Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 Bílar Sighvatur Blöndahl JEPPUM og aldrifsbílum af ýmsum gerftum fer stöftugt fjölg- andi hér á landi. Síðasta vift- bótin við þennan markaft er Mitsubishi Pajero-jeppinn, sem er óneitanlega ánægjuleg viftbót, því þar er á feröinni vel hannaft- ur og skemmtilegur jeppi. Á dög- unum reynsluók ég Pajero- bilnum liftlega 400 km vift mjög misjafnar aðstæftur og niftur- staftan af þeim akstri er einfald- lega sú, aft á feröinni er jeppi af skemmtilegri stærft, sem er mjög ríkulega búinn, auk þess sem hann er kraftmikill og hef- ur gófta eiginleika utan vega. DYR — RÝMI Pajero-inn kemur þrennra dyra, þ.e. með tveimur dyrum aft framan og síðan meft stórum skutdyrum, sem opnar megin- hlutann af gafli bílsins. Fram- hurftirnar eru af venjulegri stærft og því ágætt að ganga um þær. Skuthurðin hins vegar er stór og því mjög góð í um- gengni. Áftur en lengra er hald- ift má geta þess, að Pajero-inn er það sem kalla má „milli- stærðar“-jeppi. Hann er ívið plássmeiri en gamli Bronco-inn. Rými fyrir ökumann og farþega frammi í bílnum er ágætt, nema hvað æskilegt væri, aft hægt væri aft færa ökumannssætið eilítið aftar. Þaft vantar smá- rými fyrir fætur stærri manna. Rýmið er að öðru leyti með ágætum. Hliðarrými er mjög gott, svo og loftrými, sem er að vísu mismunandi mikið hjá ökumanni, því hægt er að stilla sætið á mismunandi vegu. Hvað varðar rými aftur í, þá er það ágætt. Bæði er skikkanlegt fótarými og loftrými er gott. Fyrir aftan aftursætið er síðan allgott farangursrými, en til hliðanna í farangursrýminu eru „barnastólar", sem hægt er að fella upp að hliðunum. SÆTI — ÚTSÝNI Sætin í Pajero-bílnum eru mjög skemmtilega hönnuð. Ökumannssætið veitir góðan bakstuðning, auk þess sem hlið- arstuðningur sætisins er með ágætum. Farþegasætið er að sjálfsögðu þessum sömu eigin- leikum gætt. Til viðbótar er ökumannssætið þannig úr garði gert, að það er á fjöðrum, eins og maður á að venjast í vörubíl- um og vinnuvélum. Ökumaður- inn getur valið sjálfur hvort hann vill hafa sætið í fastri stellingu og er þá hægt að velja um þrjár slíkar, eða þá láta sætið fjaðra. Hið fjaðrandi sæti kom mjög vel út, sérstaklega var þægilegt að fjaðra í ófærum utan vega í stað þess að fá á sig þung högg eins og vill vera í jeppum. Reyndar finnst mér ekkert á móti því að láta sætið vera í fjaðrandi stöðu í venju- legum akstri. Fyrir utan fjöðr- unina hafa framsætin síðan hina hefðbundnu stillimögu- leika, þ.e. hægt er að renna sæt- inu fram og aftur og breyta stillingu baksins. Farþegasætið er síðan hægt að færa fram í heilu lagi til að auðvelda um- gang aftur í bílinn. Fyrir vikið er alveg ágætt að komast aftur í bílinn. Sætin eru klædd slit- • Kraftmikill • Ríkulega búinn • Virkar vel í torfærum sterku gerviefni í köntum og á baki, en síðan er ágætt tau- áklæði í milli. Aftursætið er hefðbundinn bekkur, sem fella má fram ef óskað er. Reyndar má geta þess, að þegar bílarnir koma er stellingu sætisins breytt eilítið, þannig að þægi- legra er að sitja í því. Mjög vel fer um tvo fullorðna aftur í á lengri vegalengdum, en hins vegar væri farið að þrengja verulega að þremur, en ekkert er því hins vegar til fyrirstöðu að ferðast við þriðja mann aftur í á skemmri vegalengdum. Ut- sýni fyrir ökumann og farþega frammi í bílnum er mjög gott. Gluggar eru allir stórir og póst- ar skyggja mjög lítið á, auk þess sem höfuðpúðar á framsætum angra ekkert. Sömu sögu er reyndar að segja af aftursætis- farþegum. Útsýni þeirra úr bílnum er einnig með ágætum. MÆLABORÐ — PEDALAR Mælaborð Pajero-bílsins hef- ur nokkuð sérstakt og skemmti- legt yfirbragð, þótt því svipi á margan hátt til mælaborðsins í Range Rover. Mælar eru yfir- leitt mjög stórir, þannig að mjög gott er að lesa á þá, auk þess sem stjórntæki bílsins eru yfirleitt vel innan seilingar. I borðinu er að sjálfsögðu að finna hraðamæli með ferða- mæli. Þá er stór snúningshraða- mælir, olíuþrýstingsmælir, hleðslumælir, hallamælir, benzínmælir og hitamælir. Ennfremur eru að sjálfsögðu öll venjuleg aðvörunarljós. I bíln- um er vökvastýri, sem virkar mjög vel. Stýrishjólið er vel staðsett fyrir minn smekk og gott er að handleika það. Á vinstri væng stýrisins er að finna rofa fyrir aðalljósin og stefnuljósin, en hægra megin er síðan rofinn fyrir þurrkurnar, sem eru tveggja hraða með „let- ingja". Fyrir miðjum bílnum er svo á hefðbundnum stað að finna stjórntæki miðstöðvar- innar, sem er fjögurra hraða. Um miðstöðina er það að segja, að hún virkar einstaklega vel. Hún er með kraftmeiri mið- stöðvum, sem ég hef kynnzt. Undir stjórntækjum miðstöðvar er að finna kvarzklukku og kveikjara. í borðinu eru síðan rofar fyrir afturrúðuupphitun og afturrúðuþurrku. Pedalarnir eru vel staðsettir, þannig að lítil sem engin hætta er á því, að stíga á tvo þeirra samtímis. Benzíngjöfin er hæfilega stíf og bremsurnar, sem eru aflbrems- ur, virka vel. Þá slítur kúplingin á ágætum stað. SKIPTING OG VÉL Bíllinn, sem ég reynsluók, var knúinn 4 strokka, 2.555 rúm- sentimetra, 103 DIN hestafla vél, sem virkar mjög vel. Bíllinn er mjög kraftmikill og skemmtilegur. Síðan er hægt að fá bílinn með fjögurra strokka, 2.346 rúmsentimetra, 67 hest- afla dísilvél. Pajero-inn er fjög- urra gíra, auk þess sem hann er að sjálfsögðu með framdrif, en venjulega er honum ekið í aft- urdrifinu, og hátt og lágt drif. Gírskiptingin er vel staðsett og mjög þægilegt er að meðhöndla hana. Stutt er á milli gíra og kassinn er „þéttur". Skipti- stöngin fyrir framdrifið og háa og lága drifið mætti að ósekju vera heldur lengri, þannig að handhægara væri að ná til hennar. Þess má geta, að bíllinn er með sjálfvirkum framdrifs- lokum. Bíllinn virkar vel í öllum gírum, en persónulega finnst mér hann koma bezt út í þriðja Pajeroinn er meft stórum skutdyrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.