Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 Á að skera niður þjón- ustu fyrir þroskahefta? Á að leggja niður annan rekstur en ríkisrekstur? eftir Hreggvið Jónsson framkv.stj. Skálatúnsheiniil is Mikiö hefur verið rætt um ein- hliða ákvörðun félagsmálaráðuneyt- isins um að taka þrjár sjálfseignar- stofnanir undir ríkið. í þessari grein vcrður tiplað á nokkrum atriðum, varðandi þetta mál. Leyniskýrslan mikla í ársbyrjun 1982 mun félags- málaráðherra hafa skipað nefnd til að gera úttekt á rekstri nokk- urra sólarhringsstofnana fyrir þroskahefta. Megin tilgangurinn með skipan nefndarinnar mun hafa verið að gera tillögu til fé- lagsmálaráðherra um að taka heimilin af daggjöldum og setja þau á svokallaðar „fastar fjárveit- ingar". Valið var í nefndina þann- ig, að allt bendir til þess að tryggja hafi átt rétta niðurstöðu hennar. Meirihluti nefndarinnar var skipaður embættismönnum, sem þegar höfðu lýst skoðunum sínum í málinu. Ekki var heimil- unum gefinn kostur á að eiga full- trúa í nefndinni, en það hefði verið eðlilegt, þar sem fjallað var um jafn veigamikið mál. Um störf nefndarinnar er fátt að segja, enda hefur nefndarálitið ekki enn verið birt forráðamönnum heimil- anna og hefur þess þó verið óskað af stjórn Skálatúnsheimilisins. Hin mikla leynd yfir niðurstöðum nefndarinnar gefur ekki tilefni til bjartsýni um málefni þroska- heftra í framtíðinni. Ég þykist vita, ef að líkum lætur, sé það vegna þess að nefndin hafi gert til- lögur um verulega fækkun starfs- fólks og á allri þjónustu heimilanna, sem þýðir í raun, að horfið verður Hreggviður Jónsson nokkur ár aftur í tímann, til þess tima þegar málefni þroskaheftra voru í algerum ólestri. Vinnubrögð með eindæmum í framhaldi af störfum nefndar- innar héldu heimulegheitin áfram og ljóst var, að það var aldrei ætl- unin að hafa samráð, að einu eða neinu leyti, við sjálfseignarstofn- anirnar þrjár. Ékki hafa verið færð nein rök fyrir því, að breyt- ing yfir á „fastar fjárveitingar" fyrir sjálfseignarstofnanir sé á einn eða neinn hátt hagstæðari eða ódýrari, þvert á móti hefur Pétur Sigurðsson, alþingismaður, sýnt fram á allt annað í grein sinni í Morgunblaðinu 15. október sl., svo og Logi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri, í grein sinni í Morgunblaðinu 25. október sl. Með bréfi félagsmálaráðuneytisins dags. 20. ágúst sl. var heimilunum tilkynnt, að samkvæmt tilskipun félagsmálaráðherra yrðu heimilin sett á „fastar fjárveitingar" af daggjöldum og að laun starfsfólks viðkomandi stofnana yrðu eftir- leiðis greidd af launadeild ríkis- ins. I niðurlagi bréfsins var síðan gert ráð fyrir að haldinn yrði fundur um málið til frekari kynn- ingar og umfjöllunar. Umrætt bréf var síðan tekið til umfjöllunar á stjórnarfundi Skálatúnsheimilsins, þann 25. ág- úst sl., þar sem stjórnin óskaði eftir að fá álit nefndarinnar til umfjöllunar og umsagnar og jafn- framt var óskað eftir því, að upp- lýst yrði með stoð í hvaða lögum umrædd breyting yrði gerð. Svar við þessu bréfi hefur ekki borizt þegar þessar línur eru skrifaðar. Framkvæmdastjóri Skálatúns var síðan boðaður á fund með embættismönnum félags- og fjár- málaráðuneytis 