Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 Minmng: Þórhildur Ólafsdóttir furrv. forstöðukona Fædd 18. júlí 1900 Dáin 6. ágúst 1982 Er ég kveð vinkonu mína, Þór- hildi Olafsdóttur, hinstu kveðju, koma margar minningar upp í hugann. Er leiðir okkar lágu fyrst saman stóð Þórhildur á merkum tíma- mótum. Nýr kafli í ævi hennar var að hefjast, sem átti eftir að móta líf hennar æ síðan og hafa áhrif á líf fjölda annarra. Hún var orðin þroskuð kona, hafði víða farið, fengið góða menntun og lífsreynslu, sem var henni mikill styrkur. Hún hafði vítt áhugasvið og hennar bestu eðliskostir áttu eftir að njóta sín í ríkum mæli í því starfi sem beið hennar. Þórhildur hafði heyrt um ný- stofnaðan skóla í Stokkhólmi, Social pedagogiska Seminariet, og umfangsmikið brautryðjendastarf í sambandi við hann á sviði leik- skóla- og dagvistarmála. Aðalhvatamaður að hvoru tveggja var rektor skólans, Alva Myrdal. Þetta vakti áhuga Þór- hildar og sótti hún um skólavist. Að námi loknu beindist áhugi hennar að því að koma á fót svip- aðri starfsemi hér heima og hún hafði kynnst þar úti. Brautryðjendastörf eru sjaldn- ast auðveld og voru það ekki held- ur í þetta sinn. En Þórhildur var bjartsýnismanneskja. Með sínum eldiega áhuga og góðri aðstoð fjöl- skyldu sinnar og góðra vina tókst henni að koma upp leikskóla við Amtmannsstíg og síðar dagheim- ili við Óðinsgötu. Erfiðasti hjallinn var öflun fjár. Þótt húsakynni væru fengin þurfti að greiða leigu, ljós og hita og svo vitanlega fyrir allt það sem til- heyrði leikskóla. Hún leitaði því til margra góðra manna um að- stoð og tókst oft að vekja áhuga þeirra á því að styrkja þetta brautryðjendastarf. Eg hygg þó, að þessi þáttur hafi reynst henni hvað erfiðastur í allri baráttunni. Það skipti hana miklu máli, hvernig brugðist var við beiðni hennar og gat hún orðið djúpt særð ef gefið var í skyn að hún væri að biðja um ölmusu, svo fjarri sem það var hennar stolta skapi. En hún gerði sér þó alltaf fyllilega grein fyrir því að hún var að berj- ast fyrir nýjung sem fæstir hér á landi höfðu áður heyrt getið um. Eina raunhæfa leiðin til þess að vinna þessu góða málefni stuðning var að sýna gagnsemi þess í verki. Það var því mikið í húfi að vel tækist til er farið var af stað. Hafist var handa um að byggja upp fyrir leikskólann í þess orðs fyllstu merkingu. Smíðuð voru húsgögn við hæfi barna, leikföng búin til, það var málað og saumað og allt gert til þess að leikskólinn mætti verða eins og þeir bestu sem hún hafði séð. í þessu uppbyggingarstarfi naut hún aðstoðar sinna góðu vina og fyrrum sámstarfsfélaga af skrif- stofunni þar sem hún áður hafði unnið og annarra góðra vina. Það tókst með afbrigðum vel að skapa heimilislegt og menningarlegt andrúmsloft, þrungið lífi og starfi. Það var nokkuð misjafnt hvern- ig þessari nýjung var tekið. Sumir tóku henni stórvel, aðrir með var- úð. Það kom þó fljótt í ljós að mik- il þörf var á starfsemi sem þess- ari. En Þórhildur kom einnig auga á, að ekki var allur vandi leystur með leikskóla nokkra tíma á dag. Við fjölmörg vandamál var að glíma og komu í ljós hennar góðu eðliskostir er hún jafnan tókst á við vandann þar sem hann var mestur. Þetta voru erfiðir tímar. Það ,var atvinnuleysi og margar fjöl- skyldur bjuggu í heilsuspillandi íbúðum. Og ekki var það óalgengt að börn væru vannærð. Er Þórhildur stofnaði dagheim- ilið við Óðinsgötu var við