaarí bór*. en Siguröaaon i Cockpit Inn I Lun-1 Margrét Magnúsdóttir skrifar: „Velvakandi. Ég varð ekki lítið undrandi, er ég las frásögn Friðriks G. Frið- rikssonar af viðskiptum hans við Cockpit Inn í Luxemborg og af- drifum fiskfantasíunnar góðu. Ekkert af því sem Friðrik nefnir kemur heim og saman við þá reynslu sem ég fékk af þessum stað í sumar sem leið. Við dvöldumst fjögur saman í Luxemborg í þrjár vikur í ág- ústmánuði sl. og borðuðum a.m.k. fjórum sinnum í Cockpit Inn. Þar fengum við hina ágæt- ustu þjónustu og maturinn var fyrsta flokks í öll skiptin. Það sama hef ég heyrt á kunningjum mínum sem þar hafa komið. Állir hafa rómað matinn og þjónust- una. Og eitt okkar, 17 ára gömul vinkona dóttur minnar, prófaði einmitt fiskfantasíuna hans Friðriks — og varð ekki meint af, heldur líkaði dável. Vil ég nota þetta tækifæri til að senda Val- geiri veitingamanni og kokkinum hans góða mínar bestu þakkir fyrir veittan beina í sumar. Þá langar mig einnig til að þakka Valgeiri sérstaklega fyrir að skipta góðfúslega fyrir mig tveimur ávísunum, sem ég hefði annars þurft að bíða eftir í tvo til þrjá daga að fá útleystar, og hann tók ekki svo mikið sem eina krónu í afföll. Með þetta í huga hvet ég ís- lendinga sem leið eiga um Lux- emborg til að líta við í Cockpit Inn. Og ég held þeim sé líka alveg óhætt að skella sér á eina fisk- fantasíu, „ef þeir eru ekki eitt- hvað veilir fyrir í maga“.“ GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Stúlkan varð ekki var við neitt óvenju- legt. Rctt væri: Stúlkan varð ekki vör við neitt óvenjulegt. óskast til starfa nk. taugardag. Vinsamlega gefið ykk- ur fram í eftirfarandi hverfi: Breiðholtshverfi: Mætið í Breiðholtskóla fimmtudag 28. þ.m. kl. 20:00. Uppl. í síma 75816 eöa 81888. Bústaða- og Fossvogshverfi: Maetið í safnaðarh. Bústaðakirkju fimmtudag 28. þ.m. kl. 18:00—20:00. Grensáshverfi: Upplýsingar í síma 30649. Fella- og Hólahverfi: Mætiö í Fjölbrautarskólanum fimmtudag 28. þ.m. kl. 17:00. Langholtshverfi: Mætið í Þróttheimum við Holtaveg fimmtudag 28. þ.m. kl. 20:30. Árbæjarhverfi: Kvöldsími 72447. Háteigshverfi: Upplýsingar í síma 20201. Laugarneshverfi: Upplýsingar verða hringdar inn 27379 Sverrir. Neshverfi: Mætið í KR-heimilinu miövikudag 27. þ.m. kl. 19:00. Umdæmisráð Reykjavíkurborgar. STÖRGUESItEG HEINIllSTfEKI KPS PA460 ein fullkomnasta og glæsilegasta eldavélin á markaðnum. 2 fullkomnir ofnar, ofan og neöan. Sjálfhreinsandi grill- ofn með snúningstein að ofan. Emaleraöur ofn að neð- an, Ijós í takkaborði við hvern rofa. Barnaöryggi, örygg- isgler í hurð. Gufugleypir með fullkominni klukku og fjarstýribúnaði fylgir með vélinni. Þú gerir ekki betri kaup. PA 460 með gufugleypi kostar aðeins kr. 12.539. Vildarkjör. Litir: gulur, grænn og rauöur. KOfllD OG SKOÐIÐ DESSIGIJESIIEGU TJEKI EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.