Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 43 Leikbrúðuland: Starfsemi vetrarins að hefjast Helga Steffensen og Hallveig Thorlacius með brúður úr þjóðsögunni „Um- skiptingurinn". Helga stjórnar umskiptingnum, en Hallveig álfkonunni, sem var orðin svo leið á karli sínum að hún hnoðaði honum saman og skipti á honum og krakkakríli. Björn Matthiasson hvert hérað gæti eignast sína eig- in útvarpsstöð, þar sem fram gætu farið umræður um héraðsmálefni og athyglinni yrði þar með beint að innanhéraðsmálum í ríkari mæli. Mundi það auka tilfinningu fólks fyrir eigin nágrenni, og draga úr því að menn einblíni ávallt á suðvesturhorn landsins eins og þar sé að finna nafla al- heimsins. Við landsmenn erum kannski orðnir vanir því, að Ríkis- útvarpið sjái veröldina frá reyk- vísku sjónarmiði, en þótt ég sé sjálfur héðan úr Reykjavík, hef ég aldrei getað vanist því, að heyra þulinn í morgunútvarpinu segja frá veðrinu við Skúlagötuna og hvaða skip séu aö sigla inn í höfn- ina, en hins vegar er aldrei að heyra neitt samsvarandi um Eyja- fjörð, Seyðisfjörð eða Höfn í Hornafirði. Eins er það greinilega að heyra á öllum fréttaflutningi, hljóðvarps og sjónvarps, að fréttir utan af landsbyggðinni eru inn- fluttar, ef svo má að orði komast, til Reykjavíkur. Fréttamaður spyr gjarnan frammámenn á einhverj- um stað um aflabrögð og tíðarfar upp á síðkastið og matreiðir fréttaviðtalið ósjálfrátt þannig, að það verður að frétt um lands- byggðina fyrir Reykvíkingana. Og aldrei er dæminu snúið við þannig að t.d. borgarstjórinn í Reykjavík sé spurður um tíðarfarið í Reykja- vík og aflabrögð skipa, sem gera út frá höfuðstaðnum. Sjónarhorn hljóðvarps og sjónvarps í frétta- flutningi er tvímælalaust reyk- vískt, enda er sjálfsagt erfitt fyrir fréttamenn að losa sig undan slík- um eðlislægum klafa. Ef til væru útvarpsstöðvar út um landsbyggðina, skapaðist hins vegar grundvöllur til fréttaflutn- ings og umræðna í slíkum stöðv- um, sem hefðu eigið hérað að vettvangi. Fréttir fengju strax á sig annan svip. Þær væru settar fram af innanhéraðsaðilum fyrir sasveitunga og mundu taka á sig mynd í samræmi við það. En þótt ég sé því persónulega mjög fylgjandi, að einkarekstur útvarps verði leyfður, hygg ég, að hægt eigi að ganga um gleðinnar dyr í þeim efnum. Við skulum ekki gleyma, að Ríkisútvarpið er ein af meginstoðum íslenzkrar nútíma- menningar. Margir bölva bæði hljóðvarpi og sjónvarpi hér, þykja bæði leiðinleg og einhæf. Ég hef hins vegar búið lengi erlendis og get því borið til um, að báðar þess- ar stofnanir hér eru í háum gæða- flokki, sérstaklega hljóðvarpið. Ég bjó lengi í Bandaríkjunum, þar sem nær allar útvarpsstöðvar eru í einkaeigu og byggjast eingöngu á auglýsingatekjum. Efni þeirra er afar einhæft og margfalt lakara en í okkar hljóðvarpi. Ég gleymi því ekki, að fyrst eftir að ég flutti heim frá Bandaríkjunum, sat ég oft langtímum saman við út- varpstækið og lét það kveða mér rímur, segja mér sögur, flytja mér erindi, leika fyrir mig sinfóniur og svo framvegis. Ekkert af þessu var að fá í útvarpi vestan hafs, nema