ýmiss konar erfiðleika að etja. Húsa- kynni voru þröng og óhentug til slíkrar starfsemi og ýmislegt skorti sem æskilegt hefði verið að hafa. Þó var það ekkert 3em máli skipti fyrir börnin. Þau fengu holla og góða fæðu. Og að þeim var búið eins og best var á kosið bæði andlega og líkamlega. Börn sem komu föl og vesöl urðu á skömmum tíma hraustleg og frjálsleg í fasi. Þarna fór fram frábært uppbyggjandi starf og þrátt fyrir erfið starfsskilyrði ríkti andi myndarheimilis. Jafnframt því að Þórhildur var óvenju fjölþættum hæfileikum bú- in, hafði hún þrek og starfsvilja til þess að nýta þessa hæfileika sína. Henni þótti vænt um börn og kom alltaf fram við þau af háttvísi og tillitssemi. Henni fannst móðg- andi ef ekki var vandað til þess sem fyrir þau var gert eins og þá fullorðnu, hvort heldur það var á sviði bókmennta, tónlistar eða á öðrum sviðum. Er Þórhildur flutti í Tjarnar- borg urðu umsvifin meiri. Börnun- um fjölgaði og starfsfólkinu að sama skapi. En hinn góði heimilis- andi hélst engu að síður. Yfir þessu stóra heimili var sérstakur þokki. Húsakynnin voru aðlaðandi og öllu smekklega og haganlega fyrirkomið. Þórhildur bar virðingu fyrir starfi sínu og fann til mikillar ábyrgðar. Hún gerði sér grein fyrir því að miklar kröfur þyrfti að gera til alls starfsfólks og að allt væri undir því komið að sam- vinna væri sem best. Hún setti markið hátt. En jafnframt þekkti hún sínar takmarkanir og var það hennar styrkur. Hún var því fús til að leita aðstoðar þeirra sem hún taldi að gætu lagt sér lið. Þess vegna tókst henni að fá á svo mörgum sviðum það besta sem kostur var á. Þórhildur var skemmtileg kona. Hún fylgdist vel með því sem efst var á baugi hverju sinni bæði inn-* an lands og utan. Hún var bókelsk, unni tónlist og öðrum fögrum list- um. Hún hafði áhuga á hvers kon- ar verkmenningu og var sjálf góð hannyrðakona. Sérstök yndi hafði hún af allri gróðurræktun. Hún hafði mikla nautn af því að dvelja í faðmi íslenskra fjalla, sagði að það byggði sig upp bæði andlega og líkamlega og gæfi sér styrk til þess að komast í gegnum dimman vetur. Þórhildur var ljóssins barn. Uppáhaldshátíðisdagar hennar, fyrir utan trúarhátíðir, voru sumardagurinn fyrsti og jóns- messan. Hún var afar tilfinninga- næm og hún var hlý í verkum sín- um. Hún var trúuð kona í þess orðs bestu merkingu. Hún hóf aldrei starf að morgni fyrr en hún hafði beðið Guð um handleiðslu. Guðrún Ö. Stephensen Kveðjur frá Fósturskóla tslands og Fóstrufélagi fslands. Fyrir réttum 36 árum tók til starfa í Reykjavík nýr skóli undir nafninu Uppeldisskóli Sumargjaf- ar. Hlutverk hans var að mennta stúlkur til starfa á barnaheimil- um. í þá daga þótti þetta allnýst- árleg hugmynd, nánast fjarstæða. Bak við allar nýstárlegar hugm- yndir og nýjungar er framsýnt fólk, fólk sem er á undan sínum tíma í hugsun og athöfn. Á bak við hugmyndina um fóstrumenntun og uppeldis- eða fósturskóla á ís- landi var framsýn og stórbrotin kona, Þórhildur Ólafsdóttir, for- stöðukona. Hún lést, sem kunnugt er 6. ágúst sl., 82ja ára gömul. Vegna fjarveru minnar átti ég þess ekki kost að minnast sam- starfskonu minnar og vinkonu við lát hennar í sumar. En fáum er það skyldara — og ljúfara en mér að minnast þessarar merku konu. Þórhildur Ólafsdóttir var fædd á Stóra-Hrauni í Árnessýslu 18. júlí árið 1900, dóttir hjónanna Kristínar ísleifsdóttur og séra Ólafs Helgasonar. Var hún