24. september sl. Á þeim fundi var forráðamönnum umræddra sjálfseignarstofnana tilkynnt að þær hefðu verið teknar inn á fjárlög (nú var ekki lengur talað um „fastar fjárveitingar"), án þess að þær tillögur hefðu verið bornar undir forráðamenn stofn- ananna. Jafnframt var því neitað, þegar beðið var um að fá að sjá þær tillögur sem væru á fjárlög- um, fyrr en fjárlög kæmu út. Var því borið við, að ekki hefði unnist tími til að láta stofnanirnar vinna umræddar tillögur, en þó gafst tími til að láta eina ríkisfyrirtæk- ið, sem með var í pakkanum, gera sína áætlun. Ljóst er af allri málsmeðferð, að Karlinn á kassanum eftir Sighvat Björgvinsson alþm. Gagnrýni mín á stjórn ríkis- fjármáianna í tengslum við fram- lagningu fjárlagafrumvarpsins á dögunum hefur raskað ró fjár- málaráðherra. Hann hefur nú sent mér tóninn í öllum dagblöðum landsins í stafrófsröð — byrjaði á Alþýðublaðinu og endaði á Þjóð- viljanum. Þar hvetur hann mig til þess að viðurkenna þá staðreynd, að hagur ríkissjóðs sé góður. Mér kemur ekki til hugar að bera á móti því, að ríkisreikningur allra síðustu ára sýnir betri af- komu ríkissjóðs en mörg ár þar á undan. Það er ómótmælanleg staðreynd. Ragnar Arnalds hefur staðið sig ágætlega sem gjaldkeri ríkissjóðs. En æðsti yfirmaður ríkisfjár- mála þarf að gera annað og meira en að sitja á kassalokinu, segja rukkurum að koma aftur á þriðju- daginn eftir hálfan mánuð og vísa þeim reikningum annað, sem ekki eru til peningar fyrir í kassanum. Hann verður að hafa yfirsýn yfir ríkisfjármálin í heild. Það er eng- in lausn í því fólgin að leysa vandamál ríkiskassans með því að búa til vandamál á öðrum stað í ríkisbúskapnum. Með því t.d. að flytja viðfangsefni úr ríkissjóði og á annan bás við ríkisfjármálajöt- una þannig að reikningurinn fari fram hjá kassanum. Einmitt þannig hefur fjármálaráðherrann haldið á málum. Til þess að geta sýnt krónu í kassanum hefur hann vísað fjárfrekum viðfangsefnum frá ríkissjóði og vistað þau á öðr- um bás. En hann hefur ekki leyst neinn vanda. Hann hefur bara komið honum fyrir í öðrum vasa á sama fatinu: Breytt fjáröflunar- vanda ríkissjóðs í lántökuvanda ríkisstofnana. Breytt greiðslujafn- aðarvanda ríkissjóðs í stórkostleg- an viðskiptahalla við útlönd og öra skuldasöfnun. Er þjóðin nokkru nær? Karlinn í kassanum Frá sjónarhóli gjaldkera ríkis- sjóðs, sem ekki hefur sýn út fyrir veggi kassans, virðist allt í stak- asta lagi. Frá sjónarmiði þeirra, sem skoða vilja ríkisfjármálin í heild, hefur síður en svo orðið breyting til bóta. Þetta er stað- reyndin, Ragnar Arnalds, sem þú hefur meira en nóg vit til þess að horfast í augu við. Þú ert æðsti yfirmaður ríkisfjármála í landinu en ekki bara aðalgjaldkeri ríkis- kassans. Þér sæmir ekki að ætla að láta umræðuna um stefnu og störf ríkisstjórnar þinnar fara fram á grundvelli aðeins eins þátt- ar í ríkisbúskapnum eins og aðrir komi þar ekki við sögu. Sjálfur segir þú í svari þínu, að mestu máli skipti að færa rétt bæði fyrir ofan strik og neðan. Þar ferð þú með rétt mál. Meiru varð- ar þó, að strikið sé ekki haft á ferð og flugi þannig að það sem færðist ofan striks í gær eigi að færast neðan