Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 63 zahon: Ekki lengur einungis við- skipti, heldur gagnkvæm kynni Fyrir skömmu voru staddir hér á landi þrír ítalir á vogum Ferðaskrif- stofunnar IlLsýnar. Einn þeirra var Vittorio Zanon, en hann er forseti Ferðamálaráðs Lignano Sabiadoro. Morgunblaðið hitti hann að máli og spurði hann um ástæðuna fyrir veru hans hér. „Ástæðan fyrir veru minni hér á landi er að Islendingar eru mik- ilvægur hópur ferðamanna, sem eyða frítíma sínum á Lignano „gullnu ströndinni". Við á Italíu höfum kynnst því, að Islendingar eru jákvætt fólk, frá svæði þar sem ríkir kalt loftslag, en það hef- ur þó ekki gert þá kaldlynda. Með góðri skipulagningu Útsýnar og dugnaði Ingólfs Guðbrandssonar hafa tengslin orðið sífellt mikil- vægari, svo að ég ákvað, þegar tækifæri bauðst, að heimsækja ís- land, til að kynnast því betur og ekki aðeins af frásögn annarra. Ég hef kynnt mér skipulag og starfsemi Ferðaskrifstofunnar Utsýnar og get hiklaust hrósað henni. Mér er óhætt að segja, að ísland hefur komið mér þægilega ítalirnir þrír. Taldir frá vinstri: Bruno Da Fre, Antonio Renosto og Vittorio Zanon. á óvart, ekki aðeins vegna nátt- úrufegurðarinnar, sem er marg- breytileg, heldur einnig og ekki síður fyrir fólkið, sem hefur verið mjög viðmótshlýtt og létt yfir því. Á Italíu, þegar það er þar í sumarleyfi gæti maður freistast til að halda að það væri vegna þess að það er í sumarleyfi, en ég komst að raun um að svo er ekki. Við reynum sífellt að freista fleiri og fleiri íslendinga að koma til okkar á Lignano. Á þessu augnabliki get ég sagt það við íslendinga að ef þeir kjósa að eyða sumarleyfi sínu á Lignano í framtíðinni þá eiga þeir vin í Ferðamálaráði Lignao, þar sem ég er, ef ég má orða það svo. Þar sem Ítalía er geta Islendingar fundið annað vinalegt land. Nú er ekki lengur einungis um formleg við- skipti að ræða, heldur gagnkvæm kynni. íslendingar hafa nú í bráðum 10 ár komið til Lignano til að eyða þar sumarleyfi sínu, eitthvað ná- lægt 1.500 á hverju ári, þannig það fer að nálgst að vera 15 þús- und íslendingar sem heimsótt hafa Lignano frá upphafi. Það er stór partur af ekki nema 230 þús- und manna þjóð, sem mér skilst að þið séuð og margt af þessu fólki er sama fólkið sem kemur aftur og aftur og það mundi ekki vera þannig, ef fólki likaði ekki að koma til okkar," sagði Vittorio Zanon að lokum. Sænsk myndlist- arsýning 1 Nor- ræna húsinu TVEIR sænskir listamenn, Krland Cullberg og Peter Tillberg, sýna í sýningarsölum Norræna hússins frá 26. okt. til 7. nóv nk. Á sýningunni eru 17 oliumálverk eftir Erland Cullberg og 22 kolateikningar eftir Peter Tillberg. Listamennirnir koma og setja sýninguna upp og verða viðstaddir opnunina þriðjudaginn 26. okt. kl. 18:00. Erland Cullberg er fæddur 1931. Listnám stundaði hann við lista- akademíuna i Stokkhólmi og við Valands-listaskólann í Gautaborg. Hann hefur haldið margar einka- sýningar í Svíþjóð og tekið þátt í samsýningum. Peter Tillberg er fæddur 1946. Hann nam við listaakademíuna í Stokkhólmi. Hann hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt i samsýningum á Norðurlönd- um og víða. Sýningin, sem þeir nefna Snjó- göngur, hefur farið víða um Sví- þjóð. Héðan fer hún til hinna Norðurlandanna. Listamennirnir hafa fengið styrk úr norræna menningar- málasjóðnum til íslandsferðarinn- ar. esió reglulega öllum öl fjöldanum! JHÖi afmælisfundur S.Á.Á. haldinn í Háskólabíói laugardaginn 30. okt. 1982 kl. 14.00 SIGFÚS SNÆBJ0RG BRYNDlS H0RNAFL0KKUR KÓPAV0GS leikur létt lög frá kl. 13.30. • Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra; ávarp. . • Signý Scemundsdóttir: syngur við undirleik Guðríðar Steinunnar Sigurðardóttur. • Björgólfur Guðmundsson: rekursögu S.Á.Á. • ÓmarRagnarsson: skemmtir • Pjetur Þ. Maack: hugleiðing • Ullen dullen doff: fer með gamanmál • Joseph Pirro: ávarp • Biskup ísiands, hr. Pétur Sigurgeirsson: ávarp • Kynnir: Bryndís Schram. EFTIR FUNDINN: AFMÆLISKAFFI HÖTEL SÖGU spilað undir borðum — Sigfús Halldórsson og l ■ jPid(ö f* Snœbjörg Snæbjarnardóttir. — Graham Smith. H0RNAFL0KKUR KÚPAV0GS ViMitniz mmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.