af landskunnum og merkum ættum, sem hér verða ekki raktar. Þó má geta þess að Þórhildur bar nafn ömmu sinnar, Þórhildar dóttur Tómasar Sæmundssonar prófasts á Breiðabólstað. Faðir Þórhildar, séra Ólafur, var brautryðjandi um kennslu heyrn- og málleysingja og rak málleysingjaskóla á heimili sínu frá 1891 til dauðadags, en hann dó um aldur fram árið 1904. Skólinn var þó rekinn áfram á Stóra- Hrauni fram til ársins 1910. Ólst því Þórhildur upp á fjöl- mennu menningarheimili, þar sem íslenskar hefðir voru í hávegum hafðar og umhyggja fyrir lítil- magnanum var eðlilegur þáttur í daglegu lífi. Veganestið frá Stóra-Hrauni mótaði án efa lífs- viðhorf hennar varanlega, eins og fram kom í því að hún valdi barnauppeldi að ævistarfi og gerði bættar uppeldisaðstæður borgar- barna að baráttumáli sínu. Þórhildur stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík og lauk prófi þaðan. Síðan dvaldi hún í Englandi í eitt ár. Á Spáni bjó hún í 3 ár með systur sinni og mági, þeim Karitas Ólafsdóttur og Helga Guðmundssyni, banka- stjóra. Þau hjónin studdu Þórhildi með ráðum og dáð í brautryðj- endastarfi hennar fyrr og síðar. Þegar heim kom frá Spáni, vann hún í 5 ár við skrifstofustörf hjá Rafveitu Reykjavíkur. Þau störf fullnægðu henni ekki, hvorki lífs- viðhorfi hennar né forystuhæfi- leikum. Hugur hennar hafði ætíð staðið til uppeldis- og kennslu- mála, eins og hún átti kyn til. Þrjátíu og átta ára gömul tók hún þá ákvörðun „að fara úr fínni kontórstöðu í gagnslaust nám“ eins og hún orðaði það sjálf með kímnisglampa í augum. Haustið 1938 fékk Þórhildur inngöngu í „Socialpedagogiska seminariet" í Stokkhólmi — fóst- urskóla sem þá var nýstofnaður. Skóli þessi var stofnaður árið 1936 að tilhlutan ölvu Myrdal barna- sálfræðings sem síðar varð heims- kunn sem sendiherra Svíþjóðar á Indlandi og fyrir störf sín að frið- armálum á alþjóðavettvangi. Sem kunnugt er hlaut hún friðarverð- laun Nóbels nú fyrir skömmu. Alva Myrdal var fyrsti skólastjóri þessa fósturskóla í Stokkhólmi og gegndi því starfi fyrsta áratuginn. Socialpedagogiska seminariet var þá boðberi nýrrar stefnu um uppeldi borgarbarna í nútíma þjóðfélagi. Þeirri stefnu eru gerð góð skil í bók Ölvu Myrdal „Stads- barn“ eða „Borgarbarnið", sem út kom skömmu áður en skóli hennar hóf göngu sína. Hreifst Þórhildur mjög af þessum nýju kenningum og hafði þær að leiðarljósi er heim kom og hóf brautryðjendastarf sitt af brennandi áhuga með öðr- um mætum mönnum hjá Barna- vinafélaginu Sumargjöf. Þórhildur hafði ekki unnið lengi sem forstöðukona, þegar henni var fyllilega ljóst, að ekki var unnt að reka barnaheimili sem verðugar uppeldisstofnanir án þess að til starfa fengist fólk, sem hlotið hefði uppeldisfræðilega menntun til þessara starfa. Hjá Þórhildi höfðu þó unnið úrvalsstúlkur, sem hún mat að verðleikum, enda taldi hún ekki eftir sér að kenna þeim og stjórna. Árið 1945 tók Þórhildur að vinna að alefli að því að skóli yrði stofnaður til að mennta fólk til fóstrustarfa. Átti hún frumkvæðið að stofnun Uppeldisskóla Sumar- gjafar, sem síðar varð Fósturskóli íslands, eins og áður segir. Undir forystu ísaks Jónssonar, formanns Barnavinafélagsins Sumargjafar tókst að fá styrk til reksturs skól- ans frá ríki og Reykjavíkurborg. Um þetta mál sagði Þórhildur svo frá í viðtali við Fóstrublaðið 1970, er hún lét af störfum sem forstöðukona. „Hófust nú allir handa. Ég man ekki lengur hver gerði hvað, en mér var falið að leggja drög að starfsemi þessa væntanlega skóla og útvega skólastjóra og aðal- kennara. Tilhögun skólans miðaði ég nú aðallega við þann ágæta skóla, sem ég hafði numið við I Stokkhólmi. Svo tókst mér að kló- festa Valborgu Sigurðardóttur, sem þá var að ljúka námi í sálar- og uppeldisfræði í Bandaríkjun- um.