striks í dag. Það er kjarni málsins. Hann er, því miður, utan gátta. Samskiplin við sjóðina Samkvæmt lögum ber ríkissjóði að leggja fram tekur af 1% launa- skatti til Byggingasjóðs verka- manna. Á yfirstandandi ári hefði framlag ríkissjóðs þannig átt að nema ca. 150 m.kr. Við afgreiðslu fjárlaga var ríkisframlagið lækk- að í 104,6 m.kr. Sú afgreiðsla spar- aði ríkissjóði 45 m.kr. Bygginga- sjóður verkamanna þurfti að verða sér úti um þetta fé með öðr- um hætti. Hvernig? Með því að taka lán með 1,5% hærri vöxtum en nemur útlánsvöxtum sjóðsins. Til þess að leysa vandamál hjá ríkissjóði var sem sé búið til ann- að vandamál hjá Byggingasjóði verkamanna. Sami háttur var hafður á fram- lögum ríkisihs til flestra annarra sjóða. Þannig verður hægt að sýna jákvæða afkomu rikissjóðs í ríkis- reikningi, sem annars hefði sýnt stórfelldan halla. Vandamálin hafa bara verið vistuð hjá öðrum opinberum sjóðum. Er þjóðin ein- hverju nær? Er vandanum eytt? Er lausn fundinn? Nei. En í fjár- lagafrumvarpi því, sem lagt var fram á dögunum á að halda upp- teknum hætti og þannig áætlaður „greiðsluafgangur hjá ríkissjóði". Samskipti við sannleikann Reikningur Kröflunefndar í fjárlagafrumvarpi Kröflunefnd- armannsins Ragnars Arnalds Sighvatur Björgvinsson nemur 220 m.kr. — sú er fjárhæð afborgana og vaxta af erlendum lánum, sem tekin voru til þessarar mestu óreiðuframkvæmdar ís- landssögunnar. Þessi óreiðureikn- ingur nemur líklega hærri fjár- hæð en fer til samanlagðra opin- berra framkvæmda í öllu kjör- dæmi fjármálaráðherrans. Svo dýr eru þau mistök orðin þjóðar- búinu. Þessa fjárhæð á líka að fá að láni erlendis — tekin lán til að borga lán. En ekkert af þessu hef- ur áhrif á afkomu ríkissjóðs. Þar kemur ekkert af þessu fram. Inn- an veggja ríkiskassans hafa Kröflumistökin aldrei verið gerð. Hvers vegna? Vegna þess, að í fjárlagafrumvarpinu hefur verið búinn til sérstakur reikningur yfir Kröflu — sjálfstæður „Kröflurík- issjóður“ — og allur kostnaður og allar lántökur hennar vegna eru færðar þar inn og framhjá ríkis- sjóði. Hverju breytir það fyrir þjóðina? Leysir það hana undan fjárhagsklyfjum Kröflumistak- anna? Auðvitað ekki. Það breytir engu öðru en því að í staðinn fyrir að ríkissjóður hefði í fjárlaga- frumvarpi verið sýndur með 200 m.kr. halla er hægt að sýna hann með 20 m.kr. greiðsluafgangi og í staðinn fyrir að nýjar lántökur umfram greidd lán hefðu reynst vera 180 m.kr. eru greiðslur af lánum, umfram tekin lán, sýndar 40 m.kr. Slík eru áhrifin af aðeins einni vistun á vandamáli ríkisfjár- málanna framhjá ríkissjóði. í Kvittað fyrir kveðju frá Ragnari fjárlagafrumvarpinu skipta slík dæmi tugum. Samskiptin viö sauðina Undanfarin ár hefur fram- leiðsla landbúnaðarafurða verið svo langt umfram þarfir þjóðar- innar, að leyfilegt hámark út- flutningsuppbóta úr ríkissjóði hefur ekki nægt. Til þess að full- nægja kröfum framleiðenda um fjárgreiðslur úr ríkissjóði hefur fjármálaráðherra skotið sér fram hjá gildandi lögum með því að veita ríkissjóðsábyrgð fyrir er- lendum lánum, sem skrifuð hafa verið á Framleiðsluráð landbún- aðarins, og notuð til þess að greiða útflutningsuppbætur umfram það, sem lög leyfa. Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur aldrei getað greitt eyrisvirði af afborgunum og vöxtum þessara lána enda siíkt aldrei staðið til. Kröfurnar hafa fallið á ríkissjóð. Á næsta ári er áætlað að ríkis- sjóður greiði 57 m.kr. sérstaklega í þessu skyni og eru þá útflutn- ingsbætur úr ríkissjóði auk nýrrar lántöku orðnar talsvert á fjórða hundrað millj. kr. eða sem næst samanlögðum tekjum ríkisins af eignaskatti einstaklinga og fyrir- tækja. Vegna þess, að Fram- leiðsluráð landbúnaðarins er á pappírunum skrifað fyrir lánum, sem ríkissjóði er ætlað að borga, er hægt að færa lántökurnar fram hjá ríkissjóði í framsetningu fjár- laga. Innan sjónarsviðs karlsins í kassanum er þessi lántaka ekki til. Ber að ræða ríkisfjármálin út frá því viðhorfi? Samskiptin við sjálfan hann Ríkisstjórnin segir sjálf, að meginvandinn í efnahagsmálum þjóðarinnar sé geigvænlegur viðskiptahalli við útlönd þar sem greiðslubyrði erlendra skulda stefni í allt að 33% af gjaldeyris- tekjum þjóðarinnar árið 1986. Þetta gerist ekki óvart eða í einu vetfangi. Þetta er bein og óhjá- kvæmileg afleiðing af miklum lán- tökum erlendis — lánum, sem tek- in eru samkvæmt formlegum ákvörðunum ríkisstjórnarinnar um að einmitt slíkt skuli gert. Þannig hefur ríkisstjórnin vísvit- andi aukið erlendar skuldir þjóð- arinnar um 50% í erlendum gjald- eyri sl. þrjú ár. Þessi vandi skapast m.a. af stjórn fjármálaráðherra á ríkis- fjármálunum. Hann hefur breytt fjárhagsvanda í lántökuvanda og svo greiðsluvanda við útlönd. Á slíkum „úrlausnum" byggir hann yfirlýsingar sínar um góða af- komu ríkissjóðs. Á þeim grund- velli ber að ræða stjórn hans á fjármálum hins opinbera. Það er því miður staðreynd, að svo er komið, að almennar tekjur ríkis- ins standa ekki lengur undir mikið meiru en rekstrarútgjöldum, launakostnaði og niðurgreiðslum á landbúnaðarafurðum innan- lands og utan. Fyrir niður- greiðslufjárhæðina eina væri hægt að þrefalda vegafram- kvæmdir í landinu. Fyrir útflutn- ingsbótafjárhæðina eina væri hægt að tvö og hálffalda fyrirhug- aðar láglaunabætur. Leiftursókn í áföngum í viðræðum um stjórnarmyndun haustið 1979 lagði Geir Hallgríms- son fram tillögur, sem kallaðar voru „tillögur mr. X“. Þær voru um framkvæmd leiftursóknar. Sú framkvæmd byggðist á því að taka stórt erlent lán til þess að greiða niður verðhækkunartilefni og stöðva þannig verðbólguhjólið með leiftursparki. Galdurinn var m.ö.o. í því fólginn að „borga niður bólguna" og breyta til þess ríkis- fjármálavanda í lántökuvanda. Hvað hefur Ragnar Arnalds verið að gera? Nákvæmlega þetta. Hitaveitur og þjóðþrifafyrirtæki hvers konar hafa verið neydd til þess að borga niður verðhækk- unartilefni sín með erlendum lán- tökum og ríkissjóður sömuleiðis. Þannig hefur fjármálavanda við að „borga niður bólguna" verið breitt í lántökuvanda og erlenda skuldasöfnun. M.ö.o., þá hafa menn verið að framkvæma „leift- ursókn í áföngum" — ekki með einu duglegu sparki eins og Geir vildi heldur með röð af smáspyrn- um. Niðurstaðan hefur orðið sú hin sama. Menn hafa loksins hnoðað boltanum í markið. Sitt eigið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.