ef vera skyldi stöku sinfónía. Út- varpserindi eru óþekkt þar í landi. Útvarpsefni er ekkert nema stutt- ar fréttir, auglýsingar og dynjandi rokkmúsík. Við verðum að gæta okkar hér, að einkarekstur út- varps fari ekki út í þennan farveg. Og svo er að huga að því, að ekki verður lengi talið stætt á að gefa hljóðvarpið eitt frjálst, því það er vel mögulegt að reka sjónvarps- stöð a.m.k. á suðvesturhorni landsins, sem kostuð yrði af einka- fjármagni. Þar munu þá koma upp sömu sambúðarvandamálin milli ríkissjónvarps og einkasjónvarps eins og verða fyrir hendi á hljóð- varpssviðinu. En þótt slíkur vandi sé fyrir hendi, hygg ég að rangt verði að mæta honum með því að righalda í sjónvarpseinokun ríkisins, m.a. vegna þess að tækniframfarir á sjónvarpssviðinu eru slikar, að innan fárra ára verður ríkiseinok- un sjónvarps rofin af sjálfu sér. Þá verður hægt að taka við út- sendingum sjónvarpsefnis frá gerfihnöttum beint í heimahús. Því liggur nokkuð á að aðlaga nú- verandi lög um sjónvarp að breyttum tækniaðstæðum. Það sannar m.a. myndbandabylgjan svonefnda, en hún er skýrt dæmi um, hvernig tæknileg nýjung yfir- þyrmir gömul og úrelt lög og gerir þau næsta óvirk. SIÐASTLIÐINN sunnudag hófst 13. leikárið í Leikbrúðulandi. Verkefni vetrarins heitir „Þrjár þjóðsögur — Gípa, Umskiptingurinn og Púka- blístran". Sýningar verða eins og venjulega á sunnudögum kl. 3 á Frí- kirkjuvegi 11. Að Leikbrúðulandi standa fjór- ar konur: Bryndís Gunnarsdóttir, Erna Guðmarsdóttir, Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen. Þær Hallveig og Helga héldu fund með blaðamönnum fyrir skömmu og sögðu þær að þjóðsögurnar þrjár hefðu verið frumsýndar á brúðuleikhúshátíð á Kjarvalsstöð- um í vor. Þá var Leikbrúðulandi boðið í sumar á norræna brúðu- leikhúshátíð í Vasa í Finnlandi með þessa sýningu. „Viðtökurnar sem sýningin fékk á hátíðinni komu okkur þægilega á óvart,“ sögðu þær stöllur, „í gagnrýni blaðanna var sýningunni skipað á bekk með tveimur öðrum sýningum sem þóttu bera af. Það voru sýningar frá Svíþjóð og Hol- landi, en Hollendingar voru ásamt Pólverjum gestir á hátíðinni. Við vorum að fá boð um að taka þátt í næstu brúðuleikhúshátíð í Vasa, sem verður í vor. I tengslum við hátíðina verður haldið námskeið fyrir atvinnufólk í brúðuleikhúsi, og mun Messíana Tómasdóttir kenna þar leikmyndagerð. Annars hefur það háð brúðu- leikhúsfólki á Norðurlöndum mik- ið hversu erfitt er að afla sér menntunar á þessu sviði. Hana er nefnilega ekki hægt að sækja í leiklistarskóla og myndlistarskóla nema að litlu leyti, því brúðuleik- hús er ekki blanda af þessum tveimur listgreinum, eins og ÚT ER komin hjá Iðunni þriðja bók- in í teiknimyndaflokknum Goðheim- ar. Nefnist hún Veðmál Óðins. Teikningar gerði Peter Madsen, en höfundar sögunnar eru auk hans Per Vadmand, Hans Ranche-Mad- sen og Henning Kure. Framleiðandi bókarinnar er Henning Kure. ís- lenska þýðingu gerði Guðni Kol- beinsson. — Teiknimyndasögur þessar eru gamansamar frásagnir af hin- margir halda, heldur sérstök listgrein sem lýtur sínum innri lögmálum. Það er margs