“ Þannig var upphaf sambands okkar Þórhildar. Hún „klófesti" mig unga að aldri. Við höfðum aldrei sést fyrr en ég kom heim tl Islands að námi loknu og tók að starfa með henni að undirbúningi skólans.' Skóla- starfið hófst 1. október 1946 í einni stofu í barnaheimilinu Tjarnarborg undir verndarvæng Þórhildar, sem þar var forstöðu- kona. Þar tókst samstarf með okkur Þórhildi, sem átti eftir að standa í aldarfjórðung og vinátta, sem varði meðan henni entist líf og heilsa. í kringum Þórhildi var aldrei kyrrstaða, því gat hún ekki unað. Hún var kvik í hreyfingum, létt í spori, bar höfuðið hátt, var einarð- leg i fasi og gustmikil á stundum. Hún var stjórnsöm athafnakona, sívakandi og stórhuga. Hún var traustur samstarfsmaður, ákveðin í skoðunum og fylgin sér og lét ógjarnan hlut sinn fyrir öðrum. Gat því verið erfitt fyrir ungan og reynslulausan samstarfsmann að halda hlut sínum, ef á milli bar. Við vorum oft ósammála og skarst í odda með okkur. En við virtum hvor aðra og vinátta okkar stóð traustum fótum. Þórhildur var vinur vina sinna, hún kunni að gleðjast með glöðum og hryggjast með hryggum. I skaphöfn hennar voru margir strengir — allir hljómmiklir. Hún var skemmtileg kona og höfðingi heim að sækja. Hvar sem hún bjó sér heimili hvíldi yfir því sérstakur þokki menningar og myndarbrags. Naut ég þar þráfaldlega góðra stunda með góðum gestum. Var þá óspart spilað og sungið, því Þórhildur var söngvin og unni hljómlist. Hún naut þess að vera gestgjafi og kunni manna best að halda hátíð. En Fósturskólinn var óskabarn Þórhildar. Á 25 ára afmæli skól- ans árið 1971 færði hún „óska- barninu sínu“ — eins og hún orð- aði það þá sjálf — allar sænsku námsbækurnar sínar og myndar- lega fjárupphæð til bókakaupa að auki. Sýndi það best umhyggju hennar fyrir fóstrumenntuninni og tryggð hennar við skólann, sem aldrei brást. Fyrir hönd Fósturskóla íslands og sem skólastjóri hans þakka ég henni að leiðarlokum fyrir for- göngu hennar um stofnun skólans og annað framlag hennar til fóstrumenntunar í landinu. Gengin er gagnmerk og stór- huga kona, sem unni landi sínu og þjóð, og skilaði þjóðinni heillaríku ævistarfi. Ég minnist vináttu hennar og tryggðar og þakka henni fyrir að hafa „klófest" mig og beint áhuga mínum inn á þá braut, sem raun ber vitni. Fjölskyldu hennar, sem hún var bundin sterkum kærleiks- og tryggðarböndum, sendi ég einlæg- ar samúðarkveðjur. Valborg Sigurðardóttir Með Þórhildi Ólafsdóttur, fyrr- verandi forstöðukonu, er gengin merk kona og mikilhæf. Hún var brautryðjandi á sviði dagvistar- mála og með starfi sínu að uppeld- ismálum markaði hún stefnu og hafði þau áhrif á samtíð sína að ótrúlegt getur talist. Þórhildur var önnur fósturmenntaða konan á Islandi en menntun sína hlaut hún á Socialpedagogiska semin- ariet í Stokkhólmi. Þegar Þórhild- ur kom heim frá námi haustið 1939 höfðu aðeins verið rekin hér dagheimili á sumrin, ætluð börn- um mæðra sem unnu í fiski. Leik- skólastarfsemi þekktist ekki. Það var ekki vegna þess að dagvistar- heimili væru óþörf, heldur skorti vilja, skilning og fjármagn til þess að hrinda þessum málum í fram- kvæmd. Þegar eftir heimkomuna fór Þórhildur að berjast fyrir því að koma á fót dagheimilum og leik- skólum sem starfrækt væru allt árið. Á þessum árum var mikið atvinnuleysi og liðu mörg börn næringarskort að dómi barna- verndarnefndar. Ósk Þórhildur var að starfrækja dagheimili fyrir börn þar sem þau fengju góðan og hollan mat og stuðlað væri að líkamlegum og andlegum þroska þeirra. Hvarvetna mætti Þórhild- ur skilningsleysi hjá opinberum aðilum. Þórhildur sótti um styrk úr Barnauppeldissjóði Thorvalds- enfélagsins og fékk þrjú þúsund krónur til þess að starfrækja dagheimili. Hún leitaði aðstoðar þar sem aðstoð var að fá, hjá heil- dsölum, fisksölum, vinum og frændfólki. Hún tók húsnæði á leigu á eigin ábyrgð. Dagheimilið opnaði hún 1. febrúar 1940. Börnin voru 20. Hún hafði eina stúlku sér til aðstoðar en sjálf vann hún kauplaust. Að þremur mánuðum liðnum voru peningarnir búnir og dagheimilinu lokað. Þetta er glöggt dæmi um áhuga hennar fyrir málinu og sér í lagi þar sem hún yfirgaf gott skrif- stofustarf hjá Rafmagnsveitú Reykjavíkur til þess að helga sig málefnum barna og mennta sig til þess. Haustið 1940 hófst starfsferill Þórhildar hjá Barnavinafélaginu Sumargjöf. Sumargjöf fékk þá umráð yfir húsi við Amtmanns- stíg, sem var í eigu ríkisins, og varð Þórhildur þar forstöðukona. Auk dagheimilis var starfræktur leikskóli þar sem börnin áttu kost á að dvelja hluta úr degi við þrosk- andi leiki og störf. Leikskólar fyrir börn var mikið hjartans mál Þórhildar, bæði vegna þess að hún hafði kynnst þessari starfsemi á Spáni og í Sví- þjóð og eins það að dagheimili höfðu á þessum árum á sér stimpil fátækrahjálpar. En með leikskóla- starfseminni hugðist hún ná til barna frá betur stæðum heimilum og stuðla þannig að eðlilegri fé- lagslegri blöndun. 1941 lagðist starfsemin niður við Amtmannsstíg þar sem ríkið tók húsið til annarra nota. Eftir að Þórhildur hafði sann- fært bæjarstjórn Reykjavíkur um að það væri ódýrara fyrir bæjar- sjóð að styrkja barnaheimili, en að sjá einstæðum mæðrum og börnum þeirra farboða, fékkst styrkur árið 1943. Eftir það fór að rofa til í þessum málum. Sumar- gjöf keypti hús við Tjarnargötu, Tjarnarborg, og nýtti undir dag- heimili. Þarna settist Þórhildur að og hélt áfram við ævistarfið, kom sér þá vel menntun, dugnaður og stjórnsemi, sem hún átti í ríkum mæli. Það hefur ekki verið létt verk að hefja það starf sem hún tók að sér og hafa enga fóstru sér til aðstoð- ar. Hún lagði alla tíð ríka áherslu á að börnin fengju næringarríka fæðu og að hreinlæti væri í háveg- um haft. Hún hafði sérstaka til- finningu fyrir því að fallegur garður með blómum, grasi og trjám væri í kring um barnaheim- ilin og að börnin lærðu að um- gangast gróðurinn. í Tjarnarborg var húsnæði fyrir starfsstúlkurnar og bjuggu þær oft 8 í húsinu auk Þórhildar. Margar af starfsstúlkunum voru utan af landi og var þetta því þeirra annað heimili og tók hún þátt í því að gleðjast með þeim á hátíðarstundum. Þegar Laufásborg var opnuð ár- ið 1952 réðst Þórhildur þangað sem forstöðukona. Hún lét af störfum sjötug að aldri. Fóstru- félag íslands gerði Þórhildi að heiðursfélaga þegar hún varð sjö- tug. Félagið vottar hinni látnu virðingu og þökk. Blessuð sé minn- ing hennar. Fóstrufélag íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.