að gæta við gerð brúðuleiksýningar. Fyrst þarf að matreiða efnið, sem í þessu tilfelli eru íslenskar þjóðsögur, þannig að þær henti þessum miðli, brúðu- leikhúsi. Síðan eru leikararnir mótaðir, smíðaðir og saumaðir, leiktjöld hönnuð og smíðuð, leik- stjóri kallaður til og raddir teknar upp í samræmi við hreyfingar brúðanna og má þar ekki skeika um sekúndu." Þættirnir, sem sýningar eru nú að hefjast á, eru samdir í Leik- brúðulandi. Bryndís Gunnarsdótt- ir hefur gert handrit, brúður og leikmynd fyrir söguna af Gípu! Hallveig og Helga gerðu handrit um fornu goðum í Ásgarði. Þang- að koma valkyrjur jafnan með þá garpa sem þær telja nægilega vígdjarfa og þeir eru teknir í hóp einherja. Svo kemur að Óðinn sættir sig ekki við nýja einherja og telur varnarlið Ásgarðs ekki til stórræða. Þá tekur hann til sinna ráða ... Veðmál Óðins er 56 blað- síður, gefin út í samvinnu við Interpresse í Danmörku. Umskiptingsins, Helga brúður, en Hallveig leikmynd. Erna Guð- marsdóttir gerði svo handrit og brúður að Sögum af Sæmundi fróða (Púkablístrunni þar með), og leikmyndina gerði Stígur Stein- þórsson. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhallur Sigurðsson, en leikar- arnir sem lána brúðunum raddir sínar eru þessir: Sigrún Edda Björnsdóttir, Guð- rún Stephensen, Sigurður Sigur- jónsson, Þórhalldur Sigurðsson, Jón Sigurbjörnsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Hljóðfæraleikarar í sýningunni eru: Helga Þórarins- dóttir, Kristján Þ. Stephensen og Guðrún Sveinsdóttir. Lýsingu annast Ingvar Björnsson. Upptaka var gerð í stúdíó Stemmu. öóPHEIMAR 3 „Veðmál Óðins“ - þriðja bók um Goðheima - sóluð snjódekk - Þessi snjódekk eru sóluð eftir ströngum bandarískum staðli. Þau hafa dúndurgóða spyrnu, endast von úr viti og eru öll með hvítum hring. Þú ættir að hafa samband við næsta útsölustað og tryggja þér gang því verðið er ótrúlega lágt. Reykjavík: Hjólbarðahúsið, Skeifunni 11 Flateyri: Sigurður Sigurdórsson Ólafsfjörður: Múlatindur Hjólbarðaþjónusta Hreyfilshúsinu, Fellsmúla 24 ísafjörður: Hjólbarðav. Jónasar Bjömssonar Húsavfk: Helgi Jökulsson (Vélsm. Múli) Nýbarði sf., Borgartúni 24 Hólmavík: Vélsmiðjan Vík Víkurbarðinn Garðabær: Nýbarði, Lyngási 2 Hvammstangi: Vélaverkstæðið Laugarbakka Egilsstaðir: Hjólbarðaverkstæðið Brúarlandi Kópavogur: Hjólbarðaviðgerð Kópavogs, Skemmuvegi 6 Blönduós: Bílaverkstæðið Vísir Fáskrúðsfjörður: Bíla- og búvélaverkstæðið Ljósalandi Mosfellssveit: Holtadekk sf., Bjarkarholti Sauðárkrókur: Bílaverkstæðið Áki Höfn: Verslun Sigurðar Sigfússonar Akranes: Hjólbarðaþjónustan Varmahlfð, Hallur Jónasson, Lindarbrekku Hella: Hjólbarðav. Bjöms Jóhannssonar, Lyngási 5 Stykkishólmur: Nýja Bílaver Skagaf: Selfoss: Gúmmívinnustofa Selfoss Grundarfjörður: Hjólbarðaþjónusta Grundarfjarðar Siglufjörður: Bílaverkstæði Birgis Björnssonar Hveragerði: Bifreiðaverkstæði Bjarna Búðardalur: Dalverk sf. Akureyri: Höldursf. Vestmannaeyjar: Hjólbarðastofan Patreksfjörður: Bílaverkst. Guðjóns Hannessonar Dalvfk: Bílaverkstæði Dalvlkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.